Morgunblaðið - 12.05.2009, Side 23

Morgunblaðið - 12.05.2009, Side 23
Umræðan 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 2009 ÉG GET ekki orða bundist, eftir að hafa lesið ummæli höfð eftir Tryggva Þór Herberts- syni þingmanni Sjálf- stæðisflokksins í Mbl. föstud. 8. maí og heyrt Björn Þorra Viktorsson lögmann viðhafa svip- aðar skoðanir. Tryggvi Þór segir að það sé „bú- ið að tryggja sparifjáreigendur, að þeir muni ekki tapa innistæðum“. Það er rangt. Þúsundir Íslendinga töpuðu 30-40% sparifjár síns í peningabréf- areikningum stóru bankanna. Tryggvi segir einnig „þá var komið til móts við þá sem áttu í peningamark- aðssjóðum“. Það má vel vera, en það er ekki aðalatriðið hvort bankarnir hafi sett fjármuni sem þeir fengu frá ríkinu inn í peningamarkaðssjóði sína. Aðalatriðið í að minnsta kosti tilfelli Landsbankans er að bankinn beitti ósannindum til að fá fólk til að flytja og setja sparifé sitt inn á peningabréf- areikninga og sólundaði síðan þeim fjármunum sem inn á þessa reikninga söfnuðust, í eigin þágu og illa staddra fyrirtækja stærstu eigenda bankans. Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og þáverandi ríkisstjórn bera ábyrgð á því að þetta var liðið og látið óátalið. Og til að bæta gráu ofan á svart, þá er fólk sem nýbúið er að ræna 1/3 hluta sparnaðar af nánast þjófkennt og stimplað sem fjármagnseigendur og fjárfestar. Hvílík öfugmæli, rang- túlkanir og óréttlæti. Þegar stolið er af manni einni millj- ón króna sem hann geymir í banka, þá er hann ekki sáttur þótt þjófarnir skili 688 þúsundum. Hann vill fá 312 þús- undin sem upp á vantar. Og ef um hærri upphæð er að ræða, t.d. 10 milljónir sem tekist hefur að nurla saman á langri starfsævi, þá vill mað- ur fá alla upphæðina til baka, ekki bara 6,8 milljónir. Allt venjulegt fólk munar um þrjár milljónir. Að bera þetta mál saman við skuld- ir fólks sem til er stofnað af ýmsu til- efni er gersamlega út í hött. Hún hefur ekki náð athygli fjöl- miðla sú staðreynd að NBI, nýi Landsbankinn, hefur þverskallast við að veita umbeðnar upplýsingar til lög- manna fólks sem tapaði sparifé í pen- ingamarkaðssjóði Landsbankans. Hvers vegna skyldi það vera? Er ekki ástæðan einfaldlega sú að í bankanum vita menn upp á hann skömmina? Að bankinn vélaði fólk til að færa sparifé sitt yfir í pen- ingabréf, sagði ósatt um það sparnaðarform og sukkaði svo með pen- ingana? Úr því að bankinn vill ekki veita upplýsingar um málið, þá á dómsvaldið einfaldlega að gera ráð fyrir að stefnendur hafi rétt fyrir sér og færa sönnunarbyrðina yfir á Landsbankann, þ.e. að bankinn verði að afsanna að hann hafi staðið rangt (ósiðlega/ólöglega) að málum við kynningu og markaðs- setningu peningabréfareikninganna og síðar meðferð fjármuna sem saman söfnuðust. Það er fyrir löngu kominn tími til að stjórnvöld taki á þessu máli af alvöru og leggi jafnmikla áherslu á að leið- rétta það óréttlæti sem þúsundir Ís- lendinga hafa verið beittir og er lögð á að koma til móts við breska og hol- lenska sparifjáreigendur. Varðandi Ice-Save málið er ég þess fullviss að bresk eða bandarísk stjórnvöld myndu aldrei leggja þær byrðar á þegna sinna ríkja, per mann, eins og þau íslensku eru að gera, ef bankar skráðir í þeim löndum rúlluðu með sama hætti og Landsbankinn. Ég er í hópi þeirra þegna þessa lands sem vilja standa í skilum með eigin lán og skuldir, en ekki borga skuldir ann- arra, sem ég ber enga ábyrgð á. Það á fyrst að leita allra leiða til að komast hjá því að endurgreiða innistæðu- eigendum Ice-Save reikninga. Ef það kemur í ljós að íslenska ríkið verður að endurgreiða eitthvað, þá á að byrja á því að leita til þeirra sem ábyrgð báru á Ice-Save og láta þá greiða eins mikið og hægt er af skuld sem þeir stofnuðu til, með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi. Eftir það, en alls ekki fyrr, eiga álögur (greiðslur) að leggj- ast á íslenska ríkið, íslenskan almenn- ing. Staðreyndum hagrætt Eftir Hörð Hilmarsson »… færa sönnunar- byrði yfir á Lands- bankann, þ.e. að bank- inn verði að afsanna að hann hafi staðið rangt að málum í sambandi við peningabréfareikninga. Hörður Hilmarsson Höfundur er ferðafrömuður og baráttumaður fyrir Réttlæti.is Brynja og Björgvin Már Íslandsmeistarar Brynja Dýrborgardóttir og Björgvin Már Kristinsson eru Ís- landsmeistarar í paratvímenningi 2009. Þetta er fyrsti Íslandsmeist- aratitill hjá báðum og auðséð að Björgvin Má er fleira til lista lagt en að sjá um keppnisstjórn Þau háðu mikla keppni við Hrund Einarsdóttur og Hrólf Hjaltason sem gáfu eftir á loka- sprettinum og enduðu í 2. sæti. Þau urðu 0,4 stigum á undan Vigdísi Sigurjónsdóttur og Ólafi Lárussyni sem enduðu þriðju. Lokastaðan: Brynja Dýrborgard. – Björgvin Már . 58,9% Hrund Einarsd. – Hrólfur Hjaltason 55,9% Vigdís Sigurjónsd. – Ólafur Lárusson 55,8% Harpa F. Ingólfsd. – Þórður Sigurðss. 54,9% Soffía Daníelsd. – Sverrir Þórisson 54,1% Guðrún Jóhannesd. – Jón H. Elíass. 54,1% Dröfn Guðmundsd.– Ásgeir Ásbjss. 52,9% Nítján pör tóku þátt í mótinu. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Góð þátttaka í Gullsmáranum Metþátttaka var í Gullsmára fimmtudaginn 7. maí. Spilað var á 15 borðum. Úrslit í N/S: Þorsteinn Laufdal – Sigtryggur Ellertss. 338 Ragnh. Gunnarsd. – Guðm. Magnúss. 320 Jórunn Kristinsd. – Sigrún Andrewsd. 319 A/V Elís Kristjánsson – Páll Ólason 318 Lilja Kristjánsd. – Guðrún Gestsd. 302 Hlynur Þórðarson – Þorsteinn Þórðars. 292 TIL hverra er leitað þegar nátt- úruhamfarir, styrj- aldir eða hamfarir af manna völdum (eins og í fjármálakerfinu) koma upp? Getur það verið hið „bölv- aða“ ríki sem leitað er til? Jú, það er samfélagið sem við setjum traust okkar á, þetta samtryggingakerfi sem við höfum byggt upp. Það er eina kerfið sem við getum treyst á og raunar það eina sem er þess megnugt að gera eitthvað fyrir okkur. Hvers vegna bölvar hálf þjóðin þessari stofnun og vill ekkert með hana hafa? Ástæð- urnar eru eflaust margar en sú nærtækasta er vanþróun og hroki einstaklingsins, þar sem hann hefur fundið upp sérstakt kerfi sem á að virka fyrir hann einan og hann getur þar með stjórnað og hirt afrakstur samfélagsins og gert það sem hann vill, sama hversu vitlaust það er. Þetta er hugsunarháttur hægri stefnu nú- tímans og þeim hefur tekist ótrú- lega vel að innræta villuna í hug- skot landsmanna þrátt fyrir þá staðreynd að þjóðin eigi sameig- inlega allan afrakstur þjóðarbús- ins og verði að lifa á honum. Einkavæðingarstefna Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks hef- ur komið okkur þangað sem við erum í dag. Má nefna dæmi: Höf- uðatvinnuvegur landsmanna, fisk- veiðar, hefur verið gefinn nokkr- um gangsterum og þeir hafa selt og flutt verðmætin í skattaskjól til eigin afnota. Flestöll arðbær fyrirtæki landsins hafa verið af- hent einstaklingum til að leika sér með, t.d. Síminn, bankarnir, lyfjafyrirtækin, olíusalan, fisk- vinnsla, tryggingafélög, svo eitt- hvað sé nefnt. Áfram skal haldið með áróður fyrir meiri stéttaskiptingu og koma öllum rekstri landsmanna í hendur einkaaðila. Til hvers? Jú, svo þessir svo- nefndu eigendur geti greitt sér góðan arð á meðan starfsfólk fær ekki umsamda launa- hækkun. Hefur ein- hver heyrt fréttir frá Granda? Er það stefna Íslendinga að fjármálaglæpamenn stjórni þessu landi áfram eins og verið hefur? Er það framtíðarsýn þjóðarinnar að vera aumir und- irsátar og fyrirvinna glæpamanna sem veita sér allan þann munað og lúxus sem þekkist meðal vit- firrtra einstaklinga nútímans? Eða viljum við lifa saman með þokkalega afkomu fyrir alla? Það er mögulegt ef jafnt er skipt þjóðartekjum. Svo virðist sem stefna misréttis sé á undanhaldi víða í veröldinni og mun barátta gegn því aukast og eflaust mun sú barátta kosta mörg mannslíf. En hvað getum við Íslendingar gert? Við verðum að skipta um fjármálasiðferði, það er orðið svo rotið að við erum sokkin í ára- tuga skuldir og það sem verra er, æran hefur verið tekin af okkur. Menn setur hljóða við að sjá framkvæmd íslenskra sjálfstæð- ismanna undanfarin ár, þar sem hin verstu afglöp kommúnista blikna í samanburði við gerðir þeirra á sviði stjórnunar. Þeir hafa rekið áróður fyrir meira misrétti en þekkst hefur á þessu landi. Öllu fjármagni skal stefna til fjárfesta og einstaklinga sem síðan eiga að sjá um fram- kvæmdir eftir eigin geðþótta og fylgjast með úr sínum einkaþyrl- um. Eða hvað? Þetta er ekki það sem þjóðin vill, þetta er ekki framtíðarsýn Íslendinga sem verða að lifa sam- an á framleiðslu landsins. Ekki vera þrælar sérréttindahópa eða fjárfesta. Ný stjórnarskrá er nauðsyn og hún verður fyrst og fremst að vera sniðin að þörfum heildarinnar, með réttindi og sið- ferði til handa öllum, ekki laga- rugl um eignarétt fyrir pótintáta sem þykjast eiga allan rétt þjóð- arbúsins og stela síðan lífsbjörg frá þúsundum Íslendinga um allt land og nota þýfið í hallir og lúx- us og þykjast svo hafa áunnið sér eignarétt á þýfinu! Svona siðferði ætti ekki að vera til á tuttugustu og fyrstu öldinni. En það er til, af því að við kjósum þetta yfir okkur, sofandi, á fjögurra ára fresti. Hvað gerist ef þrengir að? Eftir Hjálmar Jónsson »Hvers vegna bölvar hálf þjóðin þessari stofnun og vill ekkert með hana hafa? Hjálmar Jónsson Höfundur er rafeindavirki., , Heyrnartækni hefur um áraraðir boðið upp á vönduð heyrnartæki í mörgum verðflokkum frá Oticon. Heyrnartækin frá Oticon eru með þeim fullkomnustu sem völ er á og hönnun þeirra er svo nett að þau eru nánast því ósýnileg bak við eyra. Það skiptir miklu máli að vanda valið þegar það kemur að heyrninni. Hafðu samband eða komdu í heimsókn og fáðu nánari upplýsingar um hvað við getum gert fyrir þig. G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 568 6880 eða á www.heyrnartækni.is Nánast því ósýnileg heyrnartæki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.