Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2009næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 54
Artika Artika hefur verið starfandi í nokkur ár og gengið í gegnum ýmsar mannabreyt- ingar. Nú skipa sveitina gítarleikaranir Ein- ar Logi Hreinsson og Örn Erlendsson, söngvarinn Jóhannes Pálsson, trommuleik- arinn Níels Adolf Svansson og bassaleik- arinn Vignir Rafn Hilmarsson. Þeir eru víða að af höfuðborgarsvæðinu og á aldrinum átján ára til tvítugs. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Músíktilraunir hófust í gær í Íslensku óperunni ogþá hrepptu tvær hljómsveitir af tíu sæti í úrslitumsem haldin verða í næstu viku. Í kvöld glíma svoellefu hljómsveitir um tvö sæti til viðbótar, eitt sem áheyrendur veita og annað sem dómnefnd úthlutar. 42 hljómsveitir taka þátt í tilraununum, víða að og í kvöld er skiptingin nokkuð fjölbreytt; tvær hafnfirskar sveitir, ein frá Akureyri, ein frá Skagaströnd, ein úr Borgarfjarðarsveit, eins mosfellsk, ein hornfirsk og þrjár úr Reykjavík. Keppt er í Íslensku óperunni og hefst fjörið kl. 19. stundvís- lega. Antares Þeir Antares-félagar, Bjarni Friðrik Garð- arsson, Andri Geir Jónasson, Níels Brimar Jóns- son, Ottó Marvin Gunnarsson og Hafþór Smári Imsland eru Hornfirðingar og spila metalcore í bland with melódískt death-metal. Bjarni Frið- rik syngur, Andri Geir og Níels leika á gítara, Ottó Marvin á bassa og Hafþór Smári á tromm- ur. Þeir eru á aldrinum sextán til átján ára. Anti-feministar Þeir félagar Elfar Þór Guðbjarts- son, gítarleikari og söngvari, Almar Elí Færseth, bassaleikar og söngvari, og Valur Ingólfsson, trommuleikari, eru Anti-feministar. Þeir eru líka Njarðvíkingar og spila gítarrokk. Betrothi Hljómsveitin Betrothi var stofnuð í nóvember sl. og hét þá Ármann and the Four Lost Souls, en eft- ir mannabreytingar breyttist nafnið líka. Liðs- menn sveitarinnar, sem er frá Akureyri, eru þeir Ármann Óli Halldórsson bassaleikari, Haraldur Helgason gítarleikari, Þorsteinn Sævar Krist- jánsson hljómborðsleikari, Birkir Örn Jónsson gít- arleikari, Bjarki Freyr Jónsson trommuleikari og Arnar Freyr Scheving Guðmundsson söngvari. þeir eru á aldrinum fjórtán til átján ára og leika rokk í þyngri kantinum. Earendel Skagastrendingarnir Earendel tóku einnig þátt í síðustu tilraunum og spila þungarokk. Sveitina skipa Kristján Ýmir Hjartarson bassaleikari, sem er 16 ára, Ómar Ísak Hjart- arson gítarleikari, 18 ára, Almar Freyr Fann- arsson söngvari, Þorsteinn Ýmir Ásgeirsson gítarleikari og Jóhannes, sem allir eru 19 ára og Hlynur, hljómborðsleikari sem er 22 ára. Ljósvaki Ljósvakinn Leifur Eiríksson mætir einn til leiks vopnaður hljómborðum og tölvutrommum og boðar samstöðu, vináttu og kærleik. Hann er Reykvíkingur og fyllti 23. árið fyrir stuttu. Melkorka Hljómsveitin Melkorka var stofnuð í Borg- arfirðinum fyrr á árinu og þreytir frumraun sína á sviði á Músíktilraunum 2009. Ásmundur Svavar Sigurðsson spilar á bassagígju, Helgi Eyleifur Hohner lemur bumbur, Atli Már Björnsson tónar og sýslar með skýrsluvél og Reynir Hauksson leikur á slaggígju. Þeir hyggjast leika framsækna rokktónlist. Með- alaldur þeirra er 20 ár. Negatrivia Rokkbandið Negatrivia var stofnað af Sig- urði Árna Jónssyni gítarleikara og söngvara og Einari Loga Hreinssyni á seinni hluta síð- asta árs, en síðar slógust í hópinn þeir Úlfar Karl Arnórsson á bassa og Ragnar Sverrisson á trommur. Þeir eru Hafnarfirðingar á aldr- inum nítján ára til tvítugs og spila rokk í harð- ari kantinum. St. Peter the Leader Því óvenjulega nafni St. Peter the Leader hetir kvintett úr Mosfellsbæ og Grafarvogi sem segist spila fjölbreytta tónlist. Piltarnir eru Davíð Antonsson, sem spilar á trommur, Guðmundur Guðmundsson spilar á rafgítar, Jökull Júlíusson spilar á gítar og syngur, Daníel Ægir Kristjánsson spilar á bassa og Bjarni Grétar Ingólfsson á hljómborð. Þeir eru allir fæddir 1990. Chronolium Reykvíska rokksveitin Chronolium spilar metal af gamla skólanum. Liðsmenn sveit- arinnar eru þeir Ástmar Yngvi Birgisson sem leikur á bassa, Hjörvar Vífilssson og Arnaldur Sigurðarson spila á gítara, Hafþór Tryggvason syngur og Einar Merlin Cortes lemur trommur. Þeir eru á aldrinum 19 til 21 árs. Landfræðileg fjölbreytni Sound of Seclusion Sound of Seclusion er ættuð úr Hafnarfirði og sigraði einmitt í hljómsveitakeppni þar í bæ fyrir stuttu. Sveitina skipa Alexander Örn Númason, bassaleikari, Jóhannes Hróbjartsson trommuleikari, Auðunn Lúthersson gítarleik- ari og söngvari og Marinó Rafn Guðmundsson söngvari. Sveitin leikur Prog metal með áhrif- um úr harðkjarna, dauðarokki, djassi og rokki. Meðalaldur sveitarmanna er rúm sextán ár. Svik á pretti ofan Laugarásbíó, Sambíóin Duplicity bbbmn Leikstjóri: Tony Gilroy. Aðalleikarar: Julia Roberts, Clive Owen, Tom Wilkinson, Paul Giamatti, Denis O’Hare, Kathleen Chalfant, Tom McCarthy, Carrie Preston. 125 mín. Bandaríkin. 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Tony Gilroy, handritshöfundur Bourne-myndanna, leikstýrði fyrsta verkinu áferlinum árið 2007. Það var MichaelClayton, og tókst frumraunin með ágætum og nú er hann mættur á ný með Dupli- city, en hann er einnig handritshöfundur beggja myndanna. Gilroy veltir fyrir sér hvað er að gerast á bak við tjöldin í viðskiptaheiminum sem illa þolir dagsbirtuna. Af nógu er að taka. Lok kalda stríðsins létti á spennunni á milli stórveldanna og andrúmsloftið varð almennt þolanlegra. Flestir önduðu léttar aðrir en sú varasama stétt spæjarar MI6, CIA, KGB, og annarra slíkra skuggaverktaka. Við þeim blöstu fjöldauppsagnir og ekki í mörg hús að venda með þeirra sérstöku reynslu. Það leyndust tækifæri í hörðum heimi við- Glæsileg fyrir augað Roberts og Owen. skiptanna þar sem iðnaðarnjósnir eru ómiss- andi þáttur starfseminnar. Burkett & Randle og Equikrom eru tveir fjölþjóðalegir iðn- aðarrisar sem berjast leynt og ljóst um hverja nýjung, hvert leyndarmál sem getur veitt þeim kærkomið forskot á markaðnum. Þeirra stríð minnir á átök stórveldanna, menn sitja á svik- ráðum og í Duplicity er engum treystandi Myndin þeytist með áhorfandann heimshorn- anna á milli og fram og til baka í tíma. Hún hefst í Dubai á meðan CIA-njósnarinn Claire (Roberts), og Ray (Owen), starfsbróðir hennar hjá MI6, eru á mála hjá hinu opinbera. Claire leggur gildru fyrir Ray, sem lætur gabbast auð- veldlega og eyðir næstu mánuðum í að hafa uppi á Claire og gjalda henni rauðan belg fyrir svartan. Þær áætlanir víkja smám saman fyrir ástinni sem dafnar á milli þeirra í ótal end- urlitum. Áður en langt um líður fara hjúin að leggja á ráðin um það hvernig þau geti hlunn- farið húsbændur sína, iðnaðarrisana, um svo sem 30-40 milljónir dala og sest í helgan stein og notið samvistanna áhyggjulaust það sem eft- ir er. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að vera fyllilega með á nótunum í hraðri framvindu tvíræðra ástamála, blekkinga, linnulausra svika á báða bóga út um allar jarðir – hver er að blekkja hvern, það er stóra spurningin. Myndin er glæsileg fyrir augað, fyndin og sjálfsagt þyk- ir einhverjum hún rómantísk en aðrir eiga vafa- laust í erfiðleikum með að kaupa lítið heillandi leiktilburði Roberts og Owens. Á hinn bóginn eru þeir í essinu sínu, Wilkinson og Giamatti, sem gjörólíkir forstjórar iðnaðarveldanna tveggja. Upphafsatriðið þar sem þeir lenda í hörkuslagsmálum úti á flugvelli, er það fyndn- asta í myndinni og kemur manni í létt skap. Þrátt fyrir að Duplicity sé í ótrúlega mörgum lögum líkt og fjallhá brúðkaupsterta, þá kitlar hún oftast hláturtaugarnar samtímis og áhorf- andinn verður að taka á honum stóra sínum til að komast til botns í hvað er í uppsiglingu og týnast ekki í fléttufansinum. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig í ósköpunum er mögulegt að loka margþættum svikavefnum en það tekst eins ásættanlega og hægt er að ætlast til. Alltént bendir Duplicity okkur á að græðgi er vafasöm hvöt, en það vissum við reyndar fyrir, ekki satt? Ef lesandinn sér nöfn þessara frábæru leikara, geta þeir andað léttar. Það finnast vart betri karakterleikarar í kvikmynda- heiminum í dag, hvort sem þeir eru í smáum hlutverkum eða stórum. Englend- ingurinn Tom Wilkinson var búinn að vera önnum kafinn og virtur sviðsleikari áður en hann fór að skjóta upp kollinum í sjón- varpi og í aukahlutverkum í kvikmyndum. Hann sló í gegn í hinni feikivinsælu The Full Monty (́97), og hefur ekki látið deigan síga, leikið í hartnær 50 myndum á síð- asta áratug. Hann var tilnefndur til Óskars fyrir In the Bedroom og Michael Clayton, auk þess hefur hann prýtt myndir á borð við Girl With the Pearl Earring, Seperate Lives, Batman Begins og Valkyrie. Banda- ríkjamaðurinn Paul Giamatti er algjört kameljón, sérkennilegt útlit setti honum skorður til að byrja með, uns leikstjórum lánaðist að nýta botnlausa hæfileika mannsins sem blómstruðu sem aldrei fyrr í Sideways. Hann hefur gefið myndunum Man on the Moon, American Splendor, The Cinderella Man og Lady in the Water, sína eigin, persónulegu vítamínsprautu. Þá má ekki gleyma hrífandi frammistöðu hans í titilhlutverki sjónvarpsþáttanna um John Adams. Fyrir túlkun sína á forsetanum hlaut hann m.a. Golden Globe- og Emmy- verðlaunin. Gæðastimplarnir Giamatti og Wilkinson 54 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 85. tölublað (28.03.2009)
https://timarit.is/issue/333764

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

85. tölublað (28.03.2009)

Aðgerðir: