Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 13
Erfið björgun Ekkert símasamband var í gilinu og því leið nokkur tími áður en björg- unarmenn komu á vettvang. Selma segir að biðin hafi verið erfið. „Mér var skítkalt, en félagarnir hlúðu vel að mér þar sem ég lá, bundu um fót- inn og gáfu mér verkjalyf. Ég lá á flötum steini og horfði upp í himininn. Eftir einhvern tíma sá ég þyrluna hringsóla fyrir ofan og þungu fargi var af mér létt, en svo fór hún jafn snögglega og hún hafði birst. Það var ömurleg lífsreynsla. Þeir eru komnir, sjá okkur ekki og eru farnir, sagði ég. Stebbi reyndi að róa mig og sann- færði mig um að þeir vissu af okkur og kæmu von bráðar. Þetta var alveg eins og í bíómynd, vonin sem hvarf. En ég var í góðum höndum og mér leið ekki illa, þrátt fyrir allt. Ég var ekki í losti og missti ekki blóð vegna kuldans. Ég sofnaði ekki og mig grunaði strax að ég myndi missa fót- inn. Það raskaði ekki ró minni og þakka ég það jákvæðri umræðu um stoðtækjafyrirtækið Össur. Ég hugs- aði, æ, ég fæ gervifót og það verður ekkert mál. Á sama tíma dældi ég í mig verkjatöflum, hvort sem ég var með verki eða var hrædd við að fá þá. En mér var ógeðslega kalt. Hver ein- asti vöðvi nötraði og ég sagði stöðugt við sjálfa mig að ég yrði að slaka á. Mér var kalt svo lengi en björgunar- mennirnir komu með teppi og héldu á mér hita á leiðinni niður. Þá voru þeir stundum alveg upp í háls í vatni og héldu mér fyrir ofan sig. Ótrúlegir menn.“ Í frétt Morgunblaðsins af slysinu segir meðal annars að allt að 90 menn úr ýmsum björgunarsveitum af höf- uðborgarsvæðinu og Akranesi hafi komið að björgunarstarfinu. „Mjög erfitt starf beið björgunarfólksins þegar sjúkraflutningarnir hófust og tók um þrjár klst. að flytja hina slös- uðu niður í sjúkrabíl. Víða þurfti að vaða í axlardjúpu og straumþungu árvatninu í myrkri og feta sig í hlið- arhalla meðfram ánni og slaka bör- unum niður höft.“ Barátta Í vottorði endurhæfingarlæknis kemur meðal annars fram að „vegna ástands mjúkvefja var ákveðið að gera aflimun (amputation) ofan við sköflungsbrotið eða um miðjan fót- legg.“ Eftir að hafa legið á bækl- unarlækningadeild um tíma fór Selma heim, en datt þá á stúfinn og skurðsárið rifnaði upp að hluta. „Ég var með hækjur og ætlaði á salernið þegar hægri hækjan flæktist í poka á gólfinu og ég datt. Stúfurinn lenti á þröskuldinum og það byrjaði að blæða. Þjálfun með gervifót tafðist því í nokkurn tíma og ég fór ekki inn á endurhæfingardeildina að Grensási með fótinn fyrr en 27. nóvember eða um tveimur mánuðum eftir slysið.“ Sjúkraþjálfunin gekk ágætlega. Selma segir að hún hafi lengi verið með verki í beinendanum og upp á sköflunginn. Því hafi verið erfitt að ganga og jafnvel sitja og fyrir vikið hafi hún lengi þurft að styðjast við hækjur. Á tímabili hafi hún líka fyllst ákveðinni depurð og gengið til sál- fræðings. „Þetta fór í skapið á mér og það þurfti lítið til þess að stuða mig.“ Miklu máli skiptir fyrir Selmu að halda sér í góðu líkamlegu formi og stundar hún æfingar reglulega í lík- amsræktarstöðvum. „Ég fer ekki í sömu tækin og áður, mörg tæki henta mér ekki lengur, en flestar æfingar get ég gert öðruvísi. Samt ekki allar og ég skokka til dæmis ekki á hlaupa- bretti. Það er vont. Þegar ég geri ýmsar æfingar finn ég að það tekur meira í vinstra megin en hægra meg- in vegna þess að ég hef ekki sama kraftinn, ekki sama jafnvægispunkt- inn. En ég verð alltaf að vera hraust, því ég verð með gervifót það sem eft- ir er.“ Elísabet Arna, dóttir Selmu, var fimm ára þegar slysið gerðist, en son- urinn Andri Snær er sex ára og hefur því aldrei séð móður sína með nátt- úrulega hægri fót. Selma segir að þar sem hún hafi ekki getað keyrt bíl í langan tíma hafi hún mikið verið upp á aðra komin, en það hafi allt gengið vel. Hins vegar hafi gengið illa að fá bætur og hafi hún þurft að leita rétt- ar síns fyrir dómstólum. Krafa henn- ar hafi verið viðurkennd hjá Héraðs- dómi Reykjavíkur í desember 2003 og síðar staðfest í Hæstarétti í apríl 2004. Samt sem áður hafi Trygg- ingastofnun synjað henni um að fá ör- orkubætur og ekki látið sér segjast fyrr en úrskurðarnefnd almanna- trygginga hafi viðurkennt slysið sem vinnuferð, sett ofan í við stofnunina og viðurkennt bótaskyldu hennar fyr- ir rúmlega fjórum árum. Breytt líf Nú fara þau hjónin ekki lengur saman á fjöll. „Ég er ekkert hrifin af því að vera á ferðinni og hef til dæmis nánast ekkert farið með Stebba í gönguferðir eftir slysið. Hann gengur með öðru fólki í staðinn. Mér líður líka illa í jeppum á fjallvegum, er bíl- hrædd í hálendi. Ég treysti engu, ekki bílnum, vegunum, umhverfinu. Fæ flog í halla og það heyrist vel í mér ef jeppinn hallast eitthvað, þó hann sé bara í beygju. Einu sinni vorum við mæðgurnar tvær heima. Ég var tiltölulega nýbúin að fá gervifót og þar sem hann þreytti mig var ég ekki alltaf í hon- um. Elísabet var nýbúin í baði, ég klæddi hana í nærföt og við fengum okkur kakósúpu. Heit súpan slettist á lærið á henni en sem betur fór var ég í fætinum og gat því brugðist strax við og kælt lærið. Hún hefði brennt sig meira ef ég hefði ekki verið í fætinum því þá hefði ég ekki getað brugðist eins skjótt við. Ég var með fullkomlega heil- brigðan fót en eftir slysið er ég stund- um með verki. Stíflaðir hársekkir er algengt vandamál og á þessu ári hef ég fengið sýkingar í hnésbótina sem hafa stoppað mig í líkamsræktinni og í eitt skiptið gat ég ekkert gert í tvær vikur. Læknirinn minn segir að það sé vegna lélegs sogæðakerfis sem gerist oft þegar líkamshlutar eru fjarlægðir. Ég er oft með svokallaða draugaverki og verð að gæta mín á saltneyslu. Ef ég fæ mér poppkorn fæ ég bjúg og draugaverki daginn eftir. það getur verið mjög óþægilegt.“ Eftir að hafa lokið námi frá Ferða- málaskóla Íslands árið 2000 hóf Selma störf hjá ferðaskrifstofu sem seinna varð að Íslenskum ævintýraferðum. Nokkrum mánuðum eftir slysið varð fyrirtækið gjaldþrota og fór hún því ekki aftur til starfa. Nokkrum árum síðar var Selma í 25% vinnu hjá Ferðaklúbbnum 4x4, en ákvað síðan að taka stúdentspróf í fjarnámi og lauk því vorið 2007. Hún hóf síðan spænskunám við Háskóla Íslands en gerði hlé á því um síðustu áramót. „Ég hafði menntað mig til þess að starfa í ferðaþjónustunni en nú langar mig ekki til þess að selja ferðir. Ég vil ekki vera ábyrg fyrir einhverju sem getur komið fyrir fólk,“ segir hún. Selma segist stundum velta því fyr- ir sér hvers vegna hún hafi lent í þessu slysi. Hún vitnar í bókina Sec- ret eða Leyndarmálið og bendir á að þar sé gengið út frá því að fólk sendi út boð og fái það sem það vilji. „Ég veit ekki hvaða boð ég sendi út en ég ræddi þetta við vinkonu mína á dög- unum og hennar skýring var sú að fólki væri ætlað að lenda í hlutum til þess að geta síðan hjálpað öðrum. Ég hef svo sem talað við fólk sem hefur misst útlim og þarf að fá gervilim þannig að vonandi hef ég orðið að liði. Með öðrum orðum þá er ég ánægð með allt jákvætt sem slysið leiðir af sér. Áður þótti mér mjög skrýtið og hálf asnalegt að sjá myndir af fólki sem vantaði útlim eða limi og núna er ég kominn í hópinn. Mér finnst það enn svolítið asnalegt að vera ekki eins og ég var sköpuð, hef ekki enn sætt mig við að líta svona út og finn sér- staklega fyrir því á sumrin en verð sáttari við þetta með hverju árinu sem líður. Ég er samt ekkert viss um að sú tilfinning fjari einhvern tíma út. Ég held að fólk verði aldrei fullsátt við að missa útlim. En mér hefur tekist á þessum átta árum að lifa með þessu. Ég var vön því að vera berfætt en fer ekki í sandala í góða veðrinu. Þeir myndu bara fjúka af mér. Og ég sakna þess að geta ekki verið í flottum sandölum.“ sem ég hef“ Morgunblaðið/Heiddi Hömlur Selma telur að fólk sætti sig aldrei við að missa útlim en hún verði sáttari með hverju árinu sem líður. Ljósmynd/Stefán H. Matthíasson Aflimun Taka varð af Selmu fótinn miðja vegu milli ökkla og hnés. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 „Ég er enn með fótinn og get gert allt sem ég vil,“ segir Matthías Zaiser, sem lenti í slysinu með Selmu og fótbrotn- aði meðal annars á fimm stöðum á hægra fæti auk þess sem hann marðist á öxl og fékk höfuðsár. Eftir slysið komst Matthías niður gilið með hjálp félaga sinna og komst því á sjúkrahús mun fyrr en Selma. „Það tók mjög langan tíma að jafna sig og ná fyrra krafti en með reglulegum æfingum og jákvæðu hugarfari tókst það,“ seg- ir hann. Matthías starfar sem leiðsögumaður og var uppi á Mýr- dalsjökli þegar blaðamaður náði sambandi við hann. „Ég verð að gæta þess að halda mér í formi því ef ég slaka á er þreytan fljót að segja til sín,“ segir hann. GETUR GERT ALLT Matthías Zaiser Fernt lenti í grjóthruni í Glymsgili laugardaginn 29. september 2001 og slasaðist tvennt alvarlega. Slysið varð um klukkan 17:30 og um sjö tímum síðar var komið með Selmu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Í skýrslu sýslumannsins í Borgarnesi kemur fram að Neyðarlínan hafi tilkynnt alvarlegt slys við fossinn Glym í Botnsdal í Hvalfirði klukkan 18:12 og skömmu síðar hafi þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út vegna slyssins. Haft er eftir fararstjóra hópsins að fernt hafi lent í grjót- hruni í gili um 50 til 100 metrum neðan við fossinn og tvennt slasast al- varlega. Ekkert fjarskiptasamband væri í gilinu og um klukkutíma gangur á slysstað frá eyðibýlinu Stóra-Botni, þar sem lögreglan hitti fararstjór- ann kl. 18:24. Fararstjórinn sagði leiðina mjög erfiða og ekki fært að slys- stað nema sérútbúnu fólki þar sem ganga þyrfti ána í mjög djúpu gilinu. Þyrlan lenti við bæinn kl. 19:14 og kl. 19:17 voru læknir og 20 björg- unarsveitarmenn lagðir af stað inn gilið. Kl. 20:00 var slasaði maðurinn kominn í sjúkrabíl á leið til Akraness og kl. 20:27 fór þyrlan af vettvangi þar sem flugmenn hennar töldu ekki annað ráðlegt vegna flugskilyrða. Kl. 21:10 lagði björgunarliðið af stað með Selmu af slysstað og kl. 23:45 var lagt af stað með hana í sjúkrabíl til Reykjavíkur. Á SPÍTALA EFTIR UM SJÖ TÍMA BIÐ ’ Það er mat lögfræðinga að það sé ekki hægt að snúa þessari gjörð stjórnar Kaupþings. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um niðurfellingu skuldaábyrgðar á lánum sem stjórn bankans veitti stjórnendum. Það væri fínt ef umsóknarferlið gæti hafist í for- mennskutíð Svía í lok þessa árs og mín vegna má það gjarnan enda með inntöku Íslands 2012 þegar Danir hafa tekið við formennskunni. Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, tekur hugsanlegri umsókn Íslendinga um aðild að ESB fagnandi. Það er ekki hægt að skrifa upp á eitthvað sem mað- ur veit ekki hvað er. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, ósátt við leyndina yfir Icesave-samningnum. Það er greinilega áhugi hjá fólki ennþá á að kaupa lóðir. Jón Guðmundur Valgeirsson, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi, þar sem 65 sumarhúsalóðir voru boðnar upp. Ég missti töluverð borgararéttindi við að flytja yfir Holtavörðuheiðina. Þorsteinn H. Gunnarsson búfræðingur er ósáttur við misvægi atkvæða eftir kjördæmum. Þetta er bara tekið af séreignasparnaði Sigurjóns. Hann vantaði peninga. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar, fv. Landsbankastjóra, skýrir 70 milljóna lán til Sigurjóns úr lífeyrissjóði í vörslu bankans. Það hefur kannski verið tekið ofan af höfði og samt hélt maðurinn áfram. Þetta voru hörkunaglar. William R. Short hefur ritað bók um víkinga og segir þá hafa haldið áfram að berjast til síðasta blóðdropa. Fólk sér minni hagkvæmni í því námi út af ástandinu sem ríkir nú. Steinn Jóhannsson, forstöðumaður kennslusviðs HR, skýrir hvers vegna færri sækja um að stunda nám í við- skiptafræði nú en í fyrra. Það er í takt við okkar stefnu, flokkanna sem mynda ríkisstjórn, að horfa frekar til þess að hækka skatta á þá sem standa best og eiga mest af peningum. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynnti áform ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir. Það er gaman að fá þessi verðlaun og sérstaklega gaman að fá verðlaun sem listafólk veitir, ekki síst verðlaun frá listafólki sem er svo landar mínir að auki. Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco- ballettsins, hlaut heiðursverðlaun Grímunnar. Ég er oddviti flokksins og bæjarfulltrúi og er stað- ráðinn í því að vera að áfram. Gunnar I. Birgisson lét af starfi bæjarstjóra í Kópavogi eftir að upplýsingar komu fram um viðskipti bæjarins við fyrirtæki í eigu dóttur hans. Ummæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.