Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ÞAÐ VAR ef til vill skiljanleg ráðstöfun, þegar verðtryggingu útlána var komið á við þær aðstæður sem ríktu vegna óðaverð- bólgu undir lok átt- unda áratugar síðustu aldar. Það er jafn óskiljanlegt, að láns- kjaravísitalan skuli fá að grassera óbreytt eins og mál eru núna. Að krefja lántakendur um greiðslu á verðbótum vegna alls kyns utanaðkomandi áhrifa svo sem hækkunar á erlendum vörum, hruns bankakerfisins og alþjóðlegrar fjár- málakreppu, á sama tíma og laun standa í stað eða lækka, er einfald- lega þjófnaður eða í bezta falli okurl- ánastarfsemi. Þá heyrist strax söng- urinn, hvað með sparifjáreigendur. Eiga þeir ekki heimtingu á verðbót- um, til dæmis ef kaffiverð hækkar í Brazilíu? Það er fróðlegt að kynna sér bandarísk húsnæðislán og spari- reikninga í þessu sambandi. Hér er fólki boðið upp á svokallaða CD- sparireikninga með betri ávöxtun en á venjulegum innlánsreikningum. Engum bandarískum sparifjáreig- anda dytti í hug að krefjast hækk- unar á innstæðu sinni, þótt olíuverð hækki verulega og þar með neyzlu- vísitalan. Þú yrðir álitinn kjáni, ef þú færir fram á slíkt. Hér tíðkast að veita húsnæðislán til ýmist 15 eða 30 ára með föstum eða breytilegum vöxtum. Nú er hægt að fá 30 ára lán með föstum ársvöxtum, um 5%. Bankinn er þannig reiðubúinn að taka áhættu til 30 ára, að verðbólga getið aukist og raunvextir orðið miklu hærri. Ekki nóg með það. Á þessum erfiðu tímum, þegar al- menningur situr uppi með mikil hús- næðislán og oft meiri en nemur sölu- verðmæti eignar, eru bandarískir bankar fúsir til samninga um að lækka bæði vexti á umsömdum lán- um og – haldið ykkur fast, lækka höfuðstól lána, stundum um 10-20%. Hér eru bankarnir nefnilega það skyn- samir, að þeir telja betra að halda fólki í húsunum en að sitja uppi með verðlitlar eignir sem eru lítt selj- anlegar. Þeir við- urkenna nefnilega þátt sinn í hrunadansinum. Svo er þessu ekki farið á Íslandi. Þar er lánskjaravísitalan látin æða áfram á meðan laun lækka eða standa í stað. Það bjargar bönkunum og stjórnvöldum, að Íslendingar eru yfirleitt sein- þreyttir til vandræða og borga ok- urvextina möglunarlaust. Hér í Bandaríkjunum myndi fólk yfirgefa hús sín og segja stjórn og fjár- málastofnunum að hirða draslið. Ef til vill kemur að því, að það gerist á Íslandi. Hvað ætla bankarnir og Íbúðalánasjóður að gera, ef þeir sitja allt í einu uppi með þúsundir óseljanlegra eigna? Nú heyrast hug- myndir um 20% lækkun skulda. Slík ráðstöfun er ekki heppileg þar sem hún gefur til kynna eftirgjöf á skuld, sem er ekki vinsælt þessa stundina. Eina færa leiðin er að leiðrétta láns- kjaravísitöluna og fella hana síðan niður strax og færi gefst. Hvernig væri að miða við vísitöluna eins og hún var 1. september 2008 og leið- rétta síðan framhaldið? Nota til dæmis aðeins 67% af hækkun henn- ar frá þeim tíma, eða búa til nýjan og sanngjarnari grunn þar sem láns- kjör Íslendinga ráðast ekki af ein- hverri tilviljunarkenndri hækkun ol- íu eða kaffis á erlendum mörkuðum. Leiðréttum láns- kjaravísitöluna Edvarð Júlíus Sól- nes skrifar um vexti og verðtryggingu »Hvað ætla bankarnir og Íbúðalánasjóður að gera, ef þeir sitja allt í einu uppi með þús- undir óseljanlegra eigna? Edvarð Júlíus Sólnes Prófessor emeritus og fyrrverandi umhverfisráðherra. VIÐ lifum á mestu þjóðflutningatímum sögunnar. Fólk um all- an heim stekkur upp í þotu og hoppar af í nýj- um heimshluta stuttu síðar. Á sama hátt og áður fóru menn í ver á vetrum því þar var vinnu að fá fer fólk nú í stórum stíl á milli landa að sækja vinnu. Þoturnar á milli Kaupmannahafnar, Stokkhólms og Helsinki eru eins og strætó flytjandi fólk til vinnu að morgni og heim að kvöldi. Aðrir koma lengra að og dvelja lengur og setjast jafnvel að. Margir eru ekki aðeins að leita að vinnu heldur öryggi og umhverfi sem er gott til að búa í og ala upp börn. Svona gengur þetta til um allan heim og meira að segja vilja sumir koma til Íslands. (Örugglega ekki vegna veð- ursins). Nú ber líka svo við að Íslend- ingar vilja sem aldrei fyrr gerast inn- flytjendur einhvers staðar. Á undanförnum árum hafa einnig verið brotnir niður efnahagsmúrar og landamæri opnuð eða felld niður til að greiða fyrir samskiptum og við- skiptum. Þessi þróun er óumflýjanleg og skiptir miklu að hún gangi vel fyrir sig. Við Íslendingar höfum á und- anförnum árum notið góðs af því að fjöldi erlends fólks hefur sest hér að og tekið þátt í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. Um leið hefur það fært með sér dýrmætar gjafir, ferska menningarstrauma og þekk- ingu. Augljósasta dæmið um það er matargerðin, guði sé lof fyrir að við getum farið á kínverska, indverska, taílenska staði en þurfum ekki lengur að borða ýsu soðna í 20 mínútur eins og áður var. Innflytjendur flytja einnig með sér marg- víslega þekkingu og hæfni, til dæmis má nefna þá lyftistöng sem erlendir þjálfarar hafa verið fyrir íþróttalífið. Kannski er mikilvæg- asta innlegg innflytj- enda það að við gerum okkur grein fyrir því að við erum ekki ein- angruð hér á skerinu, haldandi að við séum al- veg sérstök eintök af mannfólki. Fyr- ir þetta eigum við að vera þakklát og segja takk, eins og herferð Mannrétt- indastofu og Auga er að segja okkur þessa dagana, með því að þakka inn- flytjendum á þeirra þjóðtungu. Ég nefndi þetta takk til innflytj- enda við móður mína um daginn og hún svaraði að bragði: „Já einmitt, takk fyrir að koma og brjótast inn til okkar.“ Auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé. Þegar ég var eitt sinn að vinna í Færeyjum eins og margir Ís- lendingar því atvinnuástandið var slæmt hér voru þar samankomnir flestallir glæpamenn Íslands, enda glæpamenn þekktir fyrir mikla sjálfs- bjargarviðleitni. Sem betur fer voru Færeyingar víðsýnni en svo að dæma alla Íslendinga eins og tóku vel á móti þeim sem voru komnir í ærlegum er- indagjörðum. Ég er sammála Fær- eyingum í því viðhorfi að dæma ekki heilu þjóðirnar af gjörðum örfárra einstaklinga. Við þurfum að læra að sleppa sleggjudómum og meta hverja og eina manneskju eins og hún er, miklu frekar vil ég vera í skipsrúmi með ærlegum Nígeríumanni en ís- lenskum skíthæl. Það að vera Íslendingur er skemmtilegt frá menningarlegu sjón- arhorni, sagan er merkileg og ein- hver óskilgreindur þjóðarandi gerir okkur aðeins öðruvísi, kannski skrítn- ari en aðrar þjóðir. Af þessu má hafa gaman, til dæmis til að búa til menn- ingu og þjóðhátíðarræður. En við er- um ekki bara Íslendingar, við erum ótal margt annað, Vestmanna- eyingar, Þingeyingar, Vest- urbæingar, KR-ingar, Valsarar (ótrú- legt en satt). Við erum iðnaðarmenn, tannlæknar, hönnuðir, Lionsmenn, anarkistar og íhaldsmenn. Þegar þessir merkimiðar menningarinnar eru skrældir af okkur erum við feður, mæður, dætur, synir og innst inni að- eins eitt – manneskjur. Hver og ein einstök en samt allar eins. Með drauma og tilfinningar líkt og allar hinar manneskjurnar í heiminum. Tómas Guðmundsson orðaði þetta fallega: „Samt dáðist ég enn meir að hinu, hve hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Það er merkilegt að ef við lítum í hina átt- ina og víkkum sjónarhornið er nið- urstaðan sú sama, við erum Íslend- ingar, Norðurlandabúar, Evrópubúar, jarðarbúar, öll eitt og það sama; manneskjur á jörðinni. Baráttan fyrir mannréttindum er mikilvægsta orusta okkar tíma – rétt- ur til mannsæmandi lífskjara, jafn- réttis, frelsis í hugsun, orðum og at- höfnum fyrir alla. Þessi orusta er háð alla daga í viðræðum og aðgerðum okkar og gott að hafa í huga að það er örstutt síðan nasistar ætluðu að byggja þúsund ára ríki sitt undir kjörorðinu Ein Volk, ein Reich. Með sömu þróun og á sér stað í dag með fólksflutningum og opnun efna- hagssvæða í 1000 ár í viðbót verða Bretar ekki lengur rauðir og ljótir heldur fallega brúnir eins og allir hin- ir á jörðinni. Eins og góði svarti mað- urinn í Ameríku sagði áður en hann var skotinn, allir dæmdir eftir mann- kostum sínum en ekki uppruna eða litarafti. Þá verða engin landamæri, engin þjóðríki engir kynþættir, engir kynþáttafordómar, jörðin öll: eitt ríki – ein þjóð. Þá verður gaman að lifa. Eitt ríki – ein þjóð Sverrir Sigurjón Björnsson skrifar um litróf mannlífsins » Þegar merkimiðar menningarinnar eru skrældir af okkur erum við feður, mæður, dæt- ur, synir og innst inni aðeins eitt – mann- eskjur. Sverrir Sigurjón Björnsson Höfundur er hönnuður. EKKI ber á öðru en íslenskir bankar hafi æði frumstæða og þversagnarkennda hugmynd um vináttu eftir framkomu þeirra að dæma við það fólk sem við þá skiptir. Vin- ur er sá sem í raun reynist, stendur ein- hvers staðar. Að mínu viti væri með öllu óhugsandi að hafa slík orð um þessar merkilegu fjár- málastofnanir okkar. Getur það t.a.m. með nokkru mögulegu móti flokkast undir vinahót af hálfu Glitnisliðsins að skerða stöðugt innistæður manna í Sjóði einum og reyndar ekki aðeins skerða þær heldur líka frysta um ótil- tekinn tíma? Var það ekki sömuleiðis dáfallegt vinarbragð af Stoðum og það víst með Jón Ásgeir Jóhannesson í far- arbroddi að láta greipar sópa um alla vextina af innistæðum okkar við- skiptavinanna í Sjóði níu? Í augum hans og bankamanna á borð við Bjarna „Fjármagns- son“, afsakið ég meinti Ármannsson, liggjum við svo vel við höggi við þessir auðféflettanlegu hrekkleysingjar, alveg tilvaldir til brúks fyrir eigendur bankans þegar mikið liggur á. En nú er mér alveg nóg boðið og set ég því hnefann beint í borðið og heimta mína áunnu vexti til baka frá þessum síðbrengluðu rummungum. Áður en ég slæ botninn í þennan stutta pistil leikur mér forvitni á að fá að vita hver var eiginlega hlutur Ill- uga Gunnarssonar í Sjóði níu. Var honum ætlað þar það stóra hlutverk að vera einskonar guðfaðir sjóðsins eða skrautfjöður, nema vera skyldi hvort tveggja í senn? Þáði hann stór- rausnarlega þóknun fyrir það eitt að láta gjörsamlega undir höfuð leggjast að fylgjast grannt með fjárfestingum sjóðsins? Lagði fjöldi títtnefndra við- skiptavina fé sitt í Sjóð níu fyrir hans orð og undirmanna hans, þ.e. þjón- ustufulltrúanna? Það er áreiðanlega ekki ofmælt að þessi fyrrverandi aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra vors, Davíðs Oddssonar, hafi ekki staðið í stykkinu, heldur líka leikið illa af sér með aðgerðaleysinu einu saman. Eft- ir þennan herfilega afleik eða réttar sagt fingurbrjót finnst mér flest benda til þess að hann eigi sér ekki miklar framavonir á hverfulu skák- borði íslenskra stjórnmála. Við viljum geta borið fullt traust til þeirra þing- manna sem við kjósum. Að lokum þetta. Það er raunalegt til þess að vita hversu margir þing- menn hér á landi eru rúnir öllu trausti almennings. Halldór Þor- steinsson skrifar um bankamál Halldór Þorsteinsson » Getur það t.a.m. með nokkru mögulegu móti flokkast undir vinahót af hálfu Glitnis- liðsins að skerða stöðugt innistæður manna í Sjóði einum …? Höfundur er skólastjóri Málaskóla Halldórs. Hvernig dirfðist Glitnir að kalla mig viðskiptavin sinn? Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is G ra fí k a 2 0 0 9 GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA TEPPI FYRIR GISTIHEIMILI BRÚNÁS innréttingar . Ármúli 17a . 108 Reykjavík . sími: 588 9933 . www.brunas.is Mörg undanfarin ár hafa Brúnás innréttingar áunnið sér gott orð fyrir glæsilega íslenska hönnun og gæða handverk sem byggir á þekkingu og áralangri reynslu. Allar Brúnás inréttingarnar eru íslensk hönnun og framleiðsla, hannaðar af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeir Þórðarsyni innanhúshönnuðum og framleiddar í fulkomnu trésmíðaverkstæði fyrirtækisins á Egilsstöðum. Rúnar Marvinsson matreiðslusnillingur mettar og kætir gesti og gangandi með sérhannaðri gleðisúpu á laugardaginn milli kl. 13 og 14. HönnunarMars DesignMarch 26.-29.03 íslensk hönnun . íslensk framleiðsla Gleðisúpa Rúnars Marvinssonar Laugardaginn 28. mars kl. 13-14 HönnunarMars í BRÚNÁS föstudag og laugardag kl. 10-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.