Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 33

Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Árni Sæberg Verðandi og fyrrverandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, og Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi formaður, fallast í faðma á landsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn er um helgina. Hjörleifur Sveinbjörnsson, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar, fylgist með af hliðarlínunni. Eygló Þóra Harðardóttir | 26. mars Steingrímur J. passar auðvaldið Steingrímur J. Sigfússon hefur ákveðið að færa nið- ur skuldir VBS og Saga Capital um 8 þúsund millj- ónir króna. Þetta gerir hann með því að bjóða þeim vexti sem eru langt undir því sem öðrum fyrirtækjum og hvað þá ein- staklingum bjóðast, takist þeim á annað borð að verða sér úti um lán. Þessi sami Steingrímur hefur úthúðað framsóknarmönnum fyrir að dirfast að leggja til að húsnæðislán almennings verði færð niður sem nemur verðtrygg- ingu og/eða gengisbreytingum síðustu mánaða. Þessi sami Steingrímur situr í rík- isstjórn með Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur kallað tillögur Framsókn- arflokksins stærstu millifærslu fjármagns frá einstaklingum til fyrirtækja sem sögur fara af. Ef almenningur, með 20 ára húsnæð- islán á 4,5% vöxtum fengi sömu kjör og þessir fjárfestingabankar, það er að segja endurfjármögnun á 2% vöxtum, jafngilti það að húsnæðislánin væru færð niður um 20%. Kunnugleg tala ekki satt!?! Steingrími og Jóhönnu þykir ekkert sjálfsagðara en borga niður lán fjárfest- ingabanka og annarra fjármagnseigenda. Meira: eyglohardar.blog.is Eyþór Jóvinsson | 26. mars kreppa? með hvítan rússa í hönd og osta og sultu á borði með hugann við fram- andi lönd er kreppan kannski bara til í orði? Meira: jovinsson.blog.is ÞAÐ VAR forvitnilegt að fylgjast með málfundaræfingu Björns Bjarnasonar og Þor- steins Pálssonar í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu sl. þriðju- dag (24.03.09). Þeir áttu að svara spurningunni, hvort Íslandi væri betur borgið innan eða utan Evrópusambandsins. Forvitnilegt sagði ég. Ekki vegna þess að afstaða þessara fyrrverandi ráðherra Sjálfstæð- isflokksins til málsins kæmi á óvart. Þorsteinn, sem er fyrrv. sjávarútvegs- ráðherra, hefur framundir það síðasta verið harður andstæðingur Evrópusambands- aðildar. En hann hefur skipt um skoðun eins og hann gerði grein fyrir á fundinum. Björn var fyrr á tíð opinn fyrir kostum Evrópusam- bandsaðildar, svo ekki sé meira sagt. Á seinni árum hefur hann hins vegar grafið sig ofan í skotgrafirnar og fer þaðan fremstur í flokki andstæðinga aðildar, ásamt með Bjarna Harð- arsyni, bóksala á Selfossi, og öðrum mannvits- brekkum. Það sem gerði þetta pataldur forvitnilegt var að þarna fengu áheyrendur einskonar generalprufu af landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins sem nú stendur yfir. Á þeim fundi verður staðfest að þótt senn sé hálfur annar áratugur liðinn frá gildistöku EES-samningsins, hefur allur þessi tími ekki dugað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins til þess að komast að nið- urstöðu um þetta stærsta mál samtímans. Flokkurinn er klofinn ofan í rót. Hann er póli- tískt impotent – getulaus – fullkomlega ófær um að veita þjóðinni forystu í þessu máli. Sama máli gegnir reyndar um fleiri stórmál eins og t.d. kvótamálið. Flokkurinn er á reki. Viðskiln- aður hans í stjórnarráðinu eftir 18 ára valda- tíð, er sá versti í Íslandssögunni. Flokkurinn hefur enga framtíðarsýn. Það var reyndar tvennt sem kom á óvart í málflutningi þeirra fjandvinanna (Björn upp- nefnir ævinlega blaðið sem Þorsteinn ritstýrir og kallar Baugsmiðil; Þorsteinn mun harma það lítt að pólitísk arfleifð Davíðs Oddssonar er hér eftir öll í ösku). Hið fyrra var hversu óvandaðan málflutning Björn lét sér sæma að hafa í frammi, t.d. með því að kynda að ósekju undir óvild í garð grannþjóða. Það er nokkurn veginn það seinasta sem Íslendingar þurfa á að halda nú um stundir. Hitt var að fv. sjávarútvegsráðherra Þor- steinn Pálsson taldi að háværar kröfur sem uppi væru hér innan lands um afnám gjafakvótakerf- isins, væri hagsmunum sjáv- arútvegsins (les: LÍÚ) hættulegri en hin samræmda sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins (CFP). Samningar eða krossapróf? Björn gengur út frá því í mál- flutningi sínum að aðild- arviðræður við Evrópusambandið séu ekki samningaviðræður held- ur eins konar krossapróf þar sem viðmæland- inn setur kross í reitinn framan við ríkjandi stefnu ESB. Lögmálið sé „take it or leave it“ – allt eða ekkert, punktur og basta. Það er m.ö.o. ekki hægt að semja við Evrópusam- bandið, að mati Björns. Ég bar þessa fullyrðingu ráðherrans fyrr- verandi undir erlendan kunningja minn sem var í samningsgengi þjóðar sinnar í aðild- arsamningum fyrir nokkrum árum. Hann hló við og sagði að ef rétt væri hefði það getað sparað honum og félögum hans mikinn tíma og fyrirhöfn. Sannleikurinn væri hins vegar sá að allar þjóðir, sem hann þekkti til, sem gert hefðu aðildarsamninga við ESB, hefðu fengið fram sérlausnir varðandi sína brýnustu þjóð- arhagsmuni. Þetta rímar við mína reynslu úr EES- samningunum. Fyrirfram var fullyrt að Evr- ópusambandið hvikaði ekki frá þeirri grund- vallarstefnu sinni að heimta veiðiheimildir í staðinn fyrir markaðsaðgang. Þegar upp var staðið fengum við því sem næst fullan mark- aðsaðgang, en ESB fékk engar veiðiheimildir. Hins vegar gerðum við tvíhliðasamning með gagnkvæmum skiptum á veiðiheimildum, sem var allt annað mál. Allar þjóðir, sem ég þekki til, hafa fengið sérlausnir á brýnustu vanda- málum sínum í aðildarsamningum. Slíkir að- ildarsamningar hafa sömu réttarstöðu og stofnsáttmálinn. Þetta eru því ekki tíma- bundnar undanþágur heldur varanlegar breytingar. Aðalsamningamaður Tékka, sem hér var í stuttri heimsókn, staðfesti að þetta væri rétt. Aðrar fullyrðingar Björns Bjarnasonar í þessum umræðum voru sama marki brenndar. Fullyrðingar eins og þær að í aðildarsamn- ingum yrðu Íslendingar að fórna sjávarútvegi og landbúnaði og afsala sér yfirráðum yfir auð- lindum sínum, styðjast hvorki við lagaleg rök né reynslu annarra þjóða. Aðildarþjóðir Evr- ópusambandsins ráða sjálfar yfir auðlindum sínum. Landbúnaður hefur hvorki lagst af í Finnlandi né Svíþjóð eftir aðild. Sama þróun og ríkti fyrir aðild, nefnilega að búum fækkaði um leið og þau stækkuðu, m.a. við samruna, hélt áfram. Þessar þjóðir fengu sérlausn á landbúnaðarvanda sínum. Hræðsluáróður Þorsteinn Pálsson svaraði hræðsluáróðri Björns um að sjávarútvegur Íslendinga færi á vonarvöl innan ESB. Þorsteinn spurði sjálfan sig og fundarmenn, hvaða breytingar yrðu á högum sjávarútvegsins við aðild, að því er varðar veiðar innan og utan lögsögu og fjár- festingarrétt útlendinga. Hann sagði að engar breytingar yrðu á úthlutun veiðiheimilda inn- an lögsögu. Að því er varðar nýtingu flökk- ustofna utan lögsögu yrðum við eftir sem áður að semja við aðra. Það eina sem hann kvaðst hafa nokkrar áhyggjur af væri réttur útlend- inga til að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtækjum. Á hitt væri að líta að sjávarútvegurinn situr ekki við sama borð og aðrar atvinnugreinar nú þegar, að því er varðar fjármögnun í öðru formi en lánsfjármögnun. Þetta hefði bitnað á sjávarútvegnum, sem væri sokkinn í skuldir. Hann minnti á að sjávarútvegurinn þyrfti ekki síður en aðrar atvinnugreinar á traustum gjaldmiðli að halda. Gengissveiflur og vaxtaok- ur hefði reynst honum þungt í skauti. Þorsteinn klykkti út með því að þær háværu kröfur sem nú væru uppi um að afnema gjafa- kvótakerfið, væru hættulegri hagsmunum sjávarútvegsfyrirtækjanna heldur en hin ill- ræmda sjávarútvegsstefna ESB. Þarna gægð- ist LÍÚ-áróðurinn í gegnum málflutning Þor- steins. Kvótakóngarnir hafa, sem kunnugt er, mótað sjávarútvegsstefnu Sjálfstæðisflokksins frá fornu fari. Sérhagsmunir kvótakónganna ganga hins vegar í berhögg við almannahag og ekki síst hagsmuni hinna dreifðu byggða á Ís- landi. Þetta eru sömu aðilarnir og hafa gegn- um kvótabraskið sökkt sjávarútveginum í skuldir og dregið ógrynni fjár út úr greininni í vafasamar fjárfestingar innanlands og utan. Svo að allrar sanngirni sé gætt verður að halda því til haga að Björn Bjarnason gerði á þessum fundi mikilvæga játningu. Hann sagði, að það þýddi ekki að ræða við hann um hag- fræðileg málefni því að á þeim hefði hann ein- faldlega ekkert vit. Þetta staðfesti hann að öðru leyti með málflutningi sínum. Þá fara menn nú að skilja ýmislegt, sem hingað til hef- ur vafist fyrir jafnvel hinum skýrustu mönnum að skilja og skýra. Ef það hefur verið líkt á komið fyrir mörgum öðrum ráðherrum í rík- isstjórn þeirra Geirs H. Haarde og Ingibjarg- ar Sólrúnar Gísladóttur, þá skilst betur en ella, hvernig þeim tókst á tiltölulega skömmum tíma að leggja efnahag þjóðarinnar í rúst. Rökrétt niðurstaða Það var í þessum punkti sem munurinn á málflutningi þeirra Björns og Þorsteins kom hvað skýrast í ljós. Þorsteinn kvaðst hafa sannfærst um það á seinni árum að ef við Ís- lendingar vildum halda til jafns í lífskjörum við þær þjóðir, sem við gjarnan berum okkur við, þá yrðum við að halda hér uppi opnu hagkerfi á grundvelli alþjóðlega gjaldgengs gjaldmiðils. Tilraunin með krónuna hefði endanlega mis- tekist. Hinn kosturinn, að hverfa aftur í tím- ann til að „lifa á landsins gæðum í sjávarútvegi og landbúnaði“, væri einfaldlega ekki raun- hæfur kostur. Hvorki sjávarútvegur né land- búnaður gætu skapað þau 20.000 sérhæfðu störf, sem við þyrftum að skapa á næstu árum. Það gerðum við aðeins sem fullgildir þátttak- endur í alþjóðlegu samstarfi með grann- þjóðum okkar. Þetta væri reyndar hin eina rökrétta nið- urstaða af þeirri utanríkispólitík, sem Bjarni Benediktsson hefði átt stærstan hlut að því að móta í árdaga lýðveldisins, þegar Íslendingar gengu í NATÓ 1949. Það hefðum við gert til þess að tryggja nýfengið sjálfstæði þjóð- arinnar frammi fyrir hættu af erlendri ásælni. Á tímum alþjóðavæðingar og alþjóðlegra fjár- magnsmarkaða þyrftu smáþjóðir enn að tryggja sjálfstæði sitt með samstöðu innan fjölþjóðasamtaka, sem hefðu burði til að tryggja þeim öryggi og stöðugt efnahags- umhverfi. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Það sem gerði þetta patald- ur forvitnilegt var að þarna fengu áheyrendur einskonar generalprufu af landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem nú stendur yfir. Jón Baldvin Hannibalsson Höf. starfaði með Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn í rúm fimm ár. Framtíðarsýn BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.