Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.03.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. M A R S 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 85. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. «DAGLEGTLÍF VORU AÐ SEMJA SÖNG- LEIK OG MISSTU AF ÖLLU «PETERJENSEN FULLUR AF VEST- NORRÆNNI ANDAGIFT INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar, sagði eina stærstu yfirsjón sína hafa verið að gera ekki afdráttarlausari kröfur um breytingar á heilla í væntanlegu forystuhlutverki sínu og þeirri erfiðu vegferð sem hún tækist á hendur. Á landsfundinum var samþykkt að Íslands- hreyfingin yrði hluti af Samfylkingunni. | 12 stjórnkerfinu í samstarfi við Sjálfstæðisflokk- inn. Samfylkingin hefði ekki fylgt eigin sann- færingu um nauðsynlegar umbætur nógu fast eftir. Hún óskaði Jóhönnu Sigurðardóttur Morgunblaðið/Árni Sæberg Ingibjörg Sólrún þakkaði fyrir sig í setningarræðu landsfundar Eftir Grétar Júníus Guðmundsson og Magnús Halldórsson FORSVARSMENN Føroya Bank hafa áhuga á eignum SPRON og starfsemi hér á landi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Skilanefnd SPRON vonast til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánu- dag í tilteknar eignir sparisjóðsins, að sögn Hlyns Jónssonar, for- manns skilanefndarinnar. Skilanefndin átti í gær viðræður við nokkra þeirra sem nefndin ræddi við í fyrradag, en sextán að- ilar höfðu lýst yfir áhuga á að kaupa einstakar einingar sem til- heyrðu SPRON. „Það er mikill áhugi á eignum SPRON,“ sagði Hlynur í gær, „og það verða frekari viðræður í dag til að fá betri mynd af þessu. Okkur þykir þetta líta vel út. Við vonumst til að bindandi tilboð liggi fyrir á mánudag, með fyrirvara um áreið- anleikakönnun og samþykki stjórnvalda.“ Hlynur vildi ekki tjá sig um hverja skilanefndin ræddi við í gær eða hve margir þeir voru. Skv. heimildum Morgunblaðsins munu þeir hafa verið fimm. Samkvæmt ársreikningi fær- eyska bankans fyrir 2008 námu heildareignir í árslok um 10,1 millj- arði danskra króna, jafnvirði um 218 milljarða ísl. kr. miðað við nú- verandi gengi. Í ljósi þess að bank- inn gerir upp í dönskum krónum gætu falist umtalsverð tækifæri fyrir hann í að kaupa eignir hér á landi þar sem gengi íslensku krón- unnar er veikt um þessar mundir. Færeyingar sýna áhuga  Føroya Bank hefur áhuga á eignum SPRON og starfsemi hér á landi  Heildareignir Føroya Bank námu um 218 milljörðum króna í árslok 2008 Í HNOTSKURN » Hagnaður Føroya Bankí fyrra nam um 860 milljónum danskra króna, eða sem svarar um 19 millj- örðum íslenskra króna. » Skilanefnd SPRON von-ast til þess að bindandi tilboð í tilteknar eignir sparisjóðsins liggi fyrir á mánudag.  Svipaður | 4 LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á 300 kannabisplöntur í nýlegu einbýlis- húsi í Hafnarfirði í gærdag. Ekki var búið í húsinu og var það því eingöngu notað undir kannabisræktun. Ræktunin var vel falin á neðri hæð hússins sem er rúmlega fokhelt. Tveir menn eru í haldi lögreglu og verða yf- irheyrðir í dag. Eru ræktunarstaðir kortlagðir úr lofti? Engin tilviljun ræður því að lögreglan hefur upprætt á þriðja tug ræktunarstaða. Margar kenningar eru uppi, meðal annars hvort lög- reglan hafi kortlagt staðina úr lofti með hjálp hitamyndavéla. Sölumaður slíkra myndavéla segir slíkt vel gerlegt. | 8 Engir íbúar en mikil ræktun 300 plöntur í einbýlishúsi Morgunblaðið/Júlíus Plöntur Kannabisplantan var ræktuð í stórum stíl í einbýlishúsinu í Hafnarfirði. LEIKUR KR og Íslandsmeistara- liðs Keflavíkur í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfuknattleik fer í sögubækurnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í fjórðu framleng- ingu og er þetta að- eins í annað sinn sem slíkt gerist. KR skoraði 129 stig gegn 124 stigum Keflavíkur. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona spennuleik. Tvær framlengingar er það mesta á mínum ferli fram til þessa en ég get fullyrt að þessi leikur var betri skemmtun en „Idolið“ á Stöð 2,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leik- maður KR, í leikslok. Í dag eigast við Grinda- vík og Snæfell og með sigri getur Grindavík tryggt sér sæti í úrslitum gegn KR. | Íþróttir Meistararnir féllu úr leik Jón Arnór Stefánsson STÓR sending af húsgögnum var stöðvuð af tollinum í kringum síð- ustu áramót. Vörurnar fylltu tvo og hálfan flutningagám. Í sendingunni voru eftirlíkingar af þekktum hús- gögnum frægra hönnuða. Aðallega var um að ræða stóla og sófa en einn- ig lampa. Þetta er langstærsta send- ing af falsvöru sem hefur verið stöðv- uð við innflutning hingað. Nýlega var 5,3 tonnum af hús- gögnum úr sendingunni eytt að kröfu rétthafa að hönnuninni sem smíðað var eftir. Helgi Þór Þor- steinsson hdl. sagði að sendingin hefði verið stöðvuð vegna ábending- ar frá rétthafa. Hörður D. Harðarson yfirtollvörð- ur segir að tollgæslan sé orðin ár- vökulli en áður gagnvart hugverka- fölsunum. Tollgæsla víða um heim hafi áhyggjur af fölsuðum neytenda- vörum sem geti verið lífshættulegar. Eyjólfur Pálsson í EPAL segir ánægjulegt að sjá að tollurinn vinni sína vinnu á þessu sviði. | 18 Falshúsgögn stöðvuð Nýlega voru 5,3 tonn af eftirlíkingum ýmissa frægra húsgagna eyðilögð Ljósmynd/Helgi Þór Þorsteinsson Eyðing Eftirlíkingunum var fargað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.