Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 12
12 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is É g kvarta ekki vegna þess að þetta hefði getað farið mun verr og það eru margir sem eiga við miklu meiri fötlun að stríða heldur en ég,“ segir Selma H. Pálsdóttir. „Því er ekki að neita að slysið hefur haft mikil áhrif á mig og fjölskylduna. Margt sem ég gerði áð- ur og var auðvelt þarf ég að gera öðruvísi núna. Til dæmis keyri ég ekki beinskiptan bíl, sem kemur sér illa á ferðalögum. Það er mun dýrara að leigja sjálfskipta bíla og því leigj- um við beinskiptan og þá lendir það alltaf á eiginmanninum að keyra. Ég tek ekki áhættu á því að meiðast meira, því ég vil halda í það sem ég hef. Þess vegna fer ég til dæmis ekki á skíði, því ef ég myndi detta eru miklar líkur á því að ég myndi slasa mig illa í hnénu og ég vil hafa hnén í lagi.“ Síðustu helgina í september 2001 höfðu Selma og Stefán H. Matthías- son, þáverandi sambýlismaður henn- ar og eiginmaður síðan 2005, ákveðið að fara í Þórsmörk. Útivist á fjöllum var þeirra helsta tómstundagaman og þau áttu jeppa til að komast sem víðast. Tölvupóstur frá markaðs- og kynningarstjóra Íslenskra ævintýra- ferða, fyrirtækinu sem Selma vann hjá, setti stórt strik í reikninginn. „Hæ, hó, er stemmning fyrir „ca- nyoning – team building – group spi- rit healing“ gljúfurgöngu upp að Glym nk. lau. kl. ca. 13,00...Það er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa hug- mynd um þessa ferð ef við ætlum að selja hana næsta sumar,“ sagði meðal annars í póstinum. Þórsmerkurferð- inni var slegið á frest, en þess í stað farið í Glymsgil með starfsmönnum og mökum, alls 18 manns. Ristin hvarf Þungbúið var ferðadaginn og rignt hafði dagana á undan. Samkvæmt skýrslum vitna höfðu fæstir þátttak- enda farið áður í Glymsgil. Þeir voru með hjálma og í blautbúningi, því ekki er hægt að ganga í þröngu gilinu nema ganga í ánni. Í kjölfar slyssins sendi einn eigandi landsins sýslu- manni Borgarness bréf þess efnis að hættulegt væri að ganga inn gilið vegna hættu á grjóthruni, en hóp- urinn var ekki varaður við grjóthruni. Hann benti á að Glymsgil væri innan girðingar og þar væri bannað að fara með hópa auk þess sem bannað væri með lögum að selja aðgang að land- inu. „Mér fannst ég vera í rosalega góðum höndum og það hvarflaði ekki að mér að við værum að fara inn á hættusvæði enda var búið að auglýsa ferðina í bæklingi fyrirtækisins sem ég vann hjá.“ Ferðin var erfið og þrjár konur urðu eftir við eitt haftið. Nokkru síð- ar ákváðu fjórir þátttakendur að fara ekki lengra en hin héldu áfram. „Framundan var nokkurra metra hár foss og mér leist ekki á hann,“ rifjar Selma upp. „Sá fyrsti fór upp og dró hina. Þeim svelgdist á og áttu mörg hver frekar erfitt með að komast upp þennan foss. Mér finnst óþægileg til- finning að svelgjast á og ákvað því að fara ekki lengra heldur bíða eftir þeim. Mig langaði ekki að príla þarna upp fossinn.“ Skömmu síðar urðu þau vör við grjóthrun. Hópurinn í miðjunni, sem Selma var í, lenti í hruninu. „Fremsti hópurinn var nýlagður af stað upp fossinn, þegar drunurnar byrjuðu. Guði sé lof, því ef við hefðum öll verið á þessum þrönga bletti hefði örugg- lega einhver dáið. Það var ekki hægt að hlaupa í skjól. Ein konan sökkti sér í kaf í ánni og slapp. Sú sem stóð við hliðina á mér fékk smá hrun á öxl- ina og meiddist ekki mikið. Ég og einn strákur, sem sat á steini skammt frá okkur, fengum gusuna yfir okkur. Skömmu áður var hann að hugsa um að taka hjálminn af sér en sem betur fer gerði hann það ekki, því hann fékk grjót á höfuðið og hjálmurinn splundraðist. Hann fékk líka grjót á ristina og hún varð eins og barinn brjóstsykur. Þetta gerðist ofsalega hratt. Ég fékk allt í einu sand í andlitið mér og í kjölfarið hófust trufluð læti. Drun- urnar voru miklar og grjótið small með miklum látum í ána allt í kring- um okkur. Eftir að þetta var yfirstað- ið lá ég á hliðinni, hugsaði um hvað Guð ætlaði mér með þessu og kann- aði ásigkomulagið. Ég gat hreyft höf- uðið, axlirnar og bakið. Ég fann ekk- ert til í bakinu og var sérstaklega ánægð með það. Ég fann fyrir handleggjunum og vinstri fætinum fram í tær en gat ekki hreyft hægri fótinn. Fann samt fyrir tilfinningu í honum að hluta, en gerði mér ekki grein fyrir því hvar hún hætti. Ég fann fyrir mikilli hita- sviðatilfinningu í kringum tærnar, svipaðri þeirri og maður finnur fyrir þegar manni er mjög kalt og kemur inn í hita. Ég leit niður á hægri fótinn og sá hvítar sinarnar standa út úr fætinum. Ég hélt að þetta væru ber beinin, að skinnið hefði skafist af, en þá var bara ristin farin. Auk þess var slæmt opið beinbrot fyrir ofan ökkl- ann, þar sem allar sinar, taugar og vefir og hvað þetta heitir nú allt sam- an voru í rúst, en það sá ég ekki og er fegin því.“ „Vil halda í það Selma Halldóra Páls- dóttir slasaðist mikið á hægri fæti í grjóthruni í Glymsgili fyrir tæplega átta árum með þeim af- leiðingum að taka varð af henni fótinn miðja vegu milli ökkla og hnés. Morgunblaðið/Heiddi Gervifætur Selma á fimm gervifætur. Einn til daglegra nota og annan til vara, leikfimisfót, sundfót og hlaupafót. Ljósmynd/Stefán H. Matthíasson Þrekraun Hópurinn á leið inn gilið. Ganga verður í ánni og víða þarf að vaða í axlardjúpu og straumþungu árvatninu auk þess sem príla þarf upp fossa. Stefán H. Matthíasson, eig- inmaður Selmu, segir að slysið hafi styrkt þau heilmikið, en vissulega hafi það breytt miklu. „Ég fæ hana ekki lengur til að fara í jeppaferðir, það er alveg tómt mál að tala um,“ segir hann. „Fyrr í vikunni minntist ég á að gaman væri að renna í Mörkina en hún vildi ekki sjá það.“ Mörgum árum áður en þau kynntust segist Stefán hafa séð fótinn hennar fyrir sér. „Ég hef stundum séð fyrir óorðna hluti en áttaði mig ekki á þessu fyrr en sýnin rifjaðist upp eftir slysið. Fyrst ég hafði séð þetta fyrir var ég óánægður með að hafa ekki fengið viðvörun, þegar við fórum í gilið, en greinilega var þetta eitt- hvað sem átti að gerast. Það var búið að ákveða þetta.“ Stefán var á undan Selmu þeg- ar grjóthrunið varð. „Ég var kom- inn upp fossinn og heyrði ekkert í hruninu,“ rifjar hann upp. „Fólkið fyrir neðan mig kallaði á okkur og þá hljóp ég nánast á vatninu. Ég vissi að Selma hafði lent í slysinu og sveif einhvern veginn til henn- ar. Það var skelfilegt að koma að þessu og sjá hana svona mikið slasaða. Ristin hafði kubbast af og sinarnar stóðu út í loftið en í einhverri örvæntingu tók ég bút- inn og setti í poka ef hægt væri að festa hann aftur á.“ Meðan beðið var eftir björgun segist Stefán hafa orðið var við annað hrun og hafi grjót lent rétt hjá þeim. „Þá varð ég verulega smeykur, því það hrundi mjög mikið í kringum okkur.“ Selma segir að þegar slysið hafi átt sér stað hafi dóttir hennar verið með föður sínum í heimsókn hjá vina- fólki og hegðað sér mjög und- arlega. „Henni var ískalt á sama tíma og ég skalf úr kulda eftir slysið, þannig að hún hefur fund- ið eitthvað á sér. Allt kvöldið var hún óvenjulega lítil í sér.“ SÁ SLYSIÐ FYRIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.