Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 45
Velvakandi 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
Grettir
HVAR ER KAKAN
SEM VAR Í
OFNINUM?
NAMM!
NAMM!
HÚN VAR
EKKI BÚIN AÐ
LYFTA SÉR
ÞÚ
SEGIR
MÉR
ÞAÐ
NÚNA
Kalvin & Hobbes
ALLT Í
LAGI ÞÁ
FRÁBÆRT!
ALLT Í LAGI...
HLAUPTU NÚ
EFTIR GANGINUM
OG SLEPPTU!
GERÐU ÞAÐ!!
ERTU EKKI ORÐINN
OF GAMALL FYRIR ÞAÐ?
MAMMA,
MÁ ÉG
SITJA Í
KERRUNNI?
Kalvin & Hobbes
VAR VATNIÐ OF
KALT, TARZAN?
Kalvin & Hobbes
ÉG HELD ÉG SÉ AÐ NOTA
OF STERKA SÓLARVÖRN
Hrólfur hræðilegi
HVERNIG
VAR
ÞETTA?
FULLKOMIÐ!
ÉG HELD AÐ VIÐ ÞURFUM
EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF
MÚSUNUM FRAMAR
Gæsamamma og Grímur
GRÍMUR,
AF HVERJU
TÓKSTU AF
ÞÉR ÓLINA
ÞÍNA?
VIL EKKI
FÁ FAR Í
BRÚNKUNA
Ferdinand
Þeir minntu helst á Danny Zuko og gæjana í „Koppafeiti“, strákarnir sem
þeystu eftir Kringlumýrarbraut á glæsilegum gulum blæjubíl þegar sólin
gægðist undan skýjunum í byrjun vikunnar. Eina sem vantaði var vænn
skammtur af brilljantíni í hárið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brunað á blæjubíl
Að loknum
kosningum
ÞAÐ var ekki auðvelt
fyrir almúgann að
komast að í fjölmiðlum
í aðdraganda kosninga
og þarf ekki að koma
neinum á óvart. Það
voru því fyrst og
fremst stóru nöfnin og
pólitískir hags-
munaaðilar í fjölmiðla-
heiminum sem fengu
að láta ljós sitt skína.
Ýmislegt óvandað var
látið flakka í kosninga-
baráttunni eins og við
var að búast og erfitt
er fyrir venjulegt fólk að átta sig á
því hvað á við rök að styðjast og
hvað er aðeins áróður og vitleysa.
Þrátt fyrir ömurlegt efnahagsástand
og fátæklegar úrlausnir af hálfu
stjórnmálaflokkanna, þeirra sömu
og sköpuðu þetta ástand, voru höf-
uðágreiningsmálin aðild að ESB
sem fylgjendur þess boða sem alls-
herjarlausn og kvótakerfin. Jafnvel
hámenntaðir og virðulegir fræði-
menn sem og lýðskrumarar pólitísku
flokkanna geta ekki komið sér sam-
an um hvað er okkur fyrir bestu.
„Sérfræðingarnir að sunnan“ eins og
algengt er að orða það í minni gömlu
heimabyggð fyrir vestan boða engar
lausnir.
Þeir ágætu hámenntuðu menn
geta bara alls ekki komið sér saman
um það, hvort sem þeir koma „að
sunnan“ eða frá útlöndum. Að sjálf-
sögðu eru bæði kostir og gallar við
aðild að ESB, vandinn er að meta
hvort vegur þyngra. Skoðanir okkar
almúgamannanna eru því jafngildar
og þeirra. Nú berast fregnir af því
að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi
innan ESB sjái sér hag í því að taka
upp kvótakerfi að íslenskri fyr-
irmynd. Það kemur ekki á óvart.
Jafnaðarmenn/Samfylkingin (nýi
Sjálfstæðisflokkurinn) á Íslandi sem
eru helstu talsmenn aðildar að ESB
ættu að gaumgæfa það. Mikil fylgis-
aukning vinstri flokkanna kemur
ekki á óvart því efnahagshrunið er
fyrst og fremst talið vera á ábyrgð
hægri flokkanna sem lengst hafa
stjórnað landinu, þ.e.a.s. Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks. Sam-
fylkingin (kratar) ber þó vissulega
sína ábyrgð en sleppur furðuvel frá
henni. Ég tel að aðild að Evrópu-
sambandinu hafi í för með sér afsal
fullveldisins og að sjáv-
arauðlindir okkar muni
fara forgörðum. Eftir
aðild að EES hefur
fjöldi innflytjenda hasl-
að sér völl hér á landi
og er það bæði gott og
slæmt eftir aðstæðum.
Ef menn eru að kvarta
yfir fjölda Pólverja og
Balta hér á landi þá
skyldu menn íhuga
hvernig dæmið liti út
eftir að 70 milljónir
Tyrkja eru komnir í
Evrópusambandið. Þó
að við þyrftum að
herða sultarólina og
búa við krappari kjör í
einhvern tíma þá er það betra en að
þurfa að afhenda Evrópusamband-
inu auðlindir okkar fyrir fullt og allt.
Við höfum áður þurft að standa ein
og lifað það af, og við getum með
auðlindir okkar að bakhjarli gert
það áfram. Hvað varðar aðild-
arviðræður við ESB þá skipta þær
engu máli því að við uppfyllum ekki
þau skilyrði sem ESB setur um-
sækjendum um aðild og munum ekki
gera það á næstu árum, jafnvel ára-
tugum. Við verðum því að hugsa
málið upp á nýtt og leita annarra
lausna.
Höfnum aðild að ESB og tryggj-
um sjálfstæði Íslands.
Hermann Þórðarson.
Varst þú í Reykjadal
á árunum 1965 - 1975/80?
LAUGARDAGINN 9. maí verða
endurfundir þeirra sem voru í
Reykjadal á vegum Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra, bæði sem dval-
argestir og starfsfólk. Hittumst við í
Reykjadal og verður húsið opnað kl.
10 árdegis. Hugmyndin er að eiga
saman notalegan dag, endurnýja
gömul kynni og rifja upp gamlar
minningar. Til er hópur á Facebook
um endurfundina „Reykjadalur
1965-́75.“ Nánari upplýsingar gefa
Grétar Pétur, s. 663 2226 og Jóndi, s.
895 0390. Er vonast til að sem flestir
fyrrverandi dvalargestir/krakka-
lingar og starfsfólk frá árunum
1965-1975/80 láti sjá sig.
Reykjadalshópurinn.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Bólstaðarhlíð 43 | Vorfagnaður fimmtu-
daginn 14. maí kl. 17. Ragnar Bjarnason
og Þorvaldur Halldórsson sjá um stuðið.
Söngur, grín og dans. Veislumatur frá
Lárusi Loftssyni. Skráning og greiðslur í
s. 535-2760 fyrir 12. maí.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Leik-
félagið Snúður og Snælda sýnir leikritið
„Hressingarheimilið Líf í tuskunum“ í
Stangarhyl 4, kl. 14 föstudaginn 8. maí.
Síðasta sýning. S. 588-2111
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 20-23.30.
Danshljómsveitin Klassík leikur danslög
við allra hæfi. Sjá feb.is.
Félagsheimilið Gjábakki | Síðasti dagur
Vorsýningar, opið kl. 14-18. Handunnir
nytja- og skrautmunir, unnir af högum
höndum og hugviti eldra fólks. Vöfflu-
kaffi selt frá kl. 14-17. Ýmis glerverk
verða til sölu á vorsýningunni.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Hin ár-
lega vorsýning dagana 1.-3. maí verður
opin alla dagana frá kl. 14-18. Vöfflukaffi
verður selt alla dagana kl. 14-17.
Hraunsel | Handavinnusýningin verður
opin dagana 9., 10. og 11. maí kl. 13-
16.30.
Hæðargarður 31 | Myndlistarsýning
Erlu Þorleifsdóttur og Stefáns Bjarna-
sonar opin kl. 14-17. Upplýsingar í Ráða-
gerði, s. 411-2790.
Korpúlfar, Grafarvogi | Ganga frá Egils-
höll á morgun kl. 10.
Vesturgata 7 | Flóamarkaður fös. 8. maí
og mán. 11. maí frá kl. 13-16. Fatnaður,
húsbúnaður, vínilplötur, geisladiskar,
bækur, skór. Sungið v/flygilinn og dans-
að í kaffitímanum á föstudag. Veislukaffi
báða dagana.