Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 59

Morgunblaðið - 18.04.2009, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 SÓPRANSÖNGKONAN Alexandra Chernyshova heldur útgáfutónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 19. apríl, kl. 17. Jónas Ingimundarson leikur undir á píanó. Þau flytja lög af nýjum geisla- diski, Draumur – rómantísk lög eftir Sergei Rachmaninov. Söngkonan flytur mörg kunnustu lög rússneska tónskáldsins Sergei Rachmaninovs fyrir sópran, róm- antísk sönglög sem fjalla meðal ann- ars um ást, náttúru og sársauka. Guðrún Ásmundsdóttir leikkona kemur fram og les ljóðin við söng- lögin en þau eru þýdd af Árna Berg- mann, sem einnig les og kynnir. Alexandra er fædd í Kíev í Úkra- ínu árið 1979. Hún lauk píanónámi árið 1993, fór þá í söngnám í tónlist- arháskólanum Glier í Kíev og lauk því árið 1998. Árið 1997 söng Alexandra sitt fyrsta aðalhlutverk í óperunni í Kiev, 18 ára að aldri. Um skeið var hún einsöngvari með Úkraínsku út- varpshljómsveitinni. Árið 2002 var Alexandra valin besta nýja óperu- röddin í keppninni „Nýtt nafn í Úkraínu“. Síðar það ár tók hún þátt í alþjóðlegri keppni óperusöngvara í Grikklandi og hafnaði í fjórða sæti, yngst keppenda. Síðla árs 2003 fluttist Alexandra til Íslands. Hún hefur haldið rúm- lega þrjátíu einsöngstónleika hér, sungið með karlakórunum Heimi og Hreimi, og gaf út sinn fyrsta geisla- disk árið 2006. Síðar það ár stofnaði hún Óperu Skagafjarðar sem setti upp óperuna La Traviata þar sem Alexandra söng hlutverk Violettu. Ópera Skagafjarðar er þessa dagana að æfa óperuna Rigoletto. Alex- andra er listrænn stjórnandi óp- erunnar og kórstjóri óperukórsins. Alexandra fékk úthlutuð sex mán- aða starfslaun listamanna á þessu ári og notar tímann meðal annars til að setja upp tvær einsöngsóperur í haust; bresku óperuna Telephone og rússnesku óperuna Waiting. Söngkonan Alexandra Chernyshova. Salurinn í Kópavogi Útgáfu- tónleikar Alexöndru ókeypis smáauglýsingar mbl.is Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 9. apríl til 3. maí G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16 Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir „Memento Mori“ Opnun laugardaginn 18. apríl kl. 15 Allir velkomnir Þér er boðið á sýningu Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.