Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 17
góða spænsku til að geta lesið blöð-
in en menningarlega séð hef ég
enga hugmynd um hvernig beri að
skilja hinar og þessar tilkynningar
né heldur hvort þær séu vanalegar
varúðarráðstafanir eða einsdæmi.
Ég hef enga skoðun á því hvort
stjórnvöldum sé treystandi eða ekki
og ég þekki ekki kerfið. Ég ímynd-
aði mér að í svo fjölmennri borg
hlyti að vera einhver vefmiðill sem
miðlaði upplýsingum til útlendinga
en hef enn ekki fundið neitt.
Samkomuhald bannað
Við höfðum vonað að málin
myndu skýrast yfir helgina. En
þess í stað virtist ástandið aðeins
vera að versna. Á mánudagsmorgni
las ég í blöðunum að opinberar töl-
ur yfir látna hefðu hækkað og að
ríkari íbúar borgarinnar væru að
flýja hana í hrönnum. Í dagblöð-
unum mátti sjá myndir af heilbrigð-
isstarfsmönnum leita hugsanlegra
flensueinkenna meðal farþega á
flugvöllum og rútustöðvum. Mexí-
kósk vinkona mín sagði mér að búið
væri að koma á ferðatakmörkunum
milli fylkja.
Í hádeginu bárust fréttir af því
að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
hefði hækkað viðbúnaðarstig vegna
farsóttarhættu í heiminum, úr 3.
stigi í 4. stig. Þetta er í fyrsta skipti
eftir að viðbúnaðarstigin voru tekin
upp, í kjölfar óttans við SARS og
fuglaflensu, sem því hefur verið lyft
upp úr þriðja stigi. Atburðurinn var
því í senn sláandi og sögulegur og
eins og til að undirstrika hann reið
kröftugur jarðskjálfti upp á 6 á
Richter yfir borgina. Líkt og aðrir
íbúar borgarinnar þrifum við grím-
urnar okkar og hlupum felmtri
slegin út á götu.
Nokkrum klukkutímum síðar til-
kynntu mexíkósk yfirvöld að frá og
með mánudeginum væru allar stór-
ar samkomur bannaðar. Tilskipunin
gerir ekki upp á milli ólíkra gerða
samkomustaða, auk opinberra
bygginga og safna á landsvísu
skyldu bæði veitingastaðir, barir,
garðar og líkamsræktarstöðvar
loka dyrum sínum. Sú undantekn-
ing var þó á að veitingastöðum
skyldi heimilt að selja fólki mat til
að taka með heim. Frestur til að
skila skattaskýrslu var fram-
lengdur um mánuð. Jafnvel mik-
ilvægum mexíkóskum tyllidögum
skyldi slaufað. Hinni árlegu
fimmta-maí-göngu var aflýst, en
skrúðgangan er einn af stærri við-
burðum höfuðborgarinnar. Í henni
fagnar heill her fólks í 19. aldar
búningum sigri mexíkóska hersins
á frönskun innrásaröflum árið 1862.
Vinnumálaráðherra Mexíkó, Javier
Lozano Alarcon, mæltist til þess að
atvinnurekendur tækju frumkvæði
í því að einangra þá sem mættu til
vinnu með hita, hósta, kvef eða
önnur merki um smit. Mestan ugg
vakti þó ef til vill sú yfirlýsing að ef
dánartölur héldu áfram að hækka
myndi almenningssamgöngukerf-
inu, sem flytur að jafnaði fimm
milljónir manns á dag, verða lokað.
Þegar erfiðleikar bjáta á í
Mexíkó er kirkjan sá staður sem
stór hluti þjóðarinnar leitar til.
Varúðarráðstafanir stjórnvalda
ganga hins vegar svo langt að jafn-
vel kirkjum hefur verið lokað. Þess
í stað má sjá fólk krjúpa og biðja
fyrir utan kirkjur. Bráðabirgðaölt-
urum hefur verið komið upp utan
dyra og öll hin ótal Maríuskrín sem
finna má víðsvegar um borgina
ljóma upplýst.
Á plakötum sem nú hefur verið
klístrað á veggi og ljósastaura má
lesa leiðbeiningar yfirvalda til al-
mennings. Haldið ykkur fjarri smit-
uðu fólki! Þvoið hendur reglulega
með vatni og sápu! Ekki deila mat
eða drykk með öðrum! Loftið vel út
úr íbúðum og skrifstofum! Haldið
svæðum og hlutum í sameiginlegri
notkun hreinum! Hyljið vitin með
skurðlæknagrímu!
Ótti og óvissa eru öflugt eitur.
Strax á mánudagsmorgun mátti í
fjölmiðlum og á spjallsvæðum heyra
raddir sem ásökuðu stjórnvöld um
að hafa reynt að þagga flensuna
niður til þess að vernda eigin hag í
komandi kosningum. Stjórnarand-
staðan var sökuð um að nýta sér
flensuna til þess að koma óorði á
ríkisstjórnina. Fréttir bárust af því
að fyrir utan eina jarðlestarstöðina
hefðu hermenn selt skurðlækna-
grímur sem dreifa átti ókeypis.
Lögreglumenn sögðu að þeim hefðu
ekki borist neinar opinberar leið-
beiningar um flensuna eða um rétta
notkun skurðlæknagrímanna heldur
hefðu þurft að reiða sig á almennar
upplýsingar í fjölmiðlum. Á spjall-
svæðum mátti lesa nafnlausar frá-
sagnir aðila sem sögðust vera
læknar á hinu eða þessu sjúkrahús-
inu og skýrðu frá ringulreið, lyfja-
skorti og jafnvel skipulögðum til-
raunum yfirvalda til þess að falsa
dánarvottorð í von um að halda tölu
látinna niðri. Aðrir sögðu frá því að
læknar og hjúkrunarfólk væri að
veikjast og látast í stórum stíl og að
mikil hræðsla hefði gripið um sig
innan starfsstéttarinnar. Margir
notuðu tækifærið til að taka út
ónotað frí eða jafnvel til þess að
fara snemma á eftirlaun.
Æðruleysi á erfiðum tímum
Enn sem komið er er yfirgnæf-
andi hluti látinna í Mexíkó. Hvers
vegna vírusinn hittir fólk svo mun
harðar fyrir í Mexíkó er enn ekki
vitað. Uppi eru getgátur um það að
mögulega sé hér á sveimi annar vír-
us sem í bland við svínaflensuvírus-
inn sé banvænn kokteill. Michael
O’Leary, forstjóri Ryan Air, kenndi
því um að Mexíkó væri vanþróað
þriðjaheimsríki þar sem fólki byggi
í skít og þrengslum. Einhverjir geta
sér til að loftmengun hér í borginni
geri vírusnum auðveldara fyrir.
Ráðstafanir yfirvalda eru að mati
flestra skynsamlegar. Enn sem
komið er hlítir fólk leiðbeiningum
yfirvalda og tilmælum. Ég hef bæði
séð og heyrt samlíkingar við
ástandið eftir stóra jarðskjálftann
1985. En það er grunnt á óttanum
um að ástandið versni og hvað þá?
Hvað gerist verði almennings-
samgöngur lagðar niður? Hvað ger-
ist ef svínaflensan breiðist enn frek-
ar út? Munu fleiri þjóðir loka á
mexíkóskar útflutningsvörur? Er
hætta á því að matvöruverslunum
verði lokað? Hvaða áhrif mun þetta
ástand hafa á hina óopinberu borg-
arastyrjöld sem geisar í norðri?
Fólk er þegar byrjað að hamstra
dósamat og vatn, en hér í Mexíkó-
borg telst kranavatnið ódrykkjar-
hæft.
Mögulega má rekja æðruleysi
Mexíkóa til þess að hér er fólk
ýmsu vant. Flest fullorðið fólk man
vel jarðskjálftann 1985 þar sem
rúmlega tíu þúsund manns létust.
Fólk er sömuleiðis vant ýmsu sam-
fara stöðugum átökum yfirvalda og
eiturlyfjamafíunnar.
Von um betri tíð
Ég get ekki annað en vonað að
allt fari á besta veg. Við getum
huggað okkur við það að frá því að
fuglaflensan hræddi líftóruna úr
heimsbyggðinni fyrir sex árum hef-
ur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
og flestar þjóðir heims lagt áherslu
á viðbúnað og viðbrögð gegn akk-
úrat þessum aðstæðum. Þrátt fyrir
allt hefur verklag mexíkóskra og
bandarískra stjórnvalda enda verið
fumlaust við þessar erfiðu að-
stæður. Ég þekki vissulega útlend-
inga sem ætla beint úr landi eða
eru þegar farnir úr landi en sjálf
ætla ég að doka við. Mexíkó er jú
nýja ástin mín og mér finnst hún al-
gerlega þess virði að bíða og sjá til
hvað gerist.
borg
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
www.tskoli.is
Ráðstefna verður haldin í hátíðarsal Tækniskólans við
Háteigsveg föstudaginn 8. maí frá kl. 13:00 – 17:00.
Ráðstefnugjald er 4000 kr. Ráðstefnugögn verða afhent frá kl. 12:30.
Skráning fer fram í s. 514 9601 eða á netfangið ave@tskoli.is.
Nánari upplýsingar á www.tskoli.is.
• Ávarp samgönguráðherra
• e Airline Industry: Trends, Challenges and Strategies
John Wensveen Ph.D. Dean of School of Aviation
• Air Atlanta Hannes Hilmarsson forstjóri
• Icelandair Birkir Holm Guðnason framkvæmdastjóri
• Flugfélag Íslands Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri
• Flugvélamarkaðurinn Hafþór Hafsteinsson stjórnarformaður
Avion Aircraft Trading hf.
• Flugfélagið Ernir Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri
• Primera Air Hrafn Þorgeirsson framkvæmdastjóri
• Flugmálastjórn Pétur K. Maack flugmálastjóri
Áskoranir og tækifæri
Rekstur flugfélaga