Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009  Fleiri minningargreinar um Svan- hildi Ólöfu Eggertsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og vinarþel við andlát og útför okkar kæra ÁSGRÍMS PÁLSSONAR frá Engidal, Kleifarási 2, Reykjavík. Læknunum Birni Einarssyni og Jóni Eyjólfi Jónssyni, starfsfólki í Maríuhúsi og á deild L-4, Landspítala Landakoti, er þökkuð hlýja og virðing við umönnun og einstök elskusemi. Sr. Sigurði Jónssyni þökkum við styrkan stuðning. Guðrún Svava Bjarnadóttir, Bjarni Ásgrímsson, Diane Miller, Arís Bjarnadóttir-Miller. ✝ Magnús BjörgvinSveinsson fæddist í Miklaholti í Bisk- upstungum 1. sept- ember 1917. Foreldar hans voru Sveinn Ei- ríksson, f. 1880, d. 1972, og Júlíana Jónsdóttir, f. 1885, d. 1965. Börn þeirra voru Eiríkur Ívar, f. 1913, d. 1996. Jón, f. 1915, d. 1983. Guð- rún, f. 1919, d. 2002. Hún var gift Magnúsi Ólafssyni og eign- aðist með honum þrjá syni, Stein- ar, Ólaf og Þröst. Jóhanna Ingunn, f. 1927, er sú eina systkinanna sem er á lífi. Hún var gift Steingrími Magnússyni, sem nú er látinn, og eignaðist með honum dæturnar Sigurborgu og Júlíönu Svönu. Magnús giftist Steinunni Jó- hannsdóttur 1944, en þau skildu 1967. Börn þeirra eru: 1) Júlíana, f. 1945. Var gift Gylfa H.S. Gunn- arssyni. Börn þeirra Fríða Björk og Halldóra Sif. 2) Jóhanna Borg- hildur, f. 1946. Var gift Birni Hal- blaub. Synir þeirra Magnús, Ágúst og Torfi. 3) Sveinn, f. 1948. Var kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur. Sonur þeirra Magnús Björgvin. Kona hans er Guðrún Hinriks- dóttir. Börn þeirra eru Hinrik, Gunnar Ármann og Steinar Helgi. 4) Kristján Már, f. 1951. Var kvæntur Lone G. Jensen. Sonur þeirra Jón Magnús. Kona hans er Snjólaug J. Brjánsdóttir. Börn þeirra eru Sandra Hlíf, Krista Björk og Matthías Már. 5) Ingibjörg, f. 1958. Maður hennar er Sigurður Ágúst Guð- mundsson. Þau eiga tvö börn, Ragnar og Steinunni. Barnabarnabörn Magn- úsar eru 25. Magnús Björgvin vann fyrstu starfsár sín sem bílstjóri, m.a. sem rútubílstjóri hjá Ólafi Ketilssyni. 1951 hóf hann störf hjá Nýja bíói í Reykjavík. Hann stofnaði nýbýlið Norðurbrún í Biskupstungum árið 1955 og bjó þar með blandaðan bú- skap, sauðfé, kýr og garðyrkju til ársins 1967. Árið 1970 fluttist hann til Reykjavíkur og starfaði það sem eftir var starfsævinnar sem póstur í Vesturbæ Reykjavíkur. Síðustu æviárin bjó Magnús á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, eða frá árinu 2004 til dánardags. Magnús verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju í dag, 28. mars, kl. 14. Við fráfall Magnúsar afa okkar rifjast upp margar minningar. Þær fyrstu eru frá því við bjuggum í Bisk- upstungunum og afi vann við vega- gerð. Á þeim tíma tengdist öll vinna við vegi honum afa, hvort sem það var nýi vegurinn upp Kambana eða grjóttínsla úr Kjalvegi. Afi var mikill áhugamaður um bíla, sérstaklega er okkur minnisstætt þegar hann keypti Matadorinn, flott- an fólksbíl með alls konar græjum sem hann sýndi okkur áhugasömum pollunum. Hann sagði okkur líka oft sögur af því þegar hann keyrði áætl- unarbíla milli Reykjavíkur og Bisk- upstungna, um færðina og fólkið sem hann var samferða. Þegar afi var fluttur til Reykjavík- ur og fór að vinna við póstútburð fengum við sögur af fólkinu í hverf- inu hans og vináttu hans við það. Svo virtist sem hann ætti vini í hverju húsi og hann lagði metnað sinn í að veita fólkinu góða þjónustu. Afi var duglegur hjólreiðamaður og eitt sinn bauð hann í hjólaferð frá Mosfells- bænum þar sem við bjuggum þá, í gegnum Heiðmörkina og alla leið í Garðabæinn. Það var mikið ævintýri sem seint gleymist. Afi var einstaklega hlýr maður og ævinlega glaður að sjá okkur. Fyrir kærleikann sem hann sýndi okkur erum við afar þakklátir. Minning hans lifir með okkur. Magnús H. Björnsson. Ágúst H. Björnsson. Torfi H. Björnsson. Meira: mbl.is/minningar Takk fyrir: Takk fyrir pabbi minn að ég varð til. Takk fyrir öll systkini mín. Takk fyrir að mamma þín var amma mín. Takk fyrir að kaupa handa mér bókina Áslák eyrnaprúða og lesa hana fyrir mig þegar ég fékk heila- hristing og var sex ára. Takk fyrir að bjóða mér í sunnu- dagsbíó fyrir börnin þegar þú vannst í Nýja bíói. Takk fyrir að bjóða mér í rútuferð- ir þegar þú vannst hjá Óla Ket. Takk fyrir að reyna að kenna mér að reikna. Takk fyrir að kenna mér að beita verkfærunum þínum. Takk fyrir að kenna mér að þekkja fuglana og fjöllin. Takk fyrir að vera svo mikill sjen- tilmaður að ganga götumegin og í takt við mig þegar við gengum sam- an eftir gangstéttum Reykjavíkur- borgar og vorum að fara á kaffihús, í Óperuna eða í Dómkirkjuna á að- fangadagskvöld. Takk fyrir að vera til í að skreppa með mér í bíltúr út úr bænum þegar ég fékk þá hugdettu. Takk fyrir að hjálpa mér oft að flytja. Takk fyrir að vilja alltaf hjálpa mér. Takk fyrir að láta þér þykja vænt um mig. Takk fyrir að gera þitt besta við að vera pabbi minn. Nú ertu kominn upp í himneska ljósið, þar ertu ekki einmana eða leiður. Þar ertu með Guði og Jesú Kristi og færð nóg að gera. Takk fyrir allt, í Jesú kærleikans nafni. Amen. Lúllý. Júlíana Magnúsdóttir. Magnús Björgvin Sveinsson ✝ Svanhildur ÓlöfEggertsdóttir fæddist á Siglufirði 28. ágúst 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 21. mars 2009. Foreldrar henn- ar voru hjónin Eggert Páll Theódórsson lag- erstjóri, f. 1. júní 1907, d. 9. mars 1984 og frú Elsa Sig- urbjörg Þorbergs- dóttir, f. 29. maí 1914, d. 3. október 1994. Svanhildur var elst systkina sinna, en þau eru Sigríður Þóra, f. 6. maí 1933, Kolbrún, f. 9. nóvember 1936, Theódór Sævar, f. 18. janúar 1940, Kristín María, f. 10. maí 1945, Svava, f. 2. október 1947 og Guðbjörg Sjöfn, f. 3. október 1949. 2) Guðný, fyrrv. verkstj., f. 26. júlí 1952, gift Sveini V. Björnssyni, fyrrv.verkstj., f. 3. nóvember 1935. Þau eiga tvö börn og tvö barna- börn. 3) Jóna Sigríður húsmóðir, f. 28. september 1961, var gift Sig- urði Oddssyni sjómanni, og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Sambýlismaður Jónu Sigríðar er Bjarni Halldórsson stýrimaður, f. 21. janúar 1960. Svanhildur Ólöf og Guðmundur skildu árið 1974. Svanhildur vann hjá Landssím- anum á Siglufirði á sínum yngri ár- um og síðar vann hún við versl- unarstörf bæði á Siglufirði og í Reykjavík og seinustu starfsárin hjá Sjúkrahúsi Siglufjarðar. Árið 1982 hófu Svanhildur Ólöf og Óli Sveinbjörn Júlíusson sambúð og bjuggu þau saman á Siglufirði til ársins 2000 er þau fluttu til Hafnar í Hornafirði. Óli Sveinbjörn lést ár- ið 2005 og þá flutti Svanhildur Ólöf aftur til Siglufjarðar og bjó á dval- arheimilinu Skálahlíð til dauða- dags. Útför Svanhildar Ólafar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 28. mars, kl. 11. Á aðfangadag 1950 giftist Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir Guðmundi Óla Þor- lákssyni, bygg- ingameistara og tón- listarmanni, f. 21. júní 1928, d. 29. nóvember 1977. Foreldrar hans voru Þorlákur Magn- ús Stefánsson, bóndi og organisti á Gaut- landi, f. 1. janúar 1896, d. 4. nóvember 1971 í Fljótum og frú Jóna Sigríður Ólafs- dóttir, f. 27. júní 1893, d. 16. desem- ber 1976. Svanhildur Ólöf og Guð- mundur eignuðust þrjár dætur: 1) Elsa bankaritari, f. 25. apríl 1951, gift Þórsteini Ragnarssyni for- stjóra, f. 25. september 1951. Þau eiga fjórar dætur og sjö barnabörn. Góðu minningarnar streyma fram þegar ég sest niður og skrifa minningarorð um móður mína. Minningar um æskuárin á heimili elskulegra foreldra og systra eru mér dýrmætar. Vinátta og stuðn- ingur móður minnar á fyrstu hjóna- bandsárum okkar Þórsteins voru okkur hjónum ómetanleg og þakk- læti fyrir góðvild hennar og fórn- fýsi er mér efst í huga, þegar hún er til moldar borin. Ég sendi að skiln- aði þessar fallegu ljóðlínur sem endurspegla hug minn til minnar elskulegu móður. Elsku mamma, okkur skilur að um tíma dauðans hönd. Þó að hvíld sé þreyttum blessun, og þægur byr að ljóssins strönd. Þó er jafnan þungt að skilja. Þokast nær mörg fögur mynd, þegar hugur krýpur klökkur, kær við minninganna lind. Sérhvert barn á mætri móður margt að þakka, er samvist dvín. Yfir brautir æskubreka okkur leidi höndin þín. Því við bindum þöglum huga, þýtt, með hlýrri vinamund, þakkarkrans, sem tregatárin tállaus vökva á kveðjustund. (Höf. óþekktur). Elsa Guðmundsdóttir. Það er komið að kveðjustund, elsku mamma. Við höfum alla tíð verið mjög nánar og þú hefur gefið mér og börnunum mikið í gegnum tíðina og átt þú þakkir skildar fyrir það. Þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu og borið hag minn og barna minna fyrir brjósti og sýnt okkur hlýju, umhyggju og örlæti sem ég vil þakka þér fyrir með þessum fátæklegu orðum. Það var mér erfið stund en jafn- framt mikilvæg, þegar þú kvaddir þennan heim í örmum mínum. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spölinn og fá að vera hjá þér á kveðjustundinni. Minningarnar um allar samveru- stundirnar og símtölin sem við átt- um á hverjum degi, lifir áfram og ég mun geyma þær í hjarta mínu alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Góður Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þín dóttir, Jóna Sigríður. Við Elsa, elsta dóttir Svanhildar Ólafar eða Lóu eins og hún var ávallt kölluð, urðum kærustupar á unglingsárum. Ég var fljótlega boð- inn velkominn á heimili Lóu og Guðmundar, þótt ungur væri, og það var greinilegt að þau treystu prestssyninum á staðnum fyrir elstu dótturinni. Við Elsa treystum síðan böndin og þegar við eignuð- umst elstu dóttur okkar, Svanhildi Ólöfu, var Lóa okkar stoð og stytta við uppeldi nöfnu sinnar fyrstu ár- in. Óhætt er að segja að hún og Guð- mundur hafi umvafið okkur og þá ekki síst dótturdóttur sína kærleika og umhyggju. Eftir að við Elsa stofnuðum heimili í Reykjavík haustið 1971 var samgangur mikill við Háveginn á Siglufirði. Lóa var alltaf boðin og búin að taka á móti okkur og þar var ávallt slegið upp veislu þegar við komum norður og það var ávallt gaman að fá Lóu í heimsókn inn á heimili okkar. Gjaf- mildi og rausn tengdamóður minn- ar áttu raunar engin takmörk og engin leið var að breyta neinu þar um. Lóa hafði gaman af ferðalögum og naut þess að vera í suðrænum löndum þar sem sólin skín og verm- ir og sem betur fer auðnaðist henni að fara í margar slíkar ferðir. Ég vil hér þakka öll góðu árin með Lóu og allt það góða sem hún gerði fyrir okkur Elsu og dætur okkar og ég bið góðan Guð að blessa hana og allar góðu minning- arnar sem við hana eru bundnar. Þórsteinn Ragnarsson. Í dag, þegar við kveðjum elsku ömmu Lóu, kemur margt upp í hug- ann sem vert er að minnast. Við hugsum oft til þeirra tíma þegar við sem litlar stúlkur eyddum heilu sumrunum á Siglufirði. Þegar við komum keyrandi til Siglufjarð- ar var það venjan að taka einn rúnt áður en við keyrðum svo upp bröttu brekkuna að Hávegi 32 og fannst okkur sá rúntur alveg óþarfur því við gátum ekki beðið eftir að hlaupa upp tröppurnar og hitta ömmu Lóu. Á Háveginum var dekrað við okkur á allan hátt, við fengum að sofa uppi í, vaka fram eftir, fengum nóg af góðgæti og gaukaði amma oft að okkur peningum. Við fengum að velja matseðilinn og margt girni- legt leyndist í búrinu góða. Á sumr- in var frystikistan full af grænum frostpinnum sem við og vinir okkar nutum góðs af, því að í minningunni var alltaf gott veður á Siglufirði. Amma Lóa var einstaklega barngóð og hjá ömmu mátti leika sér um allt hús og var mjög spennandi fyrir litlar stelpur að dreifa Barbie-dóti um alla stofuna og jafnvel út á sval- ir. Amma hafði gaman af því að spila við okkur og munum við eftir mörgum kvöldum þar sem setið var fram eftir við spil og skraf. Amma var mjög félagslynd og hjá henni var mikill gestagangur. Enginn fór svangur frá henni enda var hún annálaður hnallþórumeist- ari. Hún amma Lóa hafði gaman af að ferðast, aðallega til Kanarí og var mjög spennandi þegar hún kom heim og töskurnar voru opnaðar. Því alltaf kom amma með spenn- andi gjafir handa okkur systrum. Hún amma Lóa tók alltaf upp hanskann fyrir okkur börnin og varði okkur ef þess þurfti. Þegar óhapp varð og einhver okkar braut óvart vasa eða eitthvað slíkt, þá var amma Lóa fljót að segjast hafa gert það, bara til þess að við fengjum ekki skammirnar. Þannig var hún alltaf að hugsa um aðra. Hún var áhugasöm um líf okkar og velferð og hafði mikinn áhuga á því að okk- ur vegnaði vel. Marga fleiri kosti væri hægt að telja upp um ömmu Lóu, en minn- ingin um góða konu lifir í hjörtum okkar allra. Elsku amma Lóa, þú varst engri lík. Þú varst okkur mjög kær og við erum heppnar að hafa átt þig sem ömmu. Guð blessi minningu þína, elsku amma. Hvíl í friði. Svanhildur Ólöf, Herdís, Guðný og Valý Ágústa Þórsteinsdætur. Elsku amma mín, maður á svo margar minningar um þig. Ég var úti á sjó á laugardaginn síðastliðinn þegar Svava systir hringdi í mig og sagði mér að þú værir farin frá okk- ur. Mér er þungt fyrir brjósti að horfa á eftir þér. Ég veit að ég er ekki einn um það. Minningarnar eru margar enda margar samveru- stundirnar sem ég hef átt með þér á minni ævi. Þú hefur alltaf fylgst vel með fjölskyldu minni og varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir okkur. Ég er mjög þakkláttur fyrir þann tíma sem Nadía fékk með þér og einnig að þið hittust í vikunni sem leið, spjölluðuð saman og hún söng fyrir þig. Við áttum mjög gott spjall á þriðjudaginn síðastliðinn og óraði mig ekki fyrir því að það yrði síð- asta langa spjallið okkar. Við töl- uðum um heima og geima, þú værir svo ánægð að þú myndir ná ferm- ingunni hjá Svanhildi systur og þá væru öll barnabörnin þín fermd. Því miður þá kom kallið of fljótt, amma mín, en veit að þú verður með okkur í fermingunni. Við minn- umst góðra stunda með þér og áður en við fluttum á Siglufjörð, þegar þú bauðst okkur að gista á heimili þínu að Suðurgötu 43. Minningarn- ar geymum við ávallt í hjarta okk- ar. Elsku amma mín, ég mun alltaf minnast þín með bros í hjarta og vona að þér líði vel. Allar áhyggj- urnar eru farnar og þú getur hvílt þig og fundið friðinn. Elsku mamma, guð gefi þér styrk. Þinn Guðmundur Óli. Svanhildur Ólöf Eggertsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.