Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 31
31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Reuters
1. maí Mannfjöldi kom saman í París í gær í tilefni af 1. maí og mótmælti efnahagsaðgerðum stjórnvalda. Mun fleiri fundir og göngur voru haldn-
ar nú en í fyrra og þátttakendur voru fleiri. Tekið var eftir því að stærstu stéttarfélög Frakklands sneru bökum saman um að skipuleggja fundi.
S
amdráttur í efnahagslífi
heimsins setti sinn svip á 1.
maí, dag verkamanna. Í
Evrópu tóku mörg hundr-
uð þúsund manns þátt í op-
inberum fundum. Í Þýska-
landi, Grikklandi og
Tyrklandi var spenna í
lofti, en víðast hvar fóru
mótmæli friðsamlega
fram. Vaxandi atvinnuleysi, stöðnun launa og
reiði almennings út af fjármálakreppunni hef-
ur hins vegar sín áhrif.
John Monks, framkvæmdastjóri Sambands
evrópskra stéttarfélaga, segir í samtali við The
New York Times í gær að reiðin fari vaxandi.
„Hjá sumum er afstaðan að harðna,“ segir
hann. „Hún er að breytast úr áhyggjum í pirr-
ing og reiði. Þetta er mikilvægasti 1. maí í
langan aldur.“ Monks sagði að verkamenn
þyrftu nú „að borga til að bjarga fjármálageir-
anum“ og þeir vildu fá „eitthvað til baka“ frá
ríkinu.
Vaxandi reiði
Til þess var tekið á föstudag að átta stærstu
stéttarfélögin í Frakklandi héldu fundi saman í
fyrsta skipti. Í Frakklandi voru 283 göngur og
fundir, helmingi fleiri en í fyrra. Aðstandendur
fundanna telja að 1,2 milljónir manna hafi tek-
ið þátt, fimm sinnum fleiri en í fyrra.
Samdrátturinn hefur komið hart niður á
verkafólki. Eftirspurn hefur dregist saman og
mörgum verksmiðjum hefur verið lokað eða
þær dregið úr framleiðslu. Atvinnuleysi mæld-
ist 8,5 prósent á evrusvæðinu í febrúar en var
7,2 prósent í fyrra samkvæmt tölum Eurostat,
hagstofu Evrópu.
Stéttarfélög virðast ekki bara vera að eflast
í Frakklandi. Í Þýskalandi er talað um að þau
séu að ná vopnum sínum á ný. Í grein í viku-
blaðinu Die Zeit í liðinni viku er vitnað til þess
að í kosningabaráttunni vorið 2005 hafi Guido
Westerwelle, leiðtogi frjálsra demókrata, kall-
að verkalýðshreyfinguna „sanna plágu“, en í
kosningabaráttunni vorið 2009 hrósi Dirk Nie-
bel, forustumaður sama flokks, stéttarfélög-
unum fyrir „ábyrgðartilfinningu“ og „sveigj-
anleika“. Hann hefur horfið frá kröfu sinni um
að afnema frí 1. maí. Skyndilega keppist fram-
bjóðendur úr öllum flokkum við að ausa stétt-
arfélögin lofi. Kristilegir demókratar hafa
löngum kvartað undan styrk stéttarfélaganna.
Nú leggur flokkurinn til í sambandsríkinu
Nordrhein-Westfalen að sett verði lög til að
styrkja stéttarfélögin.
Sögulegt tækifæri
Stéttarfélögum í Þýskalandi vex um þessar
mundir fiskur um hrygg. Félögum í þeim er
nánast hætt að fækka og þau njóta meira álits í
skoðanakönnunum en áður. Sóst er eftir sam-
starfi við þau til að ráða fram úr efnahags-
vandanum. Angela Merkel kanslari segir að
stéttarfélögin muni hafa sitt að segja um það
hvort Þýskaland rísi öflugra en fyrr úr efna-
hagslægðinni eða leysist upp í illdeilum.
Aukin harka gæti verið eitt merki um efl-
ingu þýskra stéttarfélaga. Michael Sommer,
formaður DGB, þýska alþýðusambandsins,
sagði fyrir nokkrum dögum að búast mætti við
félagslegu uppnámi og bætti við að litið yrði á
hópuppsagnir sem stríðsyfirlýsingu. Önnur
stéttarfélög hafa tekið í sama streng og segj-
ast munu grípa til allsherjarverkfalls missi fé-
lagar þeirra vinnuna unnvörpum.
… en hvernig á að nýta það?
Í fréttaskýringu í Die Zeit segir að þótt yf-
irlýsingar stéttarfélaganna virðist lýsa einingu
og baráttuvilja sé veruleikinn flóknari. Stétt-
arfélögin sjái nú sögulegt tækifæri til að afla
sér nýrrar virðingar en séu ekki viss um hvort
þau geri það með því að ráðast til atlögu eða
sýna vilja til málamiðlana. Það er erfið spurn-
ing þegar tilvera margra fyrirtækja hangir á
bláþræði og þrýst er á starfsmenn að gefa eftir
laun eða fallast á styttri vinnutíma. Búist er
við að fjórar milljónir Þjóðverja verði án at-
vinnu í haust og næsta sumar verði fjöldinn
kominn yfir fimm milljónir. Stéttarfélögin
kunna að hafa meðbyr um þessar mundir en
hann gæti fljótt breyst í vonbrigði haldi at-
vinnuleysið áfram að aukast án þess að þau fái
rönd við reist.
Meirihluti félaga í stéttarfélögunum nálgast
nú eftirlaunaaldurinn og þau þurfa að ná í nýja
félaga. Ef þeim tekst það er þeim borgið næstu
áratugina. Nú hagnast stéttarfélögin á því að
þau gagnrýndu fjármálakerfið hvað harðast í
góðærinu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Infratest bera 39 prósent Þjóðverja mikið eða
mjög mikið traust til stéttarfélaga og hefur sú
tala ekki verið hærri í tíu ár. 26% segjast bera
traust til atvinnurekenda og enn þá færri
treysta stjórnmálaflokkunum, eða 23%. Það er
kannski ekki að furða að frammámenn úr
stéttarfélögum séu áberandi á framboðslistum
sósíaldemókrata að þessu sinni.
Á föstudag kom fram að í Þjóðarpúlsi Capa-
cent Gallup hefði mælst að rúmlega 80 prósent
Íslendinga teldu að viðskiptalífið á Íslandi
væri spillt. Jafnframt kom fram að rúmlega 70
prósent teldu stjórnmálaflokkana spillta og
helmingur er þeirrar hyggju að spilling þrífist
á fjölmiðlum landsins. Aðeins dómstólar koma
betur út í mælingunni en þeir gerðu í fyrra.
Þessi könnun ber vitni því rofi sem orðið hefur
í samfélaginu vegna bankahrunsins og ætti ef
til vill að verða stjórnmálamönnum áminning
um að oftúlka ekki umboð það sem þeir fengu í
kosningunum. Könnunin sýnir hvað stjórn-
málaflokkarnir eiga erfitt verkefni fyrir hönd-
um að vinna sér traust umbjóðenda sinna á ný.
Ekki var spurt um stéttarfélög í könnuninni
en tengsl lífeyrissjóðanna við útrásarvík-
ingana í góðærinu gerir að verkum að þau eiga
erfiðara með að þvo hendur sínar af hruninu,
hvað sem líður gagnrýni þeirra á fjár-
málastefnu stjórnvalda og seðlabanka á sínum
tíma. Þessi tengsl voru ef til vill ástæðan fyrir
því hvað haft var hátt á meðan Gylfi Arn-
björnsson, formaður ASÍ, talaði á Austurvelli
1. maí. Hins vegar var vert að leggja við hlustir
því að þar kom fram hvaða leið hann vill fara á
þessum erfiðu tímum.
„Nú í sumarbyrjun verða kjarasamningar á
almennum vinnumarkaði endurskoðaðir og
gengið frá samningum við ríki og sveitarfélög.
Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að
samhliða því verði tvennt að eiga sér stað,“
sagði Gylfi.
Stöðugleikaskilyrði fyrir evru
„Annars vegar teljum við að gera verði nýjan
sáttmála milli vinnumarkaðarins og stjórn-
valda um forsendur varanlegs stöðugleika.
Launafólk verður að geta treyst því að rík-
isvaldið axli sína ábyrgð á þróun efnahagsmála
og komi í veg fyrir að viðkvæmt jafnvægi milli
gengis, vaxta og verðbólgu raskist – þótt það
kunni jafnvel að kosta þá vinsældir til skemmri
tíma litið.
Hins vegar þarf að byggja á þessum grunni
víðtæka sátt um hvernig við vinnum okkur
sameiginlega út úr þessum mikla vanda og
mótum samræmda stefnu í efnahags-, atvinnu-
og velferðarmálum. Við hjá Alþýðusamband-
inu erum tilbúin í þessa vinnu og höfum sem
veganesti ályktanir og stefnumótun aukaárs-
fundar okkar í mars sl. Brýnast er að ná niður
atvinnuleysinu, lækka vexti og koma stöð-
ugleika á gengi krónunnar. Aðilar vinnumark-
aðarins eru sammála um að í lok næsta árs
þurfi atvinna að hafa aukist og marktæk skref
stigin til uppfylla stöðugleikaskilyrði fyrir
upptöku evru. Takmarkið er að fyrir árslok
2013 verði lífskjör a.m.k. þau sömu og fyrir
bankahrunið.
Ljóst er að þetta verður erfitt og sársauka-
fullt verkefni en aðilar vinnumarkaðarins eru
sammála um mikilvægi þess að verja velferð-
arkerfið eins og kostur er.“
Gylfi lýsir hér að ofan leið sátta. Hann ætlar
ekki að fara í stríð, heldur miðla málum. Það er
ef til vill ekki öllum félögum í aðildarfélögum
ASÍ að skapi en það er sú leið sem líklegust er
til að skila endurreisn þeirra kjara sem hér
ríktu fyrir hrunið. Áhersla hans á aðgerðir til
að uppfylla stöðugleikaskilyrðin fyrir upptöku
evru er rétt nálgun.
Um Evrópusambandið sagði Gylfi að nú
væri einstætt tækifæri til að ná þeim stöð-
ugleika og trúverðugleika, sem nú vantaði svo
sárlega, með því að ganga til viðræðna um að-
ild: „Stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar hafa
lengi þráttað um hvað aðildarsamningur við
ESB feli í sér, hvað tapist og hvað ávinnist.
Það má halda slíkum þrætum áfram endalaust
en svarið fæst einfaldlega ekki fyrr en gengið
er til formlegra aðildarviðræðna.
Ég tel að aðild gagnist íslensku launafólki
og fjölskyldum þeirra á ýmsan hátt eins og
með lækkun matarverðs, lægri óverð-
tryggðum húsnæðisvöxtum sem hægt er að
treysta á, minni verðbólgu og stöðugu gengi.
En auðvitað verðum við að setja fram vand-
lega skilgreind samningsmarkmið í mik-
ilvægum málaflokkum eins og sjávarútvegs-
og landbúnaðarmálum – jafnvel skilyrði þar
sem litið verði til hagsmuna bæði fyrirtækja og
launafólks, og sjá hvað okkur stendur til boða.
Það er og hefur verið skoðun Alþýðu-
sambands Íslands að í þeim alvarlegu að-
stæðum sem við búum við verði þjóðin að hafa
kjark til að horfast í augu við blákaldar stað-
reyndir, bregðast við þeim og leita nýrra leiða
að sameiginlegum markmiðum. Og þótt aðild
að ESB sé ekki gallalaus mun hún flýta upp-
byggingu efnahagslífsins og verða okkur til
heilla þegar til framtíðar er litið. Þannig get-
um við með ábyrgri afstöðu og á lýðræðislegan
hátt byggt upp réttlátt þjóðfélag.“
Eftir hrun bankanna er íslenskt efnahagslíf
í molum en hinn veiki gjaldmiðill, krónan, er
meginástæðan fyrir þeirri stórkostlegu kjara-
rýrnun sem almenningur hefur orðið fyrir á
undanförnum mánuðum. Hrun krónunnar hef-
ur nánast verið eins og eignaupptaka. Hún
hefur ekki aðeins gengisfellt eignir almenn-
ings, heldur einnig starfskrafta og það er ekki
eins og veikleikar hennar hafi nú fyrst verið að
koma í ljós.
Efling eða illdeilur
Helstu andstæðingar Evrópusambandsins
fara mikinn þegar þeir tala um hagsmuni sjáv-
arútvegsins en þeir gera ekki einu sinni tilraun
til að vega þá á móti hagsmunum almennings
af að fá stöðugan gjaldmiðil og losna við fall-
valta krónu.
Stéttarfélög víða um Evrópu munu nú hafa
meira tækifæri til að hafa áhrif á stefnumörk-
un en um langt árabil af þeirri einföldu ástæðu
að atvinnurekendur hafa ekki mikinn trúverð-
ugleika þegar þeir eru komnir undir pilsfald
ríkisvaldsins. Það á líka við um Ísland. Merkel
talar um að valið standi á milli eflingar og ill-
deilna í Þýskalandi og það sama má segja um
Ísland. Fyrri kosturinn er vænlegri til árang-
urs en það getur orðið erfitt að fylgja honum
eftir. Þess vegna mega atvinnurekendur og
ríkið ekki grafa undan launþegahreyfingunni
með vanhugsuðum aðgerðum.
Hrunið færði stéttarfélögum nýtt tækifæri til áhrifa
Reykjavíkurbréf
020509
80%
Hlutfall Íslendinga sem
telja viðskiptalífið á Íslandi
spillt
18.000
Fjöldi atvinnulausra
á Íslandi
2013
Þá munu Íslendingar hafa
náð sömu lífskjörum og
fyrir hrun gangi áætlanir
ASÍ eftir