Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 37

Morgunblaðið - 18.04.2009, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 Í GEGNUM tíðina hefur Framsókn- arflokkurinn lagt áherslu á fjölbreytta at- vinnu og beitt sér fyrir því að skapa fyr- irtækjum jákvæð starfsskilyrði. Nú sem aldrei fyrr þarf að skapa þannig rekstrarumhverfi að fyrirtæki hafi aðgang að lánsfé og að skattaumhverfi sé hagstætt. Tafalausar afskriftir skulda hjá litlum og meðalstórum fyr- irtækjum kæmu fjölda þeirra strax til góða og virkaði sem hvati fyrir atvinnulífið. Daglega fara um tíu fyrirtæki í þrot og gera má ráð fyrir að um 3.300 fyrirtæki verði gjaldþrota innan árs. Áhrifin ná til tugþúsunda heimila með hörmu- legum afleiðingum. En hvað hafa stjórnvöld gert til að sporna við þessari fyrirséðu þróun? Atvinnulífið hefur mán- uðum saman kallað eftir raunhæf- um aðgerðum sem láta enn á sér standa. Það virðist vera auðvelt að gera mikið úr litlu eða engu þegar Sam- fylkingin lætur verkin tala í þess- um málaflokki. Er sá flokkur virkilega sáttur og stoltur af þeim lista sem birtur hefur verið og kallast aðgerðir í þágu atvinnulífs? Þar er lítið sem ekkert bitastætt á ferðinni. Að hluta er enn verið að vinna í því sem upp er talið og annað var farið af stað í tíð verklítillar ríkisstjórnar sem áður sat. Skiptir það sköpum í atvinnumálum þjóð- arinnar að Íbúðalána- sjóður veitir lán til við- halds íbúða? Bjargar það mörgum að fá virð- isaukaskattinn end- urgreiddan af þeim við- gerðum? Talað er um að leita leiða til að örva fjárfestingu og skapa ný störf – er það eitthvað nýtt? Kemur þetta þeim þúsundum fyrirtækja sem eru að sigla í þrot til góða hér og nú? Fjallað er um að vinna eigi gegn atvinnuleysi en að mínu mati er það ófrávíkjanleg skylda stjórn- valda og þarf vart að telja það upp sérstaklega, nema þá til að lengja aðgerðalistann. Ég vil lýsa yfir ánægju minni með þá ákvörðun að meta eigi áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna en tel þá athugun ekki tilheyra björgunaraðgerðum í at- vinnumálum. Ég óttast að núverandi stjórn- arflokkum finnist nægilega að gert en við framsóknarmenn metum stöðuna þannig að erfiðleikar at- vinnulífsins sé stórlega vanmetnir. Hvar eru úrræðin sem atvinnulífið hefur beðið eftir? Eftir Fannýju Gunnarsdóttur Fanný Gunnarsdóttir Höfundur skipar 4. sæti Framsóknar í Reykjavík norður. Ný og spennandi verslun opnar í Smáralind í dag Flot t opnu nar- tilbo ð! Við bjóðum ítalska skó, töskur og fleira fallegt sem fær hjörtu kvenna til að slá hraðar. Komdu og líttu á úrvalið. Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar ı Borgartúni 12-14 ı www.reykjavik.is/fer Tökum vel á móti vorinu Reykjavíkurborg hvetur borgarbúa til að taka höndum saman við að hreinsa til í borginni eftir veturinn og taka á móti vorinu með bros á vör. Reykjavíkurborg mun í ár ekki fjarlægja garðúrgang og greinaafklippur sem skilin eru eftir við lóðamörk. Kallað er eftir auknu frumkvæði og ábyrgð borgarbúa og vakin athygli á því að endurvinnslustöðvar Sorpu taka við garðaúrgangi og greinaafklippum íbúum að kostnaðarlausu. Hvetjum til dáða með eigin frumkvæði. Með því að hreinsa rusl, snyrta tré og runna í garðinum okkar hvetjum við aðra til að taka til hendinni. Stígum skrefinu lengra og tínum rusl utan girðingar, við næsta göngustíg eða á nálægu útivistarsvæði. Hreinsunardagur í götunni eða í hverfinu býður upp á skemmtilega samveru. Notum hugmyndaflugið og gerum tiltektina að skemmtilegu verkefni. Nánari upplýsingar á reykjavik.is/fer og í síma 411 1111.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.