Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TOLLGÆSLAN stöðvaði innflutn- ing á stórri sendingu af eftirlík- ingum af þekktum húsgögnum og lömpum um síðustu áramót. Nýlega var eytt 5,3 tonnum af fölsuðum hús- gögnum úr sendingunni að kröfu rétthafa þeirra húsgagna. Vörurnar komu frá Kína og fylltu tvo 40 feta gáma og hálfan þann þriðja. Þetta mun vera langstærsta sendingin af fölsuðum vörum sem hefur verið stöðvuð við innflutning hingað. Að innflutningnum stóð einstaklingur, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Stöðvuð vegna ábendingar Erla S. Árnadóttir hrl. og Helgi Þór Þorsteinsson hdl. hjá LEX lög- mannsstofu komu að málinu fyrir hönd erlendra framleiðenda og rétt- hafa húsgagnanna. Lögð var fram trygging til halda mætti sendingunni áfram í tolli eftir að hún var stöðvuð. Helgi sagði að sendingin hefði ver- ið stöðvuð vegna ábendingar frá rétthafa. Í sendingunni hefðu að- allega verið stólar og lampar, eft- irlíkingar af verðlaunaðri hönnun margra nútímahúsgagna. Meðal annars hefðu verið þarna eftirlík- ingar af þekktum stólum á borð við Barcelona-stólinn, Svaninn, Flo- rence Knoll-sófann, Eggið og Túlip- anann. Einnig voru eftirlíkingar af annarri þekktri hönnun víða að úr heiminum. Erla S. Árnadóttir hrl. sagði að húsgögn sem væru jafn þekkt og sérstök og fyrirmyndir þeirra sem átti að flytja inn í sendingunni upp- fylltu skilyrði um vernd samkvæmt höfundalögum. Hún sagði nokkur mál hafa komið hér upp áður vegna sölu á fölsuðum húsgögnum en þau ekki fyrr verið stöðvuð í tollinum, eftir því sem best væri vitað. Hins vegar hefði fatnaður verið stöðvaður í tolli vegna brota á vörumerkjarétti. Meiri árvekni í tollinum Hörður D. Harðarson yfirtoll- vörður sagði að samkvæmt 132. grein tollalaga væri tollinum heimilt að fresta tollafgreiðslu ef grunur léki á að varan bryti gegn hugverkarétt- indum. Hann taldi þetta vera lang- stærstu sendinguna af fölsuðum varningi sem stöðvuð hefði verið hér á landi. Hörður sagði að tollurinn væri ár- vökulli nú en áður gagnvart hug- verkafölsunum. Hann sagði að ráð- stefnan „Virðum hugverkarétt“, sem haldin var af Einkaleyfastofu og menntamálaráðuneytinu í Norræna húsinu 23. apríl í fyrra, hefði valdið ákveðnum straumhvörfum. Í fram- haldi af ráðstefnunni tóku Toll- gæslan, Einkaleyfastofa og rétt- hafar upp samstarf til að berjast gegn innflutningi á fölsunum. „Það sem tollgæslan í heiminum hefur hvað mestar áhyggjur af í dag eru falsaðar neytendavörur sem geta verið lífshættulegar. Gróft dæmi um falsaða neytendavöru er mjólkurduftið í Kína. Líka eru í um- ferð falsaðar rafhlöður í fartölvur sem geta sprungið og eins falsaðir flugvélavarahlutir. Í fyrra var stöðv- uð erlendis sending af bremsu- borðum sem framleiddir höfðu verið úr graskögglum,“ sagði Hörður. Fölsuð húsgögn  Nýlega var eytt 5,3 tonnum af húsgögnum sem stöðvuð voru í tolli  Um var að ræða eftirlíkingar af þekktri hönnun „Ég er ánægður með þessa vinnu hjá tollinum,“ sagði Eyjólfur Pálsson, for- stjóri EPAL, um stöðvun stóru sendingarinnar. Hann minnti á að nú stæðu yfir íslenskir hönnunardagar og því væri ánægjulegt að sjá að tollurinn væri að vinna sína vinnu á þessu sviði. Eyjólfur sagðist hafa reynt að fylgj- ast með sölu falsaðra húsmuna hér og kvaðst aldrei hafa vitað af jafn stór- tækum innflutningi og í þessu tilviki. Eyjólfur rifjaði upp að íslenskir húsgagnahönnuðir hefðu orðið fyrir barðinu á hugverkaþjófum. Fyrir nokkrum árum fundu þau Eyjólfur og Erla Óskarsdóttir hönnuður stól, fölsun á hönnun hennar, á sýningu í Kaupmannahöfn. Falsaði stóllinn var framleiddur í Kína. Íslenskri hönnun einnig stolið Ljósmynd/Helgi Þór Þorsteinsson Eyðingu ofurseld Fölsuðu húsgögnin voru nýlega sett í sorppressu og eytt. Sendingin var sú stærsta sem hefur ver- ið stöðvuð í tolli hér á landi vegna hugverkaréttar. Eftirlíkingarnar voru af ýmsum víðfrægum húsmunum. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SKÝRSLU Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra um utan- ríkismál hefur verið dreift á Al- þingi. Kynning á efni skýrslunnar er ekki komin á dagskrá þingsins en það skýrist væntanlega eftir helgi, samkvæmt upplýsingum frá Alþingi. Í skýrslunni er lögð sérstök áhersla á Evrópumál, þó að farið sé ítarlega yfir aðra þætti utanríkis- mála. Fram kemur m.a. að rökrétt sé að íhuga nú, 15 árum eftir gild- istöku EES-samningsins, hvort full aðild að ESB falli best að íslenskum hagsmunum til lengri tíma litið. Mikilvægt sé að líta til þess hvort hagsmunir Íslands standi til þess að samþætta efnahagsmálin í ríkari mæli með ESB en þegar hafi verið gert. „Ljóst er að ekki verður geng- ið lengra með sérstökum samning- um við ESB nema með aðild að sambandinu,“ segir í skýrslunni og sú spurning sögð vakna hvaða áhætta fylgi því að taka þátt í innri markaði Evrópu án fullrar aðildar að myntbandalaginu, þar sem Ís- land hafi þá ekki aðgang að örygg- isneti og efnahagslegum stuðningi sem aðild að evrunni og ESB veitir. Betri vaxtakjör með aðild Síðan segir í skýrslunni, í þessu sambandi, að víkja megi að þeirri mynd sem birtist nú um stundir í samanburði vaxta á Íslandi við vaxtakjörin sem bjóðast innan ESB. Við núverandi aðstæður í rekstri fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs skipti hvert prósentubrot í vöxtum miklu máli. „Miðað við þá brúttóskuldastöðu sem blasir við þjóðarbúinu næstu mánuði og ár gæti umsókn um aðild að ESB sparað ríkissjóði milljarða og jafnvel milljarðatugi í formi betri lánskjara. Er þá ekki minnst á þann stöðugleika og trúverðugleika í aug- um annarra þjóða sem umsókn Ís- lands að ESB kynni að hafa á þess- um tíma í lýðveldissögu þjóðarinnar,“ segir í skýrslu utan- ríkisráðherra. Ennfremur er bent á að það mat virðist ríkjandi meðal sérfræðinga í þróun Evrópusambandsins að eftir inngöngu Króatíu, sem líklega fær aðild í ársbyrjun 2012, verði ný ríki ekki tekin inn í ESB fyrr en eftir 2015. Olli Rehn, núverandi stækk- unarstjóri ESB, hafi nýlega lýst því yfir að möguleiki sé fyrir Ísland að gerast aðili að ESB um leið og Kró- atía. „Leiða má líkur að því að sá möguleiki minnki með hverjum mánuðinum sem líður,“ segir í skýrslunni. Bent er á þá staðreynd að Ísland, ásamt Noregi og Liechtenstein, sé langt komið í aðlögun að reglu- og samningaumhverfi ESB, mun lengra en þau ríki sem eru í við- ræðum um aðild. Rifjað er upp að í fyrri skýrslu utanríkisráðherra kom fram að Ísland hefur yfirtekið lang- flestar reglur ESB er lúta að meiri- hluta þeirra 35 kafla sem semja þarf um í aðildarviðræðum. Rökrétt að Ís- land íhugi fulla aðild að ESB Ráðherraskýrsla segir milljarða sparast Í HNOTSKURN »Í skýrslu utanrík-isráðherra er einnig fjallað um hagræðingu í utan- ríkisþjónustunni. Alls er ráðu- neytinu gert að spara 2,4 millj- arða króna. »Sendiskrifstofum verðurfækkað á árinu og sendi- herrabústaðir seldir. Áætlað söluverð er um þrír milljarðar en kaupa á ódýrari bústaði. Ráðherra Össur á eftir að kynna Al- þingi nýja skýrslu um utanríkismál. STEINGRÍMUR J. Sigfússon, sjávar- útvegs- og landbún- aðarráðherra, hefur sagt í bréfi til Helgu Pedersen, sjáv- arútvegsráðherra Nor- egs, að Íslendingar séu tilbúnir að halda sér- stakan fund strand- ríkja, er hafa hagsmuna að gæta í makrílveiðum, hér á Íslandi. Símtöl og bréfaskipti hafa farið fram milli Steingríms og Pedersen um makrílveiðar Íslend- inga. Í tilkynningu frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu segir m.a.: „Með hlýnandi veðurfari und- anfarna áratugi hefur makrílstofninn leitað norðar í höfin og dvelur nú í auknum mæli í íslenskri landhelgi. Ís- lendingar telja sig vera í fullum rétti að veiða makríl innan sinnar lögsögu. Makrílveiðar Íslend- inga eru lögmætar og því rangt að tala um ólögmætar veiðar. Ís- land er strandríki líkt og veiðarnar í íslensku lögsögunni sanna og slíkar veiðar strand- ríkja í eigin lögsögu heyra ekki undir Norð- austur-Atlantshafsfisk- veiðinefndina (NEAFC) og við eigum því sama rétt til veiða á makríl í íslensku lögsögunni og Norð- menn, Færeyingar og ESB til að veiða makríl í sínum lögsögum.“ Jafnframt segir að þessar þjóðir hafi útilokað Íslendinga frá þátttöku í stjórn veiðanna í meira en áratug þó fyrir liggi að þeim beri skylda til að semja við Íslendinga skv. Hafrétt- arsáttmála Sameinuðu þjóðanna og Úthafsveiðisamningnum. Steingrímur J. hefur skrifað Pedersen Býðst til að halda fund á Íslandi um makrílveiðar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkurskipaði í gær, að beiðni Erlends Gíslasonar skiptastjóra, Önnu Kristínu Traustadóttur, löggiltan endurskoðanda hjá Ernst & Young, sem skiptastjóra þrotabús Baugs Group við hlið Erlends. Fram kemur í tilkynningu frá LOGOS lögmannsþjónustu, að í er- indinu til héraðsdóms komi fram að fyrirsjáanlegt sé að þáttur endur- skoðenda í skiptaferlinu verði rík- ur. Enda þótt skiptastjóri hafi heimild til að ráða slíkan sérfræð- ing til að starfa fyrir þrotabúið hafi það verið mat Erlends, að heppi- legra væri að skipaður yrði löggilt- ur endurskoðandi í þetta verkefni sérstaklega sem skiptastjóri og bæri þar með réttindi og skyldur sem slíkur. „Með tveimur skiptastjórum er vonast til að sátt skapist um það mikla og flókna starf sem fram- undan er vegna skipta þrotabús- ins,“ segir í tilkynningu frá LOGOS. Annar skipta- stjóri skipaður NEMENDUR í 10. bekk Árskóla á Sauðárkróki frumsýndu í vikunni hið sívinsæla leikrit Emil í Katt- holti, eftir Astrid Lindgren, í leik- stjórn Guðbrands Ægis Ásbjörns- sonar. Með hlutverk Emils fer Sveinn Rúnar Gunnarsson. Allir nemendur bekkjarins taka þátt í uppfærslunni og ágóði sýn- inganna í félagsheimilinu Bifröst fer í ferðasjóð. Liggur leiðin til Danmerkur í vor þar sem tengsl við vinabæinn Köge verða efld. Mikil áhersla er lögð á framkomu og leiklist í Árskóla. Yngri bekkir hafa sett upp heilu leikverkin á árshátíðum og einnig er hefð fyrir fullburða leiksýningum 10. bekkjar, þar sem m.a. Dýrin í Hálsaskógi og Skilaboðaskjóðan hafa verið flutt. Emil Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki í uppklappinu á frum- sýningu á söngleiknum sívinsæla um prakkarastrik Emils í Kattholti. Sýna Emil í Árskóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.