Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 14.05.2009, Síða 27
Predikun þín um skólagöngu og að mennta sig fyrst og fremst, er mér hugstæð en gekk eitthvað erf- iðlega að fara eftir. Hvað ég hlakk- aði alltaf til að fá ykkur heim eftir vetradvöl ykkar í útlöndum, þú súkkulaðibrúnn. Þetta er þitt „tes!“ Mikil ósköp á ég eftir að sakna þín, ég sit eftir með heilmikið af minn- ingum sem er mér mikils virði. Ég elska þig, afi minn og sofðu vært blundinn eilífa. Ég kveð með miklum söknuði. Þitt barnabarn, Helga Rut. Í dag verður kvaddur frá Foss- vogskirkju Ingólfur Guðmundsson á 99. aldursári. Ingólfur var móður- bróðir minn og mikill og góður vin- ur. Hann var yngstur 14 systkina foreldra sinna, Jakobínu Jónsdóttur og Guðmundar Sigmundssonar, sem þá bjuggu á bænum Villingadal á Ingjaldssandi. Miklir erfiðleikar og hörmungar voru hjá þessum ungu hjónum á byrjunarárum þeirra því þau misstu eina dóttur úr heila- berklum og fimm ung börn úr hvíta dauða sem svo var nefndur. Einn sonur þeirra drukknaði með Leifi heppna 1925. Sjö barna þeirra kom- ust til fullorðinsára. Ingólfur fór suður til Reykjavík- ur 1928 og fór þá á sjó og var bæði á bátum og togurum. Hann útskrif- aðist sem stýrimaður árið 1939. Eft- ir nokkur ár á sjó kom hann í land og vann eftir það við verslunarstörf. Mörg ár var hann verslunarstjóri hjá Silla og Valda, Vesturgötu 29. Eftir að það fyrirtæki hætti störf- um keyptu þau hjónin verslunina og ráku hana í mörg ár. Ingólfur var alla tíð mikill gæfu- maður. Ein hans mesta gæfa var þegar hann kynntist ungur eigin- konu sinni, Svövu Ingimundardótt- ur, en þau gengu í hjónaband 31. maí 1941 og hefur því samband þeirra varað um 70 ár. Eignuðust þau þrjá syni sem allir eru kvæntir og eiga þeir samtals 7 börn. Barnabörnin eru 12. Minning hans er vafin hlýju og einlægri gleði. Það var alltaf gott að vera í návist hans. Lífsþróttur hans var einstakur og alltaf stutt í glitr- andi glettni hjá honum. Hann miðlaði svo mörgum af lífs- gleði sinni og vermandi vinarhlýju þess sem alltaf átti uppörvandi orð og brosið bjart öllum þeim sem áttu með honum samleið. Um ævina kynnist maður mörgu góðu fólki sem hefur mismikil og misjöfn áhrif á mann. Sömuleiðis verða sumir samferðamenn eftir- minnilegri en aðrir. Ingólfur var einn þeirra manna sem setja svip sinn á umhverfið og verða ætíð hug- stæðir. En alltaf er það nú svo, þeg- ar dauðinn knýr dyra, að þá veldur það alltaf söknuði þegar vinir og ættingjar falla frá. Að minnsta kosti er oft vandfyllt skarð þeirra sem ekki fetuðu lífs- brautina troðnum slóðum fjöldans og létu aldrei fjötrast af áhrifa- mætti tíðarandans. Í þeim hópi var minn einlægi, trausti og góði frændi. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja þau hjón á þeirra hlýja og fallega heimili. Við töluðum oft saman í síma, honum þótti gaman að fá fréttir og mest þótti honum og best að heyra ef öllum sem hann þekkti liði vel. Nú þegar leiðir skilur um stund og í þeirri trú, að hið eilífa ljós lýsi látnum vini, dauðinn sé framhald lífsins og sálin lifi að eilífu, er Ing- ólfur kvaddur með djúpri virðingu. Honum fylgi hjartans þakklæti frá mér og fjölskyldu minni, fyrir fögur fordæmi, lærdómsrík kynni og allt annað sem hann gaf mér af akri vináttunnar. Elsku Svava og fjölskylda, inni- legar samúðarkveðjur frá mér og fjölskyldu minni. Vertu sæll. Þig signi ljósið bjarta. Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn innilegi tryggðarvinur minn. (Höf. ók.) Guðs blessun fylgi Ingólfi í nýjum heimkynnum. Birgir G. Ottósson. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 2009 Ég veit ekki hvenær ég get sagt að ég hafi kynnst Lilju Guð- mundsdóttur. Guð- mundi Hallvarðssyni, syni hennar, kynntist ég á Fylkingarárum okkar Guðmund- ar, á hinum róttæku tímum sjöunda áratugarins. Við Guðmundur vorum félagar í róttæku starfi og vinir. Ég hringdi því margt símtalið úr síma Æskulýðsfylkingarinnar á heimili Guðmundar. Oftast var það ljúf konu- rödd sem svaraði. Og hún kallaði: „Guðmundur, þetta er til þín.“ Þetta voru mín allra fyrstu kynni af Lilju. Seinna áttu leiðir okkar eftir að liggja mikið saman. Guðmundur kvænist 1986 Önnu Margréti Jónsdóttur, mágkonu minni (frá mínu fyrra hjónabandi), sem hefur verið vinkona mín frá okkar fyrstu kynnum. Eftir það lágu leiðir fjölskyldnanna mikið saman og það voru ekki fáir sunnu- dagarnir sem við hjónin drukkum kaffi með Lilju og Hallvarði á heimili sonar þeirra og Önnu Margrétar. Leiðir okkar lágu saman í afmælum, fermingum og síðast en ekki síst hef ég mörg ár kvatt gamla árið og fagn- að því nýja í félagsskap Lilju og Hall- varðar. Síðasta gamlaárskvöld var mér ljóst að þetta yrði trúlega í síð- asta sinn sem ég myndi fá að fagna nýju ári með Lilju. Það var ekki auð- velt að kynnast konu eins og Lilju. Hún hélt sér til hlés, Hallvarður ræddi málin, en hann hefur brenn- andi áhuga á pólitík fyrr og nú. Ég held að Lilja hafi verið honum sam- mála um margt en áhugi hennar lá á öðrum sviðum. Hún hafði áhuga á fólki og líðan þess. Hún hafði samúð með fólki í veikindum þess og fylgdist vel með hvernig því vegnaði. Ég fann vel að slíkt skiptir máli þegar málið Lilja Guðvör Guðmundsdóttir ✝ Lilja Guðvör Guð-mundsdóttir fæddist 28. október 1921. Hún lést á líkn- ardeild Landakots 24. apríl 2009 og fór út- för hennar fram frá Digraneskirkju 6. maí. sneri að mér. Ég fann líka að Lilja hafði ánægju af tónlist og á yngri árum hafði hún byrjað að læra að leika á píanó en orðið að hætta því vegna gigt- veiki. Einu sinni áttum við saman nokkra sumar- daga í Hlöðuvík á Hornströndum ásamt Guðmundi og Önnu Grétu. Þá fann ég glöggt að þótt þau Hallvarður væru sam- rýnd og samtaka þá voru þau afar ólík. Hallvarður var talsmaður gilda gamalla lífshátta meðan Lilja var borgarbarn. En það er ekki verra að hjón séu ólík ef þau viðurkenna að svo sé. Hallvarður var Lilju afar hjálp- samur í þessum frumstæðu og um margt stórbrotnu aðstæðum á Horn- ströndum. Ég vil að lokum þakka Lilju þessi kynni um leið og ég votta Hallvarði og öðrum aðstandendum samúð mína. Bergþóra Gísladóttir. Kærleikans besti bróðir, birtan frá krossi þínum lýsir mér gegnum lífið, leiðbeinir fótum mínum. Sælt er að sjá og finna sólina leika um fjöllin eins er þín ást og náðin yfir mér lífs um völlinn. (E.J.E.) Látin er Lilja Guðmundsdóttir, hin ljúfasta og yndislegasta kona. Hall- varður eiginmaður hennar er frændi minn og frá barnæsku man ég eftir þeim hjónum þegar þau komu í heim- sókn til okkar í Löngubrekku. Halli var yfirleitt með galsa og þótti okkur ekki leiðinlegt að láta hann elta okkur um húsið með viðeigandi óhljóðum og skrækjum. Lilja var hin fullkomna frú, hæg og róleg. Gott þótti okkur að setjast inn í eldhús og hlusta á Lilju og mömmu spjalla saman þegar mesti galsinn var liðinn hjá. Það sem ég man mest frá Lilju á þessum tíma er ljúfur hláturinn og fagurt gleðiblik úr augunum. Ég man eftir mynd af litlu fjöldkyldunni, Lilju, Halla og Guð- mundi syni þeirra litlum. Þessi mynd segir svo margt um hug þeirra hvors til annars og væntingar þeirra til lífs- ins sem þau voru að byrja saman. Hugsa sér allar breytingarnar sem þau hafa upplifað, allt það nýja og um- snúna. Að eiga saman 64 ár er meiri- hluti ævinnar og stórmerkilegt, en að eiga 64 góð ár með þeim sem maður elskar mest af öllum er ómetanlegt og dýrmætt. Þau hjónin voru samhent í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og studdu hvort annað í leik og starfi. Móðir Lilju bjó hjá þeim lengi og eins átti Ingibjörg móðir Halla athvarf hjá þeim þegar þannig stóð á. Guðmund- ur er eina barn þeirra en hann hefur gefið þeim 3 barnabörn, Lilju Dögg, Hallvarð og Elvu Rún ásamt yndis- legri tengdadóttur, Önnu Margréti, sem öll hafa verið þeim svo hugleikin og elskuð. Halli sem alinn var upp á Hornströndum byggði hús í Hlöðuvík þar sem þau áttu sér athvarf frá amstri dagsins. Þangað fór hann margar ferðir með fjölskyldu og vini og þar var Lilja húsmóðir í Búðabæ með sama dugnaði og hún 16 ára fór út á vinnumarkaðinn og þau ár sem þau héldu saman heimili. Síðustu 7 mánuðir hafa verið erfiðir, veikindi og dauði Lilju hafa tekið stóran toll af þreki Halla frænda míns og beygt hann en ekki brotið. Lilja var síðustu vikurnar á líknardeild á Landakoti þar sem vel var hugsað um hana. Til þessa dags sem hún fór á Landakot eldaði hún mat og þvoði þvotta þó þrekið væri lítið. Voru þau verk ekki samboðin karlmönnum að hennar mati. Halli var stundum að læðast til að setja í þvottavélina til að létta henni störfin. Ég heimsótti Halla eftir að Lilja lést og bauðst til að pressa fyrir hann sparifötin. Hann hélt nú að Lilja sín hefði verið búin að því og mikið rétt, þau voru hreinsuð og pressuð inni í skáp tilbúin til notkunar. Það er erfitt að kveðja. Þeir sem eftir sitja syrgja. Ég vil votta fjölskyldunni samúð vegna fráfalls Lilju og minnast henn- ar sem mætrar sómakonu. Stefanía Hjartardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdarmörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5- 15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Minningargreinar ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS FINNBOGASON frá Harðbak, andaðist á Sjúkrahúsinu á Húsavík laugardaginn 9. maí. Jarðarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugar- daginn 16. maí kl. 14.00. Hólmfríður Friðgeirsdóttir, Vilmundur Þór Jónasson, Valgeir Jónasson, Kristín Böðvarsdóttir, Gunnar Finnbogi Jónasson, Þórhildur Þorgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn.                          ✝ Maðurinn minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, NÍELS ÞÓRARINSSON, Klettahrauni 6, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi Hafnarfirði miðvikudaginn 6. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 14. maí kl. 15.00. Anna Erlendsdóttir, Steina B. Níelsdóttir, Gunnar Níelsson, Hafdís Erla Gunnarsdóttir, Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Víglundur Þorsteinsson, Svava Theodórsdóttir, Lovísa María. ✝ Okkar kæri bróðir, HREIÐAR ÁGÚSTSSON, lést í Minneapolis, Bandaríkjunum föstudaginn 8. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Óskar L. Ágústsson, Magnús Ágústsson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, UNA GUÐJÓNSDÓTTIR frá Þórshöfn Langanesi, Heiðarbóli 6, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 12. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, NÍELS KJELDSEN BUSK garðyrkjumaður, lést þriðjudaginn 5. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að vilja hins látna. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Áss fyrir að annast hann af alúð og hlýju síðustu æviárin. Ragnheiður Kjartansdóttir Busk, María Busk, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, Kjartan Rúnar Busk, Gunhild Windstad, Ragnheiður Elsa Busk, Steinar Logi Hilmarsson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.