Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 33
Daglegt líf 33ÚR SVEITINNI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Sterkir litir þurfa ekki að vera varasamir,“ seg-ir Björg Alfreðsdóttir, förðunarmeistari hjáMAC, og bendir á að það verði sterkir ogkraftmiklir litir í tísku í sumar. Þessa sterku litastrauma mátti t.d. sjá í förðuninni á tískusýn- ingum fyrir sumarið hjá John Galliano sem var með skæra og bjarta liti eins og bleikt, grænt, og ferskju- litað og hjá Gucci mátti sjá afgerandi sæbláan lit á augnlokum fyrirsætanna. Björg farðaði fyrirsætuna Kristveigu Lárusdóttur um augun með ferskjulit og fjólubláum. „Kannski ekki litir sem konur nota svona dags daglega, en þeir koma skemmtilega á óvart þegar þeim er blandað saman,“ segir Björg. Hún bendir á að appels- ínuferskjulitaðir augnskuggar fari bláum augum sérstaklega vel og fjólublái liturinn fari grænleit- um augum einstaklega vel. Báðir þessir litir fara samt flestöllum vel. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litadýrð Kristveig Lárusdóttir var förðuð með ferskjulituðum og fjólubláum augnskuggum.  Húðlitur kremaugnskuggi settur á allt augn- lokið til að gefa góðan grunn undir litina.  Ljósgylltur augnskuggi settur yfir mitt augn- lokið. Yfir hann ferskjulitaður augnskuggi og til hliðanna var notaður fjólublái liturinn. Til að skyggja meðfram augnlokinu var notaður brúnn augnskuggi.  Svartur eyeliner, frekar þykk lína. Gervi- augnhár voru sett á efri og neðri augnhár og að sjálfsögðu maskari í lokin.  Áferð húðarinnar var frekar mött til draga ekki frá augnförðuninni. Fallega skærbleikur kinnalit- ur var settur yfir kinnbein í þunnu lagi sem gaf fallegt og bjart yfirbragð. Varir hafðar ljósar í húðlitum tón. Reuters Leikrænir tilburðir Hjá John Galliano var mörgum litum bland- að saman og árang- urinn ansi líflegur. Litir fyrir sumarið Augnskuggar Creme Royal, Paradisco, Stylin og Lucky Tom. Kinnalitur Tippy Varalitur Fresh Brew, allt úr Hello Kitty lín- unni frá MAC. Í smáatriðum Sumardagurinn fyrsti rennur senn upp. Veturinn sem er á enda hefur verið fremur mildur hér í uppsveitum Árnessýslu. Sjaldan stórviðri þó oft hafi blásið nokkuð hressilega. Frost fór nokkrum sinnum niður fyrir 10 gráður sem teljast ekki frosthörkur og snjór hefur aldrei verið mikill. Veðráttan er ávallt mikið rædd af bændafólki en margir sem stunda landbúnað eiga mikið undir sól og regni. Mikils virði er að vorið sé gott, að gróður komi fljótt til. Að hægt sé að plægja og sá snemma vors, ekki hvað síst fyrir kornbændur sem hyggja sumir á aukningu í þeirri bú- grein. Ræktun á hveiti hefur verið reynd hér með góðum árangri og er skrifara kunnugt um einn bónda sem ætlar að sá hveiti í sumar á nokkrum stöðum. Það verður gert í byrjun ágúst til að fá uppskeru haustið 2010. Þá er garðyrkja einskonar stóriðja hér um slóðir sem skapar fjölda fólks vinnu og verður síst dregið úr henni.    Mikið félagslíf er hér í byggðalaginu. Kórstarf er öflugt en í kvöld, laug- ardagskvöld, heldur Karlakór Hreppamanna sína árlegu vor- tónleika. Með kórnum syngur stór- söngvarinn Egill Ólafsson. Vörðukór- inn, sem er blandaður kór fólks úr uppsveitunum, heldur tónleika að kvöldi síðasta vetrardags í Félags- heimilinu á Flúðum. Kvennakórarnir Uppsveitasystur, Jórukórinn á Sel- fossi og Ljósbrá á Hvolsvelli og ná- grenni halda tónleika á Flúðum 30 apríl, á Hvolsvelli 2. maí kl. 20.30 og í Selfosskirkju 3. maí kl 15.    Fleiri listamenn en söngfólk láta að sér kveða. Agnar R. Róbertsson bóndi á Jaðri heldur um þessar mundir sölusýningu á 12 olíu- málverkum í versluninni Strax á Flúðum. Agnar hefur frá barnæsku haft áhuga á að teikna og mála. Hest- ar eru honum hugleiknir en hann rek- ur hrossaræktarbú á Jaðri ásamt eig- inkonu sinni Kristbjörgu Kristinsdóttur.    Félagsstarf eldri borgara er mikið og fjölbreytt. Til dæmis var haldin sýn- ing á fjölbreyttri föndurvinnu eldri Hrunamanna í Félagsheimilinu á dögunum. Þann 3. maí fer fram vor- fagnaður eldri borgara í Árnessýslu á Flúðum. Þar mun m.a. ágætur kór eldri borgara úr sveitinni syngja en Stefán Þorleifsson söngstjóri hefur sannað að aldurinn skiptir ekki máli þegar þeir eldri eiga í hlut í söngnum.    Mikill þróttur hefur verið í land- græðslufélaginu í Biskupstungum sem er nú 15 ára en landgræðsla hófst þar löngu fyrr. Mjög góður ár- angur hefur náðst við uppgræðslu lands á afrétti þeirra á undanförnum árum en þar er m.a. notað tæki til að dreifa úr heyrúllum í rofabörð. Í Hrunamannahreppi hófst landgræðslustarf í afrétt- inum 1970 en skipulega frá 1992. Fé- lag var þó ekki stofnað fyrr en í fyrra og landgræðslufélag var stofnað í Skeiða- og Gnúpverjahreppi nú í febrúar. Þótt nú sé búið að snúa vörn í sókn í landgræðslumálum landsins eru mikil verkefni framundan í þeim efnum.    Ætlunin var að taka reiðhöllina á Flúðum formlega í notkun á morgun, sunnudag en því verður frestað um óákveðinn tíma. Af miklum dugnaði hafa félagsmenn úr hestamanna- félögum Loga og Smára unnið að byggingu þessa veglega húss í sjálf- boðavinnu í um eitt og hálft ár. Sann- ast þar hve mikið er hægt að gera þegar margir leggjast á eitt af áhuga og elju. Þá er einnig unnið að vallagerð rétt við reiðhöllina á Lambatanga og hafa verið haldin þar tvö hestamót í vetur en svæðið allt verður glæsilegt. Fé- lagsstarf hestamanna er öflugt og mikið er tamið og þjálfað af hrossum hér sem víða annars staðar á landinu. Með bættri aðstöðu mun starfið enn eflast og félagsstarf blómgast. HRUNAMANNAHREPPUR Sigurður Sigmundsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Hestamyndir Agnar Róbertsson, bóndi á Jaðri, sýnir hestamyndir í versluninni Strax á Flúðum. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 E N N E M M / S ÍA / N M 3 7 5 7 0190 / SNÆFELLSBÆR/ÓLAFSVÍK • Við leggjum okkur fram um að veita þér persónulega þjónustu. • Við förum yfir kjörin sem þér bjóðast og svörum spurningum þínum. • Við veitum einstaklingum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja fjármálin. Olga er í kórnum, Lions og Slysavarnafélaginu. Hún og 4 aðrir taka vel á móti þér á Ólafsbraut. Komdu við í útibúinu á Ólafsbraut 21 eða hringdu í okkur í síma 410 4000.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.