Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 26
26 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Það þurfti ekki að spyrja aðþví. Auðvitað er útsýni yfirKR-völlinn af svölunum viðíbúð Gísla Halldórssonar arkitekts með meiru, sem verður 95 ára í sumar. Blaðamaður vissi að hann hefði teiknað KR-stúkuna með Leifi syni sínum, átt stóran þátt í að hanna KR-svæðið og orðið Íslands- meistari í knattspyrnu með KR um miðjan fjórða áratuginn, auk þess að sitja 20 ár í borgarstjórn. En ekki að hann hefði stundað golf og verið einn fyrsti Íslendingurinn sem spilaði undir aldri í golfi, þá 78 ára gamall. Það var í október árið 1992 og fór hann hringinn á 76 högg- um. „Ef maður heldur út nógu lengi, þá batna líkurnar,“ segir hann og hlær. „Ég byrjaði seint og var lengi að, svo ég plataði þá eiginlega!“ – Þú hefur verið kornungur! „Já, það er að verða svo stutt í hundrað árin,“ svarar Gísli. „Heilsan er orðin léleg, ég verð að segja það, þegar ég kemst ekki einu sinni út á golfvöll! Ég hætti í fyrrahaust. Það er beinþynning sem hrjáir mig og all- ur fjandinn. Maður fær þetta bara yf- ir sig óumbeðið!“ Hann hallar sér fram og segir með áherslu: „En það er enginn vafi að ég hef haldið þetta út út af íþróttunum – ég byrjaði ungur í íþróttum.“ Gísla er margt til lista lagt, en arkitektúrinn hefur alltaf verið í for- grunni. „Líka af því að það gerði mér kleift að hjálpa mörgum,“ segir hann. „Húsnæðisvandræðin voru mikil um tíma, byggingarframkvæmdir höfðu stöðvast í seinna stríði og þess vegna var fólk knúið til að flytja í herskál- ana þegar þeir losnuðu í lok stríðsins. Ég kom að því að byggja 560 íbúðir fyrir fólkið í bröggunum, það var skemmtilegt verk og maður var virkilega að hjálpa fólki. Ég teiknaði 144 raðhús, sem voru eins lítil og hægt var að hugsa sér, tvær hæðir og kjallari, alls 100 fm sem nýttust vel, og þar bjuggu yfirleitt 6-8 manna fjölskyldur. Þetta var stærsta átakið í að útrýma braggahverfunum og það tók um 4-5 ár, en búið var í um 600 bröggum þegar mest var. Fólk fékk um 70% af húsnæðisverðinu lánað strax, svo var því bjargað um 20 þús- und og það gat yfirleitt unnið sér inn 10 þúsund í vinnu við framkvæmd- ina. Þetta var mikið afrek, bæði hjá stjórnmálamönnum og borgarstjórn, að leysa þennan vanda.“ Hann brosir. „Þá voru þeir ekki eins vondir í skapinu og núna, pólitíkusarnir. Það stóðu hér um bil allir flokkar að þessu, Sjálfstæðisflokkurinn í farar- broddi, bæði í þinginu og í borgar- stjórn. Ólafur Thors var forsætisráð- herra og Gunnar Thoroddsen borgarstjóri. Ég var sjálfur þátttak- andi í pólitíkinni, sat lengi í borgar- stjórn, þar af sem forseti borgar- stjórnar fjögur síðustu árin.“ Petsamóförin En teiknistofan var alltaf aðal- verkefni Gísla. „Það gekk nokkuð vel, ég hafði góða félaga með mér, stofnaði hana með Sigvalda Thordar- son árið 1940 eftir að við komum heim með Esjunni.“ – Það hefur staðið tæpt? „Það var hrikalegt. Ég átti aðeins eftir lokaprófin þegar stríðið skall á, hafði sagt upp íbúðinni og ætlaði heim 9. apríl árið 1940. Það stóð svo til að fara utan um haustið til að ljúka námi. En allt annað varð fyrir mér. Þjóðverjar hertóku Danmörku 9. apríl. Ég átti að mæta klukkan tíu um morguninn um borð í Gullfoss, hafði pakkað öllu í koffort, en um miðja nóttina byrjar þessi þvæla og læti. Svo gafst kóngurinn upp klukk- an hálftólf. Það þýddi ekkert annað – annars hefði orðið blóðbað. Fyrir vik- ið komst ég ekki heim fyrr en 25. september og var eiginlega á götunni í Danmörku fram að því. Ég bjó hjá kunningja mínum fyrstu dagana, á meðan sendiherr- ann Sveinn Björnsson reyndi að lóðsa Gullfoss, en það gekk aldrei, því Þjóðverjar tóku skipið strax hernámi og fóru að nota það. Þar með var það búið. Og það var ekki fyrr en 25. september sem tókst að semja um að Esjan fengi að sækja 350 manns. En ekki til Kaupmannahafnar, nei, nei! Það var til nyrstu hafnar í Finnlandi, Ivano. Eftir allan þennan tíma var lagt á ráðin um þriggja daga akstur með 350 manns. En þegar við komum til Stokkhólms barst okkur skeyti frá Íslandi um að búið væri að hertaka Esjuna, taka hana inn til Þránd- heims. Við urðum því innlyksa í Stokkhólmi og lögðum undir okkur þrjú hótel. Við vorum þó komin úr stríðshringiðunni. Eftir tólf daga barst skeyti um að Esjan fengi að sækja okkur. Þá brunuðum við af stað til Norður-Finnlands, tveggja sólarhringa keyrsla, allir himinglaðir og haldin veisla þegar við komum um borð. En þegar höfðum siglt hálfan dag, vorum norðan við Noreg og ætl- uðum að taka kúrsinn vestur fyrir Ís- land, þá barst skeyti til skipstjórans. Okkur var gert að sigla til Englands í Morgunblaðið/Kristinn Arkitektinn Gísli Halldórsson hefur hannað margar af kunnustu byggingum Reykjavíkur, en einnig beitt sér í stjórnmálum og í þágu íþróttahreyfingarinnar. Þá voru þeir ekki eins vondir í skapinu, pólitíkusarnir Gísli Halldórsson arkitekt hefur teiknað margar af þekktustu byggingum borgarinnar og beitt sér fyrir ýmsum nýjungum í borgarskipulagi og arki- tektúr. Hann hefur einnig tekið þátt í borgarpólitík og verið afreksmaður í íþróttum, svo fátt eitt sé talið. Hér eru fáein spor hans rakin. ‘‘SVO TÓK VIÐ YFIR-HEYRSLA Í NORÐUR-SKOTLANDI. VIÐ FENG-UM HÁLFGERÐAN ÞURRAKOST OG VORUM HÖNDLUÐ EINS OG ÓVINIR. „ÞAÐ er þó nokkuð af teikningum í bókinni sem enginn hefur séð áður,“ segir Margrét Leifsdóttir um nýút- komna bók sem hún ritstýrði með verkum Gísla Halldórssonar arki- tekts. Margrét er sonardóttir Gísla, líka arkitekt og býr í fallegu húsi sem Gísli teiknaði við Tómasarhaga 31. „Bókin gefur yfirlit yfir þær fjöl- mörgu byggingar sem Gísli hefur komið að um ævina og í henni koma mörg frumgögn fram í dagsljósið.“ Að sögn Margrétar urðu Gísli og Sigvaldi að gera hlé á námi rétt áð- ur en kom að lokaprófi frá listahá- skólanum í Kaupmannahöfn vegna heimsstyrjaldarinnar síðari. At- vinnuástandið hér heima var ekki blómlegt og því reyndist erfitt að fá vinnu, þannig að þeir stofnuðu sína eigin teiknistofu. „Þeir fóru ótroðnar slóðir að því leyti, að þeir höfðu sjálfir frum- kvæði að verkefnum til að byrja með og mynduðu byggingarfélög með fjárfestum og byggingarmeist- urum. Á þann hátt voru t.d. raðhús við Miklubraut og fjölbýlishús við Hringbraut byggð. Þetta eru fyrstu raðhúsin sem byggð eru á Íslandi.“ Fjölmörg nýmæli eru í hönnunar- verkefnum Gísla, sem lagði til dæm- is mikið upp úr listaverkum á bygg- ingum og sést það vel á tollhúsinu og stúkunni við Laugardalsvöll. „Það listaverk er í geymslu, en verður vonandi sett upp á nýju stúk- una.“ Gísli kom einnig nálægt sundlaug Vesturbæjar. „Afi stóð fyrir því að stofna söfnunarnefnd til að fjár- magna sundlaugina,“ segir Margrét brosandi. „Hann kom svo að hönnun Fiskabúrið endurreist?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.