Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 51
Menning 51FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 Bergþóra Jónsdóttir Ég var að lesa sögu fyrirfrænda litla, tveggja árahnokka sem elskar bæk- urnar sínar, þegar ég sá út undan mér orðasamband sem ég ákvað að hlífa stráksa við. Í stað þess að segja „… en brúin var í sundur“ sagði ég: „en brúin var brotin“. Nær svefni en vöku þeytti hann sænginni ofan af sér og leiðrétti mig pirraður og allt að því höstugur: „Hún er ekki brotin, hún er í sund- ur.“ Það er auðvitað flónska að ímynda sér að það sé einhver þörf á því að hlífa börnum við skrýtnum hlutum í móðurmálinu. Þau læra það einmitt með því að taka glímuna við orðin, orð af orði. Það er nefnilega ekki nauðsynlegt að skilja allt strax sem maður kann og veit að er rétt. Og jafnvel á fullorðinsárum er enn stigið og glíman við skilning á orð- unum þreytt af engu minni ákefð.    Ég man enn eftir orðum frá þvíég var krakki sem ég burðaðist með árum saman í leit að merkingu. Mýsnar í skítuga kofanum hennar Lötu Grétu lifðu „bílífi“. Orðið var heillandi og fallegt, og þetta bílífi hlaut að vera gott, því mýsnar á myndinni voru sællegar. Í kvæðinu skemmtilega hans Páls J. Árdal, En hvað það var skrýtið, var amma, sem var að skera „sköku“. Skaka var bersýnilega ekki sú misritun sem hefði getað verið, því orðið „kaka“ í næstu línu eyddi þeim grunsemdum, og „bökur“ voru ekki komnar í tísku á þeim árum. Skaka, skaka, ekki var það kaka, en amma skekur sig meðan hún sker köku … þannig hlaut það að vera. Skaka og bílífi valda mér engu hug- arangri í dag. Þau eru góð og gild bæði, hafa skiljanlega merkingu og eru falleg.    Þau valda mér meira hugarangrisum orðin sem búin eru til í dag, að því er virðist til höfuðs allri máltilfinningu. Hvað þýðir til dæmis að eitthvað sé „ætlað“? „… í bílnum voru ætluð fíkniefni“, segir í skýrslu lögreglu. Vissulega skil ég hvað við er átt, en skil ekki hvernig ein- hverjum gat dottið í hug að búa til svo ljóta orðleysu um það sem hægt er að segja miklu betur og á auð- skiljanlegri máta. Leiki einhver vafi á fáránleikanum, þá tekur hann á sig miklar furðumyndir í öðru sam- hengi þegar kona gengur með ætl- aða dóttur, samlokan er ætluð rækjusamloka, kettlingurinn er ætl- að fress og pappírarnir eru ætlaðir peningar. Í viðskiptalífinu er vísitala ný- yrðasmíðinnar sérstaklega há um þessar mundir, enda um óvenju- margt að tala. „Lánarammi“ er til að mynda orð sem gælir við hugar- flugið. Er þar átt við lánamöguleika, lánsvilyrði eða jafnvel lánsloforð? Eða er það kannski lánsrammi, lán- aður rammi, lánaumgjörð, brúnt gjaldkeraumslag, ferkantað lán, rammi fyrir lán sem fara vel á stofu- vegg, lán Þormóðs ramma?    Það er lán út af fyrir sig hvað orðeru misjafnlega lánleg, sér- staklega fyrir fólk sem hefur gaman af að velta þeim fyrir sér. Ég er nokkuð viss um að það sem er dísætt er sætara en sætt, en ísúrt minna súrt en súrt. Ég finn ekki forliðina dí og í í orðabókinni minni, en tel mig vita þetta af hálfrar aldar kynnum mínum af málinu. Ég er samt ekki viss um að sá kallist smeygilegur sem er örlítið lymskulegri en sá sem er ísmeygilegur. Í kosningu um fallegustu orðin í íslenskri tungu á netinu í fyrra slóg- ust tvö orð um efsta sætið. Annað þeirra var „kærleikur“ enda hefur það þá merkingu sem allir vilja lifa í. Hitt var „dalalæða“ sem mér finnst bæði fallegt að merkingu – dalalæð- an er óhemju falleg þegar hún legg- ur sig yfir íslenskan fjörð að sumri og lyftir fjöllunum frá jörðu. En orð- ið þarf ekki merkingu, hljómfallið eitt segir það sem segja þarf um mýktina og dulúðina, það er eins og tónlist.    Ég vildi óska að þeir sem búa tilorð hugleiði vel merkingu þeirra, gerð og hljóðan áður en þeir sleppa þeim lausum og fullvissi sig um að þau hafi burðuga vængi. begga@mbl.is Af ísúrum orðum og ætluðum » Leiki vafi á fárán-leikanum, þá tekur hann á sig furðumyndir í öðru samhengi þegar kona gengur með ætl- aða dóttur … Morgunblaðið/Kristinn Íslensk tunga Uppáhaldsorð Dóra DNA er raggeit. AF LISTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.