Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 48

Morgunblaðið - 28.03.2009, Side 48
48 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Orð dagsins: En hvert tré þekkist af ávexti sínum, enda lesa menn ekki fíkjur af þistlum né vínber af þyrni- runni. (Lúkas 6, 44.) Krossgáta Lárétt | 1 ávinnum okk- ur, 4 góðs hlutar, 7 strembin, 8 greinin, 9 máttur, 11 kona, 13 baun, 14 greppatrýni, 15 haug, 17 vítt, 20 reykja, 22 um garð gengin, 23 hrósið, 24 hvílan, 25 ástunda. Lóðrétt | 1 dáin, 2 lúk- um, 3 raun, 4 auðmótuð, 5 tekur, 6 sól, 10 gaffals, 12 metingur, 13 málmur, 15 þrúgar niður, 16 ófrægjum, 18 ósætti, 19 skjóða, 20 vanþóknun, 21 sérhvað. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hungraður, 8 lubbi, 9 rebba, 10 gái, 11 ryðja, 13 tærir, 15 stygg, 18 saums, 21 rót, 22 ruggi, 23 aldin, 24 handsamar. 2 umboð, 3 geiga, 4 afrit, 5 umber, 6 slör, 7 maur, 12 jag, 14 æða, 15 særð, 16 yggla, 17 grind, 18 staka, 19 undra, 20 senn. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Sudoku Frumstig 2 9 3 4 7 6 9 4 2 8 2 3 7 5 8 9 4 7 1 6 2 3 5 1 4 6 1 7 9 8 3 8 1 4 9 5 2 3 5 3 6 2 4 2 6 3 4 8 1 8 3 9 4 5 8 9 7 6 2 6 5 2 9 1 6 3 4 7 7 5 1 8 6 4 8 5 2 3 9 1 7 3 5 7 1 4 9 8 6 2 9 1 2 7 8 6 3 4 5 8 3 4 2 1 7 6 5 9 7 9 1 3 6 5 4 2 8 2 6 5 8 9 4 1 7 3 4 2 3 9 7 1 5 8 6 5 7 6 4 3 8 2 9 1 1 8 9 6 5 2 7 3 4 5 6 7 9 1 8 4 3 2 8 2 3 7 5 4 1 9 6 1 4 9 6 2 3 7 5 8 4 9 5 1 6 7 2 8 3 2 1 8 4 3 9 5 6 7 3 7 6 2 8 5 9 4 1 6 8 1 5 4 2 3 7 9 7 3 4 8 9 1 6 2 5 9 5 2 3 7 6 8 1 4 4 9 2 7 3 6 1 8 5 7 8 5 9 2 1 6 3 4 6 1 3 8 5 4 9 7 2 9 3 4 2 6 8 7 5 1 8 2 1 5 7 3 4 9 6 5 6 7 1 4 9 3 2 8 1 7 8 4 9 2 5 6 3 2 5 6 3 1 7 8 4 9 3 4 9 6 8 5 2 1 7 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 28. mars, 87. dag- ur ársins 2009 Árrisull Víkverji ætlar sér á tindSkarðsheiðar í dag og hlakkar mikið til ferðarinnar. Heiðin gnæfir yfir Borgarfjörð og Hvalfjörð, eitt glæsilegasta fjall landsins á að líta, „með sinn breiða faðm, háu tinda og svimandi hengiflug“, eins og sagði í pistli frá Ferðafélagi Íslands í Morg- unblaðinu fyrir allmörgum árum. „Og fyrir þessum útverði í suðri bera Borgfirðingar fulla virðingu. Voldug bygging hans og reisn skapar traust og vissa lotningu og þeir sem huga að veðurfari og spá til veðurs renna gjarnan augum til hans í von um svör.“ x x x Útsýnið er auðvitað ein stærstaástæða þess að Víkverji nennir á annað borð að rölta upp á hæstu fjöll landsins. En það er ekki síður að- skilnaðurinn frá hversdagsleikanum sem rekur Víkverja áfram. Vetr- arríkið á fjöllum er oft gerólíkt auðri jörðinni innan bæjarmarkanna, þar ríkir eitthvert seiðmagn sem fær fólk til að gleyma áhyggjum hversdags- ins. x x x Sagnir herma að fram yfir landnámhafi skessa búið í Skarðsheiði. Henni hafi verið illa við kristna trú og hún því viljað eyðileggja fyrstu kirkj- una á Hvanneyri. Þreif hún upp, að sögn, stóran stein og kastaði honum í áttina að kirkjunni. En skotið geigaði og lenti steinninn í flóa skammt fyrir austan kirkjuna. Þar situr hann enn og heitir Grásteinn. x x x Sagan segir að ferðamenn á leið umheiðina hafi mátt eiga von á árás- um skessunnar. Lá hún í leyni við klettastall einn, Skessusæti, og réðist á þá er hún sá sér færi. Við aðfarir skessunnar lögðust ferðir manna nær af en að lokum tókst bóndanum á Grund í Skorradal að ráða nið- urlögum hennar eftir harðvítuga við- ureign. Síðan hafa tröll ekki búið í Skarðsheiði. Þökk sé bóndanum á Grund getur Víkverji spókað sig á tindinum í dag. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. Rf3 e6 5. Be2 c5 6. Be3 Db6 7. Rc3 Rc6 8. O-O Dxb2 9. Rb5 c4 10. Rc7+ Kd7 11. Rxa8 Bxc2 12. De1 Bb4 13. Bd2 Rge7 14. Bxb4 Rxb4 15. Rg5 Hxa8 16. Rxf7 Rec6 17. Rd6 Bg6 18. a3 Rxd4 19. Bxc4 Rbc6 20. Ha2 Db6 21. Be2 a6 22. Dc3 Hb8 23. Hd1 Db3 24. Dxb3 Rxb3 25. f4 b5 26. Bg4 Ke7 27. h4 h5 28. Bh3 Rba5 29. Hf2 Rc4 30. Hf3 Staðan kom upp í blindskák á Amb- er-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Nice í Frakklandi. Rússinn Alexander Morozevich (2.771) hafði svart gegn Sergey Karjakin (2.706) frá Úkraínu. 30… R4xe5! 31. fxe5 Rxe5 32. Hg3 Kxd6 33. He1 Be4 34. Hxg7 a5 35. Ha7 Rc6 36. Ha6 b4 37. axb4 axb4 38. Bxe6 b3! og svartur vann skákina nokkrum leikjum síðar. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Fingurbrjótur í vörn. Norður ♠Á1065 ♥ÁD74 ♦D62 ♣G9 Vestur Austur ♠DG9874 ♠32 ♥K9 ♥G10853 ♦7 ♦G1085 ♣D1087 ♣43 Suður ♠K ♥62 ♦ÁK943 ♣ÁK652 Suður spilar 6♦. Tígulslemma var spiluð á báðum borðum í úrslitaleik Vanderbilt- keppninnar milli sveita Katz og Dia- monds. Þótt slemman sé í sjálfu sér góð er legan banvæn, trompið 4-1 og laufið 4-2. Eftir ♠D út tóku báðir sagn- hafar ♣Á-K og trompuðu lauf með ♦6, sem austur yfirtrompaði með áttu. Egyptinn Sadek gerði nú þau af- drifaríku mistök að spila ♦G um hæl. Í suður var Brad Moss. Hann tók á ♦Á og svínaði ♥D. Henti laufi í ♠Á og trompaði spaða. Fór inn á blindan á ♥Á og trompaði aftur spaða. Trompaði loks síðasta laufið með ♦D og spilaði hjarta í tveggja spila endastöðu með ♦K9 heima yfir ♦108 austurs. Á hinu borðinu spilaði austur hjarta upp í gaff- alinn eftir að hafa yfirtrompað blindan og fékk þá á endanum slag á tromp. Einn niður og 14 stig til Diamonds. Stjörnuspá (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Vertu opinn fyrir tillögum um hvernig þú getur róað hugann og aukið samúð með náunganum. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ef þú getur horft á líf þitt úr fjarska, áttu auðvelt með að laga hluti sem hjálpa þér til þess að komast á leið- arenda. Allt sem viðkemur fjölskyldu og heimili fer senn að ganga betur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú þarft að melta hluti sem valda þér hugarangri. Gerðu þitt til að efla slíkan áhuga hjá sjálfum þér og öðr- um. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert atorkusamur og margir vilja fá að njóta góðs af krafti þínum. Samt þarftu að kunna þér hóf. Mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þér finnst að þú verðir að finna upp á einhverju til að fá útrás fyrir athafna- þörf þína. Leiftrandi bjartsýni þín smitar aðra í kringum þig. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú skalt forðast að lenda í ágrein- ingi við þá sem tilheyra öðrum menning- arhópi eða bakgrunni en þú. Jákvæð orka þín kemur bæði þér og öðrum til góða. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það er hægt að gera sér dagamun án þess að setja sig í skuldir. Gerðu það fyrir skemmtanagildið, spennuna, ástina. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Hafðu andvara á þér gagn- vart ókunnugum og hirtu hvorki um frægð né fagurgala. Farðu í aðrar búðir eða á annað kaffihús en venjulega og aðra leið heim úr vinnunni. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það sem kemur frá þér þessa dagana er gætt meiri áhrifamætti en ella. Gerðu þér dagamun út af vel unnu verk- efni. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú hefur háleit markmið varð- andi framtíðina sem geta annaðhvort ýtt undir metnað þinn eða dregið úr þér kjark. En kannski ert þú enn að velta fyr- ir sér hvar peningarnir eru. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Fjármálin og vinnan eru í brennidepli hjá þér í dag. Reyndu því að þróa hugmyndir sem eru öðruvísi og spennandi. Vinnufélagar gætu þurft á hjálp að halda. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Nú skiptir öllu máli að halda þétt utan um budduna ef ekki á illa að fara. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferða- plönin á ný. Kristján Helgi Guð- mundsson frá Bíldhóli á Skógarströnd, bóndi á Minna- Núpi í Gnúp- verjahreppi, verður níræð- ur þriðjudag- inn 31. mars næstkomandi. Hann verður að heiman. 90 ára Olgeir Ol- geirsson vél- stjóri verður áttræður á morgun, 29. mars. Vinir og ættingjar eru velkomnir að fagna þessum tímamótum með honum í sal sjálfstæðismanna, Álfabakka 14, 3. hæð, milli kl. 16 og 18 í dag, laug- ardaginn 28. mars. 80 ára Magnús Sæ- mundsson bóndi á Eyjum II í Kjós er sjötíu og fimm ára í dag, 28. mars. Magn- ús var um árabil oddviti og hreppstjóri í Kjós og hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum í sveitinni. Magnús verður að heiman á afmæl- isdaginn en mun halda upp á tíma- mótin og boða til afmælisfagnaðar í Kjósinni í sumar. 75 ára Snæbjörn Guðmundsson jarðfræðinemi fagnar í dag 25 ára afmæli sínu. Hann ætlar sér að slaka vel á, enda héldu hann og kærastan hans Elín Lóa Baldursdóttir veislu í gær. Snæbjörn stefnir á að ljúka B.sc.-gráðu í jarðfræði frá HÍ með vorinu og kveðst líkast til hafa fundið fjölina sína þar. Hann stefnir því á framhaldsnám í jarðfræði í haust. Eftirminnilegasta afmælisdaginn sinn segir hann hafa verið árið 2003. ,,Þegar ég keppti til úr- slita í Gettu betur fyrir hönd MR og hafði sigur gegn MS-ingum.“ Þá átti hann líka eftirminnileg- an afmælisdag í Argentínu, en kveðst að öðru leyti ekki muna eftir mörgum afmælisdögum sínum. Minnið verður því að umræðuefni og beint liggur við að spyrja hvort Snæbjörn búi enn að Gettu betur þjálfuninni. „Ég held maður búi að mörgu en það fennir ansi fljótt yfir hlutina sem maður lærði bara fyrir keppnirnar.“ Hrað- ast hverfur getan til að svara hraðaspurningum af öryggi, að hans sögn. „Á einu eða tveimur árum er maður dottinn úr æfingu. Þá getur maður ekkert í hraðaspurningum og svörin standa í manni þó maður eigi að vita þau.“ Snæbjörn kippir sér þó ekkert upp við þetta, enda lítið um hraðaspurningar í jarðfræðináminu. onundur@mbl.is Snæbjörn Guðmundsson er 25 ára í dag Farinn að hiksta í hraðanum Nýirborgarar Reykjavík Brynhildur Nadía fæddist 2. október kl. 7.30. Hún vó 2.495 g og var 47 cm löng. Foreldrar hennar eru Pálína Mjöll Pálsdóttir og Þórður Daníel Ólafsson. Sauðárkrókur Sindri Bergur fæddist 3. október kl. 7.25. Hann vó 3.880 g og var 51 cm langur. For- eldrar hans eru Inga Dögg Jónsdóttir og Stefán Grímur Snæbjörnsson. Reykjavík Arnór Máni fæddist 28. desember kl. 20.20. Hann vó 4.295 g og var 53,5 cm. Foreldrar hans eru Ásdís Elva Krist- insdóttir og Kristinn Elv- ar Gunnarsson. Þorleifur Pálmi Jónsson, fyrrverandi lög- regluþjónn frá Geithóli í Hrúta- firði, verður níræður á morgun, laugar- daginn 28. mars. Hann tek- ur á móti gest- um í sal Hrafnistu í Reykjavík (að- albyggingu), 4. hæð, milli kl. 15 og 18 í dag. 90 ára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.