Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 10
10 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/O
R
K
46
31
1
05
/0
9
• Allt dreifikerfi rafmagnsveitu er neðanjarðar og er því ekki sjónmengun eins og víða erlendis. www.or.is
Jónsmessu-
ganga
á Hengilinn
Sunnudaginn 21. júní verður farin göngu-
ferð upp á Hengil. Gengið verður upp
Sleggjubeinsskarð og upp á Vörðuskeggja
sem er 805 metra hár.
Þaðan niður í Innstadal og
niður Sleggjubeinsskarðið.
Gangan tekur um fimm
klukkustundir og er frekar
erfið, að jafnaði um brattar fjallshlíðar. Nauðsynlegur búnaður: góðir
gönguskór, góður hlífðarfatnaður og nesti. Mæting í Hellisheiðar-
virkjun við Kolviðarhól klukkan 20:00. Þátttaka er ókeypis og allir
velkomnir. Leiðsögumaður er Almar Sigurðsson, kynningarfulltrúi
Hellisheiðarvirkjunar. Ef veður verður tvísýnt verður gengin auðveldari leið.
afsali fullveldis, eða Jóhannes Karl Sveinsson hrl.
sem telur ákvæðið ekkert hafa með afsal fullveldis
að gera?
Seint á fimmtudag var frumvarp um ráðstafanir í
ríkisfjármálum lagt fram á Alþingi. Það sem marg-
ir óttuðust kom á daginn. Stjórnvöld treysta sjálf-
um sér til þess að fara í innan við 1% niðurskurð á
ríkisútgjöldum á þessu ári, en þau treysta á hinn
bóginn þjóðinni til þess að axla stórauknar álögur í
formi aukinnar skattheimtu, atvinnulífið á að búa
við stórhækkað tryggingagjald og elli- og örorkulíf-
eyrisþegum treysta þau til þess að taka á sig stór-
lækkað frítekjumark, sem þýðir skertar rástöf-
unartekjur hjá elli- og örorkulífeyrisþegum.
Að vísu var frétt á forsíðu Morgunblaðsins í gær,
laugardag, þess efnis að áform ríkisstjórnarinnar
um niðurskurð ráðuneyta á næsta ári séu miklu
meiri, eða á bilinu 5% og upp í 10%, en oddvitar rík-
isstjórnarinnar hafa látið nægja að kynna þau
áform fyrir þingflokkum stjórnarinnar. Almenningi
kemur málið ekki við, að svo stöddu.
Ég ætla svo sem ekkert að vera að agnúast út í
einstaka liði frumvarps, því vitanlega hafði stjórnin
ekki úr neinum slemmuspilum að moða, svo gripið
sé til líkingamáls úr bridds.
Það sem fer fyrir brjóstið á mér er andvaraleysi
þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J.
Sigfússonar fyrir því hvernig þau matreiða áform
sín ofan í þjóðina. Þau standa hálfnakin á berangri
og um þau næða norðanvindar, eftir að algjör upp-
gjöf þeirra gagnvart ríkisútgjöldum og niðurskurði
á þeim er orðin að opinberri staðreynd.
Jóhanna, sem félags- og tryggingamálaráðherra
um margra ára skeið, og Steingrímur J., sem for-
maður VG frá stofnun flokksins, virðast illilega hafa
villst af leiðinni, sem þau hafa ávallt sagt vera sína
leið: Að standa vörð um hag þeirra lægstlaunuðu,
þeirra sem minnst mega sín. Nú fundu þau drjúgan
tekjupott í elli- og örorkulífeyrisþegum, sem eiga
Það hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórn Samfylk-
ingar og Vinstri grænna var mynduð, raunar miklu
lengur, að ráðstafanir í ríkisfjármálum yrðu sárs-
aukafullar. Eftir það sem á undan hefur dunið á ís-
lensku þjóðinni, hafa allir vitað að svo yrði, það hef-
ur bara verið spurningin um hvernig tekið yrði á
ríkisfjármálunum, ekki hvort. Það er ekki síst þeg-
ar kynna á erfiðar, óvinsælar og kvalafullar ráðstaf-
anir, sem mikilvægt er að vel sé á öllum kynning-
armálum haldið. Á því prófi hafa oddvitar ríkis-
stjórnarinnar kolfallið. Þau hafa æ ofan í æ frestað
ákvörðunum, frestað kynningum og staðið ómark-
visst að kynningum. Oft hefur virst eins og mottóið
væri: Frestur er á illu bestur.
Þau forklúðruðu kynningunni á Icesave-samn-
ingnum og báru alltaf fyrir sig leyndarskyldu, sem
reyndist svo alls engin hafa verið. Sama máli gegnir
með matreiðslu þeirra á frumvarpi um ráðstafanir í
ríkisfjármálum. Þingheimur veit ekki sitt rjúkandi
ráð, almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hver
segir satt? Hver segir ósatt?
Hvort hefur Steingrímur J. rétt fyrir sér, um að
eignir ríkisins séu ekki að veði í Icesave-samning-
unum, eða aðstoðarmaður hans Indriði H. Þorláks-
son, sem segir að eignir ríkisins séu að veði?
Hvor hefur rétt fyrir sér í lagalegri túlkun á
þessu atriði Magnús Thoroddsen hrl. og fyrrver-
andi forseti Hæsta-
réttar, sem tel-
ur að
ákvæðið um
að komi til
greiðslu-
falls af
hálfu rík-
issjóðs
jafngildi
að bæta afkomu ríkissjóðs um tæpa tvo milljarða
króna á þessu ári og um rúma 3,6 milljarða króna á
því næsta. Um leið og þessar ráðstafanir hafa verið
njörvaðar niður í frumvarpi því sem nú er til með-
ferðar hjá Alþingi, er ekki minnst einu orði á pósta
sem Steingrímur J. og fleiri höfðu þó talað digur-
barkalega um fyrr í vor. Þar á ég t.d. við end-
urskipulagningu og fækkun ríkisstofnana, fækkun
ráðuneyta, sendiráða og skattstofa.
Hefði það ekki verið til einhvers skilnings fallið
og jafnvel jákvæðni í garð fyrirhugaðra ráðstafana,
ef ríkisstjórnin hefði haft manndóm í sér til þess að
vera strax tilbúin með útfærðar hugmyndir um það
hvernig verði að verki staðið í þeim efnum og hvað
slíkar ráðstafanir þýddu fyrir ríkissjóð í millj-
örðum? Er ekki líklegt að elli- og örorkulífeyr-
isþegar hefðu betur getað sætt sig við þá kjara-
skerðingu sem þeim er nú gert að taka á sig, ef þeir
hefðu fengið nákvæmar upplýsingar um að stjórn-
völd ætli að standa við stóru orðin um hagræðingu,
niðurskurð, fækkun og sameiningu ríkisstofnana?
Hvað hyggjast stjórnvöld til dæmis gera við Varn-
armálastofnun? Var ekki rætt að með því að sam-
eina stofunina Landhelgisgæslunni væri hægt að
spara umtalsverðar fjárhæðir? Hvenær ætlar rík-
isstjórnin að sýna þjóðinni að hún treystir sér til
þess að taka raunveru-
legan þátt í erf-
iðleikunum með
því að gera það
sem þjóðinni
hefur verið
uppálagt að
gera: Að herða
sultarólina?
agnes@mbl.is
Agnes segir …
Þingheimur veit ekki sitt rjúkandi ráð,
almenningur veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Hver segir satt? Hver segir ósatt?
Ekki minnst
einu orði á
pósta sem
Steingrímur
J. talaði dig-
urbarkalega
um fyrr í vor.
Indriði H.
Þorláksson
Magnús
Thoroddsen
Þeim eru mislagðar hendur
ÍMorgunblaðinu í gær var fréttþess efnis að Svein Harald Öyg-
ard seðlabankastjóri hefði boðað á
sinn fund fulltrúa tuttugu stærstu
útflutningsfyrirtækjanna á Íslandi
til þess að ræða eftirlit og eftirfylgni
með framkvæmd reglna um gjald-
eyrishöft.
Tilefnið var sagt það að borið hefðiá því að einhver útflutningsfyr-
irtæki hefðu nýtt
tekjur í erlendum
gjaldeyri til þess
að kaupa krónur
á aflandsmark-
aði, þar sem
miklu fleiri krón-
ur fengjust fyrir
t.d. evrur, og
hagnast þannig á
reglunum í stað
þess að fylgja
skilaskyldunni sem nú hvílir á öllum
vegna gjaldeyrishaftanna sem hér
var komið á til þess að sporna við er-
lendu útflæði gjaldeyris.
Hér er um grafalvarlegt mál aðræða og lykilatriði að Seðla-
bankinn og Fjármálaeftirlitið fylgi
eftir þeim reglum sem settar hafa
verið, á þann veg að tryggt sé að all-
ir útflytjendur sitji við sama borð.
Ef ekki verður hægt að tryggja þásjálfsögðu jafnræðisreglu í
reynd, þá var verr af stað farið en
heima setið.
Gjaldeyrishöftin eru hugsuð semtímabundið neyðarbrauð fyrir
alla, og það á ekki að líðast að ein-
hverjir örfáir geti á kostnað þjóð-
arinnar allrar haldið niðri gengi
krónunnar og stórhagnast á sama
tíma.
FME hefur að undanförnu rann-sakað átta mál þar sem grunur
leikur á að reglur um höftin hafi ver-
ið brotin. Nú þurfa eftirlitsaðilar að
snúa bökum saman og koma í veg
fyrir að framhald geti orðið á brot-
um af þessu tagi.
Svein Harald
Öygard
Allir sitji við sama borð
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 9 skýjað Lúxemborg 12 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt
Bolungarvík 7 skýjað Brussel 14 heiðskírt Madríd 21 heiðskírt
Akureyri 4 léttskýjað Dublin 12 skýjað Barcelona 22 léttskýjað
Egilsstaðir 6 heiðskírt Glasgow 12 skýjað Mallorca 23 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 13 heiðskírt Róm 21 léttskýjað
Nuuk 3 skúrir París 11 heiðskírt Aþena 27 heiðskírt
Þórshöfn 8 skýjað Amsterdam 15 léttskýjað Winnipeg 15 heiðskírt
Ósló 11 skýjað Hamborg 11 léttskýjað Montreal 17 alskýjað
Kaupmannahöfn 13 skýjað Berlín 13 heiðskírt New York 19 heiðskírt
Stokkhólmur 11 skýjað Vín 14 alskýjað Chicago 22 skýjað
Helsinki 11 alskýjað Moskva 14 þoka Orlando 27 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
21. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4.47 3,4 11.00 0,6 17.15 3,9 23.38 0,6 2:55 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1.00 0,5 6.51 1,9 13.10 0,4 19.19 2,2 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 2.57 0,2 9.23 1,1 15.11 0,3 21.30 1,3 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 1.53 1,8 7.58 0,6 14.25 2,2 20.45 0,6 2:10 23:49
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag
Suðvestan 8-13 m/s og skúrir,
en hægari vindur og bjart veður
A-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast
á A-landi.
Á þriðjudag
Suðlæg eða breytileg átt og
víða dálítil rigning. Hiti 8 til 13
stig.
Á miðvikudag
Sunnan- og suðvestanátt, skýj-
að með köflum og sums staðar
skúrir N-lands. Heldur hlýn-
andi.
Á fimmtudag og föstudag
Suðlæg átt og vætusamt S- og
V-lands, en úrkomulítið og hlýtt
í veðri norðaustantil á landinu.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Suðvestlæg átt 5-10 m/s og
stöku skúrir en lítilsháttar rign-
ing um tíma NA- og A-lands.
Hiti 10-17 stig, hlýjast A-lands.