Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 52

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 52
sem hún hafði sagt og gert eða látið gera. Og pabbi minntist oft á það, þegar þan Torfi og Gnðlaug fluttust að Ólafsdal. Þá mætti hann þeim á Beltunum fyrir ofan Brunná. Sagði hann, að sér hefði orðið starsýnt á þessa stóru, gjörvulegu konu, sem reiddi þá yngsta barn þeirra hjóna, af þeim, sem þá voru fædd, Ásgeir, 0 vikna. Pabba, sem þá var unglingur, fannst hún bera langt af öllum konum, sem hann hafði séð. En Torfa þekkti hann áður, því að hann var Saurbæingur. Svo var það einn haustdag. Ég var þá á tíunda árinu. Þá kom til okkar stúlka, frænka mín, sem var vinnukona í Ólafsdal. Mamma og hún settust inn í hjónaherbergið, og ég heyrði, að þær voru mikið að tala um nöfnu mína. Ég heyrði líka, að þær nefndu mig. Stúlkan sagði, að nafna mín vildi, að ég kæmi inn eftir, þegar ég væri orðin það þroskuð, að ég gæti tekið á móti einhverri tilsögn. Morguninn eftir, þegar frænka mín kvaddi, heyrði ég, að hún sagði við mömmu: „Láttu hana gera eitthvað, prjóna vettlinga eða leppa, svo að nafna hennar sjái, hvað hún getur.“ Ég var látin prjóna leppa. Þeir voru sendir inn eftir fyrir jólin. Eftir hátíðar kom húsbóndinn frá Ólafsdal, en svo var Torfi Bjarnason skóíastjóri alltaf kallaður. Ég þekkti liann vcl. Hann kom oftast við heima, þegar hann fór út í sveit. Hann var vanur að kippa í hárlokk minn og kalla mig litlu konuna sína. Oft hafði hann komið með bækur og blöð og gefið mér, t. d. Barna- gullið og Æskuna. Og ekki get ég lýst því, hvað mér fannst hann bera af öðrum mönnum. En nú kom hann með ný tíðindi. Hann sagði við mig: „Heyrðu, litla konan mín! Nú vill stóra konan mín fá að sjá þig. Viltu ekki koma inn eftir og vera hjá okkur tíma í vetur?“ Og það var fastmælum bundið, að ég kæmi með þorra. Þetta voru nú meiri fréttimar. Ég gat ekkert um annað hugsað. Ýmist var ég gagntekin af tilhlökkun eða hálf veik af kvíða. í barnshuga mínum var Ólafsdalur eins og töfrahöll, þar sem allt var svo fínt, bjart og hlýtt. Og þar áttu allir að vera alltaf hreinir, en ég var stundum löt að þvo mér og greiða. Það var einn bjartan þorradag. Fönnin glitraði í sólskininu. Pabbi var búinn að leggja á hestana. Ég var komin í sparifötin, 50 EMBLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.