Embla - 01.01.1949, Síða 82
gamla konan. „Og ég, sem þarf að flýta mér. Það væsir svo sem
ekki um mig innan í öllum þessum dúðum, sem blessaðar mann-
eskjurnar hafa hlaðið utan um mig, — og var ég þó vel klædd
fyrir. — En henni veitir víst ekki af, að ég flýti mér, blessaðri
manneskjunni með átta ungana. — Þvílíkt og annað eins.“
„Flýta sér,“ gellur gamli maðurinn við, „það er eins og ég hef
alltaf sagt, — hér stendur allt fast. — Ég vissi, að það var betra í
Ameríku. — Öll þau húsgögn, sem ég hef smíðað fyrir fólk í því
)andi.“
„Það má vel vera, að þeir noti húsgögn í Ameríku, en ég þekkti
ekki önnur húsgögn í hjáleigunni en rúmskriflin. Börnin kom-
ust upp og urðu að mönnum fyrir því, þótt þau hafi kannske
bæði verið svöng og föðurlaus. Ójá, það held ég.“
En gamli maðurinn lætur ekki trufla sig með útúrdúrum.
Hann heldur áfram sínum hugsanaferli: „Það er eins og ég hef
alltaf sagt. Sá, sem ekki drífur sig, er ekki maður. Ég komst til
Ameríku. Ég reif mig upp úr fátæktinni og armóðnum. Fyrst með
því að bregða mér á bak Faxa dag og dag, þegar krakkarnir og
kerlingin ætluðu að gera út af við mig með arginu. Svo komst ég
á skip, — og þá var þetta búið.
Ég var þjóðhagasmiður, það liafði ég alltaf vitað. Þeir kunnu
líka að meta smíðisgripina mína í Ameríku. Enda er ég vellríkur
maður. Það er svo sem óþarfi fyrir mig að sitja fastur í svona
farartæki á þessum íslenzku vegarómyndum. En mér datt rétt
svona í hug að líta á strákinn, fyrst þeir voru að segja, að hann
byggi rausnarbúi þarna í Flóanum.“
Þegar hann tekur sér málhvíld, skotrar hún til hans særðu auga
og spyr: „Mér heyrðist þú vera að tala um hest. Var það ekki?
Ég heyri ekki rétt vel nú orðið, jú, mér heyrðist jjað. Svoleiðis
skepnu ætti enginn að eiga. Ríkt fólk og útlendingar geta það
kannske. En sú skepna drekkur alla mjólk frá börnum fátækra og
étur alla töðuna frá kúnni.“ Og gamla konan sveipar fast að sér
ábreiðunni.
„Það þýðir ekki að umgangast svona aumingja eins og mann-
eskju,“ segir Ameríkufarinn með þykkju og lítur til mín. „Hún
er allareiðu elliasr."
80 EMBLA