Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 48
48 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Hvein í Ólavur Jákupsson mundaði slípirokkinn af miklu listfengi. Slag Jógvan Andreas á Brúnni fór hamförum á tunnunum. Morgunblaðið/Eggert Valkyrja Eivör Pálsdóttir leiddi sveitina með miklum glæsibrag og sjarmeraði salinn upp úr skónum. ORKA rokkar! Næmi Bogi á Lakjuni einbeittur við tólin. Þráðbeinn Leiðtoginn, Jens L. Thomsen, á girðingastaurnum. ALLSÉRSTÆÐIR hljómleikar fóru fram í Norræna húsinu síðastlið- inn fimmtudag. Þá kom færeyska tilraunasveitin ORKA fram og það var engin önnur en Eivör „okkar“ Pálsdóttir sem léði sveitinni eng- ilblíða rödd sína. Olíutunnur, girðingarstaurar, slípirokkar og plast- flöskur voru á meðal þeirra „hljóðfæra“ sem brúkuð voru á sviðinu en tildrög þess eru að Jens L. Thomsen, leiðtogi sveitarinnar, smíð- aði hljóðfærin ásamt vinum sínum og fjölskyldu og notaðist við til- fallandi hluti í kringum sveitabæinn sinn. Mæting var framúrskarandi góð og höfðu menn á orði að Norræna húsið væri vel brúkanlegt undir tónleika af rafmagnaðri toganum. Það var Ólöf Arnalds sem sá um upphitun og vafði hún fólki um fing- ur sér eins og ekkert væri með sinni ofurfallegu og næmu tónlist. Svona eiga norræn samstarfsverkefni að vera! Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „SUMARLÍNAN er innblásin af strengjalist (string art) sem er skrautaðferð sem var mjög heit á sjöunda áratugnum, myndir eru þá búnar til með því að strengja band á milli nagla,“ segir Eygló Margrét Lárusdóttir fatahönnuður þegar hún er spurð hvað hafi veitt henni innblástur við gerð nýju sum- arlínunnar. „Innblásturinn byrjaði með strengjalist en leiddist svo út í eitthvert teknó/goth, sem er nokkuð sérstakt.“ Eygló hannar undir nafninu EYGLO og selur hönnun sína aðeins í Kronkron á Laugavegi. Sumarlínan kom í verslunina fyr- ir um tveimur vikum. „Ég vann línuna á mjög stuttum tíma vegna barneigna og því er hún kannski svolítið einföld en mjög klæðileg. Ég hannaði aðeins kjóla í þetta skiptið sem eru frekar fyrir konur í yngri kantinum, þetta eru svona meiri partíföt. Annars hef ég alltaf náð til mjög breiðs aldurshóps með hönnun minni.“ Sumarkjólar Eyglóar eru tvennskonar; þröngir og stuttir eða mjög víðir úr silki. „Það er svolítið reif í þröngu kjólunum mínum og afturhvarf til tíunda áratugarins. Það gerðist eiginlega óvart, ég horfi alls ekki með stjörnur í augum aftur til þess tíma.“ Stuðlabergið heillandi Eygló saumar allar flíkurnar í sumarlín- unni sjálf og segir hún það ekki mikið mál enda selji hún bara í einni búð. „Ég hef látið sauma fyrir mig á Indlandi. En það er svo dýrt að láta framleiða fyrir sig núna að ég ákvað að borga mér frekar sem sauma- konu.“ Haustið er ekki langt undan og Eygló vinnur nú á fullu að haust- og vetr- arlínunni 2009/2010. „Ég er að vinna með form á stuðlabergi í haustlínunni. Hún verð- ur áfram þung eins og sumarlínan, hörð og kraftmikil. Ég verð líka með meira af flókn- um flíkum, kápur og jakkar fá að fljóta með, ekki aðeins kjólar eins og núna,“ segir Eygló sem hefur ekki sótt innblástur í náttúruna fyrr en nú. „Ég fór að heillast af formi grjótsins. Mér finnst spennandi að vinna með það og smásjármyndir af grjóti geta verið mjög flottar, því er ég að hugsa um að blanda stafrænu prenti inn í haustið og vet- urinn.“ Eygló fór fyrst að selja í búðum hérlendis árið 2006 og segir hönnun sinni hafa verið tekið mjög vel. „Ég þarf að fara að taka skrefið í að selja erlendis. Það þyrmir svolítið yfir mig núna að reyna að koma nýju merki út í allri heimskreppunni. Næsta skref er samt að setja upp netsíðu til að selja í gegn- um, ég fæ fyrirspurnir að utan og góð við- brögð í gegnum erlendar bloggsíður og því væri gaman að fara að kíkja á netsölu.“ Hörð og kraftmikil hönnun  Fatahönnuðurinn Eygló hannar sumarkjóla  Innblástur frá strengjalist og 10. áratugnum Morgunblaðið/Heiddi Neyðin kennir naktri... „Það er svo dýrt að láta framleiða fyrir sig núna að ég ákvað að borga mér frekar sem saumakonu.,“ segir Eygló Margrét sem hannar undir nafninu EYGLO. Dæmi um hönnun Eyglóar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.