Morgunblaðið - 21.06.2009, Page 22
hinn 25. júní. Trampe greifi var yfirvald
Dana á Íslandi og var því ljóst að um bylt-
ingu væri að ræða. Trampe var fluttur um
borð í skipið sem Jörundur og Phelps höfðu
komið með, Margaret & Anne, og vistaður
þar.
Hinn 26. júní voru hengdar upp yfirlýs-
ingar undirritaðar af Jörundi sem þar lýsti
því yfir að allur danskur myndugleiki væri
upphafinn á Íslandi.
Hundadagar og þorskflök á bláum
grunni
Líklega hefði Jörundur sem best getað
lýst því yfir að Bretar hefðu tekið við
stjórninni en það gerði hann hinsvegar ekki.
Hann virtist hafa nokkra samúð með að-
stæðum Íslendinga sem voru að sögn kunn-
ingja Jörundar fremur slæmar. Reyndar
segja heimildir að Íslandsvinurinn, og vin-
ur Jörundar, sir Joseph Banks, hafi látið
þess getið að Íslendingar væru bæði illa
lyktandi og grálúsugir.
Ekki gat landið verið stjórnlaust eftir
byltinguna og því varð úr að Jörundur
lýsti sjálfan sig verndara Íslands, til
bráðabirgða á meðan landsstjórn yrði
ákvörðuð. Yfirlýsingin var auglýst og
undirrituð: „Reykjavík þann 11. júlí
1809, Útgefið undir Vorri Hendi og
Signeti, Jörgen Jörgensen, Alls Íslands
Verndari og Hæstráðandi til Sjós og
Lands.“
Það má vera ljóst að hraðar hendur
hefur þurft að hafa til að tryggja varnir
landsins áður en Danir mættu til að
endurheimta það sem þeir töldu sitt.
Phelps og félagar hans brugðu því á það
ráð að byggja virki til að verjast óvina-
skipum og blakti fáni Jörundar, þrír flatt-
ir þorskar á bláum grunni, þar við hún.
Líklega hefur Jörundur ekki búist við
því að það yrðu Bretar sem yrðu honum til
trafala en áform hans fyrir Ísland urðu að
engu þegar breska herskipið Talbot kom til
landsins í ágúst. Skipstjóri Talbot boðaði
Jörund og Phelps á fund með sér og sama
kvöld náði Trampe greifi að flýja yfir í her-
skipið Talbot.
Þegar svo var komið sögu mátti vera ljóst
að stjórnartíð Jörundar var lokið en 22.
ágúst skrifuðu Jörundur, Phelps, Magnús
Stephensen, Stefán Stephensen og Padd
Jones skipherra Talbot undir samkomulag
sem ógilti allar auglýsingar og ákvarðanir
Jörundar. Byltingin reyndist misheppnuð.
Fíkn og framandi heimur
Jörundur var ásamt dönskum stríðs-
föngum frá Íslandi fluttur til Bretlands en
hann náði þó að vinna hetjudáð í millitíðinni
þegar hann bjargaði skipverjum af Orion,
fyrrum skips Trampes greifa, eftir að fang-
arnir um borð höfðu kveikt í skipinu. Jör-
undur gat þó hinsvegar ekki flúið örlögin og
var hann því dæmdur í fangelsi í London,
fyrir að hafa rofið heiðursmannasam-
komulagið um að flýja ekki, en ekki fyrir
byltinguna á Íslandi. Jörundur slapp hins-
vegar við framsal til Danmerkur en þar
hefði hann verið tekinn af lífi sem land-
ráðamaður. Hann sat í fangelsi í London og
í fangaskipi um skeið. Næstu árum eyddi
Jörundur annars í sukk og fjárhættuspil og
tapaði hann ætíð öllu sem hann átti uns
hann varð stórskuldugur. Á þessum tíma
vann Jörundur fyrir sér meðal annars
sem njósnari fyrir Breta á meginlandinu,
einmitt þegar Napóleonsstríðin náðu
sínu hámarki og er jafnvel talið að
hann hafi orðið vitni að orrustunni
um Waterloo úr fjarska. Hann sól-
undaði jafnan sínu fé og lenti
því í skuldafangelsi.
Í árslok 1825 var Jör-
undur fluttur um borð í
skip, förinni var heitið
til Tasmanínu og lagði skipið svo loks að
bryggju í Hobart en þar var Jörundur á
kunnugum slóðum enda hafði hann kannað
umhverfið vel 25 árum áður.
Hinum megin á hnettinum má segja að
nýtt lífsskeið hafi hafist hjá Jörundi hunda-
dagakonungi, en hann starfaði þar til að
mynda sem lögreglumaður og vann hann
meðal annars að uppbyggingu landnema-
byggðar. Hvað Ísland varðar á Jörundur að
hafa skrifað eftirfarandi í dagbók sína: „Er
til nokkur maður á Íslandi, sem getur með
réttu lagi kvartað yfir mér?“
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
J
örundur hundadagakonungur var á
undan sinni samtíð. Hann var lýð-
ræðissinni á tíma þegar einvaldar
réðu víðast hvar ríkjum, eins og
Ragnar Arnalds hefur sagt, en
hann skrifaði bók um Jörund sem nefnist
Eldhuginn. Líklegt má telja að hin frjálsu
samfélög í Ameríku hafi haft mikil áhrif á
hann. Jörundur átti eftir að verða mikill
áhrifavaldur á Íslandi og reyndar víðar ef
því er að skipta.
Hinn 25. júní 1809 handtók Jörundur,
ásamt enskum kaupmanni að nafni Samuel
Phelps, Trampe greifa sem stýrt hafði Ís-
landi með harðri hendi. Daginn eftir var
hengd upp yfirlýsing þar sem Ísland var
lýst laust undan dönskum áhrifum. Það
eru því senn 200 ár síðan þessi merki
viðburður átti sér stað og því er ekki úr
vegi að fara yfir ævi Jörundar og afrek
hans.
Ódæll, en skarpur og sískrifandi
Jörundur fæddist 1780 í Kaup-
mannahöfn og uppalinn í Danmörku
en eitthvað sóttist honum námið illa
og því varð úr að faðir hans sendi
hann í vist á enskum kaupskipum
þegar hann var aðeins 15 ára. Þetta
hafði mikil áhrif á Jörund sem síðar
meir elskaði allt enskt en gramdist
hin dönsku tengsl sín. Eyddi Jör-
undur reyndar drjúgum hluta ævi
sinnar í Bretlandi þó ekki væri alltaf
um uppbyggilega dvöl að ræða.
Jörundur ferðaðist starfa sinna
vegna mikið um heiminn og er talið að
hann hafi jafnvel siglt tvisvar hringinn í
kringum hnöttinn. Hann var til að
mynda fyrsti stýrimaður á skipinu Lady
Nelson og uppgötvaði þannig ásamt fé-
lögum sínum sund eitt á milli Ástralíu og
Tasmaníu. Lady Nelson var meðal annars
notað til að ferja fanga frá Bretlandi til
Ástralíu en Jörundur var auðvitað grunlaus
um að hann ætti sjálfur eftir að enda sem
fangi í Tasmaníu aldarfjórðungi síðar. Jör-
undur var vegna þessa einnig viðstaddur
þegar fyrstu landnemabyggðir Tasmaníu
voru stofnaðar og sjá hans víða merki enn í
dag á þeim slóðum.
Til Danmerkur hafði Jörundur almennt
lítið að sækja en þó var hann í
Kaupmannahöfn árið 1807 í
heimsókn hjá fjölskyldu sinni
þegar Bretar, undir forystu Nel-
sons lávarðar, gerðu sprengju-
árás á Kaupmannahöfn. Árásin
sú markaði endalok nánast alls
hins danska flota en þrátt fyrir
það voru nægilega mörg fley á
lausu til þess að Jörundur fengi
stjórn eins þeirra til að sækja liðs-
auka til Frakklands. Það fyrir-
komulag virðist hafa verið Jörundi
þvert um geð enda var hann stuðn-
ingsmaður Englendinga en hann gat
hinsvegar ekki skorast undan her-
kvaðningunni. Úr varð að hann hring-
sólaði í kringum Bretland til að fiska
málamyndabardaga. Það var svo árið
1808 að Jörundur var tekinn til fanga af
Bretum eftir viðburðalitla sjóorrustu
milli skips Jörundar, Admiral Juul, og
skips Breta.
Alla sína tíð skrifaði Jörundur dag-
bækur, bréf og blaðagreinar og liggur því
talsvert af efni eftir hann.
Fangi og kóngur
Eftir dóm í Bretlandi var Jörundi sleppt
gegn heiðursmannasamkomulagi. Á þessum
tímapunkti var Dönum orðið ljóst hvernig í
pottinn var búið og átti Jörundur því ekki
afturkvæmt til Danmerkur því þar var hann
eftirlýstur. Honum datt hinsvegar það
snjallræði í hug að stuðla að viðskiptum
milli Breta og Íslendinga. Hann vissi sem
var að Íslendingar liðu skort vegna einok-
unar Dana og að Breta vantaði tólg til að
nota í sápuframleiðslu.
Snemma árs 1809 fór Jörundur því með
skipinu Clarence til Íslands í þeim tilgangi
að skipta á nauðsynjavörum og tólg. Danir
tóku ekki sérlega vel á móti skipinu og lögð-
ust alfarið gegn verslun enda einok-
unarverslun á landinu og auk þess áttu
Danir í ófriði við Breta eftir blóðuga árás
þeirra á Kaupmannahöfn.
Það dró hinsvegar til tíðinda þegar Jör-
undur gerði aðra tilraun til að greiða fyrir
viðskiptum Breta á Íslandi. Það var 3. júní
sem lagt var af stað í seinni viðskiptaferðina
og náði skipið, Margaret & Anne, höfn í
Reykjavík hinn 21. júní og enn vildi Trampe
greifi ekki leyfa nein viðskipti. Nú bar hins-
vegar svo við að hann hótaði hverjum þeim
sem skipti við Bretana dauðarefsingu. Jör-
undur gerði sér hinsvegar lítið fyrir og með
hjálp breska kaupsýslumannsins og sápu-
framleiðandans Samuels Phelps og aðstoð-
armanns hans Savignac tókst honum að yf-
irbuga Trampe greifa og handsama hann
Getur nokkur kvartað yfir mér?
Tvær aldir frá byltingu Jörundar hundadagakonungs
1809 Fáni Jörundar hundadagakonungs var fyrst dreginn að húni, að því er talið er, þann 12.
júlí klukkan 12 árið 1809 að Hafnarstræti 4 en þar er kráin Dubliner í dag.
22 Sem kóngur ríkti hann...
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009