Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 14
14 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Hjörtur Ingvi: „Pabbi er frábær og mín helsta fyrirmynd. Hann ber mikla ábyrgð á því að ég byrjaði í tónlistinni vegna þess að hann ól mig upp við að hlusta á tónlist. Þó það sé algengt að fólk leggi fyrir sig tónlist vegna þess að einhver í fjölskyldunni hefur gert það áður þá held ég að þetta snúist meira um það að fólk þroski eyrað á sér frá unga aldri. Þó pabbi hafi aldrei spilað á hljóðfæri er hann mikill tónlistaráhugamaður og kynnti mig fyrir sígildri tónlist, óperum og poppi. Hlustunin skiptir mestu máli ef maður vill þroskast eitthvað á þessu sviði. Ég byrjaði ekki mjög snemma að læra á píanó en hafði hlustað mikið á tónlist áður. Pabbi hlustar mikið á óperur en á sínum tíma var hann mikið í rokkinu og Pink Floyd var hans uppáhalds- hljómsveit. Eftir því sem hann varð eldri færði hann sig æ meira í klassíkina en tilfellið er að núna gefur hann sér ekki nægilega mik- inn tíma til þess að hlusta á tónlist. Einstöku sinnum tók hann undir sönginn en það er kannski ekki hans sterkasta hlið.“ Taugarnar hans sterkasta hlið „Ég byrjaði í skákinni og hef enn mjög gaman af því að tefla en ég fann það mjög fljótlega að ég myndi ekki gera skákina að lífs- starfi eins og pabbi gerði. Skák- maður þarf að búa yfir miklum aga og síðan hafa hæfileikarnir mikið að segja. En pabbi þrýsti aldrei á mig og ég held að fólk sem skarar fram úr í einhverju sé almennt þannig. Það er ekkert að reyna að þjösna börnum í það sem það fæst sjálft við. Fyrir nokkrum árum tók tónlistin allan minn frítíma og hef- ur gert síðan en fyrir vikið hélt ég ekki áfram að tefla. Hafði hrein- lega ekki tíma. Ég hef samt mjög gaman að því að tefla og þegar hægist um tek ég kannski aftur upp þráðinn. Ég var samt aldrei nálægt pabba í getu. Við tókum ekki oft skák. Ég vissi að ég myndi græða meira á því að hann kenndi mér frekar en að tefla við mig. Ég held líka að hann hafi ekki viljað niðurlægja mig og því ekki teflt á fullri getu í þau fáu skipti sem við tefldum saman. Það sem pabbi hefur umfram mjög marga aðra skákmenn er hvað hann er yfirvegaður og góður á taugum. Hann hefur mjög góða þekkingu á teoríunni og kann þetta fag. Hann hefur mikinn bar- áttuanda og fer aldrei á taugum eins og best sást í einvíginu við Viktor Kortsnoj í undankeppni heimsmeistaramótsins í Kanada 1988. Ég held að þetta sé oft sjald- gæfur eiginleiki hjá skákmönnum. Ég hef líka heyrt að hann sé sér- staklega góður í endatafli, hvernig á að sauma að andstæðingnum, þegar maður er með aðeins betri stöðu, og sigra. Þegar pabbi var atvinnumaður í skák áttum við oft góðan tíma sam- an. Með mér í grunnskólanum voru margir krakkar sem sáu ekki for- eldra sína nema á kvöldin og um helgar en hann var kannski erlend- is í tvær, þrjár vikur, og var svo heima í mánuð áður en hann fór aftur út. Þess vegna var hann oft heima að vinna og stúdera skák, þegar ég kom snemma heim úr skólanum. Það var mjög notalegt. Ég og mamma og seinna systir um það að þegar hann verður kom- inn á eftirlaun geti hann aftur farið að tefla á fullu.“ „Pabbi er ekki alvarleg týpa heldur mikill húmoristi. Óform- legur og skemmtilegur. Fjöl- skyldan hefur verið dugleg við að fara saman í sumarfrí og við feðg- arnir erum auðvitað í reglulegu sambandi þess á milli, þó við séum á ferðinni hvor í sínu lagi. Amma á hlut í ánni Iðu rétt hjá Laugarási í Biskupstungum og þangað förum við saman í laxveiði á sumrin. Reyndar er hann ekki mjög dug- legur veiðimaður. Hann skipulegg- ur ferðina og fær vini sína til þess að fara út í á en sefur oftast sjálfur til hádegis. Lætur þá aðra um veiðiskapinn. Þegar hann kemur sér út í á gengur samt oftast vel hjá honum. Hann er geysilega duglegur við að stríða öðrum, sérstaklega vinum sínum, og tekur stríðni ekki illa. Ég stríði honum sjaldan að fyrra bragði en hef komist upp á að svara stríðni hans með stríðni. Ég hef aldrei séð ástæðu til þess að gera honum grikk en stundum hef ég gengið of langt án þess að ætla mér það. Í fyrrasumar fór ég til dæmis frekar óvarlega á jeppanum okkar úti í á og það varð að draga hann upp úr. Pabbi tók því vel og skildi ágætlega að ég væri ekki mjög reyndur ökumaður.“ Svipaður lífsstíll „Ég hef verið í fullu námi við Háskólann þrátt fyrir annir í tón- listinni en það hægist örugglega á náminu frá og með næstu önn, þannig að ég tek þriggja ára nám á þremur og hálfu eða fjórum árum. Pabbi skilur það mjög vel enda ekkert að því að taka háskólanám á aðeins lengri tíma en gengur og gerist. Hann hvatti mig mjög til þess að fara í háskóla enda var hann sjálfur í lögfræðinámi þegar hann var á fullu í skákinni. Ef ég man rétt tók hann sér frí í tvö ár frá námi til að geta sinnt skákinni betur og hann hefur aldrei dregið úr því að ég eigi að rækta tónlist- ina. Við í Hjaltalín spilum mikið í útlöndum og höfum í raun ekkert spilað á Íslandi í ár nema á Listahátíð í vor. Margir góðir hlut- ir eru að gerast og við viljum hamra járnið meðan það er heitt. Þessi lífsstíll hjá mér er örugglega svipaður því sem hann upplifði á skáktímanum. Að vera í há- skólanámi heima en vera samt allt- af að ferðast á sama tíma. Þetta er skemmtilegt en líka mjög slítandi og minnir á að það að vera at- vinnuskákmaður í lögfræði er eins og að vera tónlistarmaður í hag- fræði. Við eigum það sameiginlegt að áhugasvið okkar er mjög vítt, en fyrir mig er mjög notalegt að koma heim eftir langa túra erlendis. Það er æðislegt að vera heima hjá fjöl- skyldunni, því við erum ekki alltaf á fimm stjarna hótelum í útlöndum. Mér finnst pabbi alltaf vera hann sjálfur, lögfræðingur, skákmaður, pabbi, tónlistaráhugamaður. Hann er dagfarsprúður og rólegur, lætur ekki espa sig upp að óþörfu. Það sem helst pirrar mig er að hann spyr mig reglulega um leiðinlega hluti sem ég þarf að gera en nenni ekki að framkvæma. Hluti eins og að fara með bílinn í skoðun eða láta skipta um dekk. Hann fylgist vel með mér og ég held að það sé góður eiginleiki þó það pirri mig á stundum að vera minntur á að ég eigi eitthvað ógert. En hann er notalegur strákur, hann pabbi.“ Notalegur strákur, hann pabbi Morgunblaðið/Jakob Fannar Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Feðgarnir Jóhann Hjartarson, stórmeist- ari í skák með meiru, og Hjörtur Jó- hannsson tónlistarmaður eru að mörgu leyti líkir. Þeir hafa slegið í gegn hvor á sínu sviði og leggja báðir mikið upp úr háskólanámi samfara áhugamálinu. ‘‘PABBI ER EKKI ALVAR-LEG TÝPA HELDUR MIKILL HÚMORISTI. ÓFORMLEGUR OG SKEMMTILEGUR Hann fæddist 8. febrúar 1963. Hann byrjaði í Álftamýrarskóla, varð stúd- ent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983 og tók embættispróf í lög- fræði við Háskóla Íslands 1992. Hann var atvinnumaður í skák 1985 til ársloka 1997 og starfinu fylgdi kennsla við Skákskólann. Í ársbyrjun hóf hann störf hjá Ís- lenskri erfðagreiningu og er yfirmaður lögfræðisviðs fyrirtækisins og móðurfyrirtækisins deCODE. Hann hefur náð glæstum árangri í skákheiminum og fengið ótal viðurkenningar. Hann er næst stigahæsti skákmaður landsins, hefur til dæmis fimm sinnum orðið Skákmeistari Íslands, tefldi með skákliði Bayern München í Þýskalandi í sex ár og varð fimm sinnum Þýskalandsmeistari og einu sinni Evrópumeist- ari. 1988 komst hann í átta manna úrslit HM í skák. Eiginkona hans er Jónína Ingvadóttir, kynn- ingarstjóri hjá ValiTor. Þau eiga tvö börn, Hjört Ingva og Sigurlaugu Guðrúnu 16 ára. JÓHANN HJARTARSON mín fylgdumst mjög vel með öllum hans mótum og það var auðvitað mjög spennandi. En ég var bara 11 ára þegar hann hætti í atvinnu- mennsku. Reyndar hefur hann oft teflt síðan og ég hef haft mjög gaman af því að fylgjast með hon- um við skákborðið. Mikill húmoristi Að öðrum skákmönnum ólöst- uðum hefur hann sýnt það þegar hann teflir að hann stenst ennþá samanburð við velflesta ef ekki alla íslenska skákmenn. Mig dreymir Hann fæddist 7. september 1987. Hann gekk í Ölduselsskóla og tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í desember 2006, en hefur síðan stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Hann hóf tónlistarnám í Tónskóla Eddu Borg, en hefur stundað djass- og klassískt píanónám í Tónlistar- skóla Félags íslenskra hljómlistarmanna undanfarin ár og vonast til þess að ljúka námi í klassíkinni á næsta ári. Í Ölduselsskóla varð til ballhljómsveitin Svitabandið og er hann enn í henni. Hann söng í kór MH og í skólanum stofnaði hann ásamt öðrum dægurhljómsveitina Hjaltalín, sem fékk meðal annars Íslensku tón- listarverðlaunin fyrir lag ársins 2008. HJÖRTUR INGVI JÓHANNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.