Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 24
24 Matur og vín MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is V ínótekið, vinotek.is, er alhliða upplýsingavefur um mat og vín í eigu og umsjón Steingríms Sig- urgeirssonar, sem hef- ur getið sér gott orð sem vín- og mat- arrýnir í gegnum árin. Hann hefur safnað að sér miklu efni í þessum málaflokkum og hefur þarna eignast samastað til að koma þessu á fram- færi ásamt nýju efni. „Þetta er gamall draumur sem ég hef loksins látið ræt- ast. Í ár eru liðin 20 ár frá því að ég skrifaði fyrstu greinina mína í Morg- unblaðið um vín. Ég byrjaði síðan að skrifa um mat og veitingahús í blaðið fyrir 15 árum þannig að það er vel við hæfi að vefurinn líti dagsins ljós núna,“ segir Steingrímur. Hann er jafnframt höfundur bókarinnar Heimur vínsins sem kom út árið 2000 og hefur einnig ritað fjölmargar greinar í innlend sem erlend tímarit. „Ég hef lengi verið með í maganum að taka saman það besta af þessu efni og það sem stenst tímans tönn. Ég hef verið að fara yfir efni, uppfæra, betrumbæta og stundum stytta eða lengja,“ útskýrir hann. Því er hægt að segja að vinnan við vefinn hafi í raun byrjað fyrir tveimur áratugum en það var ekki fyrr en eft- ir áramótin að Steingrímur ákvað að láta verða af þessu. „Síðustu mánuði hef ég verið á kafi í þessari vinnu,“ segir hann en svo þurfti auðvitað að smíða vef í kringum efnið, en vefurinn er hannaður og settur upp af Kapital. Hann notar efni frá ferðalögum sínum undir liðnum „Sælkerinn“ en þar er líka að finna uppskriftir og sömuleiðis veitingahúsadóma bæði á íslensku og ensku. „Áhugasvið mitt nær bæði til matar og víns og þetta er ekki síður matarvefur en vínvefur. Ég hef sett þarna inn uppáhalds upp- skriftirnar mínar og ýmislegt annað,“ segir Steingrímur, sem hvetur fólk til að senda inn uppskriftir. Vín best með mat Matur og vín er gamalkunnugt tvíeyki. „Vín nýtur sín alltaf best með mat. Nafnið Vínótek er vísun í litlu enótekurnar á Ítalíu, sem eru litlir veitingastaðir þar sem hægt er að fá vínglas frá héraðinu og góðan drykk af svæðinu. Þú getur sest niður, skoð- að vefinn og fengið þar smá skammt af bæði mat og víni.“ Ennfremur er umfjöllun um bjór, brennd vín og kokkteila á vefnum. „Ég vildi hafa þetta á sem breið- ustum grundvelli. Ég hef heimsótt Cognac á ferðum um Frakkland og drukkið grappa á Ítalíu. Svo var ég um tíma í námi í Þýskalandi og kynntist bjórmenningunni þar. Margir hvöttu mig til að hafa kokkt- eilana með, ekki síst konur.“ En skyldi hann eiga sér uppáhalds kokkteil? „Ég fæ mér oftar glas af léttvíni en kokkteil en ég fell alltaf fyrir góðum martini-drykk. Einnig er drykkur á borð við mojito klassískur og ofsalega góður ef hann er vel gerð- ur.“ Steingrími finnst merkilegt hversu mikil bjórmenning hefur byggst upp á þeim 20 árum frá því að bjórinn var leyfður hér á landi. Hann er ánægður með litlu brugghúsin og hefur hugsað sér að taka íslenskar bjórtegundir til umfjöllunar. „Það er eins og við höf- um aldrei gert annað en að brugga bjór, hann er orðinn það góður.“ Valið fer eftir stemningu Forvitni vaknar um hvað sé uppá- halds vínsvæði sérfræðingsins. „Í flestum víngerðarlöndum getur mað- ur fundið virkilega góð og sjarm- erandi vín. Minn vínáhugi byrjaði í Frakklandi og Frakkland er þunga- miðjan. Þau vín sem maður sækir kannski mest í eins og Bordeaux og Bourgogne koma þaðan. Hinsvegar fer valið oft eftir stemningunni. Þeg- ar sólin skín og veðrið er gott reikar hugurinn kannski til Kaliforníu eða Ástralíu. Ítalía er líka í miklu uppá- haldi, bæði í mat og víni og sækir stöðugt meira á í mínum persónulegu neysluvenjum.“ Á vefnum er að finna flokkinn „Vínótek mælir með“ en sem stendur er það rósavínið sem fær meðmælin. Hefur rósavín verið vanmetið á Ís- landi? „Lengst af var úrvalið lítið og menn hafa of mikið verið að drekka sæt rósavín, sem er ekki það sama og þessi þurru, vel gerðu vín, sem maður finnur í Frakklandi, Spáni og Ítalíu og þessar þjóðir eru einmitt svo hrifnar af á sumrin.“ Annað sem vínáhugafólk talar oft um er glasið sem drukkið er úr. Hversu máli skiptir að drekka úr góðu glasi? „Glasið skiptir gífurlega miklu máli ef tilgangurinn er að njóta góðs víns til fulls. Það getur verið fróðlegt fyrir fólk að opna flösku af góðu víni og nota annars vegar venjulegt vatns- glas eða einfalt ódýrt vínglas og hins- vegar vandað kristalsglas og finna muninn, bæði hvernig það breytir ilmi vínsins og bragði.“ Leiðir til að lifa lífinu lifandi Hvaða áhrif hefur kreppan haft á vínheiminn á Íslandi? „Hækkanir á áfengisgjaldi og lækkun gengisins hafa hækkað verð á víni töluvert. Sala á dýrustu vínunum hefur skroppið saman en heild- armagnið minnkar ekki mikið. Fólk er að spara við sig, eins og í því að það fer ekki eins oft til útlanda en vill auð- vitað ekki hætta að lifa lífinu og eldar þá kannski betri mat heima og fær sér gott vín með. Ef til vill fer fólk heldur út að borða á góðan veit- ingastað hér en í helgarferð til út- landa. Þetta reyni ég að koma til móts við með því að vera með ábendingar um uppskriftir, athyglisverð vín og góða veitingastaði.“ Steingrímur mælir með vínum á vefnum og þá ekki endilega dýrustu vínunum, en til dæmis kostar vínið sem er efst á blaði um þessar mundir rúmlega 1.500 krónur. „Ég er að reyna að draga fram þessi góðu vín sem kosta ekkert alltof mikið,“ segir hann en flestir kunna áreiðanlega að meta það að fá gæði fyrir peningana sína. „Það er til mikið af góðum vínum sem eru ekkert sér- staklega dýr. Kúnstin er bara að finna þau.“ Hann bendir á að Íslendingar séu vissulega að ganga í gegnum erfiða tíma og segir að kreppan megi ekki buga landann andlega og þar kemur góður matur til hjálpar. „Ég held að þær litlu gleðistundir sem felast í góðri máltíð með góðum vinum séu mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Slíkar stundir þurfa heldur ekki að vera neitt afskaplega dýrar. Það er hægt að elda fína máltíð með litlum tilkostnaði.“ Gleðigjafar og góðar stundir Morgunblaðið/Heiddi Forsíða vefjarins Á vefnum eru „ábendingar um uppskriftir, athygl- isverð vín og góða veitingastaði.“ ‘‘Á VEFNUM VINOTEK.ISGETUR ÞÚ FENGIÐ UPPLÝSINGAR UM MAT OG VÍN. Eilífðartvíeykið matur og vín er umfjöllunarefni nýs vefjar, Vinotek.is. Vínótekið er hugarfóstur Steingríms Sigurgeirssonar og er vefurinn byggður á áratuga reynslu hans af þessum tveimur gleðigjöfum. Vilt þú... • Læra að hlaupa á léttari máta? • Hlaupa með minna álagi á fætur, liðamót og mjóbak? • Hlaupastíl með minni líkum á meiðslum? • Bæta hlaupatíma þína án meira álags? • Hlaupa þig í þína kjörþyngd og halda kjörþyngdinni með hlaupum • Hlaupa og bæta heilsu þína, þol og þrek? Hlaupastíls námskeið Skráning á www.smartmotion.org og hjá Smára í síma 896 2300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.