Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 6

Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Ýmsir munu fagna endurkomu Úlf-anna í úrvalsdeildina en félagið á glæsilegri sögu en flest önnur ensk félög. Það var stórveldi á sjötta áratugnum þeg- ar það varð meistari í þrí- gang, 1954, 1958 og 1959. Á sama áratug hafn- aði félagið einnig þrívegis í öðru sæti. Knattspyrnustjóri liðsins á þessum tíma var Stan Cullis. Úlf- arnir hafa unnið enska bikarinn fjór- um sinnum, 1893, 1908, 1949 og 1960, og deildarbikarinn í tvígang, 1974 og 1980. Gengi félagsins hefur verið magurt undanfarinn ald- arfjórðung en á þeim tíma hafa Úlf- arnir aðeins verið í efstu deild í einn vetur, 2003-04. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is H ann er kraftmikill, snöggur og gegnheill af vöðvum. Þyngdar- punkturinn er neð- arlega sem þýðir að jafnvel bestu varnarmenn eiga ákaf- lega erfitt með að hemja hann þegar hann snýr á þá og rykkir af stað. Hann er líka skytta góð, með báðum fótum, og raðar inn mörkum eins og að drekka vatn. Andstæðingar eiga sannarlega við rammann að rjá þegar Sylvan Ebanks-Blake er annars vegar en hann hefur slegið rækilega í gegn í vetur með liði sínu Wolverhampton Wanderers sem vann næstefstu deild í Englandi með yfirburðum. Enginn leikmaður í efstu deildunum tveimur hefur skorað fleiri mörk, 25 að tölu. Næstu menn eru fjórum mörkum á eftir, þannig að mikið má ganga á í lokaumferð deildarinnar í dag til að gullskórinn gangi honum úr greipum. Það yrði þá annað árið í röð sem Ebanks-Blake hreppir hnossið en í fyrra gerði hann 23 mörk fyrir Plymouth Argyle og Úlfana. Þeirra á meðal mark ársins gegn Charlton. Kappinn hafði þá verið króaður af upp við endamörk þegar hann sneri af ótrúlegri hugmyndaauðgi og styrk á agndofa varnarmanninn og þrumaði knettinum upp í vinkilinn. Þulurinn átti bara eitt orð: Abracadabra! (Sjá á YouTube: Ebanks-Blake Wonder Goal). Það er á Ebanks-Blake að skilja að undanfarin tvö ár hafi verið ævintýri. „Ég get ekki lýst þessu. Það er ekkert erfiðara í knattspyrnu en að skora mörk en því fleiri sem maður skorar þeim mun heitar þráir maður þau,“ sagði hann nýverið við The Sunday Times. Í viðtalinu kveðst hann oft liggja andvaka á síðkvöldum og velta því fyrir sér að hann hafi verið að leika knattspyrnu að viðstöddum 23 þúsundum áhorfenda og vinna mergj- uð afrek. „Ég spyr mig: Gerði ég þetta í raun og veru? Og þegar svarið er jákvætt er tilfinningin óviðjafn- anleg. Þessu má aldrei ljúka.“ Mýmörgum sögum fer af mönnum sem hafa verið iðnir við kolann í neðri deildum á Englandi en sprungið á limminu þegar í úrvalsdeildina er komið. Næsta vetur fær Ebanks- Blake tækifæri til að sanna að hann sé ekki einn af þeim. Spurningin er bara hvort hann mun klæðast búningi Úlfanna eða einhvers annars félags. Blóðhundarnir hafa nefnilega runnið á lyktina. Lamdi útkastara með veski unnustunnar Ekki svo að skilja að Ebanks- Blake hafi ekki farið út af sporinu. Fyrir hálfu öðru ári var hann tekinn höndum á næturklúbbi í Plymouth og játaði í kjölfarið á sig klúryrði og líkamsmeiðingar. Hann ku hafa lamið furðu lostinn útkastara með veski unnustu sinnar. Já, Ebanks-Blake er greinilega í lófa lagið að koma fólki í opna skjöldu – innan vallar sem utan. Sylvan Augustus Ebanks-Blake fæddist í Cambridge 29. mars 1986. Foreldrar hans eru ógiftir og hann hefur valið að nota eftirnöfn þeirra beggja. Hann æfði með heimaliðinu, Cambridge United, sem drengur en fyrsta samninginn gerði hann við öllu stærra félag, Manchester United. Kaldhæðni í ljósi þess að Ebanks- Blake batt trúss sitt við Liverpool í æsku. Hann átti ágætu gengi að fagna í unglingaliði félagsins og lék sinn fyrsta leik fyrir aðalliðið í deildarbik- arnum í október 2004, aðeins átján ára að aldri. Ebanks-Blake þurfti að bíða í ár eftir næsta tækifæri sem hann þáði raunar með þökkum, skor- aði í deildarbikarleik gegn Barnet. Eftir það sat hann nokkrum sinnum á varamannabekk United í Meist- aradeild Evrópu án þess að koma við sögu. Í janúar 2006 var hann svo lán- aður til Royal Antwerp í Belgíu til að öðlast leikreynslu. Þar gerði hann fjögur mörk í níu leikjum. Við endurkomuna á Old Trafford sá hann hins vegar sæng sína upp- reidda. Hann fengi ekki fleiri tæki- færi. „Auðvitað voru það vonbrigði,“ sagði hann við The Sunday Times. „Enginn vill yfirgefa besta félag í heimi og hlálegt að halda því fram að vistaskiptin hafi verið skref upp á við. En ég þráði að spila fótbolta.“ Það var næstefstudeildarlið Plymouth Argyle sem gaf Ebanks- Blake tækifæri til að sanna sig. Og það gerði hann svo um munaði. Hann þakkar Ian Holloway, þáverandi knattspyrnustjóra, fyrir að hafa gert sig að betri leikmanni. Holloway mun hafa kennt honum að spila fyrir liðið án þess að fórna meðfæddri eigin- girni markaskorarans. Mick McCarthy, knattspyrnustjóri Úlfanna, mun vera af sama meiði. „Þeir eru báðir afar hreinskilnir og halda ekki aftur af sér. Þannig vil ég að komið sé fram við mig. Ég hef skömm á skjalli og ef ég er ekki í lið- inu vil ég vita hvers vegna. Það er svo fagleg skylda mín að rífa mig upp í kjölfarið,“ segir Ebanks-Blake. Þetta sýndi hann líka í verki á síð- ustu leiktíð. Hóf veturinn á tréverk- inu en um áramót var hann búinn að gera þrettán mörk fyrir Plymouth, þar af ellefu í deildinni. Þá byrjuðu Úlfarnir að spangóla. Það var klásúla í samningi Ebanks- Blake við Plymouth þess efnis að hann mætti yfirgefa félagið bærist því tilboð upp á hálfa aðra milljón sterlingspunda í hann. Úlfunum þótti því fé vel varið. Kvöld eitt í janúar 2008 bauð félag- ið leikmanninum í heimsókn á Mol- ineux. „Ég gekk út á völlinn. Flóð- ljósin voru ekki einu sinni á en ég áttaði mig eigi að síður á því hvílík dómkirkja þetta er. Á því augnabliki varð mér ljóst að þetta væri stað- urinn þar sem mig langaði að leika knattspyrnu.“ Við rammann að rjá Sylvan Ebanks-Blake var ofaukið á Old Trafford en þessi kraftmikli miðherji lagði ekki árar í bát og raðar nú inn mörkum fyrir Úlfana sem snúa aftur í úrvalsdeildina á næstu leiktíð Massi Sylvan Ebanks- Blake er eitt mesta vöðvaknippi sem sést hefur lengi í ensku knattspyrnunni. Ofmælt er að það úi og grúi af nafnkunnum leikmönnum í liði Úlf- anna um þessar mundir. Menn kunna þó sitthvað fyrir sér. Félagi Ebanks-Blake í framlínunni er hinn víðförli Skoti Chris Iwelumo sem gert hefur fjórtán mörk í vetur. Þar fyrir utan kannast menn lík- lega helst við markvörðinn Wayne Hennessey, sem er þrátt fyrir ung- an aldur orðinn landsliðs- markvörður Walesverja, og varnar- jaxlinn leikreynda Jody Craddock sem lengi lék með Sunderland. Hann er fyrirliði liðsins. Af öðrum kempum má nefna út- herjann Michael Kightly sem leikið hefur fyrir landslið Englands skip- að leikmönnum 21 árs og yngri, og miðvörðinn unga Richard Stear- man en þeir eru báðir í liði ársins í deildinni. Þarna eru líka skoski varnarmaðurinn Christophe Berra, sem kom frá Hearts í janúar, enski miðvellingurinn Karl Henry og írski miðherj- inn Andrew Keogh sem átti fast sæti í liðinu fyr- ir komu Iwelumos. Úlfarnir hafa fengið nokkra leikmenn að láni á leiktíðinni, einkum eftir að liðið lenti í öldu- dal eftir áramótin. Þetta eru Shane Higgs (Chel- tenham), Kyel Reid og Nigel Quashie (báðir West Ham), og Marlon Harewood (Aston Villa). Dvölin á Molineux hefur verið sérstaklega ánægjuleg fyrir Quas- hie sem er vanari því að falla niður um deildir en fara upp um þær. Alls hefur kappinn fallið fjórum sinn- um með jafnmörgum liðum, QPR, Nottingham Forest, Southampton og WBA. Það er líklega öruggara fyrir Úlfana að losa sig við Quashie fyrir næsta tímabil! Blanda af ylfingum og eldri úlfum Sprækur Michael Kightly. Ýmsir víðkunnir leikmenn hafaskrýðst búningi Úlfanna gegn- um tíðina, þeirra merkastur Billy Wright, sem var fyrirliði liðsins á sjötta áratugnum. Hann lék 541 leik fyrir Úlfana og 105 til viðbótar fyrir enska landsliðið. Enda þótt Wright léki allan sinn feril í vörn var hann aldrei áminntur – hvað þá vísað af velli. Af öðrum köppum frá þessum tíma má nefna útherjann Johnny Hancocks, sem gerði 168 mörk í 378 leikjum fyrir Úlfana enda þótt hann væri ekki nema 163 cm á hæð, og markvörðinn Bert Williams. Af yngri leikmönnum Úlfannamuna eflaust margir eftir markakóngnum mikla John Richards sem gerði 195 mörk fyrir félagið á árunum 1969-83, bakverðinum Ge- off Palmer og miðvellingnum Kenny Hibbitt. Þá lék Emlyn heitinn Hug- hes til skamms tíma með félaginu. Fræknasti leikmaður Úlfanna í seinni tíð er án efa Steve Bull sem gerði hvorki fleiri né færri en 306 mörk fyrir félagið á árunum 1986- 99, þar af 250 í deildinni. Öll komu þau í neðri deildum en það kom ekki í veg fyrir að Bull væri valinn í enska landsliðið. Þar gerði hann 4 mörk í 13 leikjum og lék m.a á HM 1990. Fornfrægt félag einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is Skemmtileg lautarferð Picnic. Nestiskarfa, málmur. 37 x 28 x 18 cm. Verð 3.990,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.