Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 82

Embla - 01.01.1949, Blaðsíða 82
gamla konan. „Og ég, sem þarf að flýta mér. Það væsir svo sem ekki um mig innan í öllum þessum dúðum, sem blessaðar mann- eskjurnar hafa hlaðið utan um mig, — og var ég þó vel klædd fyrir. — En henni veitir víst ekki af, að ég flýti mér, blessaðri manneskjunni með átta ungana. — Þvílíkt og annað eins.“ „Flýta sér,“ gellur gamli maðurinn við, „það er eins og ég hef alltaf sagt, — hér stendur allt fast. — Ég vissi, að það var betra í Ameríku. — Öll þau húsgögn, sem ég hef smíðað fyrir fólk í því )andi.“ „Það má vel vera, að þeir noti húsgögn í Ameríku, en ég þekkti ekki önnur húsgögn í hjáleigunni en rúmskriflin. Börnin kom- ust upp og urðu að mönnum fyrir því, þótt þau hafi kannske bæði verið svöng og föðurlaus. Ójá, það held ég.“ En gamli maðurinn lætur ekki trufla sig með útúrdúrum. Hann heldur áfram sínum hugsanaferli: „Það er eins og ég hef alltaf sagt. Sá, sem ekki drífur sig, er ekki maður. Ég komst til Ameríku. Ég reif mig upp úr fátæktinni og armóðnum. Fyrst með því að bregða mér á bak Faxa dag og dag, þegar krakkarnir og kerlingin ætluðu að gera út af við mig með arginu. Svo komst ég á skip, — og þá var þetta búið. Ég var þjóðhagasmiður, það liafði ég alltaf vitað. Þeir kunnu líka að meta smíðisgripina mína í Ameríku. Enda er ég vellríkur maður. Það er svo sem óþarfi fyrir mig að sitja fastur í svona farartæki á þessum íslenzku vegarómyndum. En mér datt rétt svona í hug að líta á strákinn, fyrst þeir voru að segja, að hann byggi rausnarbúi þarna í Flóanum.“ Þegar hann tekur sér málhvíld, skotrar hún til hans særðu auga og spyr: „Mér heyrðist þú vera að tala um hest. Var það ekki? Ég heyri ekki rétt vel nú orðið, jú, mér heyrðist jjað. Svoleiðis skepnu ætti enginn að eiga. Ríkt fólk og útlendingar geta það kannske. En sú skepna drekkur alla mjólk frá börnum fátækra og étur alla töðuna frá kúnni.“ Og gamla konan sveipar fast að sér ábreiðunni. „Það þýðir ekki að umgangast svona aumingja eins og mann- eskju,“ segir Ameríkufarinn með þykkju og lítur til mín. „Hún er allareiðu elliasr." 80 EMBLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Embla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Embla
https://timarit.is/publication/759

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.