Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 33
Umræðan 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Nái nemandinn ekki settu marki er þóknun endurgreidd
- þá sem eru af erlendum uppruna:
Þjálfun málhljóða; heyrn, framburður og ritun
Fínstillt er að þörfum nemandans
Námsaukinn er mældur í hverjum tíma
Heimakennsla er veitt á höfuðborgarsvæðinu
- Talnaleikni og reikningur -
- Málhljóð, lestur og skrift -
Kennsla og þjálfun
Einstaklingar eða litlir hópar
Einnig er hægt að panta bleiku möppuna:
Gríptu til góðra ráða
Vísir að handbók um atferlisstjórnun
handa foreldrum, kennurum og ráðgjöfum í skólaþjónustu
Þjónusta í heimabyggð
Geymið
auglýsinguna
Guðríður Adda Ragnarsdóttir,
atferlisfræðingur og kennari.
Atferlisgreining og kennsluráðgjöf,
sími og fax 562 14 67, adda@ismennt.is
Kennslutækni:
- Bein fyrirmæli (Direct instruction)
- Hnitmiðuð færniþjálfun og mælingar (Precision teaching)
- Talnafjölskyldur (Fact families)
- Lausnaleit í heyranda hljóði (Talk aloud problem solving)
- Smellaþjálfun (Clicker training; tag teach)
- Stöðluð hröðunarkort (Standard Celeration Charts)
- Hraðflettispil, leifturspjöld (SAFMEDS)
Fyrir:
- börn og fullorðna
- byrjendur og lengra komna
- lesblinda og reikniblinda
- þá sem þurfa almenna leiðréttandi hjálp eða
- mjög sértæka þjónustu, s.s. börn með einhverfu
Kynningar um allt land
fyrir foreldra, kennara, skóla og aðra hagsmunaaðila:
Erindi, námssmiðjur, ráðgjöf, handleiðsla, eftirfylgd
En hvernig er þetta gert?
Leitað er eftir þátttakendum í klíníska rannsókn á nýju rannsóknarlyfi
Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga öryggi og verkun mismunandi skammta rannsóknarlyfsins við
meðhöndlun á þrálátum háþrýstingi, samanborið við lyfleysu og virkt, markaðssett lyf. Aðalrannsakandi er Karl
Andersen, sérfræðingur í lyflækningum og hjartalækningum. Rannsóknin fer fram á Rannsóknarsetri Íslenskra
lyfjarannsókna ehf. – Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík.
Hverjir geta tekið þátt?
• Konur og karlar á aldrinum 18-75 ára með þrálátan háþrýsting. Konur verða að vera komnar yfir
tíðahvörf eða hafa undirgengist ófrjósemisaðgerð.
• Einstaklingar á stöðugri þriggja lyfja meðferð við háþrýstingi sem eru þrátt fyrir það með of háan
blóðþrýsting. Lyfjameðferðin má vera flóknari, þ.e. fleiri en þrjú lyf notuð, en eitt lyfjanna skal þó vera
þvagræsilyf.
Hvað felur rannsóknin í sér?
Þátttaka varir í allt að 14 vikur og gert er ráð fyrir um 13 heimsóknum á rannsóknarsetur á tímabilinu.
Heimsóknirnar taka u.þ.b. 1 til 4 klst. Gerðar verða blóðþrýstingsmælingar, bæði á rannsóknarsetri og með
notkun blóðþrýstingsvaktara yfir sólarhring. Blóðsýni verða tekin í flestum heimsóknum.
Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrir-
séðum. Ekki er hægt að tryggja að þátttakendur fái tímabundinn bata en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt
til framfara í meðferð sjúkdómsins.
Greitt verður fyrir þátttöku og rannsóknareftirlit verður þátttakendum að kostnaðarlausu.
Frekari upplýsingar
Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, vinsamlegast hafðu samband við hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma
510 9911.
Tekið skal fram að einstaklingar sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í
rannsókninni. Ákveði þeir að taka þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa
sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Lyfjastofnunar, Vísindasiðanefndar og Persónuverndar.
Unnið er að kvikmynd um sögu Landsmóta UMFÍ sem spanna
nú í sumar 100 ár. Myndin byggist á stuttum myndbrotum
frá öllum mótum frá upphafi til undirbúnings Landsmótsins á
Akureyri í sumar, þar sem myndin verður sýnd.
Þeir sem geta lánað myndir eða bent á eigendur mynda
eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband hið fyrsta við
Þjónustumiðstöð Ungmennafélags Íslands
í síma 568-2929 eða á netfangið umfi@umfi.is
Áttu kvikmynd af
Landsmótum UMFÍ
1909–2009?
EI
N
N
,T
V
EI
R
O
G
ÞR
ÍR
24
8.
10
2
Á SAMA tíma og
skjaldborg skal slegin
um heimilin og fyr-
irtækjum bjargað eru
stýrivextir hærri en
hjá nokkurri annarri
þjóð. Þeir eru sagðir
svona háir til að slá á
verðbólguna. Samt
sýnir reynslan ótví-
rætt að verðbólgan
eltir vextina. Hækki
vextir eykst verðbólga. Lækki
vextir þá hopar verðbólgan. Áhrif
hárra vaxta á heimilin og vitlaus
mæling verðtryggingar er það, sem
allur almenningur þekkir af eigin
raun og hefur látið ganga yfir sig
allt of lengi. Áhrif hárra vaxta eru
þau að 3.500 fyrirtæki verða gjald-
þrota á árinu. Þá missa fleiri vinn-
una og geta ekki staðið í skilum.
Margir munu flýja land.
Getur verið að þeir sem stjórna
séu svo blindir að þeir sjái ekki
hvert stefnir? Það hlýtur að vera
önnur ástæða fyrir þessum ok-
urvöxtum, sem allt eru að drepa.
Líklegast telja þeir að stýrivextir
verði að vera svona háir til að
halda krónubréfunum í landinu.
Krónan falli enn meira séu krónu-
bréfin leyst út. Dekrað er við
krónubréfaeigendur á sama tíma
og almenningur kiknar undan af-
borgunum og fyrirtækjunum blæð-
ir út. Ekki er uppi á borðinu
hversu há upphæð krónubréfin eru
en sagt að þau geti verið 500 millj-
arðar.
Í nýlegri frétt í Mbl. kom fram
að Evrópski seðlabankinn ætti 100
milljarða í krónubréfum og vextir
af þeim um 7 milljarðar á ári. Vext-
ir af 500 milljörðum eru þá samtals
35 milljarðar. Þeir eru
reglulega greiddir út í
evrum þrátt fyrir
gjaldeyrishöftin.
Hvers vegna er dekr-
að svona við þessa
braskara, sem af
græðgi fjárfestu, sem
fagfjárfestar, í krónu-
bréfum á Íslandi?
Væri ekki nær að
huga að unga fólkinu,
sem keypti íbúðir fyrir
mörgum árum og hvað
með þá eldri, sem
misstu ævisparnaðinn? Hver skyldi
svo borga þessa háu vexti? Jú, auð-
vitað breiðu bökin. Jón og Gunna.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
hvað 35 milljarðar í vexti er mikið
án þess að bera það saman við ein-
hverja þekkta stærð, eins og t.d.
Kárahnjúkavirkjun, sem Lands-
virkjun er að kikna undan. Líkleg-
ast greiðir Landsvirkjun Kára-
hnjúka upp á 40 árum, en vextirnir,
sem Jón og Gunna greiða eru 1 stk.
Kárahnjúkavirkjun á 3-4 árum!
Frá bankahruni eru Jón og Gunna
búin að greiða hátt í 20 milljarða í
vexti, sem er hátt í eitt stk. tónlist-
ar- og ráðstefnuhöll, sem bráðvant-
ar. Hvað voru það annars margir
milljarðar, sem heilbrigðisráðherr-
arnir ætluðu að skera niður? Hvað
er mikið í krónubréfum og hverjir
eiga þau? Skattgreiðendur borga
okurvextina og eiga heimtingu á að
vita það, hvað sem allri bankaleynd
líður. Það skyldi þó ekki vera að
eitthvað af milljörðunum, sem
bankaræningjarnir stálu frá þjóð-
inni, hafi lent í krónubréfaskjóli.
Það fer ekki hjá því að maður
velti fyrir sér, hvað gerist lækki
stjórnvöld stýrivexti í 2,5%. Ég
held að það gerist ekki neitt annað
en jákvætt við það. Stýrivextir í
flestum öðrum löndum eru 0,5 til
2%. Krónubréfaeigendur fá sem
sagt hvergi hærri vexti nú en hjá
Jóni og Gunnu.
Ég er ekki í nokkrum vafa að
það besta sem hægt er að gera í
þeirri skelfilegu stöðu, sem er núna
sé að lækka stýrivexti strax í 2,5%
og greiða þá út í krónum. Taki
krónubraskararnir út vexti og inn-
stæður þá verður það í krónum.
Væntanlega í smáskömmtum eftir
því, sem þeir sjá fjárfesting-
artækifæri í landinu. Þannig fæst
sú innspýting í efnahagskerfið, sem
þarf. Húsgrunnar og fasteignir
fara að seljast og aukið fjármagn
fer í fyrirtæki og nýsköpun. Þökk
sé krónunni, því værum við með
evrur eða $, þá gæti Seðlabankinn
ekki prentað seðla eftir því sem
krónubréfin vætla út. Áður en
Steingrímur gekk til samstarfs við
Jóhönnu lofaði hann að lækka
stýrivexti og leiðrétta eða fella nið-
ur verðtrygginguna. Nú hefur
hann fengið annan séns til að
standa við loforðin. Skyldi hann
gera það eða bara halda áfram að
ræða ESB og evruna á meðan
heimilin og fyrirtækin fljóta að
feigðarósi?
Skjaldborg um krónubréf
eða heimili og fyrirtæki?
Eftir Sigurð
Oddsson »Hvað er mikið í
krónubréfum og
hverjir eiga þau? Skatt-
greiðendur borga ok-
urvextina og eiga heimt-
ingu á að vita það, hvað
sem allri bankaleynd
líður.
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.