Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert Karpa Engar „stórviðræður“ hafa verið boðaðar í Karphúsinu, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is BIÐSTAÐA er í viðræðum á vinnumarkaði um helgina. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra funduðu í gær með helstu forkólfum aðila vinnu- markaðarins. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði að á fundinum ætti að bera saman stöðuna. Nánari skýrsla um framvindu rík- isfjármála er væntanleg í vikunni. „Þeir hafa þegar fullnaðarupplýsingar um að- gerðirnar 2009 og 2010. Þessi skýrsla lýsir fram- haldinu og er besta mögulega mat sem er í boði núna, þótt það sé heilmikilli óvissu undirorpið.“ Engar viðræður um kjarasamninga hafa hins vegar verið boðaðar í Karphúsinu um helgina. Tíu dagar eru þangað til boðuð frestun á launahækk- unum rennur út, þann 1.júlí. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ekki hafi fengist nægilega skýr svör frá ríkisstjórninni og því sé ekki forsenda fyrir kjaraviðræðum. „Það hefur verið talað um að áætlun komi fyrir eða eftir helgi, við viljum fá hana fram og það er ljóst að hún kemur ekki fyrir helgi.“ Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, segir Samtök atvinnulífsins halda kjaraviðræðunum í gíslingu. „Þeir hafa sagt að þeir muni ekki framlengja samningana nema vextir lækki niður í eins stafs tölu, það er þrátefli þeirra við Seðlabankann.“ Biðstaða á vinnumarkaði  Skýrsla um aðgerðir í ríkisfjármálum eftir árið 2010 væntanleg í næstu viku  Of mikil óvissa ríkir til að forsenda sé fyrir kjaraviðræðum, segir forseti ASÍ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SKRÚFAN af fyrstu farþegaflugvél Íslendinga, Súlunni, var einn margra muna sem afhentir voru Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu á föstudaginn. Við sama tækifæri var opnuð lítil sýning til heiðurs tveimur gömlum kempum, flugstjórunum Magnúsi Guðmunds- syni og Smára Karlssyni og var báð- um afhent heiðursskjal frá safninu fyrir framlag þeirra til flugs og flug- sögu. Magnús er handhafi flug- skírteinis númer 9 og Smári skír- teinis númer 10. „Margt af þessu er ómetanlegt,“ sagði Gestur Einar Jónasson hjá Flugsafninu við Morgunblaðið. Þar á meðal er ýmislegt úr eigu Sigurðar Jónssonar, Sigga flug, sem var handhafi flugskírteinis númer 1 á Ís- landi. Nefna má flughúfu Sigurðar, heiðursskjöl ýmiskonar og flug- dagbækur (logbækur). Dóttir Sigurðar, Marta, las við at- höfnina upp úr nokkrum bréfum föð- ur síns til Karenar móður hans, en Sigurður skrifaði henni að minnsta kosti einu sinni í viku þau tvö ár sem hann var við flugnám í Þýskalandi á sínum tíma. Náminu lauk hann 1930. Á næsta ári verða 100 frá fæðingu Sigurðar. Snorri Snorrason, fyrrverandi flugstjóri, hefur oft komið færandi hendi á safnið og á föstudaginn af- henti hann því til varðveislu marg- víslega hluti, m.a. úr eigu Agnars Kofoed-Hansen, fyrsta forstjóra og flugstjóra Flugfélags Akureyrar (sem síðar varð Flugfélag Íslands) en Agnar Kofoed varð seinna flug- málastjóri árum saman. Meðal þess sem Snorri afhenti að þessu sinni voru allar flugdagbækur og öll flugskírteini Agnars. Björg, ekkja hans, fól Snorra að varðveita þetta og koma á safn. „Hún var mjög sátt við það, og við bæði, sem gamlir Akureyringar, að þetta kæmi hér norður.“ Eitt af því sem fannst í hirslum Agnars, og er nú komið á Flug- safnið, er fundabók Flugfélags Ís- lands hins fyrsta, frá fyrsta starfs- árinu, 1919-1920; þar er að finna tuttugu handskrifaðar fundargerðir. Þá gaf Haraldur Sigurðsson, fyrr- verandi bankamaður og mikill safn- ari, Flugsafninu greinar um flug, mestmegnis úr íslenskum dag- blöðum, allt frá upphafi flugs hér á landi til þessa dags. Margt ómetanlegt  Færðu flugsafninu muni úr eigu Sigga flug  Flugskír- teini og dagbækur Agnars Kofoed-Hansen komin á safnið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Flugstjórar Magnús Guðmundsson, til vinstri, og Smári Karlsson, hægra megin, voru heiðraðir af Flugsafni Íslands og lítil sýning opnuð um þá. Á milli þeirra er Snorri Snorrason sem færði safninu ýmsar gjafir. Gjöf Snorri færði safninu þennan fregnmiða sem fleygt var út úr Avro vél- inni 1919 yfir Vestmannaeyjum. Lenda átti en hætt var við vegna hvass- viðris og fregnmiðum því hent út. Mest fór í sjóinn en einir þrír miðar varð- veittust, að sögn Snorra. Á þessum stendur: „20. 9. 1919. Kastað úr flugvél af kapteini Faber yfir Vestmannaeyjum og fundið á svonefndum Urðum. Sigurður Sigurðsson lyfsali.“ 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Komdu og njóttu góðra veitinga Ekta danskt smurbrauð. Rækjubrauð og kaffi 499,- laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is ~tyy| Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is NÝ stofnun, Bankasýsla ríkisins, verður sett á fót ef frumvarp sem fjármálaráðherra hefur lagt fram, verður að lögum. Bankasýsla rík- isins á að fara með eignarhluti rík- isins í fjármálafyrirtækjum meðan á uppbyggingu og endurreisn fjár- málakerfisins stendur. Þrír stjórnarmenn eiga að fara fyrir stofnuninni, ráða á forstjóra og gert er ráð fyrir að þrír til fimm starfmenn verði þar til við- bótar. Ljúka samningum við kröfu- hafa í síðasta lagi 17. júlí Er reiknað með að útgjöld rík- issjóðs hækki um 70–80 milljónir króna árlega næstu fimm árin eða á meðan stofnunin er starfrækt. Helstu verkefni stofnunarinnar verða þau að halda utan um eign- arhluti ríkisins í fjármálafyrir- tækjum, setja með samningum fjármálastofnunum í eigu ríkisins viðmið í rekstri svo sem um arð- semi af eigin fé og almennar áherslur varðandi endurskipulagn- ingu fjármálakerfisins. Þá verður stofnuninni gert að hafa eftirlit með því að settum markmiðum verði náð innan fjármálafyrirtækj- anna. Í frumvarpinu kemur fram að stefnt sé að því að ljúka samn- ingum milli kröfuhafa í fjármála- fyrirtækjum í seinasta lagi 17. júlí nk., og að ljúka á endurfjármögn- un þeirra sem fyrst þar á eftir. Þar sem nokkurn tíma taki að koma Bankasýslunni á fót er talið rétt að veita fjármálaráðherra heimild til að leggja fjármálafyr- irtækjum til eigið fé án milligöngu Bankasýslunnar að því lágmarki sem lög mæla fyrir um. Bankasýslan fær víðfeðmt hlutverk Kostnaðurinn 70-80 milljónir á ári í 5 ár Í HNOTSKURN »Stofnunin mun gera til-lögur til fjármálaráðherra um hvort og hvenær fýsilegt sé að bjóða tiltekna eign- arhluti til sölu á almennum markaði. »Sérstök valnefnd tilnefnireinstaklinga til setu í stjórnum og bankaráðum fjár- málafyrirtækja en Bankasýsla ríkisins á að kjósa stjórnir fyr- irtækjanna á hlutahafa- fundum. BREYTINGAR verða á eðli og um- fangi Eignaumsýslufélags ríkisins ef frumvarp um félagið verður að lög- um. Nú stefnir frekar í að það verði til ráðgjafar og samræmingar, held- ur en að það verði valdamikið eign- arhaldsfélag sem yfirtekur fjölda- mörg fyrirtæki. Gerðar hafa verið ýmsar breytingar á frumvarpinu sem vísað hefur verið til 3. umræðu. Aukin áhersla er lögð á að tak- marka afskipti hins opinbera af at- vinnulífinu en þegar frumvarpið var fyrst lagt fram var það gagnrýnt fyrir að opna á spillingu með of víð- tækri pólitískri íhlutun í fyrirtæki. Þá er ekki lengur talað um „þjóð- hagslega mikilvæg“ fyrirtæki sem sérstakt viðfangsefni félagsins. | 28 Dregið úr völdum eignaumsýslu- félagsins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.