Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 4
4 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Fólkið hrynur niður í pestinni. Heita má að lík sé á börum í hverju húsi og bíði þess að önnum kafnir sálusorg- arar komi því í jörðu. 1919: Árið eftir spænsku veikina eftir Jón Dan. Þ egar skipið Botnía kom til Íslands 19. október árið 1918 birtist frétt í Morg- unblaðinu um komu þess og listi yfir farþega. Tekið var fram veikur maður hefði verið um borð en héraðslæknir hefði ekki talið veikindin það alvarleg að grípa þyrfti til sérstakra ráðstafana. Honum skjátlaðist hrapallega. Í nóv- ember var skollinn á faraldur sem lamaði allt líf víðast hvar á landinu. Spænska veikin reið yfir heims- byggðina með hrikalegum afleið- inum árið 1918. Veikin kom í þremur bylgjum. Sú fyrsta var tiltölulega skaðlaus. Henni fylgdi hár hiti og kvalir í þrjá til fjóra daga en hún var ekki banvæn. Hún braust út um vor- ið. Fyrri heimsstyrjöldin var þá í al- gleymingi og farið var með fréttir af farsótt sem hernaðarleyndarmál. Óvinurinn mátti ekki vita að hálfur herinn lægi í flensu. Spánn stóð hins vegar fyrir utan hildarleikinn og þar var fjallað opinskátt um pestina þeg- ar hún stakk sér niður í ferða- mannabænum San Sebastian í febr- úar. Sérstaka athygli vakti að öfugt við hefðbundnar flensur lagðist hún þyngst á ungt fólk. Tveimur mán- uðum síðar var hún komin um allan Spán. Þriðjungur Madrídarbúa lá í sótt og sporvagnarnir hættu að ganga. Pestin fékk viðurnefnið spænska veikin. Flensan breiddist út til Frakk- lands og Bretlands og Erich von Lu- dendorff herforingi þýska hersins kvartaði undan því að hann þyrfti að fresta hernaðaráætlunum sínum vegna hennar. Um sumarið hvarf pestin, en hún sneri aftur um haustið og nú var hún orðin að drepsótt. Sérstaklega vakti athygli hvað margt ungt fólk lét lífið. Í ágúst hafði flensan geisað á Ind- landi, í Suðaustur-Asíu, Japan, Kína, Karíbahafinu og hlutum Mið- og Suður-Afríku. Veikin byrjaði sem venjuleg flensa, en á fjórða eða fimmta degi fylltust löskuð lungun af bakteríum með þeim afleiðingum að sjúklingarnir fengu lungnabólgu sem ýmist reyndist banvæn eða tók langan tíma að jafna sig af. Líkunum staflað upp Í ágúst kom veikin til Bandaríkj- anna og breiddist hratt út. Farald- urinn byrjaði í herstöðvum en átti greiða leið inn í samfélagið allt. Ástandið varð heilbrigðisyfirvöldum gjörsamlega ofviða. Ástandið var sérstaklega slæmt í Fíladelfíu. „Við hjúkrunarkonum blasti oft veruleiki sem minnti á ár plágunnar á fjór- tándu öld,“ skrifaði sagnfræðing- urinn Alfred W. Crosby. „Að þeim dróst fólk í auðmjúkri bón eða þá það sniðgekk þær vegna hvítra sára- bindagrímanna sem þær báru oft fyrir vitum sér. Á morgnana lögðu þær af stað með lista yfir fimmtán sjúklinga til að vitja en enduðu með því að sinna fimmtíu. Hjúkr- unarkona ein fann látinn eiginmann á sömu stofu og kona hans lá með ný- fædda tvíbura. Sólarhringur var lið- inn frá andlátinu og fæðingunni og konan hafði engan mat fyrir utan epli sem svo vildi til að var innan seil- ingar.“ Líkunum var staflað upp á göng- um og í öllum herbergjum líkhússins í borginni. Skítug og blóðug lök voru breidd yfir þau. Lyktin var óbærileg og dyr hússins voru hafðar opnar, sennilega til að lofta út, og ósköpin blöstu við öllum sem leið áttu hjá. Crosby lýsir því að útfararstofur önnuðu ekki verkefnum og iðulega var ekki hægt að sækja lík á heimili svo dögum skipti. Sumar útfar- arstofur reyndu að nýta sér ástandið með því að hækka verðið allt að sex- falt. Kvartað var undan því að starfs- menn kirkjugarða tækju fimmtán dollara gjald og létu svo ættingjana taka grafirnar sjálfa. Aldrei jafn margir látist á jafn skömmum tíma af sömu sökum Spænska veikin barst til Íslands frá Bandaríkjunum með skipinu Wil- lemoes 19. október og daginn eftir með Botníu frá Danmörku. Eftir viku var veikin komin um allan bæ. Viggó Ásgeirsson skrifaði BA- ritgerð um spænsku veikina og birt- ist grein byggð á henni í tímaritinu Sögu í fyrra þar sem vísað er í marg- ar heimildir og viðtöl höfundar. Í minningum Ágústs Jósefssonar bæjarfulltrúa er magnaða lýsingu að finna: „Með hverjum deginum magn- aðist sóttin, og dauðinn fór hamför- um um bæinn. ... Víða lá allt heim- ilisfólkið sjúkt, en sums staðar skreiddist ein og ein manneskja úr rúminu til þess að ná sér í svala- drykk eða hita vatnssopa og ein- hverja næringu handa þeim, sem voru alveg ósjálfbjarga. Oftar en einu sinni kom það fyrir, að dauð- vona manneskjur, sem fóru á slíkt stjá sér til bjargar og öðrum, komust ekki til rúms síns aftur, en féllu á gólfið, og lágu þar örendar þegar eft- irlitsmennirnir komu í húsin, eða einhvern nágranna bar að garði.“ Starfsemi lamaðist víða í Reykja- vík vegna drepsóttarinnar. Í Morg- unblaðinu 6. nóvember birtist til- kynning um að það myndi ásamt blöðunum Fréttum og Vísi hætta koma út tímabundið vegna veikinda starfsmanna: „Merkustu tíðindi verður reynt að birta á fregnmiðum víðs vegar um bæinn. Kaupendur blaðanna geta látið vitja fregnmiða á afgreiðslum blaðanna, og verða þeir enn fremur til sölu á götunum.“ Næst kemur Morgunblaðið út 11 dögum síðar, 17. nóvember. Þá er kominn á friður í Evrópu, en það er mönnum ekki efst í huga fremur en nýafstaðið Kötlugos. „Hver hefði spáð því, að svo mikil tíðindi gerðist hér á meðal vor, að menn mintust naumast á vopnahléið, byltinguna þýzku og landflótta þess þjóðhöfð- ingja, sem mest hefur verið um rætt síðustu árin, þeirra vegna? Hver hefði spáð því, að svo viðburðaríkir dagar biðu vor, að vér gleymdum Kötlu, spúandi eldi og eimyrju yfir nálægar sveitir? Nú nefnir enginn Reykvíkingur Kötlu, fremur en hún hefði aldrei verið til. Og engir fánar svifu að hún á þriðjudaginn var, til þess að fagna friðnum. Í stað þess drúptu fánar á miðri stöng, sem sýnilegt tákn drep- sóttarinnar, sem dauðinn hefir feng- ið að vopni, í okkar afskekta landi.“ Fyrst voru menn seinir til varna, en þegar alvara sóttarinnar kom í ljós voru settar upp sóttvarnir á sjó og landi. Verðir voru á Holtavörðuheiði og við Jökulsá á Sólheimasandi. Tókst að verja Norður- og Austur- land. Spænska veikin gekk yfir Ís- land á um þremur mánuðum og er talið að um 500 manns hafi látið lífið. Ástandið var hrikalegt um nánast allan heim. Lömuð samfélög og fjöldagrafir. Aðeins afskekktustu staðir sluppu. Talið er að á milli 20 og 100 milljónir hafi látist í heim- inum af völdum spænsku veikinnar. Líkur hafa verið leiddar að því að aldrei hafi jafnmargir látist á jafn skömmum tíma af sömu orsökum. Til samanburðar má nefna að talið er að 9,2 milljónir hafi látið lífið í átök- um í heimsstyrjöldinni fyrri og 15,9 milljónir í þeirri síðari. Árið 1918 minnkuðu lífslíkur í Bandaríkjunum um tólf ár. 1919 skall inflúensan á þriðja sinni og þótt hún væri ekki jafn mannskæð tók hún líka sinn toll. Sem logi yfir akur  Spænska veikin reið yfir heimsbyggðina í þremur bylgjum  Mannfallið var allt að því þrefalt meira en í heimsstyrjöldunum tveimur  Sóttin var heilbrigðisyfirvöldum ofviða Harmleikur Í kirkjugarðinum við Suðurgötu sést hvað drepsóttin var skæð. Þar er hvert leiðið við annað þar sem liggja einstaklingar, sem létust í blóma lífsins 1918. Hér hvílir 25 ára gamall maður og á leiðinu liggur blóm. Morgunblaðið/Ólafur  Spænska veikin var vísinda- mönnum lengi ráðgáta. Þegar hún kom fram skorti tæki og tól til að rannsaka hana, en ýmislegt hefur komið fram á síðustu árum eins og Viggó Ásgeirsson lýsir í grein sinni í Sögu í fyrra, „Engill dauðans“. „Árið 2005 tókst vísindamönnum að endurskapa veiruna sem olli spænsku veikinni 1918 úr vefsýnum sjúklinga sem dóu úr veikinni. Sýn- in voru tekin úr líkum sem grafin höfðu verið í sífrera í Alaska en frost er einmitt kjöraðstæður til að varðveita veirur. Niðurstöður rann- sóknanna benda til þess að spænska veikin hafi stafað af veiruafbrigði sem átti uppruna sinn í fuglum og það sé erfðafræðilega mun líkara þeim veirum sem finnast í fuglum en mönnum. Einstök genasamsetn- ing veirunnar hafi gert hana óvenjuskæða. Þá hafa tilraunir á dýrum bent til þess að veiran valdi uppnámi í efnasamböndum ónæm- iskerfisins, sem leiði til eins konar ofvirkni í því. Slíkt ástand getur verið banvænt og kann að skýra hvers vegna ungt og heilbrigt fólk, sem allajafna hefur öflugasta ónæmiskerfið, fór verst út úr spænsku veikinni. Ónæmiskerfið virðist því hafa orðið bani þess.“ Fólk með öflugt ónæmis- kerfi var í mestri hættu  Viggó Ásgeirsson segir í grein sinni í Sögu í fyrra að spænska veikin hafi verið lítið rannsökuð sagnfræðilega hér á landi. Þó er alls ekki hægt að segja að veikin hafi horfið úr vitund Íslendinga líkt og virðist hafa gerst í Bandaríkj- unum og víðar. Blaðamaðurinn Gina Colata, sem árið 1999 skrifaði bókina Flu um spænsku veikina, segir að í líf- fræðinámi sínu í háskóla hafi spænska veikin aldrei verið nefnd, ekki einu sinni í námskeiði í veiru- fræði. Enginn gat komist hjá því að vita að mannskæð flensa hefði grip- ið um sig: „En flensan var afmáð úr dagblöðum, tímaritum, kennslu- bókum og sameiginlegu minni sam- félagsins,“ skrifar Colata. Sagnfræðingurinn Alfred Crosby telur að þögnin stafi af því að far- sóttin, sem bættist ofan á hörm- ungar heimsstyrjaldarinnar fyrri, hafi verið svo hræðileg að fólk hafi hvorki viljað skrifa né hugsa um hana þegar hún var afstaðin. Þá hafi hún hvorki heimtað líf leiðtoga né vofað yfir sem ógn til lengri tíma. Að síðustu hafi spænska veikin slegið óþyrmilega á þá trú að mað- urinn væri að sigrast á sjúkdóm- unum, sem hrjáð hefðu mannkyn í aldanna rás, og því hafi flestir helst viljað gleyma. Veikin sem enginn vildi muna Öll forsíða Morgunblaðsins er lögð undir spænsku veikina þegar blað- ið kemur út 17. nóvember 1918 eft- ir 11 daga útgáfuhlé vegna veikind- anna. Segir í frétt undir fyrirsögninni Sóttin mikla að rúm- lega tveir þriðju Reykvíkinga hafi legið veikir. Á heilsíðu í blaðinu eru birt nöfn 83 einstaklinga, sem drepsóttin hefur tekið með sér. „Engill dauð- ans hefir fylgt sóttinni miklu og varpað skugga dýpstu sorgar yfir fjölda heimila,“ segir í yfirskrift yfir nöfnunum. Engill dauðans Fræðslufundur um séreignarsparnað í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 4. maí kl. 17:15 585-6500 audur.is Allir velkomnir Stattu vörð um viðbótarlífeyris- sparnaðinn þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.