Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Fullar búðir af nýjum vörum Kringlan – Smáralind Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is FORYSTUKONUR stéttarfélaga lækna, hjúkrunarfræð- inga og sjúkraliða segja að vel verði fylgst með því að kjarasamningar verði ekki brotnir í þeim sparnaðar- aðgerðum sem boðaðar hafa verið á sjúkrastofnunum. Þær telja það eðlilegt að byrja á að skera niður viðbót- argreiðslur en lýsa áhyggjum af auknu álagi á heilbrigð- isstarfsfólk. Vitnað er til erindis á fundi heilbrigðisráðu- neytisins þar sem fram kom að heilbrigðisstéttir hafa til margra ára verið eins og hamstrar á hlaupahjóli, nema að nú hafi hraðinn á hjólinu verið aukinn. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra kynnti í vik- unni áform um sparnað á Kragasjúkrahúsunum; St. Jós- efsspítala, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Heilbrigð- isstofnun Suðurlands á Selfossi. Draga á úr yfirvinnu og vaktagreiðslum, fækka stjórnendum og skera niður ýms- an kostnað. Með aðgerðunum er talið að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir á þessum stofnunum en heil- brigðisráðherra er gert að spara 6,7 milljarða króna á þessu ári. Jafnvægið hefur raskast Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir að á þessum stofnunum sé ánægja meðal sjúkraliða með að ekki hafi þurft að grípa til fjölda- uppsagna og frekari skerðingar á vinnutíma og þjónustu. Hún bendir á að sjúkraliðar hafi ekki notið viðbót- argreiðslna umfram samninga. En Kristín hefur áhyggj- ur af einum þætti: „Það er alvarlegt þegar jafnvægið í samskiptum starfs- manna og atvinnurekenda er horfið. Áður var þetta á báða bóga og fólk þurfti að ræða saman; vinnustaðurinn þurfti á starfsmanninum að halda og öfugt. Núna er þetta þannig að atvinnurekandinn hefur alltaf rétt fyrir sér, tek þó fram að þetta gildir alls ekki um allar stofnanir.“ Kristín bendir á óánægju sjúkraliða með boðaðar breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Verið er að taka kjarasamningsbundinn akstur stofnunarinnar af sjúkraliðum sem þurfa að koma sér til og frá vinnu á Víði- hlíð í Grindavík, en engar almenningssamgöngur eru milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Er Sjúkraliðafélagið komið með þetta mál í lögfræðing. Vinna ekki unnin án launa Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir félagið hafa bent á að með því að segja upp vöktum sé oft- ar en ekki verið að draga úr þjónustu. „Þegar við sjáum útfærsluna nánar á þessum aðgerðum er það skylda lækna að fara yfir hana og benda á þá staði þar sem við teljum að öryggissjónarmið líði fyrir þennan niðurskurð. Það er ekki hægt að segja upp vinnu og ætlast til þess að hún sé unnin án launa. Við munum sinna okkar lögboðna hlutverki sem stéttarfélags og standa vörð um kjara- samningsbundin réttindi.“ Birna segir bréf lækna á Ísafirði til heilbrigð- isráðherra, þar sem þeir buðust til að taka bakvaktir án greiðslna, ekki hafa farið í gegnum Læknafélagið. „Læknir má alltaf sem einstaklingur gefa vinnu, og hann gerir það oft, en það er ekki hægt að skylda hóp lækna til að vinna vinnu sem hann fær ekki greitt fyrir,“ segir Birna. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að aðgerðirnar komi helst niður á stjórnendum, hjúkrunarfræðingar hafi ekki verið með viðbótargreiðslur nema fyrir akstur og aukayfirvinnu. Elsa bendir á að síðustu kjarasamningar hjúkrunarfræð- inga hafi haft sparnað í för með sér fyrir sjúkrastofnanir. Hlutfall yfirvinnu var lækkað og dagvinnulaun hækkuð á móti. Við það juku fleiri hjúkrunarfræðingar við sig starfshlutfalli og hættu á aukavöktum. Morgunblaðið/Golli Verja samningana  Álag á heilbrigðisstéttir eykst með auknum niðurskurði  Eins og hamstrar á hlaupahjóli þar sem hraðinn er aukinn Kristín Á. Guðmundsdóttir Elsa B. Friðfinnsdóttir Birna Jónsdóttir Í HNOTSKURN »Launakostnaður á sjúkrastofnunum var 65milljarðar króna árið 2008, þar af nam kostn- aður við yfirvinnu um 8,2 milljörðum. »Læknar taka til sín 25% af heildarlauna-greiðslum, hjúkrunarfræðingar 25% og sjúkraliðar rúm 10%. » Í apríl 2008 voru um 14% heilbrigðisstétta með500 þúsund. krónur eða meira í mánaðarlaun. Eftir Andra Karl andri@mbl.is UNNIÐ er að úttekt á stöðu barna- verndarmála í landinu um þessar mundir. Forstjóri Barnavernd- arstofu hefur fundað með þremur barnaverndarnefndum á höf- uðborgarsvæðinu og fundarhöld verða stíf á næstunni. Ástæð- an er helst áhyggjur af vax- andi álagi á barnavernd- arnefndir og starfsmenn þeirra í kjölfar efnahagsvanda þjóðarinnar. Ráðist var í kortlagningu á stöðu barnaverndarnefnda að frumkvæði fyrrverandi félags- málaráðherra, Jóhönnu Sigurð- ardóttur, í samráði við Braga Guð- brandsson, forstjóra Barnaverndarstofu. „Við munum leggja mat á það hvernig við get- um undirbúið okkur undir aukið álag sem fylgir þessu efnahags- hruni. Við munum byggja á reynslu annarra þjóða sem gengið hafa í gegnum sambærilegt ástand, s.s. Finnlands. Þar tók þetta frekar langan tíma að koma fram í erf- iðleikum barna. Þetta gerist ekki strax heldur hægt og bítandi,“ seg- ir Bragi. „Það eykur þungann á barnaverndarkerfinu og þörf er fyrir úrræði og viðbragsáætlanir.“ Bakvaktir samræmdar Bragi hefur þegar tekið púlsinn á barnaverndarnefndum Hafn- arfjarðar, Garðabæjar og Reykja- víkur. Hann segir stöðu þeirra ásættanlega, í þeim skilningi að starfsfólkið er mjög meðvitað um aðstæðurnar. Þær eru hins vegar misjafnlega settar hvað varðar mannafla „Og það komu sums staðar fram áhyggjur af þeim möguleikum sem við höfum til að mæta auknu álagi.“ Bragi segist hafa sérstakar áhyggjur af ónógum mannafla nefndanna, enda hefur tilkynn- ingum til barnaverndarnefnda fjölgað gríðarlega á undanförnum árum á meðan starfsmönnum hef- ur ekki verið fjölgað til jafns. „Þegar við erum búin að kort- leggja stöðuna og í ljós kemur að verulega þurfi að slá í, munum við beina þeim tilmælum til viðkom- andi sveitarstjórna að á verði gerð bragarbót.“ Meðal þess sem komið hefur þegar í ljós er að nokkuð vanti upp á bakvaktir nefnda, og sumar eru ekki með vaktir allan sólarhring- inn. Bragi segir því til skoðunar að samræma bakvaktir fyrir höf- uðborgarsvæðið og jafnvel á lands- byggðinni einnig. Staða barna- verndarnefnda verður kortlögð Sérstakar áhyggjur af mannahaldi Morgunblaðið/Heiddi Börnin Efnahagsástandið getur komið illa við börn og ungmenni. Í HNOTSKURN »Hverjum manni er skylt aðgera barnaverndarnefnd viðvart ef hann verður þess var að barn sæti vanrækslu eða illri meðferð. »Barnaverndarnefndir á Ís-landi eru 31 og er þeim skylt að taka á móti tilkynn- ingum þegar þær berast. »Nauðsynlegt getur veriðað tilkynna mál á öllum tímum sólarhrings. »Tilkynningum til nefnd-anna má koma til skila gegnum Neyðarlínuna og er upplýsingum komið áfram til viðkomandi nefnda. Bragi Guðbrandsson Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is BRÆLA hefur verið hjá íslensku skipunum sem eru að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði djúpt suður af landinu. Lár- us Grímsson, skipstjóri á Lundey, sagði í gær að bræla hefði verið í á þriðja sólarhring og ekkert hefði verið hægt að athafna sig. Að auki hefði kolmunninn ekki fundist síð- ustu daga. Útlit væri fyrir skárra veður um helgina. Lárus sagðist reikna með að menn myndu leita af sér allan grun næstu daga, en færa sig síðan norðar og leita á gráa svæðinu í grennd við Færeyjar. Ekki væri óalgengt að kolmunninn hyrfi í viku, tíu daga um þetta leyti, en önnur ganga fyndist svo miklu norðar. Sjö íslensk skip voru á kolmunnamiðunum í gær; auk Lundeyjar, Aðalsteinn Jónsson, Jón Kjartansson, Hákon, Ingunn, Vilhelm Þorsteinsson og Börkur, en Margrét var á landleið. Flest skipin eru komin langleiðina með kol- munnakvóta ársins. Undanfarið hafa 5-10 rússnesk skip verið á þessum slóðum, en á þessum árstíma undanfarin ár hafa þau ver- ið miklu fleiri eða hátt í 70 talsins. Lárus sagðist hafa heyrt að rússneski flotinn væri að loðnuveiðum í Barents- hafi. Bræla á miðunum og kolmunninn finnst ekki            
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.