Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
UM LANGT skeið
hefur tíðkast fyr-
irkomulag á
greiðslum daggjalda
til öldrunarstofnana
sem íbúar dvalar- og
hjúkrunarheimila og
margir aðrir hafa tal-
ið óheppilegt, illskilj-
anlegt og að ýmsu
leyti ósanngjarnt.
Í stuttu máli er fyrirkomulagið
eftirfarandi: Ríkið ákveður dag-
gjöld til öldrunarstofnana. Dag-
gjöld vegna dvalarrýma er það
sama á öllum stofnunum en dag-
gjöld vegna hjúkrunarrýma er
mishátt þar sem það tekur mið af
því hve mikla hjúkrun og umönnun
aldraðir á viðkomandi heimili
þurfa á að halda. Daggjöldum er
ætlað að standa undir rekstr-
arkostnaði öldrunarheimila.
Ríkið greiðir daggjöldin að hluta
eða öllu leyti vegna aldraðra í
dvalar- og hjúkrunarrýmum. Bæt-
ur almannatrygginga falla niður
við dvöl á stofnun en greiðsluþátt-
taka hvers og eins ræðst af tekjum
hans. Frá 1. janúar 2009 tekur
aldraður þátt í daggjaldi hafi hann
tekjur umfram 65.000 krónur á
mánuði eftir skatt. Aldraður á
öldrunarheimili með litlar sem
engar tekjur á rétt á svokölluðum
vasapeningum sem eru tekju-
tengdir. Óskertir vasapeningar eru
um 42.000 krónur á mánuði.
Réttmæt gagnrýni
Nýlega skrifaði Margrét Mar-
geirsdóttir, fyrrverandi formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík,
grein í Morgunblaðið þar sem hún
gagnrýnir fyrirkomulag greiðslna
á öldrunarstofnunum. Hún segir
óljóst fyrir hvað vistmenn séu
krafðir um greiðslu þar sem
greiðsluþátttakan miðist eingöngu
við tekjur en ekki hvernig aðbún-
að, umönnun og þjónustu viðkom-
andi fær. Þá skipti engu máli hvort
fólk býr í einbýli með snyrtingu og
eigin innanstokksmunum eða deili
herbergi með öðrum.
Í greininni segir að ekki séu
þjónustusamningar milli ríkisins
og öldrunarstofnana um aðbúnað
og þjónustu sem þeim ber að veita.
Ríkisendurskoðun fjallaði um
þetta í stjórnsýsluúttekt árið 2005.
Þar segir að stjórnvöld hafi ekki
sett lágmarkskröfur um magn og
gæði þjónustu og aðbúnað íbúa á
öldrunarheimilum og heilbrigð-
isstofnunum ef undan er skilinn
samningur um byggingu og rekst-
ur Sóltúns í Reykjavík.
Ég tek að mörgu leyti undir
gagnrýnina og tel nauðsynlegt að
endurskoða þessi mál frá grunni.
Heildarábyrgð á málefnum aldr-
aðra fluttist frá heilbrigðisráðu-
neyti til félags- og trygginga-
málaráðuneytis 1. janúar 2008.
Síðan þá hefur verið unnið að því í
ráðuneyti mínu að færa skipulag
öldrunarþjónustu til betri vegar og
verður að segjast að verkefnin eru
ærin.
Vilji minn stendur til að afnema
það stofnanalega yfirbragð sem er
á rekstri öldrunarheimila, jafnt
varðandi daggjalda-
fyrirkomulagið og
innra og ytra skipulag
þeirra. Fjölbýlum
verður að útrýma
þannig að enginn deili
herbergi með öðrum
nema hann vilji það
sjálfur. Íbúar öldr-
unarheimila þurfa að
njóta sjálfstæðis og
sjálfræðis eins og geta
þeirra mögulega leyfir
með aðstoð og stuðn-
ingi.
Tryggja þarf
fjárhagslegt sjálfstæði
Fjárhagslegt sjálfstæði aldraðra
þarf að vera tryggt og virt að
fullu. Til að svo megi verða þarf að
breyta daggjaldafyrirkomulaginu.
Ég tel óeðlilegt að aðrar reglur
gildi um fjárhag og fjármál fólks á
öldrunarheimilum en almennt í
samfélaginu og mun vinna að
breytingum í samræmi við það.
Öldrunarheimili í landinu eru
mörg og ólík. Sum eru komin til
ára sinna og bera þess merki hvað
varðar húsakost og skipulag. Önn-
ur eru nýleg, svara betur kröfum
nútímans og taka mið af breyttri
hugmyndafræði um daglegt líf og
aðbúnað á öldrunarheimilum. Þeg-
ar hefur verið ráðist í miklar fram-
kvæmdir til að færa eldra húsnæði
í betra horf. Mikið verk er þó
framundan eins og fram kemur í
áætlun félags- og trygginga-
málaráðuneytisins um fjölgun
hjúkrunarrýma og fækkun fjölbýla
sem kynnt var á liðnu ári.
Í desember sl. setti forveri minn
í starfi, Jóhanna Sigurðardóttir,
viðmið um skipulag hjúkr-
unarheimila með áherslu á að að-
stæður líkist sem mest venjuleg-
um einkaheimilum fólks en mæti
engu að síður þörfum þeirra sem
hafa skerta getu til athafna dag-
legs lífs. Þar koma fram helstu
kröfur til húsnæðis og skipulags.
Þetta er skref í rétta átt en ég vil
einnig að skýrar kröfur verði sett-
ar um aðbúnað og þjónustu og að
þeim verði framfylgt með nauð-
synlegu eftirliti.
Málefni aldraðra
til sveitarfélaga
Þótt skammur tími sé liðinn frá
því að ábyrgð á málefnum aldr-
aðra fluttist til félags- og trygg-
ingamálaráðuneytisins hefur
margt verið gert til að bæta stöðu
aldraðra á öldrunarheimilum. Til
framtíðar tel ég að þjónusta við
aldraða verði best af hendi leyst
hjá sveitarfélögunum eins og ég
tel almennt gilda um alla nærþjón-
ustu. Nýlega undirritaði ég ásamt
fleiri ráðherrum viljayfirlýsing
ríkisstjórnarinnar og Sambands
íslenskra sveitarfélaga um flutn-
ing málefna fatlaðra til sveitarfé-
laganna árið 2011 og er stefnt að
því að ljúka samkomulagi um
framkvæmdina á þessu ári. Ég vil
að gert verði sambærilegt sam-
komulag um flutning málefna aldr-
aðra til sveitarfélaganna. Þegar er
að baki töluverð undirbúnings-
vinna sem miðar að þessu marki
og þeirri vinnu verður haldið
áfram.
Breyta þarfgreiðslu-
fyrirkomulagi á
öldrunarstofnunum
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
fjallar um málefni
aldraðra
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
» Það er óeðlilegt að
aðrar reglur gildi
um fjármál fólks á
öldrunarheimilum en
almennt í samfélaginu
og því þarf að breyta.
Höfundur er félags- og
tryggingamálaráðherra.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
UNDANFARIÐ
hefur verið mikil um-
ræða um að landið
skuli vera eitt kjör-
dæmi og því haldið
fram sem forsendu
þess að jafna at-
kvæðavægi. Ég tek
það strax fram að ég
er á móti ójöfnu at-
kvæðavægi. Það er
brot á mannréttindum og einnig að
vel er hægt að jafna atkvæðavægi
án þess að gera landið að einu
kjördæmi og þannig er það víðast í
heiminum. Til þess þarf bara að
vera sæmilega sleipur í deilingu.
Að þessu gefnu getur greinin haf-
ist.
Bestu rökin fyrir því að skipta
landinu í fleiri en eitt kjördæmi
eru rökin gegn því að gera það að
einu kjördæmi, sem eru mörg og
ættu slá hugmyndina út af borðinu.
Ég bið ykkur um að hugsa það
vel og vandlega hvort þið haldið að
það sé raunverulega lýðræðinu í
hag að hafa bara eitt kjördæmi.
Því mundu fylgja miklir ókostir að
taka bæði upp persónukjör og gera
landið að einu kjördæmi. Hafið í
huga að málið snýst ekki um fólks-
fjölda á Íslandi eða sparnað, það
snýst um að lýðræðið virki. Ef
kjósendur verða í vandræðum með
að kjósa og átta sig á hverjir eru í
framboði eða fá aldrei að kynnast
megninu af frambjóð-
endum á kjörseðl-
inum. Það er ekki til
bóta.
Kjörseðillinn
Kjörseðillinn verður
óhemju stór og illskilj-
anlegur. Hvert fram-
boð yrði að tefla fram
frambjóðendum í
hvert þingsæti alls 63
talsins og einnig vara-
mönnunum. Þetta
leiðir til þess að hver
listi verður með 124
nöfnum. Setjum svo að í framboði
verði 6 listar (sem er ekki ólíklegt)
yrðu 6 x 124 nöfn á kjörseðlinum.
Alls 744 einstaklingar og að
minnsta kosti helmingur þeirra
væri í raun í prófkjörsbaráttu í að-
draganda kosningana. (Í staðinn
fyrir að hafa nokkur kjördæmi þar
sem listarnir hefðu á bilinu 14 til
24 einstaklinga eftir fjölda kjós-
enda) Hvað þýðir það fyrir lýðræð-
ið? Jú, það þýðir að varla nokkur
maður kemst yfir að kynna sér
frambjóðendurna alla og aðeins
þeir sem hafa bestan aðgang að
fjölmiðlum, peningum eða þeir sem
eru þegar vel kynntir ná athygli
fólks og ná kjöri. Peningar og
frægð munu ráða mestu um það
hverjir komast á þing. Það þýðir
einfaldlega að stór hætta er á auk-
inni spillingu vegna þess að í þess-
um aðstæðum munu menn ganga
enn lengra til að vekja á sér at-
hygli! Alveg sama hvaða lög verða
sett til að vinna gegn slíku verður
freistingin mörgum erfið.
Kosningabaráttan
Kosningabaráttan verður mörk-
uð af þessum gríðarlega fjölda ein-
staklinga sem hver um sig reynir
að koma sinni sérstöðu á framfæri.
Frambjóðendur með takmarkaða
aðstöðu munu reyna að þekja vel
þá staði þar sem flest fólk er.
Vegna þess að þeir munu ekki geta
kynnt sig eins vel og hinir þekktu
(og ríku) er hætt við að þeir grípi
til yfirboða til að tryggja sér at-
kvæði.
Athyglisbrestur og stefnuleysi
Allur þessi fjöldi frambjóðenda
mun gera fólki erfitt að átta sig á
hver tilheyrir hvaða flokki eða
muna hvað frambjóðendur heita
eða standa fyrir fyrir, sérstaklega
nýir frambjóðendur. Í viðbót mun
þetta mun leiða til þess að stefna
flokkanna verður óskýr í hugum
fólks. Þetta verður mögulega til
þess að kosningarnar verða í aug-
um fólks ekki um einhverja sýn á
það hvernig samfélagið á að vera
heldur vinsældakeppni frambjóð-
enda og hagsmunapot til að
tryggja sér stuðning. Að loknum
kosningum munu svo þingmenn-
irnir mæta í þingflokk sinn hver
með sín kosningaloforð og þá þarf
að fara að semja.
Stjórnmálaflokkar veikjast
Í dag er mikið vantraust í garð
stjórnmálaflokka vegna þess
hvernig þeir hafa starfað. En þýðir
það að okkur sé sama þótt þeir
verði áhrifalausir? Er ekki nær að
reyna að tryggja að þeir starfi lýð-
ræðislega, frekar en að engin sam-
tök séu um einhvers konar heild-
arsýn? Persónulega hugnast mér
ekki slíkt. Besta lausnin væri að
tryggja að flokkarnir störfuðu lýð-
ræðislega og öll starfsemi þeirra
væri uppi á borðinu. Með persónu-
valinu yrði tryggt að kjósendur
ekki flokkarnir hefðu síðasta orðið
um það hver situr fyrir þá á Al-
þingi.
Landsbyggðin
Hætta er á að landsbyggðin fái
litla athygli þegar frambjóðendur
fara að lofa hinu og þessu til að
skapa sér sérstöðu. Eins er líklegt
að frambjóðendur muni halda sig
þar sem flestir kjósendur búa. Þeir
munu einfaldlega ekki nota tíma
sinn í tímafrek ferðalög á staði eins
og Kópasker og Tálknafjörð þegar
þeir geta hitt margfalt fleiri í
Kringlunni fyrir hádegi og annað
eins í Smáralind eftir hádegi. Sé
þetta haft í huga er ljóst að á end-
anum leiðir þetta svo inn á þing
þar sem skilningsleysi er á sér-
stökum aðstæðum annarra, og sér-
stakra landsbyggðarframboða í
framhaldinu.
Landið eitt kjördæmi er eins og
trúarsetning fyrir marga og fólk
heldur þessu oftast fram án þess
að hafa hugsað máli til enda. Hvers
vegna er löndum skipt í kjördæmi?
Ein helsta ástæðan fyrir því er til
þess að skapa nánd á milli fram-
bjóðendanna og kjósenda. Þannig
að allir geti kynnt sér fyrir hvað
þeir standa. Slíkt er hvergi mik-
ilvægara en þar sem er persónuval.
Eins kjördæmis
trúarsetningin
Sævar Ari Finn-
bogason skrifar
um kjördæmi
og kosningar
» Það er ekki um opið
og skilvirkt lýðræði
að ræða nema fólk hafi
raunhæf og skynsamleg
tækifæri til að kynna
sér alla valkostina á
kjörseðlinum.
Sævar Ari
Finnbogason
Höfundur er heimspeki-,
hagfræði- og stjórnmálafræðinemi.
Fullkomin öryggiskerfi með miklum möguleikum og þráðlausum
skynjurum. Henta vel fyrir heimili, sumarhús og fyrirtæki og
fást í mörgum útfærslum. Uppsetning í boði ef óskað er.
TILVERAN
getur verið
streitulaus ...
ÖRYGGI ÁN MÁNAÐARGJALDA
RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • www.sm.is
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
MEÐ ÍSLENSKUTALI OG TEXTA
MEÐAL MÖGULEIKA:
• REYKSKYNJARI
• VATNSSKYNJARI
• HITASKYNJARI
• GASSKYNJARI
• ÖRYGGISHNAPPUR
1971 • 2009
ÁTTU SUMARBÚSTAÐ?
BJÓÐUM UPP Á VÖNDUÐ GSM ÖRYGGISKERFI
SEM HENTA VEL ÞAR SEM EKKI ER SÍMALÍNA,
T.D. Í SUMARBÚSTÖÐUM