Morgunblaðið - 12.05.2009, Page 10

Morgunblaðið - 12.05.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkis-stjórnar (eða samstarfsyfirlýs- ing eða hvað á að kalla hann) er með lengstu plöggum af því tagi, sem rík- isstjórnir hafa hamrað saman.     Gunnar Helgi Kristinsson stjórn-málafræðingur segir í Morgun- blaðinu í dag að algeng lengd stjórnarsáttmála sé 2.000 orð, en þessi sé 7.000.     Er þetta þá efn-ismeiri stjórnarsáttmáli en oftast áður? Fæst bendir til þess. Fyrstu síðurnar eru á köflum óskaplegt og innihaldsrýrt froðu- snakk. Var Dagur B. Eggertsson með puttana í „ritstýringunni“?     Gunnar Helgi nefnir að við mynd-un ríkisstjórna 1947, 1950, 1963 og 1967 hafi engin plögg verið birt.     Í eitt skiptið, þegar sjálfstæðismenn og framsóknarmenn mynduðu sam- an stjórn árið 1950, hélt Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, ræðu á fundi sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík.     Ég er nú eiginlega ekki eins fjarriþví og sumir aðrir, að þannig eigi stjórnarmyndanir að vera,“ sagði Ólafur. „Þessir eilífu mál- efnasamningar, þar sem sérhver flokksbjálfi og heimspekingur í flokknum hleður upp metralöngum tillögum til þess að gera landið stjórnlaust sem allra lengst og þjóð- inni sem mesta bölvun ... eru ekki eftirsóknarverðir. Ég er eiginlega með því að kveða þessa karla í kút- inn og mynda stjórnir án langra málefnasamninga.“     Höfundar nýja stjórnarsáttmálanshafa augljóslega ekki lesið bók Matthíasar Johannessen um Ólaf ný- lega. Ólafur Thors Metralangar tillögur Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 rigning Lúxemborg 14 skýjað Algarve 21 léttskýjað Bolungarvík 10 rigning Brussel 18 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Akureyri 12 skýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 20 léttskýjað Egilsstaðir 11 alskýjað Glasgow 16 léttskýjað Mallorca 26 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 9 rigning London 15 heiðskírt Róm 25 heiðskírt Nuuk -4 heiðskírt París 15 skýjað Aþena 25 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Amsterdam 13 heiðskírt Winnipeg 15 heiðskírt Ósló 12 heiðskírt Hamborg 14 léttskýjað Montreal 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 13 léttskýjað Berlín 13 skúrir New York 16 heiðskírt Stokkhólmur 11 skýjað Vín 27 skýjað Chicago 13 alskýjað Helsinki 11 léttskýjað Moskva 22 alskýjað Orlando 32 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 12. maí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.10 0,6 8.11 3,4 14.11 0,7 20.31 3,6 4:22 22:28 ÍSAFJÖRÐUR 4.16 0,3 9.58 1,7 16.02 0,4 22.17 2,0 4:04 22:55 SIGLUFJÖRÐUR 6.21 0,1 12.40 1,1 18.21 0,4 3:46 22:39 DJÚPIVOGUR 5.06 1,9 11.18 0,5 17.39 2,1 23.59 0,6 3:46 22:03 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Suðaustan 8-15 m/s, hvassast suðvestantil. Dálítil súld með köflum, en bjart að mestu um landið norðanvert. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðanlands. Á fimmtudag Austan 5-13 m/s og dálítil súld eða þokuloft sunnan- og aust- anlands, en bjart með köflum norðan- og vestanlands. Hiti 13 til 20 stig. Á föstudag Austlægar áttir og rigning eða súld með köflum um landið sunnanvert, en yfirleitt þurrt og bjart norðantil. Áfram hlýtt í veðri. Á laugardag og sunnudag Austlæg eða breytileg átt. Sums staðar þokuloft við ströndina, einkum austantil, en annars bjart með köflum. Hægt kólnandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s. Súld eða rigning með köflum sunnan- og vestantil, en heldur hægari og léttir heldur til um landið norð- austanvert. Hiti 6 til 12 stig en 12 til 16 stig norðaustanlands síðdegis. MIKLUM hlýindum er spáð á landinu næstu daga, svo langt sem spákortin ná. Spáð er suðlæg- um og austlægum áttum og hitinn norðanlands og austan ætti að geta farið upp undir 20 stig. Bjart- viðri ætti að vera flesta daga. „Þá er hún farin að vinna varmadælan, ekki sú eiginlega í formi vélbúnaðar, heldur hin sem knúin er af sólarorku og beinir varma úr suðri norður yf- ir landið. Að þessu sinni virðist varmadælan ætla að verða bæði sérlega kröftug og langvarandi,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur á veð- urbloggi sínu í gær. Einar segir að til að svona aðstæður skapist þurfi háþrýstisvæði að hreiðra um sig yfir Bret- landseyjum. Það sér til þess að beina mildu og röku Atlantshafslofti norður á bóginn. Loftið verði að vera tiltölulega rakt þegar það berst upp að Ís- landi. Lyfting þess yfir fjalllendi geri það að verk- um að rakinn þéttist, úrkoma falli áveðurs og mik- ið af dulvarma losni úr læðingi. Hans njóti síðan íbúar Norður- og Norðausturlands í ríkum mæli í formi hnjúkaþeysins. Suðræna loftið muni í þess- ari lotu ná langt norður með austurströnd Græn- lands, alla leið til Svalbarða. sisi@mbl.is Mikil hlýindi verða næstu daga „Varmadælan“ verður bæði kröftug og langvarandi, segir Einar Sveinbjörnsson Morgunblaðið/Ómar Eftir Hafþór Hreiðarsson Norðurþing | Einn minnsti grá- sleppubátur landsins, Ármann ÞH 103, er gerður út frá Kópaskeri og er útgerðin á höndum kaupmannsins í þorpinu og sona hans. Þegar ljós- myndari var á Kópaskeri á dögunum voru þeir bræður, Einar og Agnar Ólasynir, að koma að landi eftir að hafa skotist út og dregið nokkur net. Einar sagði föður sinn, Óla Björn Halldórsson, og Agnar hafa sinnt grásleppuveiðunum að mestu í vor. Hann sjálfur stundi nám við VMA á Akureyri og komi heim um helgar og vitji netanna með þeim ef viðri til þess. Spurðir um aflabrögð sögðu þeir bræður þau ekki hafa verið til að hrópa húrra fyrir hjá þeim frekar en mörgum öðrum enda tíðarfarið búið að vera erfitt. Aflinn væri kom- inn í sex uppsaltaðar tunnur. Fjöldi grásleppubáta hefur verið gerður út frá Kópaskeri í vor en þrátt fyrir það eru ekki söltuð hrogn þar í ár. Þau eru ýmist söltuð á Húsavík eða Raufarhöfn og fara hrognin af Ár- manni til söltunar hjá Hólmsteini Helgasyni ehf. á Raufarhöfn. Nota lítinn bát við grásleppuveiðarnar Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Smábátur Einar og Agnar Ólasynir koma að landi á Ármanni ÞH.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.