Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 33
Umræðan 33 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Endurfundir við grillið www.ss.is Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Bodrum – Tyrkland frá kr. 79.900 Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á vikuferð til sumarleyfisperlunnar Bodrum í Tyrklandi 26. júní. Í boði er frábært sértil- boð á gistingu með hálfu fæði á Hotel Turihan***, einstaklega góðu og notalegu hóteli sem býður góðan aðbúnað og mjög góða staðsetningu og jafnframt sértilboð á gistingu á Hotel Mandalinci **** með „öllu inniföldu“ sem er mjög fallegt og gott hótel sem býður frábæran aðbúnað og hreint einstaka staðsetningu í miðbæ hins skemmtilega bæjar Turgitreis. Bodrum bíður þín með einstakan menningararf, stórbrotna náttúrufegurð, töfra Eyjahafsins, frábæran mat og ótrúlega hagstætt verðlag! Sumarleyfisstaðurinn Bodrum í Tyrklandi er einn eftirsóttasta áfangastaður Tyrklands. Bodrum er fallegur hafnarbær sem stendur á samnefndum skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands. Bærinn skartar fallegum hvítum húsum sem eru víða skrýdd blómum og þröngum heillandi götum sem bera fortíðinni vitni. Hér er endalaust úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur- og skemmtanalíf í boði. Verð kr. 79.900 – Hotel Turihan * * * með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur á Hotel Turihan ***. Sértilboð 26. júní. Verð kr. 99.900 – Hotel Mandalinci * * * * með „öllu inniföldu“ Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með "öllu inniföldu" í 7 nætur á Hotel Mandalinci ****. Sértilboð 26. júní. 26. júní Hálft fæði eða „allt innifalið“ – ótrúlegt verð! Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Ótrúlegt sértilboð Hotel Turihan *** & Hotel Mandalinci **** · Frábær staðsetning · Góður aðbúnaður · Hálft fæði eða „allt innifalið“ M bl 11 20 55 1 Nú súpum við seyð- ið af aumingjaskapn- um í haust, þegar for- ystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar brugð- ust ekki við stór- yrðum Gordons Browns um að Ísland væri gjaldþrota. Með okkur var farið sem stríðsglæpamenn. Hryðjuverkalög- unum var beitt á Landsbankann, Seðlabankann og ríkisstjórn Ís- lands í raun án viðbragða af hálfu íslendinga. Hryðjuverkalögin hafa hangið yfir Landsbankanum fram í þessa viku. Ég þarf ekki að rekja hér að ég var einn af mörgum Íslendingum sem töldu að hart skyldi mæta hörðu. Vildi aðgerðir okkur til varnar strax í október á sl. hausti. Ég ræddi þá nauðsyn aðgerða bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, við litlar sem engar undirtektir. Málið hefði þróast með öðrum hætti ef það hefði verið gert strax með rökum og festu líkt og gert var í landhelgisbaráttunni. Aðgerðir þjóðar sem átti líf sitt og heiður að verja og er nú að taka á sig skuldbindingar langt umfram það sem henni ber. Mein- leysið af hálfu Geirs H. Harde for- sætisráðherra og Össurar Skarp- héðinssonar, starfandi utanríkisráðherra, kallaði ég þá landráð af gáleysi. Enn hafa for- ystumenn þessara flokka ekki út- skýrt af hverju var ekki tekið hart á móti Bretunum. Tilskipun Evrópusambandsins um Tryggingasjóð innstæðueig- enda sem við inn- leiddum 1999 er skýr um hver okkar ábyrgð er. Við þá til- skipun bar íslenskum stjórnvöldum að miða og ekkert annað. Síð- ar var í raun aðstoð af hálfu bæði breskra og bandarískra lög- fræðinga hafnað eða einskis virt bæði í Icesave-málinu og sérstaklega út af beit- ingu hryðjuverkalag- anna. Það vita það allir í dag að yf- irlýsingin um Ísland gjaldþrota gerði það að verkum að allar þjóð- ir lokuðu að sér og vildu ekki eiga viðskipti við Ísland eða Íslend- inga. Hvað hefði Grindavík gert? Hvað myndi Grindavík gera ef borgarstjórinn í Reykjavík lýsti Grindavík gjaldþrota. Því yrði svarað og hrundið sem rugli strax að kvöldi, ef ég þekki skapgerð Grindvíkinga rétt. Það yrði brugð- ist við áður en allir viðskiptamenn Grindavíkur lokuðu að sér. Það yrðu stórbrotin átök um svona dólgslega yfirlýsingu og staðlausa stafi. Þess vegna verða forsvars- menn flokkanna að svara og upp- lýsa hvers vegna þeir lutu í gras. Sagan af götunni varð strax sú að Samfylkingin vildi engan styggja í Evrópu, inn í Evrópu- sambandið skyldi farið með Ísland hvort samstarfið var við Sjálf- stæðisflokk eða Vinstri græna. Átök myndu torvelda aðild- arumsókn og viðræðurnar í kjöl- farið. Nú reynir bæði á alþing- ismenn og forseta Íslands síðar, ef þingheimur ætlar að skuldsetja framtíðina svo að skuldaklafinn verði helsi og setji Ísland í stöðu þess lands í Evrópu þar sem fá- tæktin umvefur allt. Það jaðraði við landráð að taka ekki á móti Gordon Brown í haust. Er nú verið að gera enn verri hlut en þá, ég spyr? Hvað þýðir samn- ingur sem þess vegna opnar Bret- um tækifæri til að eignast land- helgi Íslands eða hvað sem hugur þeirra stendur til, eins og Magnús Thoroddsen lögmaður segir að liggi opið í samkomulaginu hjá Jó- hönnu og Steingrími, ef allt fer á versta veg í efnahagsmálum. Lög- fróðir menn segja samninginn full- veldisafsal og hann stangist enn- fremur á við stjórnarskrána. Að setja Icesave-málið fyrir dómstóla getur Bretland og Evr- ópusambandið ekki hugsað sér af einfaldri ástæðu, Íslendingar myndu vinna slíkt mál samkvæmt EES og evrópskum lögum. Þeir vilja ekki opna gatið í löggjöfinni, þá hrynur peningakerfi Evrópu- sambandsins í framhaldinu. Þess vegna átti og á enn að pína Evr- ópusambandið til að leysa deiluna með þjóðunum þremur. Sáttasemjara í málið Það er kæruleysi að tefla ekki þessa skák til þrautar. Í henni höfum við alltaf átt varnarsigur vísan. Við eigum aðeins að gera það sem samningar okkar stóðu til, að standa á rétti okkar. Virð- ing og velvild er ekki til staðar í dag í okkar garð. Ég vil þakka formanni Fram- sóknarflokksins Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni skelegga baráttu í þessu máli, og Indefence-hópnum. Nú er búið að opinbera samning sem átti að vera dulkóðaður og ætlast var til að hræddir þing- menn þess vegna segðu já við. Al- menningur fengi aldrei að sjá hvað stæði í nauðungarsamn- ingnum sem börnin okkar eiga að borga. Þeir segja ráðherrarnir að við eigum að geta lifað við þetta, en allir vita þegar ríkið er sokkið og borgar árlega 36 milljarða bara í vexti, þá skerðast nú framlögin til félagsmálanna fljótt. Það þekkir Jóhanna Sigurðardóttir af reynslu sinni í pólitík. Þeir lifðu í Sovét en það var ekkert líf og Íslendingar sætta sig ekki við þannig lífskjör. Ég treysti því að ekki síst ýmsir af þingmönnum Vinstri grænna láti framtíðina njóta vafans og hafni skuldbindingum sem hið nýja Ísland rís ekki undir. Það sem hægt er að klára í dag á ekki að geyma til morguns. Við skulum reka nauðungarsamninginn af höndum okkar og takast á við Bretana og Hollendingana þar til Evrópusambandið skerst í leikinn. Þá verður settur sanngjarn og sterkur sáttasemjari í málið sem mun hugsa um beggja hag, og hafna því ranglæti að drápsk- lyfjarnar verði bara okkar. Sátta- semjari hlutlaus og sanngjarn sem Evrópusambandið skipar og mun höggva á þennan Gordons-hnút. Að höggva á Gordons-hnútinn Eftir Guðna Ágústsson » Þess vegna átti og á enn að pína Evrópu- sambandið til að leysa deiluna með þjóðunum þremur. Guðni Ágústsson Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður og ráðherra. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefn- um mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendi- kerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofar- lega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.