Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 14

Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 14
14 Hjálparstarf MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Á stæða þess hversu slæmt ástandið er í Kambódíu er, að Pol Pot reif grunneiningu samfélagsins, fjöl- skylduna, niður. Börnin tilheyra engum, af því að foreldrar veigra sér við að bindast þeim tilfinn- ingaböndum. Fólk býr við sára fá- tækt og börnin ganga kaupum og sölum. Barnungar telpur eru seldar í vændi og þetta er vítahringur sem erfitt er að rjúfa. En það er ekki ómögulegt og við leggjum okkar af mörkum.“ Eiríkur Ingvarsson er formaður ADRA, hjálpar- og líknarstofnunar aðventista á Íslandi. Stofnunin er hluti af alþjóðlegu samstarfi í rúm- lega 120 löndum. Hjálparstofnun aðventista á Íslandi aðstoðar fjöl- skyldur hér á landi, m.a. með mat- argjöfum og fjárstuðningi, en á al- þjóðlegum vettvangi einbeitir hún sér nú að baráttu gegn mansali í Kambódíu og Taílandi. Fyrir skömmu var heimild- armyndin Börn til sölu sýnd í Rík- issjónvarpinu. Myndin var gerð að frumkvæði Eiríks og með styrk ADRA í Noregi. Þar báru barn- ungar vændiskonur í Kambódíu vitni um líf sitt og hörmulegan að- búnað. En einnig um vonina, sem þær öðlast þegar þær komast í öruggt skjól ADRA og fá þar menntun sem þær nýta til að byggja upp líf sitt að nýju. Ung og fátæk þjóð Eftir stríðsátök og ógnarstjórn Pols Pots og Rauðu kmeranna undir lok síðustu aldar býr ung þjóð Kambódíu við mikla fátækt. Með- alaldur landsmanna er tæpt 21 ár og ríflega 50% þjóðarinnar eru undir 25 ára aldri. Pol Pot myrti milljónir landsmanna og menntamenn voru drepnir hvar sem til þeirra náðist. Fjölskyldum var sundrað, foreldr- arnir sendir til starfa úti í sveitum landsins og börnin sett á stofnanir. Ungbarnadauði er landlægur og 115 af hverjum þúsund börnum deyja fyrir fimm ára aldur. Í þeim hluta landsins, þar sem ástandið er verst, látast um 23% barna fyrir fimm ára aldur. Jarðsprengjur er enn að finna mjög víða og oftar en ekki eru börn fórnarlömbin. Börn, sem reka hús- dýr í haga eða leika sér á ökrunum. Í slíku landi er kannski engin furða þótt mannslífið sé lítils metið. „Konur eru í miklu minni metum í Kambódíu en karlar,“ segir Eiríkur. „Þær ganga kaupum og sölum frá barnsaldri. Þrátt fyrir gríðarlega fá- tækt eru sjónvörp á hverju heimili og klámvæðing Vesturlanda hefur náð til allrar þjóðarinnar. Í þessu ómenntaða samfélagi hefur klámið náð kverkataki á hegðunarmunstri margra. Fjölmargar sögur eru af nauðgunum og misnotkun, þar sem fyrirmyndirnar voru klámmyndir. Heimamenn kippa sér því miður lít- ið upp við þetta.“ Á Íslandi frá 1923 Hjálparstofnun aðventista hefur starfað á Íslandi frá 1923. Eiríkur segir að þótt hjálparstarfið hafi kannski ekki verið áberandi hafi að- ventistar stutt við þúsundir fjöl- skyldna hér á landi, til dæmis með matargjöfum fyrir jól og lagt sér- staka áherslu á að aðstoða konur og börn. Þá rak Hjálparstofnunin mið- stöð hjálparstarfs í Reykjavík vegna eldgossins í Vestmannaeyjum á sín- um tíma og sendi hjálpargögn til Súðavíkur vegna snjóflóðanna þar, svo dæmi séu tekin. „Við viljum vinna í kyrrþey, en þrátt fyrir það berast okkur alltaf fjölmargar ábendingar, til dæmis um fjöl- skyldur í vanda,“ segir Eiríkur. „Núna er sótt mjög mikið til okkar, en gjafafé hefur að sama skapi dregist saman, svo reksturinn er erfiðari en oft áður. Við leggjum mikla áherslu á að allt söfnunarfé nýtist sem best. Þar hefur okkur tekist vel upp, því 96% af öllu fé renna beint til hjálparstarfs, en að- eins 4% fara í kostnað. Ég veit ekki um nokkur hjálparsamtök sem geta státað af jafn góðum árangri að því leyti.“ Styðja við konur Þótt verkefnin séu ærin innan- lands tekur Hjálparstofnun aðvent- ista ríkan þátt í alþjóðlegu starfi. „ADRA leggur sífellt meiri áherslu á stuðning við konur víðs vegar um heiminn. Heiminum verður ekki breytt fyrir tilstuðlan karla, svo mikið er víst. Í Sómalíu leggur ADRA t.d. mikla áherslu á menntun kvenna. Við bjóðum þeim í 6-8 mán- aða nám, þar sem þær læra m.a. saumaskap og á sama tíma læra börnin þeirra að lesa og skrifa. Út- skriftargjöf mæðranna er saumavél, sem gerir þeim kleift að vinna fyrir sér og fjölskyldunni. Með þessu móti verða þær sjálfstæðari og ekki eins háðar karlmönnunum.“ Á síðasta ári studdi ADRA 36 milljónir manna víða um heim. Þró- unarhjálp er helsta viðfangsefnið, en 10% söfnunarfjár eru sett í neyð- arsjóð. Þetta fé nýtist þegar hamfar- ir dynja yfir, til dæmis flóðbylgjan við strendur Indlandshafs og flóð í Bangladess. Eiríkur hélt til Taílands árið 1998, til að kynna sér alnæmisverkefni þar í landi. „ADRA fékk styrk frá Sam- einuðu þjóðunum til að vinna að við- horfsbreytingu í landinu. Fyrst og fremst þarf að hvetja landsmenn til ábyrgrar kynhegðunar, til dæmis að nota verjur. Hlutfall alnæmissmit- aðra í Taílandi hefur smám saman lækkað á síðasta áratug, en betur má ef duga skal.“ Starf ADRA að alnæmisvörnum í Taílandi varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar leituðu til samtakanna vegna barnavændis í landinu. „Um 800 þúsund vændiskonur starfa í Taílandi og þar af eru 200 þúsund undir 12 ára aldri. Sameinuðu þjóð- irnar vildu að ADRA ynni að breytt- um viðhorfum, til að stöðva þessa þróun.“ ADRA setti upp athvörf fyrir börn í vændi, þar sem þau geta búið til 21 árs aldurs. Aðallega eru það stúlkur, en fjöldi drengja stundar einnig vændi. „Þeim er tryggt var- anlegt heimili og fá menntun af ýmsu tagi. Þau þurfa mikla hjálp, enda er sjálfsmynd þeirra í molum. 12 ára stúlka, sem hefur verið nauðgað ítrekað, þarf mikinn stuðn- ing til að byggja upp líf sitt. En með menntuninni geta þau öðlast fram- tíð.“ Fyrst fundur, svo börn Eiríkur lýsir dvöl sinni á hóteli í Taílandi, þar sem einnig dvöldu as- ískir karlar í viðskiptaerindum. „Á morgnana skipulögðu þeir daginn, röðuðu niður fundum og luku svo störfum um klukkan tvö eftir há- degi. Þá pöntuðu þeir hóp af stúlk- um á hótelið. Þær voru margar barnungar, en enginn gerði nokkra athugasemd við það. Ef hópur af börnum í vændi kæmi inn á vestræn hótel yrði uppi fótur og fit. En þarna var þetta viðtekin venja og menn virtust einfaldlega líta á þetta sem líffræði, ekki glæp.“ Í Taílandi er annað viðhorf til barna en í Kambódíu. „Þar er börn- um oft stolið af foreldrunum og þau seld í vændi. Oft ríkir gríðarleg sorg í fjölskyldum, sem hafa misst börnin sín á þennan hátt. Í Kambódíu er fólk vissulega líka sorgmætt, en þar er grunnurinn annar, af því að búið er að eyðileggja fjölskylduein- inguna.“ Vestrænir ferðamenn sækja í vændi í Taílandi, en Eiríkur segir hlut þeirra mun minni en hann hafi haldið. Aðeins um 5% kaupenda vændis séu ferðamenn. „Menn hafa reynt að rannsaka hvaðan þeir ferðamenn koma og þar reynast Þjóðverjar og Svíar fjölmennastir.“ Eiríkur segir aðspurður að hann hafi heyrt af íslenskum mönnum, sem hafi farið á þá staði í Taílandi þar sem barnavændi er mikið. „Eng- inn þeirra hefur viljað veita mér við- tal,“ segir hann, „svo ég veit ekki hvert erindi þeirra hefur verið.“ Lögin eiga að vernda Eiríkur segir ástandið víða öm- urlegt. Hann rifjar upp að við sumar götur í Phnom Penh, höfuðborg Kambódíu, séu stúlkurnar inni í litlum herbergjum, með rimlum fyr- ir gluggum. „Þessum kytrum er læst utan frá. Þeim eru allar bjargir bannaðar af eigendum sínum.“ Eftir að hafa kynnst ástandinu í Kambódíu segist Eiríkur telja að „sænska leiðin“ svokallaða, sem ný- lega varð að lögum hér á landi, sé vonlaus. Samkvæmt henni eru kaup á vændi refsiverð. „Gjörsamlega gal- in leið,“ segir hann reyndar. Hann rökstyður þessa yfirlýsingu sína með því að benda á, að í Kambó- díu hafi svipuð lög verið sett, enda hafi alþjóðasamfélagið þvingað heimamenn til að gera það og hótað að annars yrði dregið úr þróun- araðstoð. „Við aðalvændisgötu Phnom Penh seldu þúsundir barna sig. Áður var það vændi öllum aug- ljóst. Núna er vissulega hægt að sjá vændið, en starfsemin hefur samt færst neðanjarðar, svo við eigum miklu erfiðara með að nálgast börn- in. Hvernig eigum við að veita þeim aðstoð, sem eru smituð af alnæmi eða sárasótt? Öll heilbrigðisþjónusta og öryggi fyrir börnin hvarf með þessum lögum. Löggjöfin á að vernda fólk, en í þessum bláfátæku ríkjum gerir hún það ekki. Þar sem og annars staðar er vændi fé- lagslegur vandi, sem verður ekki upprættur með lagaboði. Fjölskyld- urnar eru í upplausn og fólk stendur frammi fyrir afarkostum til að lifa af. Það reynir að vinna, láta börnin sín vinna, eða selur þau í vændi. Rót vandans er sár fátækt. Margar fjöl- Móðir Ung kona í Kambódíu með lítið barn á handlegg. Hlátur Börnin finna sárt til neyðarinnar. En það er stutt í brosið hjá þeim, eða jafnvel skellihlátur. Mansal Hún beið á meðan karlarnir körpuðu um verðið. Að því búnu var hún leidd á brott af nýjum eiganda. Morgunblaðið/RAX Aflögufær Íslendingar geta orðið að liði í Kambódíu og Taílandi, þar sem neyðin er mikil, segir Eiríkur Ingvarsson. Þar sem menntun kostar kók Ljósmyndir/Eiríkur Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.