Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 R addirnar hljóðna og tjaldið fellur. Upphitun er lokið fyrir rennsli áSöngvaseið í stóra salnum í Borg- arleikhúsinu. „Við skul- um bíða,“ hvíslar fjögurra ára dreng- ur að pabba sínum ábúðarfullur. „Bíðum … Bíðum …“ En áður gengur Þórhallur Sigurðs- son leikstjóri til áhorfenda, léttur og kvikur í hreyfingum, og segir áhorf- endum að allt geti gerst – enn sé mik- il vinna eftir. Bakvið tjöldin eru leik- arar komnir í stellingar og hljóðfæra- leikararnir bíða bendingar. Svo lyftast tjöldin. Enn er vika í frumsýningu, sem verður 8. maí, en biðin styttist. Þór- hallur sest og skrifar nótur, eins og það er kallað, fjör færist í selskapinn. Leikhúsið er merkilegur staður, allur þessi leikur og samt þessi agi. Söngvaseiður Þetta kvöld sem önnur síðustu vik- urnar er það Söngvaseiður sem á hug Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra. „Hann heillar ekki bara mig, heldur er þetta vinsælasti söngleikur allra- tíma. Það er galdur í þessu verki, sama hversu oft maður sér sýn- inguna, þá snertir hún mann – tón- listin og þessi hjartnæma saga, sem á sér stoð íraunveruleikanum. Ég held að það byggi enn frekar undir söguna að hún segir frá örlög- um venjulegs fólks af holdi og blóði. Söguþráðurinn er ofinn úr ævisögu barnfóstrunnar Maríu, sem hún skrifaði sjálf og varð metsölubók í Þýskalandi og víðar. Þjóðverjar gerðu tvær kvikmyndir eftir bókinni áður en Broadway komst í hana, en þar var söngleikurinn frumsýndur árið 1959, fyrir hálfri öld síðan. Hann sló í gegn og í kjölfarið var gerð bíó- mynd í Hollywood, sem fór eins og eldur í sinu um allan heim og er ennþá sígild.“ – Hvaða erindi á Söngvaseiður við samtímann? „Fyrir utan að þetta er hrein skemmtun, sem hreyfir við fólki og lætur því líða vel?“ spyr Þórhallur og hlær. „Auðvitað er boðskapurinn sígild- ur. Sagan er af fólki sem býr við ákveðið öryggi, en hrekst á flótta þegar það ákveður að standa fast á sinni sannfæringu. Von Trapp greifi neitaði að gangast nasistum á hönd, en í raunveruleikanum fóru þau ekki svaðilför yfir fjöllin, heldur ferðuðust til Ítalíu og þaðan með skipi til Bandaríkjanna. Þar tók við spenn- andi tími og söngferilinn hélt áfram í Bandaríkjunum, enda voru þau orðin mjög þekkt í Evrópu þegar stríðið skall á og nasistar innlimuðu Aust- urríki. Þegar Hitler vildi fá þau til að syngja í afmælinu sínu, þá var það kornið sem fyllti mælinn – það rak þau af stað. Áður höfðu þau neitað að flagga nasistafánanum og Von Trapp komið sér undan að við sjóliðsfor- ingjastöðu á þýskum kafbáti, en hann hafði verið sjóliðsforingi í austurríska hernum. Það væri ekki á það hætt- andi að neita nasistastjórninni þrisv- ar og fjölskyldan flúði land. Það má segja að skriður hafi komist á málið á Broadway, þegar bandarísk leikkona sá þýsku kvikmyndirnar og las bók- ina, sem varð einnig metsölubók í Bandaríkjunum. Og söngleikurinn varð síðasta verk þeirra Rogers og Hammerstein, en samstarf þeirra markaði tímamót í leikhússögunni og gaf af sér marga þekkta söngleiki, svo sem Oklahoma, og King and I.“ María Af afdrifum fjölskyldunnar segir Þórhallur að þegar söngferlinum lauk hafi þau keypt búgarð í Vermont, sett á laggirnar skíðahótel og verið með- söngnámskeið á sumrin. „María var mikill skörungur og hélt öllu saman, en karlinn var öllu rólegri í tíðinni. Svo þegar dæturnar komust á fullorðinsár, þá var ekki hægt að halda sönghópnum saman. Þær læddust í burtu, struku jafnvel, því aginn var mikill. Það þurfti að halda saman sjö syngjandi krökkum og svo eignuðust María og kapteinn- inn líka börn, þannig að þetta urðu alls tíu krakkar. Þegar börnin tíndust eitt af öðru í burtu varð allt vitlaust í fjölskyldunni, en ekki varð við það ráðið. Þrátt fyrir að nýtt fólk væri fengið í staðinn, þá fjaraði þetta smám saman út.“ En síðan þegar Hollywood sýndi áhuga, þá kom sú gamla fram á sjón- arsviðið aftur. „Það er fyndið að fylgjast með henni á tökustað í Salz- burg, þar sem bíómyndin var tekin upp. Þar mætti hún einn daginn öll- um að óvörum og lét leikstjórann og aðalleikarann, Cristopher Plummer, heyra sína skoðun á því að hún væri alls ekki sátt við þá mynd sem dreg- inn væri upp af manni hennar Von Trapp í söngleiknum. Menn tóku þessu auðvitað af kurteisi og svo fór reyndar, að hún kemur fram í einu atriði í myndinni, þar sem hún sést labba yfir götu í þjóðbúningi ásamt öðrum. En það tekur enginn eftir því, nema hann viti af því.“ Krakkarnir Krakkar fara með stórt hlutverk í sýningunni og þar er Þórhallur á heimavelli, því hann hefur mikla reynslu af því að leikstýra krökkum og sýningum fyrir krakka. Hann fékk Grímuna fyrir barnasýningu ársins í fyrra fyrir uppfærslu á barnaleikritinu Gott kvöld eftir Ás- laugu Jónsdóttur og áður fyrir Leit- ina að jólunum, sem sýnd hefur verið í Þjóðleikhúsinu síðustu fjögur jól. „Það eru sex barnahlutverk í Söngvaseiði og til þess að draga úr álaginu skipta tólf krakkar hlutverk- unum með sér, þannig að þeir geta hlaupið í skarðið hver hjá öðrum,“ segir Þórhallur. „Það er sjálfsagt að hafa tvo hópa af krökkum þegar sýnt er kvöld eftir kvöld – við gerum það gjarnan í leik- húsinu. Leikararnir þurfa að fara í gegnum allt tvisvar sinnum, með sitt hvorum hópnum, og það er þolin- mæðisverk. Æfingatíminn er erfið- astur krökkunum. Það er auðvelt að sigla í gegnum sýninguna einu sinni á kvöldi, en þrotlausar æfingar reyna á ungar sálir. En þau eru brött og góð, enda farin að þekkjast vel, og hafa góðan félagsskap hvert af öðru.“ Hátt í fjögur þúsund krakkar tóku þátt í áheyrnarprufunum í vetur. „Það hafa svo margir krakkar lært söng og dans og leik. Svo þekkja þeir þekkjaverkið vel. Það var því mikil vinna að velja krakkana, en þeir hafa verið í stífri þjálfun síðan í febrúar. Auðvitað hafa þeir orðið að sleppa heilmiklu úr skólanum – en þetta eru klárir krakkar!“ Og kúnstin við að leikstýra börnum er sú að fá þau til að vera þau sjálf á sviðinu, að sögn Þórhalls. „Þau þurfa að vera eðlileg, en um leið að stækka allt sem þau gera. Söngurinn er eins og best verður á kosið, eins og krafist er af svona uppfærslu, og gaman að segja frá því, að aðeins eitt barnanna hefur leikið á sviði áður. Þau voru bara gripin eftir prufurnar ogkomu héðan og þaðan – ekkert þeirra var tengt leikhúsinu.“ – Það getur ekki verið auðvelt að feta í spor Julie Andrews? „Við erum með alveg frábæra Mar- íu. Forsenda þess að þetta yrði gert var að hún fyndist. Við vorum með prufur í fyrravor og Valgerður Guðnadóttir, söng- og leikkona, er aldeilis frábær, geislandi af krafti og syngur eins og engill. Ég held ég hafi aldrei heyrt þetta jafn vel sungið.“ Kvikmyndirnar Þórhalli bauðst óvænt hlutverk í Svörtum englum Óskars Jónassonar í fyrra, en er þó enginn nýgræðingur á því sviði, því hann var þátttakandi í kvikmyndavorinu. „Ég var einn framleiðanda og meðleikstjóri Þor- steins Jónssonar í Punktur punktur komma strik og Atómstöðinni,“ segir hann. „Þetta var bilaður tími. Kvik- myndasjóður var ekki burðugur og við reyndum að gera stórmynd fyrir enga peninga. Fyrir vikið töpuðum við fjórir ofurhugar hver og einn and- virði íbúðar á Atómstöðinni og ég þurfti að vinna mig út úr því. Við héldum að við gætum selt Atómstöð- ina um allan heim, en komumst að því að enginn þekkti Halldór Laxness í kvikmyndabransanum, þannig að hann var engin söluvara. En það gekk vel með Punktinn, tæplega 100 þúsund manns sáu hana, allir fengu útborgað og það var fyrsta kvik- myndin þar sem samningar voru gerðir við Leikarafélagið. Við ætl- uðum að endurtaka leikinn með At- ómstöðina, hana sáu a.m.k. 65 þúsund manns en hún varð auðvitað miklu dýrari og tekin upp á tveim tungu- málum, en vegna peningaleysis var enska útgáfan var aldrei klippt sam- an.“ – Þið hafið lent í því sem margir upplifa núna, að tapa andvirði íbúðar? „Ég vona að þessu gjörningaveðri ljúki fljótlega og hef trú á því. Á þess- um tíma var eina úrræðið að kvik- myndagerðarmenn hættu öllu sem þeir áttu, tækju bankalán, legðu fast- eignir að veði og svo rúllaði það bara! Þetta var ævintýratími, sem hafði margt skemmtilegt í för með sér og minningarnar standa fyrir sínu. Svo vann ég mig bara út úr þessu. Ég hef alltaf verið iðinn og samviskusamur, það gerir uppeldið og ábyrgðar- tilfinningin sem fylgdi því að vera elstur fimm systkina og þurfa að passa minni krakkana. Þegar maður skoðar sögu síns fólks, sem ég á vendilega skráða, þó að ég hafi ekki tekið hana saman, þá er það ábyrgðarfullt fólk sem hleypur ekki frá hálfnuðu verki. Ég held að ég hafi það í mér. Það mætti stundum vera minna.“ – Hvernig kviknaði áhuginn á kvik- myndum? „Ég get alveg sagt þér hvenær ég fór fyrst í bíó. Pabbi henti aldrei neinu og þú getur ímyndað þér hvað safnast mikið af efni að manni sem erritstjóri dagblaðs í 30 ár. Hann vann mikið, bjó í litlu húsnæði og henti öllu upp á háaloft. Það tók mig nokkur ár að grófsortera það eftir að hann dó, allt sem hann skildi eftir, og þá fann ég skrifað aftan á bíómið- a:„Fyrsta bíóferð Þórhalls“. Það var rússnesk mynd í Trípólíbíó, Stein- blómið. En ég bjargaði mér líka sjálfur um miða. Eftir fótboltaæfingarnar fórum við strákarnir aftur fyrir stóra Trípólíbíóbraggann og lögðum eyrun að veggnum og hlustuðum á magn- aðar hljóðmyndirnar í kvikmynd- unum og ímynduðum okkur hvað væri að gerast. Seinna fengum við Hitler vildi fá þau Fimmtíukall Þórhallur Sigurðsson við fimmtugsafmælisgjöfina frá leikmyndahönnuðinum Gretari Reynissyni, en þeir hafa unnið margar sýningar saman. Þar eru fimmtíu pappafígúrur af Þórhalli með stúdentshúfu, gerðar á sama hátt og persónurnar í líkönum af leikmyndum, og krónupeningar notaðir til að láta þær standa. „Þannig að verkið er fimmtíukall, segir Þórhallur brosandi. „Svo hefur Gretar sett inn leikmuni á fínlegan hátt sem tengjast sýningunum, vöðlaðar teikningar úr Á milli skinns og hörunds, skiptilykill úr Bílaverkstæði Badda, fífur sem tengjast leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur um Jónas Hall- grímsson og svo er þarna svifflugan úr Tröllakirkju Ólafs Gunnarssonar. Unnið er að fjölmennri uppfærslu á Söngva- seiði í Borgarleikhús- inu, einum vinsælasta söngleik allra tíma. Pét- ur Blöndal talaði við leikstjórann Þórhall Sigurðsson um verkið, krakkana og bak- grunninn í leikhúsi, kvikmyndum og pólitík. ‘‘SVO ÞEGAR DÆTURNARKOMUST Á FULLORÐ-INSÁR, ÞÁ VAR EKKIHÆGT AÐ HALDA SÖNG- HÓPNUM SAMAN. ÞÆR LÆDDUST Í BURTU, STRUKU JAFNVEL, ÞVÍ AGINN VAR MIKILL. Morgunblaðið/Árni Sæberg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.