Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 40
40 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Fallin eru frá afi minn og amma með rúmlega þriggja vikna millibili. Ekkert varir að eilífu og koma upp í huga minn mörg minningabrot um það sem ég átti með þeim. Minning mín frá barn- æsku um afa og ömmu er ljós, amma inni á heimilinu að elda og baka og afi á sjó eða við störf tengd sjónum. Amma var mikil húsmóðir, eldaði góðan mat og bakaði gott brauð og kökur og eins og allir vita „heimsins besta flatbrauð“ sem hún bakaði við öll tækifæri, seldi í búðir og víðar. Ekki má gleyma pönnukökunum hennar ömmu, hún stóð oft við og bakaði og kökurnar hurfu jafnóðum ofan í litla og stóra munna sem kunnu vel að meta, Arnór Gauti, ömmust- rákurinn minn er einn af þeim, og hlakkaði alltaf til að fara til langa- langömmu og fá pönnukökur. Á tíma- bili hjálpaði ég henni að baka því eft- irspurnin var svo mikil. Hún kenndi mér „tæknina“. Við baksturinn spjöll- uðum við mikið um lífið og tilveruna og eru það mér ómetanlegar minn- ingar. Það eru forréttindi að hafa átt afa og ömmu svona lengi, og dætur mín- ar, tengdasynir og barnabörn minn- ast þeirra með miklum hlýhug. Sér- staklega voru amma og Erla Snædís, dóttir mín, góðar vinkonur, hún fékk oft að „stinga“ sér inn hjá langömmu, þegar mamma var að vinna. Amma kenndi henni að spila o.fl. Brölluðu þær margt saman. Eitt sinn fóru þær út í garð og renndu sér á snjóþotu, mikið voru þær búnar að hlæja að þessu, þarna var ekkert kynslóðabil, þær voru eins og jafningjar þó að 70 ár skildu að. Erla mín er rík að eiga Ólöf Ólafsdóttir ✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist á Þverá í Álftafirði 6. október 1916. Hún lést á hjúkrunardeild sjúkrahússins í Nes- kaupstað 22. apríl 2009 og var útför hennar gerð frá Norðfjarðarkirkju 30. apríl. svona góðar minningar um langömmu sína. Sveinn afi hafði mik- inn áhuga fyrir sjónum og öllu sem honum til- heyrir, hann var lengi trillukarl og síðar vann hann við ýmislegt tengt sjónum, hann var tíður gestur í beitningaskúr- unum eftir að hann hætti að róa. Amma og afi bjuggu síðustu árin í Breiða- bliki og síðast á hjúkr- unarheimilinu, þar sem mjög vel var hugsað um þau. Þau voru svo heppin að hafa gott útsýni yfir fjörðinn fagra og þar gátu þau horft á bátana sigla inn og út og hafði hann sérstaka ánægju af því. Sveinn afi hafði einnig mikinn áhuga fyrir rekaviðnum og var hann alveg frið- laus ef hann vissi af drumbi einhvers staðar en hann hafði ánægju af að kljúfa þá og gera úr þeim girðingar- staura sem hann seldi um allt land. Oft var mikill gestagangur á Kvía- bólsstíg 1, þar voru alltaf allir vel- komnir í mat og kaffi, amma eldaði og bakaði og spjallaði við fólk en hún var mjög félagslynd þó að hún færi ekki mikið út á meðal fólks, það var fólkið sem kom til hennar, enda skemmti- leg, gestrisin og yndisleg kona. Þar var mikið spilað á spil, en í eldhúsinu var spilastokkurinn alltaf til taks og þeir sem komu í heimsókn tóku jafn- an „slag“. Oft barði sá gamli í borðið, til að leggja áherslu á leikinn, við mikla kátínu spilafélaganna og amma hafði oftast gaman af. Allir eru sam- mála um að það að spila við þau var hin mesta skemmtun. Já, það var oft gaman hjá okkur og mun ég varðveita allar þær góðu minningar sem ég á um þau. Ég og fjölskylda mín kveðjum þau með söknuði, þakklát fyrir þann tíma sem við áttum saman. Guð geymi þau. Dagmar Ásgeirsdóttir (Dadda). Við erum heppin sem fengum að vera samferða þeirri konu sem við kveðjum í dag því fáir hafa gefið eins mikið af sér og hún og þau hjónin amma og Sveinn. Þó ég undirrituð hafi ekki getað fylgt henni ömmu minni síðasta spölinn þá fékk ég að kveðja hana með þeirri virðingu sem henni og okkar samskiptum í þessu lífi hæfði. Amma var einstök kona og átti aðdáun allra sem henni fengu að kynnast. Hún tengdist órjúfanlegum böndum öllum sínum afkomendum og þar var engum mismunað. Við kom- um flest saman við fráfall lífsföru- nautar hennar fyrir rétt um mánuði og við vissum öll að það yrði ekki langt á milli þeirra hjóna. Mér þótti mjög sérstætt að fara og heimsækja ömmu með syni mínum og bróðursyni og sjá hversu nærri sér þeir tóku ástand hennar sem alltaf var klett- urinn okkar. Að alast upp í fangi þessarar konu er auðvitað ómetanlegt, hún gaf enda- laust af sjálfri sér. Í mínu lífi er hún ljósið sem alltaf hefur lýst. Í gegnum æskuna var hún mér allt, á unglings- árum saumaði hún á mig fötin og tal- aði við mig um allt sem þurfti að ræða, hún greiddi götu okkar krakk- anna hvert sem vandmálið var. Hún gat reyndar verið svolítið hlutdræg ef því var að skipta og við græddum á því. Afkomendur þessara heiðurs- hjóna eru margir og tómið er mikið sem myndast við fráfall þeirra sem alltaf hafa verið miðpunkturinn í fjöl- skyldunni. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þær stundir sem ég átti á heim- ilinu þar sem alltaf var pláss fyrir mig þó margt væri í heimili. Allar þær stundir sem við amma áttum saman eru mér dýrmætar, hún var óþreyt- andi að kenna manni á hljóð náttúr- unnar, hvaða fugl átti hvaða hljóð og hvað skeljarnar í fjörunni heita. Hún kenndi mér að skima egg og reyndi að fá mig til að súpa úr þeim, það þótti henni algjört lostæti. Við gengum á fjöll og ræddum allt milli himins og jarðar. Amma reyndi að kenna mér að mjólka beljuna sem var svo góð vinkona hennar og tók ekki í mál að neinn annar en amma mjólkaði hana og við hlógum að þvermóðskunni í beljunni. Hún kenndi manni snemma að bera virðingu fyrir dýrunum og náttúrunni og að því munum við af- komendur hennar búa. Ljúfustu æskuminningar mínar eru frá Eyri við Reyðarfjörð þar sem amma og Sveinn bjuggu í nokkur ár og ég var svo lánsöm að fá að dvelja þar á sumr- in. Það var gott að hlæja með ömmu og meira að segja nú í vor þegar kom- ið var að kveðjustund skynjaði ég að húmorinn var enn til staðar og ég greindi glettnina sem var aðalsmerki ömmu. Við börnin hennar og barna- börn munum búa að því að hafa fengið að vera henni samferða. Ég bið góðan Guð að taka vel á móti henni ömmu minni og leiða hana og Svein saman aftur. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matthías Jochumsson.) Takk fyrir allt. Ólöf Ásgeirsdóttir. Mig langar að minnast ömmu og afa á Kvíabólsstíg í örfáum orðum. Þegar ég fór að rifja upp okkar fyrstu kynni þá kom kleinubakstur ömmu fyrst upp í hugann, þar sem hún bakaði kleinurnar alltaf á neðri hæðinni á Kvíabólsstígnum og þurfti maður að skríða niður gat til að kom- ast í bakstursherbergið. Þar stóð hún með svuntu og poka á höfðinuog alltaf fór maður heim með kleinupoka með sér. Hún var rólyndistýpa og maður Elsku amma og afi. Langaði að senda ykkur smákveðju frá Ástralíu. Ég á svo margar góðar minningar um ykkur og alltaf var gott að eiga skjól hjá ykkur. Ég veit að ykkur líður vel núna og fáið að vera saman hjá Guði. Ástarkveðja, ykkar Guðný. HINSTA KVEÐJA ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, stjúpmóður, tengdamóður, ömmu og systur. ÁSGERÐAR JÓNASDÓTTUR, Seljahlíð 3i, 603 Akureyri, Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu Akureyrar. Sveinn Ingi Halldórsson, Kolbrún Jónsdóttir, Pétur Tyrfingsson, Hanna G. Sveinsdóttir, Eiríkur Þórðarson, Ómar Örn Bjarnþórsson, Friðrik, Steinar, Elmar, Atli Gunnar og systkini hinnar látnu. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES ÞORSTEINSSON, fyrrverandi aðalféhirðir Landsbanka Íslands, áður til heimilis að Melhaga 6, Reykjavík, lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund laugar- dagskvöldið 25. apríl. Útförin fer fram frá Neskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 5. maí kl. 15.00. Hjörtur Hannesson, Sigrún Axelsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Vilhjálmur Þór Kjartansson, Una Hannesdóttir, Geir Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS ÞORLÁKSSONAR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóðskilunardeildar og hjartadeildar 14E á Landsspítala við Hringbraut fyrir einstaka alúð og umönnun. Guðríður I. Einarsdóttir, Örn Þórhallsson, Erla Magnúsdóttir, Þórunn Þórhallsdóttir, Jón Hjaltalín Ólafsson, Sigríður Þórhallsdóttir, Kristján Árnason, Einar Þór Þórhallsson, Andrea Þorbjörg Rafnar, Hörn Harðardóttir, Matthías Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns og bróður, HALLDÓRS HERMANNSSONAR, Grasparvsgrand 8, Klagerup, Svíþjóð. Ingveldur Höskuldsdóttir og fjölskylda, Guðlaug Hermannsdóttir, Brynjar Skarphéðinsson og börn. ✝ Ástkær móðir mín, SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, áður Gautlandi 15, sem lést á sunnudaginn 26. apríl, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 5. maí kl. 15.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Hilmar H. Svavarsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, dvalarheimilinu Seljahlíð, áður til heimilis að Grýtubakka 10. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Seljahlíðar fyrir að annast hana af alúð og hlýju síðustu æviárin. Guð blessi ykkur. Ásgeir Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Valgeir Sigurðsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Steinunn Sigurðardóttir, Árni Sigurðsson, Auður Sigurðardóttir, Þorgrímur Guðmundsson, Kristín Sigurðardóttir, Jón Steingrímsson, Sigríður Sigurðardóttir, Sverrir Sandholt, Sigrún Edda Sigurðardóttir, Pétur Emilsson, Rúnar H. Sigurðsson, Rósa S. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Sendum öllum þeim sem styrktu minningarsjóð Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur sérstakar þakkarkveðjur. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.