Morgunblaðið - 18.04.2009, Side 20

Morgunblaðið - 18.04.2009, Side 20
20 FréttirALÞINGI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 EKKI var sáttasvipur yfir þingumræðum á loka- degi þingsins í gær þrátt fyrir nýgert samkomulag um þinglokin. Heitar stjórnmálaumræður fóru fram eftir að forsætisráðherra hafði lesið upp til- lögu um frestun þingfunda. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ríkis- stjórnina harðlega. „Ég tel að það hefði verið betra að ganga strax til kosninga þegar fyrri rík- isstjórn sprakk en núna vegna þess að engum dylst að ástandið í dag er verra í öllu tilliti en þeg- ar lagt var upp í þessa vegferð með stuðningi Framsóknarflokksins,“ sagði Bjarni. Til snarpra orðaskipta kom milli Bjarna og Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra sem sakaði sjálfstæð- ismenn um að hafa eyðilagt lýðræðisumbætur vegna andstöðu við stjórnarskrárfrumvarpið. „Flokkurinn sem hefur ekkert annað fram að færa hér í kosningabaráttunni en málþóf og útúrsnúninga ætti að fara varlega í að gagnrýna aðra.“ Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra mótmælti gagn- rýni Bjarna og sagði að nær öll mál sem ríkisstjórnin hefði lagt upp með í verkáætlun sinni væru í höfn. Sagði hún það standa upp úr í þinghaldi sjálf- stæðismanna að þeir gæfu lýð- ræðinu langt nef. Þingmenn tókust einnig fast á um niðurstöðu stjórnarskrármálsins. Lúðvík Bergvinsson, Sam- fylkingu, sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa sett Ís- landsmet í málþófi og samtals verið fluttar á átt- unda hundrað ræður um málið. Birgir Ármannsson, Sjálfstæðisflokki, sagði ríkisstjórn- ina hafa eytt tíma sínum í að reyna að koma fram í fullkomnu ósætti breytingum á stjórnarskrá sem hefði ekkert með heimilin og fyrirtækin að gera. Umræður stóðu svo fram eftir degi um stjórn- arskrárfrumvarpið þrátt fyrir að fyrir lægi að breytingarnar yrðu ekki að lögum á þessu þingi. Þung orð féllu í þeim umræðum. Stjórnarþing- menn sökuðu sjálfstæðismenn um að verja sér- hagsmuni gegn almannahagsmunum. Sjálfstæðis- menn sögðu meirihlutann hafa slegið á útrétta sáttahönd sjálfstæðismanna. Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, sagði að viðhorfið sem birst hefði í garð sjálfstæðismanna í sérnefndinni hefði verið þess eðlis, að frá fyrsta degi hefði verið borin von um að nokkur sátt yrði um málið. omfr@mbl.is Í HNOTSKURN »Titringur vegna yfirvof-andi kosninga setti svip sinn á umræður þingmanna í gær »Þung orð féllu og ásakanirum ósannindi, málþóf og tvöfeldni. »Samkomulag lá fyrir umað ljúka þingstörfunum síðdegis. Þingfundum var svo frestað í gærkvöldi. „Ástandið í dag er verra í öllu tilliti“ Bjarni Benediktsson ÞINGMENN afgreiddu nokkur frumvörp sem lög á seinasta þing- degi fyrir kosningar. Lög sem gera kaup á vændi refsiverð voru sam- þykkt með 27 atkvæðum gegn 3. Breytingar á skaðabótalögunum bæta réttarstöðu bótaþega og lög voru samþykkt sem bæta aðgang fjárlaganefndar að upplýsingum. Morgunblaðið/Ómar Lög afgreidd á lokasprettinum FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAR sem nú liggur fyrir að engar breytingar verða gerðar á stjórn- arskránni fyrir þingkosningarnar 25. apríl, hefur það m.a. í för með sér að ekki verður samið um aðild að Evrópusambandinu á næsta kjör- tímabili, nema með stjórnarskrár- breytingu, þingrofi og nýjum þing- kosningum. Eins og stjórnarskráin hljóðar í dag þarf að samþykkja breytingu á stjórnarskránni á tveim- ur þingum með kosningum til Alþingis á milli. Ásakanir á báða bóga Miklar og langar umræður urðu um stjórnarskrárfrumvarpið á Al- þingi í gær þrátt fyrir þá niðurstöðu að ekkert var við henni hróflað fyrir frestun þingsins. Gengu ásakanir á báða bóga milli sjálfstæðismanna annars vegar og stuðningsmanna frumvarpsins hins vegar. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, vék m.a. að áhrifum þess að 79. grein stjórn- arskrár stendur óbreytt, sem geri að verkum að ekki verði eins einfalt að ganga í ESB á næsta kjörtímabili. Þegar stjórnarskrárfrumvarpið var lagt fram var beinlínis vísað til mögulegrar aðildar að ESB í rök- stuðningi ákvæðisins um breytingar á 79. grein stjórnarskrárinnar. Ákvæðið einfaldar breytingar á stjórnarskrá og nægir einfaldur meirihluti á þingi til þess að vísa stjórnarskrárbreytingu til þjóð- arinnar. Tillaga sú sem sjálfstæð- ismenn lögðu fram í fyrradag um breytingar á 79. grein gengur líka út á að ekki þurfi að efna til þingkosn- inga þó Alþingi geri breytingar á stjórnarskrá. Sú leið felur í sér að ef 2/3 hlutar þingmanna samþykkja breytingu á stjórnarskrá skuli bera hana undir þjóðaratkvæði. Sam- þykki meirihlutinn hana tekur stjórnarskrárbreytingin gildi. Fulltrúar meirihlutans á þingi gátu ekki fallist á þessa tillögu sjálf- stæðismanna. Hún er samhljóða ákvæði sem fulltrúar allra flokka samþykktu í stjórnarskrárnefnd í febrúar 2007. Sjálfstæðismenn gengu fast eftir því á Alþingi í gær, af hverju meiri- hlutinn hefði ekki fallist á tillögu þeirra. Talsmenn meirihlutans báru því við að þessi aðferð væri flókin og myndi torvelda breytingar á stjórn- arskránni í framtíðinni. Ekki aðild án kosninga  Stjórnarskráin stendur óbreytt vegna ósamkomulags  Aðild að ESB ekki eins einföld á næsta kjörtímabili og til stóð Af hverju þarf að breyta stjórn- arskránni ef ákveðið yrði að Ís- land gerðist aðili að Evrópusam- bandinu? Flestum ber saman um að til að aðild að Evrópusambandinu geti átt sér stað þurfi að breyta stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóð- arinnar sem í aðildinni felst. Hvaða breytingar á þessu ákvæði voru lagðar til á þinginu? Í stjórnarskrárfrumvarpinu var að- ferðin við breytingar á stjórnarskrá einfölduð. Samþykki meirihluti þings breytingu verði hún borin undir þjóð- aratkvæði og ekki nauðsynlegt að boða til þingkosninga. Tillaga sjálf- stæðismanna var m.a. um að ef 2/3 þingmanna samþykki breytingu verði hún borin undir þjóðaratkvæði. S&S Vesturröst Laugaveg 178 S: 551 6770 www.vesturrost.is BYSSUSKÁPA- TILBOÐ 3 byssur • 5 byssur 8-12 byssur Handbók með ítarlegum upplýsingum og veiðikortum fylgir. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið fyrir aðeins 6000 krónur Þú ákveður svo hva r og hvenær þú veiðir veidikortid.is Hver seg ir að það sé d ýrt að veiða ? @mbl.is FRUMVARP fjármálaráðherra um stofnun hlutafélags til að stuðla að endurskipulagningu þjóðhagslega mikilvægra atvinnufyrirtækja varð ekki að lögum á Alþingi. Frumvarpið var í efnahags- og skattanefnd en var ekki sett á dagskrá til þriðju um- ræðu eftir að samkomulag náðist milli stjórnar og stjórnarandstöðu um framgang þingmála og lok þing- haldsins. Með samþykkt þess átti að stofna sérstakt eignaumsýslufélag sem hafi þann tilgang að kaupa hluti í at- vinnufyrirtækjum sem lent hafa í það miklum rekstrarerfiðleikum að hluti atvinnufyrirtækis eða það allt er komið í eigu fjármálastofnana. Þegar frumvarpið var kynnt var um það rætt að þarna gæti verið um allt að 20 fyrirtæki að ræða sem teld- ust sérstaklega þjóðhagslega mik- ilvæg. Markmiðið væri að tryggja með þessu uppbyggingu atvinnu- starfsemi, sem nauðsynleg er fyrir gangverk samfélagsins og komast hjá því að verðmæti fari til spillis. Eignaum- sýslufélög ekki lögfest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.