Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 46
46 Menning MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson hefur lagt gjörva hönd á margt síðan hann stofnaði rokktríó fyrir rúmum tveimur áratugum. Ekki er bara að Jóhann hefur spilað rokk, heldur er hann líka meðal brautryðj- enda í íslenski danstónlist, hefur samið tónlist við leik- og dansverk, kvikmyndir og sjónvarpsþætti, mynd- listarsýningar og uppákomur. Jóhann hefur ekki bara verið iðinn við eigin útgáfu, heldur hefur hann komið að fjölmörgum plötum; allt frá vinsælu poppi í tormelt tilraunadót. Gengisvísitala Jóhanns Jóhannssonar Daisy Hill Puppy Farm var undir sterkum áhrifum frá shoegazer-tónlist,þéttu klifunarkenndu gítarrokki hljómsveita eins og My Bloody Valentine og The Jesus and the Mary Chain. 7” með Blondie- laginu Heart of Glass fékk fína dóma í Bretlandi og í Melody Maker var hljómsveitin kölluð “svar Íslands við Jesus and Mary Chain”. 12” Spray- can vakti ekki eins mikla athygli og sveitin leystist upp ekki löngu eftir að hún kom út. Það kommörgum á óvart þegar Jóhann gekk í Ham, en hann féll vel inni í sveitina eins og heyra mátti á tónleikum og á upptökum. Hann kom með nýja vídd inn í sveitina því hann var líka liðtækur hljómborðsleikari og segja má að erkirokksveitin Ham hafi tekið ýmsa spretti í óvæntar átti eftir að Jóhann slóst í hópinn. Funkstraße var engin venjuleg hljómsveit - frekar að kalla mættihana félagsskap sundurgerðarmanna í klæðaburði og framkomu, eða þannig birtist sveitin í það minnsta. Hún er enn starfandi að nafninu til, kom síðast saman í janúar 2007, en fjöldi liðsmanna er nokkuð á reiki, þó sami kjarninn hafi verið í henni alla tíð. Mottóið: Ef grúvið er gott: endurtakið! 321 Tónlistin við Englabörn, leikrit Hávars Sigurjóns-sonar, var ákveðinn vendipunktur á ferli Jóhanns, en kvikmyndatónlist hefur ekki legið síður fyrir Jóhanni. Hann gerði þannig meðal annars tónlistina við myndirn- ar Íslenski draumurinn eftir Robert Douglas (2000), Óskabörn þjóðarinnar eftir Jóhann Sigmarsson (2000), Maður eins og ég eftir Robert Douglas (2002), Dís eftir Silju Hauksdóttur (2004), Wicker Park eftir Paul McGuigan (2004) og Blóðbönd eftir Árna Óla Ásgeirsson (2006); við sjónvarpsþætti, til að mynda Femín, Svarta engla o.fl., og heimildarmynd- irnar Corpus Camera, Leyndardómar íslenskra skrímsla o.fl. Hann hefur líka samið tónlist við fjölda leikrita hér á landi og ytra, til að mynda Vitleysingana, Fireface, Englabörn, Pabbastrák, Viktoría og Georg, Jón Gabríel Borkman, Dínamít og Døden i Teben. 6 Jóhann var þriðja hjólið undir Unun til að byrja með,annaðist forritun og útsetningar með lagasmiðunum G. Lárusi Hjálmarssyni og Þór Eldon á fyrstu plötunni sem hét því einfalda nafni Æ, en fékk heitið Super Shiny Dreams fyrir erlenda útgáfu. Jóhann var líka í þeirri gerð sveitar- innar sem lagði af stað í sveitaballarúnt í byrjun árs 1995, en entist ekki nema tvö eða þrjú böll. 5 Orgelkvartettinn Apparat var reyndarkvintett, en nafnið átti svosem við í ljósi þess að orgelin voru fjögur, en menn spiluðu líka á ótal önnur hljómborðsverkfæri sem sum voru sjaldgæf og sjaldheyrð. Starfsemi sveitarinnar liggur niðri vegna anna manna. 4 Gr af ík :M or gu nb la ði ð/ El ín Es th er Lj ós m yn d: Bj ör g Sv ei ns dó tt ir ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 ‘92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 ‘98 ‘99 ‘00 ‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘08‘07 ‘09 Víðfrægur Frægur Þekktur Rómaður Óþekktur 1987 Jóhann Jóhannsson stofnar tríóið Daisy Hill Puppy Farm undir miklum áhrifum frá The Jesus and the Mary Chain. Hljómsveitin á þrjú lög á Erðanúmúsíkspólunni Snarl sem Gunnar Lárus Hjálmars- son gefur út. 1988 Daisy Hill Puppy Farm gefur út 7” samnefnda sveitinni. Á henni er Blondie-lagið Heart of Glass sem vekur athygli utan landsteinanna og fær meðal annars fína dóma í Bretlandi. Ári síðar kemur út 12” sem ber heitið Spraycan. 1993 Jóhann Jóhannsson gengur til liðs við rokksveitina mögnuðu Ham þegar Flosi Þorgeirsson átti ekki heiman- gengt sökum ómegðar. Jóhann lék með Ham á frægðarför um Bandaríkin, á kveðjutónleikum sveitarinnar í Lækjarwtungli 1994 og svo á upprisutón- leikunum 2001. 1993 Jóhann tekur við leifum hljóðvers í kjallara vestur í bæ, endurbætir og tækjavæðir og nefnir Nýjustu tækni og vísindi. Þar verður svo til fyrsta sólóskífa Páls Óskars, Stuð, haustið 1993. Þeir Sigurjón Kjartansson Hamforingi unnu að skífunni með Páli og Jóhann átti einnig drjúgan þátt í næstu sólóskífu Páls. 1992 Gunnar L. Hjálmarsson og Jóhann Jóhannsson leggja saman í púkk undir nafninu Ekta og eiga lagið Berklahælið ‘47 á safnplötunni Bandalögum 5. Sama ár stofna þeir Funk- straße saman Jóhann, Óttarr Proppé og S. Björn Blöndal. 1994 Þeir Gunnar Lárus og Jóhann höfðu unnið sitthvað saman eins og getið er og taka upp þráðinn í verkefni sem fékk heitið Unun. Gunnar og Þór Eldon stofnuðu Unun en Jóhann vélar um hljóðgervla og -smala í fyrsta laginu sem Unun sendir frá sér: Hann mun aldrei gleyma henni. Hann sér svo um forritun á fyrstu breiðskífunni og spreytti sig svo á sveitaballaspilamennsku með Unun í byrjun árs 1995. 1996 Í Funkstraße spilaði Jóhann meðal annars með Pétri “E-X” Hall- grímssyni. Þeir fara svo að gutla við músík saman, ráða sér söngkonu, Söru Guðmundsdóttur, og stofna poppbandið Lhooq 1995 sem komst á útgáfusamning ytra ári síðar. Fyrstu smáskífunum var vel tekið en sveitin lognaðist út af eftir fyrstu breiðskíf- una sem kom út 1998. 2001 Jóhann tekur að sér að semja tónlist við Englabörn, leikrit Hávars Sigurjónssonar. Verkinu er vel tekið og ekki síður tónlistinni sem breska fyrirtækið Touch gefur út ári síðar og vekur talsverða athygli víða um heim. Hann vélar líka um sólóskífu enska söngvarans Marc Almond og tekur upp þráðinn með Ham. 1999 Jóhann og Sigtryggur Baldursson slagverksleikari hefja fjarbúð sem getur af sér hljómsveitina Dip og hljóm- plötuna Hi-Camp Meets Lo-Fi og tónleikahald í kjölfarið. Sveitin starfar þó ekki ýkja lengi. Sama ár stofnar Jóhann Orgelkvart- ettinn Apparat með Arnari Geir Ómarssyni trommu-félaga sínum úr Ham, Úlfi Eldjárn, Herði Bragasyni og Sighvati Ómari Kristinssyni og hrindir líka Tilraunaeldhúsinu úr vör með þeim Hilmari Jenssyni, Kristínu Björk Kristjánsdóttur og fleiri. 2002 Tilraunaeldhúsið fer um heiminn með Jóhann Jóhannson primus inter pares. Flokkurinn heldur tónleika í mörgum löndum og gefur út plötur sem fá fína dóma þó ekki hljóti þær náð fyrir eyrum plötukaupenda. 2004 Tónverkið Virðulegu forsetar fyrir ellefu málm- blásara, slagverk, rafhljóð, tvö orgel, píanó og rafbassa er flutt í Hallgrímskirkju og tekið upp og breska fyrirtækið 4AD gefur það út. Verkið fær afbragðs dóma hér heima og erlendis. 2006 Jóhann dregur fram gamla tónlist sem faðir hans og fleiri bjuggu til á IBM 1401 tölvu og býr til úr því tónlist við dansverk Ernu Ómarsdóttur. Þau kalla verkið “IBM 1401, a User’s Manual” og fara með það víða um heim. Það er svo gefið út á plötu af 4AD. 2008 Jóhann hlýtur verðlaun á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Rhode Island fyrir tónlistina við stuttmynd Marc Craste, Varmints. Í byrjun nóvember kemur út platan Fordlândia, en tónlistin á henni er samin með fyrirmyndarríki Henrys Fords í huga í frumskógum Brasilíu. Henni er frábærlega tekið af gagnrýnendum. 2009 Jóhann leggur upp í tónleikaferð um heiminn að kynna Fordlândiu og er meðal annars boðið á hina virtu Futuresonic- hátíð í Manchester þar sem Philip Glass er aðalnúmerið, en Jóhann er kynntur sem eitt af því helsta sem hátíðina prýðir. 1 2 4 3 5 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.