Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 22
Ballerínukjóll Svarti lit-
urinn tekur mesta ball-
erínusvipinn af
þessum.
22 Tíska
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Einhliða Ósamhverfir kjólar eins og þessir
verða vinsælir í sumar.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Stuttir og litríkir kjólar erusannarlega vorboði þótt þaðsé kannski langt í að hægt sé
að vera berleggjaður í þeim hér-
lendis, ef einhvern tímann. Kjólarnir
hans Christophe Decarnin hjá franska
tískuhúsinu Balmain eru einhverjir þeir
heitustu fyrir sumarið. Þetta eru engir væmnir
blómakjólar heldur eru þeir rokkaðir, annaðhvort
níðþröngir eða með útvíðu pilsi.
Decarnin kom líka nýrri sídd í tísku, sítt-að-aftan-
kjólum, sem eru eins og nafnið gefur til kynna stutt-
ir að framan og síðir að aftan. Fyrir þær sem vilja
vera í síðkjólum en samt sýna leggina er þetta góð
lausn. Balmain hefur enda slegið í gegn hjá ung-
stjörnunum og þeim sem vilja sýna að þeir fylgist
með í tískuheiminum. Herðabreiðir jakkar og snjó-
þvegnar gallabuxur eru einhverjar vinsælustu flík-
urnar úr vor- og sumarlínu Balmain í ár, skammi
hönnuðinn hver sem vill. Þessir kjólar eru hins veg-
ar klæðilegri og eru ekki með eins mikið skrifað ut-
an á sér „fórnarlamb tískunnar“ eins og herðabreiðu
jakkarnir.
Við ströndina
Liturinn á þess-
um minnir á
hafið og fer
áreiðanlega
vel við sól-
brúna leggi.
Flaksandi
flottur Kjóllinn
er töff í þessum
dökkbleika lit.
Með sítt
að aftan
Á kvöldin Þessi
hylur ekki mik-
ið en passar
fyrir næt-
urklúbbana.
Rokkaður kvöldkjóll Þessi væri
við hæfi á rauða dreglinum á
óháðri kvikmyndahátíð.
Lax ehf
Suðurlandsbraut 18
s. 534 2030, 894 4047
palli@lax.is
Langá á Mýrum
Veiði í fallegu umhverfi
Nokkrar spennandi stangir
lausar í sumar
www.svfr.is
Háaleitisbraut 68
s. 568 6050
halli@svfr.is