Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 32
32 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
21.
Í
slensk kristni hefur átt og á nægan orðaforða
yfir helgar iðkanir og trúarlíf.
Ég minni sérstaklega á eitt orð, sem til
skamms tíma var samgróið daglegu lífi fólks
almennt hér á landi.
Það er orðið hugvekja.
Það er vel hugsað og haglega myndað orð, sem hefur
orðið til hér á landi, án beinnar eða náinnar fyr-
irmyndar útlendrar.
En merking þess er sameign almennrar kristni, því
öll kristin trúariðkun miðar að því að vekja hugann,
ekki sefja hann né svæfa. Vakna þú, sál mín, segja
bænamenn Biblíunnar. Vakið og biðjið, segir Jesús.
Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér
vaka láttu mig eins í þér
biður Hallgrímur. Og öll vakandi kristni með honum.
Að vakna til Guðs, vakna til vitundar um hann, um nær-
veru hans, og ná að vaka í þeirri vitund, þetta er mark
og mið kristins trúarlífs.
Hugvekjan, sem helgaði hver vökulok vetrarins í bað-
stofunni á þeim tveimur bæjum, þar sem ég man fyrst
eftir mér, var merkileg iðkun. Það get ég fullyrt og tala
þá af reynslu.
Áður en gengið var til náða var lesinn lesturinn, hug-
vekjan.
Það var mikið unnið á kvöldvökum baðstofunnar, eng-
inn sat auðum höndum. Oftast var líka eitthvað lesið
upphátt til skemmtunar og fróðleiks.
En í lokin, þegar komin voru háttumál, var bókin með
hugvekjunum tekin fram.
Þá varð allt hljótt, fólk lagði lúnar hendur í skaut sér,
það slaknaði á vöðvum og taugum eftir annir og áhyggj-
ur dagsins, stríðir, þreytulegir andlitsdrættir mýktust,
það færðist rósemi yfir hvern svip, lítil, fátækleg vist-
arvera varð svo rík af því, sem helst skortir í mann-
heimi: Hún fylltist af friði.
Og hvernig vaknaði hugurinn?
Ég las auðvitað ekki í neinn hug. Nema þá minn.
En ég var að sjálfsögðu lengi vel ekki læs á eitt eða
neitt.
En eitt get ég sagt með vissu um huga minn:
Um leið og hann fór að vita til sín og gera sér grein
fyrir einhverju, vaknaði hann til vitundar um Guð. Að
Guð er og skiptir miklu. Að hann er „yfir og allt um
kring með eilífri blessun sinni“.
Þess vegna þessi blær yfir svipnum á fólkinu. Öllu er
óhætt, það er allt gott.
Framan af lengi var ég auðvitað sofnaður áður en
kvöldhugvekjan var lesin.
En bænirnar mínar eignaðist ég um leið og ég lærði
að tala.
Almúginn þar og þá hafði ekki lært neina sálfræði af
bókum.
En aldagróin guðræknisiðkun byggðist á vitneskju
um þá staðreynd, að maður mótast af því, sem gerist í
duldum djúpum hugans.
Þau áhrif, sem berast að manni og inn í mann, sér í
lagi á bernskuárum, þau orð og hugsanir, sem heila-
frumurnar blessaðar fá til úrvinnslu, sökkvast niður í
innri djúpin, til góðs eða ills, til bóta eða meins fyrir
þann jarðveg, sem rætur persónuleikans standa í.
Það vissi alþýðufólk að það skiptir máli út frá hvaða
hugsunum maður sofnar.
Og hvert hugurinn leitar um leið og maður vaknar.
Það var hjartað, sem um er að ræða, þetta, sem við er-
um innst inni, þetta, sem er uppspretta alls, sem við er-
um. Varðveittu þá uppsprettu, haltu henni opinni, í opnu
sambandi við hina eilífu uppsprettu, heilagan anda
Guðs.
Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru, því að þar eru
uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4, 23)
Þar, innst í grunni veru þinnar, er það lindarauga,
sem er til þess gert að vera í sambandi við þá lind lífsins,
sem Jesús vitnar um og er sjálfur Guð, opinber í honum.
Leit og svör
Sigurbjörn
Einarsson
» Að vakna til Guðs, vakna til vit-undar um hann, um nærveru
hans, og ná að vaka í þeirri vitund,
þetta er mark og mið kristins trúar-
lífs.
Pistlar sr. Sigurbjörns
Einarssonar, sem
Morgunblaðið birti á
sunnudögum á síðasta
ári, vöktu mikla ánægju
meðal lesenda. Um það
samdist, milli sr.
Sigurbjörns og Morgun-
blaðsins, að hann héldi
áfram þessum skrifum
og hafði hann gengið
frá nýjum skammti
áður en hann lést.
Á SÍÐUSTU árum
hefur Háskólinn á
Hólum verið að
brjóta sér leið frá því
að vera hefðbundinn
bændaskóli á fram-
haldsskólastigi í að
vera nútímaháskóli
sem stenst allan sam-
anburð við aðra há-
skóla innanlands sem
erlendis. Þessi leið
hefur síður en svo
verið greið og vaxtarverkirnir á
stundum miklir. Öllum má ljóst
vera að þeir miklu umbrotatímar
sem við lifum nú hafa áhrif á þró-
un háskólastigsins eins og aðrar
samfélagsstoðir. Spurningin hvort
réttlætanlegt sé að reka 7 full-
gilda háskóla í landinu og hvort
smáir og sérhæfðir háskólar geti
lifað sjálfstæðu lífi er áleitin. Auk
þess að mennta og rannsaka hafa
háskólar um allan hinn vestræna
heim haslað sér völl sem virkir
gerendur í svæðisbundinni þróun
atvinnu- og menningarlífs. Þróun
þessi birtist m.a. í gagnvirku sam-
starfi fræðastarfs, atvinnulífs og
opinberra aðila. Forsendur svona
samstarfs eru vel skilgreind
markmið og áhersla á að allir hafi
möguleika til að ná markmiðum
sínum.
Með ræturnar í samfélaginu
Einn megingrundvöllur lítils há-
skóla í dreifbýli er að hann næri
rætur sínar í því umhverfi sem
hann starfar í og að námsframboð
endurspegli að einhverju leyti það
menningar- og atvinnulíf sem er í
umhverfi hans. Háskólinn á Hól-
um hefur skapað sér þessa sér-
stöðu. Þær þrjár námsleiðir sem
hann býður upp á eiga sér djúpar
rætur í samfélaginu sem umlykur
hann. Gjarnan er sagt að Skaga-
fjörður sé vagga íslenska hestsins
og hvað er þá eðlilegra en að
kenna hestafræði við Háskólann á
Hólum. Sjávarútvegur og sjáv-
arnytjar hafa verið burðarás at-
vinnulífs á landsbyggðinni og síð-
ast en ekki síst er Skagafjörður
vettvangur margra stórra atburða
Íslandssögunnar. Það er því afar
viðeigandi að Háskólinn á Hólum
sérhæfi sig í að kenna ferða-
málafræði með áherslu á menn-
ingu, sögu og náttúru. Annar
grundvöllur lítils há-
skóla í dreifbýli er að
gæði þeirrar kennslu
sem þar fer fram séu
mikil og að fag-
mennska ráði í rann-
sóknum og öllu
fræðastarfi. Lögbund-
ið gæðamat yfirvalda,
sem fram fór á síð-
asta ári, staðfesti að
Háskólinn á Hólum
stendur fyllilega und-
ir þeim gæðakröfum
sem til háskóla eru
gerðar og stenst því
samanburð við það besta sem ger-
ist.
Efnahagsleg áhrif
á nærsamfélagið
Áhrif Háskólans á Hólum eru
mörg og margvísleg og ekki víst
að allir geri sér grein fyrir þeim
miklu og beinu áhrifum sem hann
hefur á nærsamfélagið. Sem dæmi
um þessi miklu áhrif má nefna að
á árinu 2007 voru 75 starfsmenn
starfandi við skólann í 54 stöðu-
gildum. Auk fastra starfsmanna
skólans störfuðu þar 16 manns yf-
ir sumarmánuðina. Launa-
greiðslur til þessara starfsmanna
námu um 250 milljónum króna.
Reikna má með að af þessum fjár-
munum fari á annað hundrað
milljóna inn í nærumhverfið í
formi útsvarsgreiðslna og þjón-
ustu- og vörukaupa af ýmsu tagi.
Þá eru ótalin ýmis önnur áhrif,
eins og t.d. þau störf sem skapast
í umhverfi skólans, m.a. í leik- og
grunnskólum á svæðinu. Þess má
jafnframt geta að yfir 40% af
tekjum skólans eru sjálfsaflafé,
sem einkum er aflað með rann-
sóknarsamstarfi. Áhrifin af starf-
semi skólans ná einnig langt út
fyrir Skagafjörð. Tengsl hans við
t.d. Selasetur á Hvammstanga og
Háskólasetur á Blönduósi eru gott
dæmi um hvernig háskóli sem
þessi getur verið aflvaki nýsköp-
unar í sínu umhverfi.
Nemendafjölgun og
alþjóðlegt yfirbragð
Nemendum Háskólans á Hólum
hefur fjölgað umtalsvert á und-
anförnum árum. Í dag eru þeir
um 180 að meðtöldum þeim nem-
endum sem Háskólinn á Hólum er
með í samvinnu við Landbún-
aðarháskóla Íslands á Hvanneyri,
en þessir skólar eru með sameig-
inlega BS-gráðu í hestafræðum.
Fjölgun þessi er í beinu samhengi
við þá ákvörðun að færa Hóla-
skóla á háskólastig. Í öðru lagi má
rekja þessa fjölgun til aukins
áhuga á íslenska hestinum og auk-
innar verðmætasköpunar í
tengslum við hann. Þessi áhugi
nær langt út fyrir landsteinana og
nemendum af erlendum uppruna
fer ört fjölgandi. Sú staðreynd
skapar Hólastað og háskólastarf-
inu ákveðið alþjóðlegt yfirbragð
sem laðar fram nýja menning-
arlega og félagslega strauma. Í
þriðja lagi á svo þessi fjölgun ræt-
ur sínar að rekja til þess að á
árinu 2005 var byrjað að kenna til
BA-gráðu í ferðamáladeild.
Samstarf á breiðum grunni
Hér að framan hefur verið
minnst á mikilvægi samstarfs
fræða, atvinnulífs og opinberra
aðila. Samstarf við aðrar há-
skólastofnanir innlendar og er-
lendar sem og samstarf við önnur
skólastig er ekki síður mikilvægt.
Sá andi sem svífur yfir nýjum lög-
um um skólahald á Íslandi felur í
sér það markmið að brjóta niður
múra á milli skólastiga og auka
enn frekar á sveigjanleika og
möguleika á samþættingu á milli
skólastiga. Þetta markmið skapar
einstakt tækifæri til að vinna sam-
an að nýjum leiðum til að efla
nærumhverfi skólanna og laða
fram nýjar hugmyndir til atvinnu-
sköpunar og meiri lífsgæði. For-
senda þess er sú að íbúar svæð-
isins, sveitarstjórnir, atvinnulíf og
opinberar stofnanir sjái sér hag í
að vinna saman að eflingu skólans
og skilgreini markmið og leiðir að
því að gera hann að enn öflugra
verkfæri í samfélagsþróuninni en
hann er nú.
Samfélagslegt verðmæti
Háskólans á Hólum
Eftir Herdísi Á.
Sæmundardóttur » Lögbundið gæðamat
yfirvalda, sem fram
fór á síðasta ári, stað-
festi að Háskólinn á
Hólum stendur fyllilega
undir þeim gæðakröfum
sem til háskóla eru
gerðar …
Herdís Á.
Sæmundardóttir
Höfundur er fræðslustjóri
í sveitarfélaginu Skagafirði.
EINS OG alþjóð veit
er nú er nýlokið einum
sögulegustu þingkosn-
ingum síðari tíma hér á
landi. Sú vinstrisveifla
sem við sáum í þessum
kosningum gefur til
kynna að landslag ís-
lenskra stjórnmála
gæti verið varanlega
breytt. Það verður í
það minnsta langur
tími þar til Sjálfstæðisflokkurinn nær
þeim styrk sem hann áður hafði. Nú
þegar rykið er að setjast að loknum
kosningum þarf Framsóknarflokk-
urinn, líkt og aðrir stjórnmálaflokkar,
að meta stöðu sína. Ég er stoltur af
árangri flokksins í þessum kosn-
ingum. Flokkurinn bætti við sig fylgi
um allt land og hefur nú þingmenn í
öllum kjördæmum. Það er flokknum
nauðsynlegt til að geta gegnt því for-
ystuhlutverki í íslenskum stjórn-
málum sem mikilvægt er að hann
gegni.
Árangurinn í þessum kosningum
var stórt skref í endurreisn flokksins
og staðfesting á því að kjósendur sjá
og virða viðleitni okkar til endurnýj-
unar og þau skilaboð sem flokkurinn
kom með frá flokksþingi okkar í jan-
úar. Það er rétt að hafa það í huga að
það eru aðeins liðin tvö ár frá verstu
útkomu flokksins í alþingiskosn-
ingum í ríflega 90 ára sögu flokksins.
Ég held að enginn hafi getað búist við
því Framsóknarflokkurinn næði
strax fyrri styrk, en við sýndum í
þessum kosningum að við erum sann-
arlega á réttri leið.
Það er fyrst og fremst þrennt sem
skilaði Framsóknarflokknum þeim
árangri í kosningunum sem raun ber
vitni. Í fyrsta lagi brást flokkurinn
hraðar og betur en nokkur annar
stjórnmálaflokkur við eðlilegri kröfu
um endurnýjun í kjölfar þeirra ham-
fara sem átt hafa sér stað í íslensku
samfélagi. Á flokksþingi í janúar tók
grasrót flokksins í taumana og sýndi
svo ekki verður um villst að það eru
hinir almennu flokksmenn sem ráða
ferðinni í flokknum. Nýr formaður
flokksins, Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, er 34 ára og undirritaður
varaformaður flokksins hefur enn
ekki náð þrítugu. Aldursforseti for-
ystunnar er ritarinn, Eygló Harð-
ardóttir, sem er 36 ára gömul og því
ljóst að ungu fólki hefur verið falið
það verkefni að leiða flokkinn á mikl-
um umrótatímum. Þetta
kunnu kjósendur að
meta.
Í öðru lagi er ljóst að
markviss og lausnamið-
aður málflutningur
flokksins í efnahags-
málum náði eyrum kjós-
enda. Framsóknarflokk-
urinn hefur alltaf gefið
sig út fyrir að vera
flokkur öflugs atvinnu-
lífs og hefur viljað hlúa
að ungu fjölskyldufólki,
en það er sá hópur sem ber uppi sam-
félagið. Hin nýja Framsókn setti
fram róttækar og raunhæfar hug-
myndir til hagsbóta fyrir heimili og
fyrirtæki. Þetta kunnu kjósendur
okkar, og raunar margir aðrir, vel að
meta.
Í þriðja lagi er ekki hægt að ná ár-
angri í kosningum nema fyrir þrot-
lausa vinnu fólks. Í mínu kjördæmi,
sem og um allt land hafa hundruð
sjálfboðaliða lagt sitt af mörkum og
unnið fyrir flokkinn án þess að ætla
sér nokkuð í staðinn. Starf Fram-
sóknarflokksins byggist á fórnfýsi
þessa fólks sem á þúsund þakkir
skildar fyrir óeigingjarnt starf. Að af-
loknum þessum kosningum er ég
sannfærður um að Framsóknarflokk-
urinn á eftir að gegna mikilvægu hlut-
verki við endurreisn íslensks efna-
hags.
Vinstriflokkarnir tveir hafa nú á að
skipa meirihluta til að mynda starf-
hæfa stjórn og þurfa ekki atbeina
Framsóknarflokksins til þess. Ég tel
hins vegar að þær lausnir sem við höf-
um boðað og sú aðferðafræði og sýn á
stjórnmálin sem við höfum tileinkað
okkur geri það að verkum að aðkoma
Framsóknar að landstjórninni sé
nauðsynleg til að byggja landið okkar
upp á ný. Ef það verður ekki nú þá
verður það sannarlega að afloknum
næstu kosningum. Endurreisn Fram-
sóknarflokksins er rétt að hefjast.
Framtíð
Framsóknar
Eftir Birki
Jón Jónsson
Birkir Jón Jónsson
» „Ég er stoltur af ár-
angri flokksins í
þessum kosningum.
Flokkurinn bætti við sig
fylgi um allt land og hef-
ur nú þingmenn í öllum
kjördæmum.“
Höfundur er varaformaður
Framsóknarflokksins.