Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 18.04.2009, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. APRÍL 2009 DULARFULLIR, óvæntir hlutir eru allt of sjald- gæfir í kvikmyndaheiminum og eru því enn meira fagnaðarefni fyrir vikið þá þeir stinga upp kollinum. Hver hefði til dæmis trúað því að Svíar væru að slá í gegn með hrollvekju á heimsmælikvarða? Höfum hugfast að hryllingsmyndin þjáist ekki af blóðleysi, hún er sívinsæl en einkum á meðal unglinga og yngri aldurshópa. Kvikmyndaframleiðendur vita að þeir eru ekki að veðja á kröfuharðasta markaðinn og venj- an sú að myndir af þessari ómissandi kvikmynda- grein eru að öllu jöfnu subbulegt B-myndamoð. Evrópskir kvikmyndagerðarmenn hafa lagt meira í hrollinn en kollegar þeirra vestan hafs, ekki síst Spánverjar, og nýjasti stórhrollurinn kemur úr sænsku vetrarríki, af öllum stöðum, og vottar hvergi fyrir velferðarríkinu. Låt den rätta komma inn fjallar um vináttu sem skapast á milli tveggja utangarðs- unglinga í vesælu hverfi í Stokkhólmi. Þar rísa frá- hrindandi bæjarblokkir upp úr köldum freranum, það er vetur og myrkt yfir landi og lýð. Óskar (Hede- brant), er 12 ára nemandi sem á í hrikalegum, fé- lagslegum erfiðleikum. Það fer lítið fyrir ást og um- hyggju í þessu hverfi, Óskar er hornreka, hvort sem er á hans eigin heimili eða í skólanum. Nýr nágranni, stúlkan Eli (Leandersson), breytir lífi Óskars til hins betra. Enginn veit hvaðan hún kemur, það er eitthvað leyndardómsfullt og ógnandi í fari hennar og hegðunin harla óeðlileg. Hún fúlsar við mat, kann best við sig í rökkrinu, þolir illa sólskin og það verður að nálgast hana með varúð. Því verður ekki neitað að Låt den rätta komma inn er hrottaleg og ljót en þessi nýjasti meiður á gamalli kvikmyndagrein er í aðra röndina falleg ástarsaga undirmálsunglinga sem er hafnað af samfélaginu og svellandi hefndarorgía sem gleður þá áhorfendur sem á annað borð þola myndina, og það er full ástæða til að vara viðkvæma við ofbeldinu og óhugnaðinum. Hér er tekið til meðferðar einelti, alvarlegt, fé- lagslegt vandamál sem hvarvetna er að finna á byggðu bóli. Lausnin sem Låt den rätta komma inn býður upp á er vitaskuld hreinræktuð fantasía sem lýtur hrollvekjuforminu. En hún er frumleg og sam- bandið á milli utangarðsbarnanna víkur ekki svo glatt frá manni. Það er hræðileg dulúð yfir Eli, sem er hin aldurslausa vampíra, eilíflega blóðþyrst og kvalin og finnur nýjan verndara til að annast sig í linnulausri, aldalangri leit að blóðmiklum slagæðum. Þegar upp er staðið situr í manni kuldahrollur og sjálfsagt ofbýður viðkvæmum sálum, en Låt den rätta komma inn er líkingasaga, seiðmagnaður ófögnuður með ríka réttlætiskennd fyrir hönd lít- ilmagnans sem hún hefur óskipta samúð með og lýsir einmanaleikanum og höfnuninni öllu öðru betur. Tæknilega vel gerð, frábærlega kvikmynduð og leik- stýrt og unglingarnir í aðalhlutverkunum smellpassa svo í hlutverkin að þau líta ekki út fyrir að vera af þessum heimi. Sambíóin Kringlunni Låt den rätta komma inn - Let the Right One In bbbbn Leikstjóri: Tomas Alfredson. Aðalleikarar: Kare Hede- brant, Lina Leandersson, Per Ragnar, Henrik Dahl. 115 mín. Svíþjóð. 2008. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Hrottaleg „Því verður ekki neitað að Låt den rätta inn, er hrottaleg og ljót en þessi nýjasti meiður á gamalli kvikmyndagrein er í aðra röndina falleg ástarsaga...“ Vampíran og verndarinn Endirinn er engu líkur, þó kom upp í hugann lokaatriðið í Nútímanum eftir meist- ara Chaplin, þegar litli flækingurinn leiðir draumadísina sína inn í sólsetrið, alls- laus en alsæll og ástfanginn. Ég ætla að leyfa lesendum að upplifa hina fullkomnu andstæðu þess sólsetursljóðs í hinni rammgöldróttu Låt den rätta komma inn. Þess má geta að lokum að lítið en metnaðarfullt fyrirtæki, Overture Films, er að byrja á gerð bandarískrar útgáfu myndarinnar (Let the Right One In), undir stjórn Matts Freeves (Cloverfield). Fyrirtækið er einnig með á prjónunum endurgerð Mýrarinnar (Jar City), fyrir heimsmarkaðinn. Himnaríki og helvíti / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA KNOWING kl. 8:10 - 10:30 B.i. 12 ára RACE TO WITCH MOUNTAIN kl. 3:40 LEYFÐ DUPLICITY kl. 5:50 B.i. 12 ára GRAN TORINO kl. 5:50 LÚXUS VIP BEVERLY HILLS CHIH... m. ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ ÆVINTÝRI DESPERAUX m. ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ 17 AGAIN kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 LEYFÐ 17 AGAIN kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP I LOVE YOU MAN kl. 5:50 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára PUSH kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D LEYFÐ 3D DIGITAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 LEYFÐ FAST AND FURIOUS kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára FAST AND FURIOUS kl. 1:30 - 3:40 LÚXUS VIP STATE OF PLAY kl. 5:30 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára LET THE RIGHT ONE IN kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára OBSERVE AND REPORT FORSÝND kl. 10:20 B.i. 16 ára MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 23D- 43D- 63D LEYFÐ 3D DIGTAL MONSTERS VS ALIENS m. íslensku tali kl. 2 - 4 LEYFÐ MONSTERS VS... m.enskutali (myndinerótextuð) kl. 63D LEYFÐ 3D DIGITAL THE BAADER MEINHOF COMPLEX kl. 8 B.i. 16 ára CONFESSIONS OF A SHOPAHOLIC kl. 2 LEYFÐ ROGER EBERT, EINN VIRTASTI KVIKMYNDAGAGNRÝNANDI USA. SÝND Í ÁLFABAKKA, OG AKUREYRI EMPIRE SKYSÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI CHRIS EVANS,DAKOTA FANNING OG DJIMON HUNSOU ERU MÖGNUÐ Í FRUMLEGUSTU SPENNUMYND ÞESSA ÁRS! FRÁ LEIKSTJÓRANUM SEM FÆRÐI OKKUR LUCKY NUMBER SLEVIN STÆRSTA OPNUN Á ÁRINU VINSÆLASTA MYNDIN Í DAG Á ÍSLANDI OG Í USA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA VIP SALURINN ER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA á allar 3D sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 850 krr HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA UNGUR EINU SINNI? HÖRKUSPENNANDI MYND FRÁ LEIKSTJÓRA THE LAST KING OF SCOTLAND EMPIRE TOTAL FILM UNCUT BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND SEM KEMUR ÖLLUM TILAÐ HLÆGJA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.