Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 49
Menning 49 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 568 8000 – borgarleikhus.is –midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) Söngvaseiður, sýningar haustsins óðum að fyllast, tryggðu þér miða. Við borgum ekki (Nýja sviðið) Uppsetning Nýja Íslands. Söngvaseiður. Sala hafin á sýningar í haust. Djúpið (Litla sviðið) Munið afslátt fyrir viðskiptavini Vodafone! Lau 27/6 kl. 19:00 Fös 3/7 kl. 19:00 Lau 11/7 kl. 19:00 Sun 21/6 kl. 20:00 Ö Fim 25/6 kl. 19:00 Ö Fös 26/6 kl. 20:00 Fös 4/9 kl. 19:00 U Lau 5/9 kl. 19:00 Ö Sun 6/9 kl. 19:00 Ö Mið 9/9 kl. 19:00 U Fim 10/9 kl. 19:00 Ö Fös 11/9 kl. 19:00 Fös 18/9 kl. 19:00 Ö Lau 19/9 kl. 19:00 U Sun 20/9 kl. 14:00 Ö Lau 26/9 kl. 14:00 Ö Í Oran gerist ekkert og ekk-ert er að gera, eða svo lýstiCamus borginni í erindinuMínotárinn; Oran er borg völundarhúss þar sem mínótár leið- indanna verður manni að bana. Or- anbúar tóku lýsingunni illa, enda er hún önnur stærsta borg Alsír og vegur hennar var enn meiri fyrr á öldum. Alsír var hluti af Frakklandi í rúm hundrað ár og Oran ein af þeim borgum þar sem frönsk menn- ing var áberandi, en þar voru líka fleiri menningarstraumar; arab- ískir, spænskir og afrískir, aukin- heldur sem hirðingjamenning var áberandi. Upp úr þessum bræðingi spratt ný gerð tónlistar á milli- stríðsárunum, einskonar þjóðalaga- músík sem var aðallega sungin af konum með textum sem flestir voru meinlausir en oftar en ekki ádeila undir rós. Hápólitísk músík Í umróti sjálfstæðisbaráttu sjötta og sjöunda áratugarins varð mús- íkin hápólitísk, en eftir að siðprúðir sósíalistar tóku við völdum í land- inu á sjötta áratugnum var Alsír- ingum kippt inn í iðnvætt borgar- samfélag og dægurtónlistartextar tóku mið af því, tóku að fjalla um ýmis vandamál borgarsamfélags- ins, aðallega hvað varðaði sam- skipti kynjanna. Tónlistin tók líka stakkaskiptum, inn í þjóðlegar stemmur blandaðist vestrænt diskó og rokk. Bræðinginn, sem spratt fyrst fram í Oran, kölluðu menn raï, en orðið þýðir skoðun eða álit. Framan af voru það konur sem sungu raï og flestar skeyttu Cheikha framan við nafn sitt, en ungir piltar sem tóku að syngja raï skreyttu sig með Cheb. Íbúar í Oran voru ekki eins hreinlífir og í Algeirsbúar, enda sósíalisminn og íslam ekki eins sterkt á þeim slóðum. Ungmenni voru og djarfari, ekki síst í textum, því þeir fjölluðu um frjálsar ástir og hórlíferni. Þetta varð til þess að tónlistin var bönnuð í Alsír, meðal annars með því að banna innflutn- ing af óáteknum snældum, girða fyrir spilun í útvarpi og svo má telja. Ekki var þó bara að raï var bannað í Alsír heldur voru raï- tónlistarmenn svipti vegabréfum til að koma í veg fyrir að þeir gætu flutt spillinguna til annarra landa. Á níunda áratugnum var banninu loks aflétt og þá blómstraði list- formið sem aldrei fyrr, ekki síst fyrir tilstilli listamanna eins og Khaled Brahim sem tók sér lista- mannsnafnið Cheb Khaled. Að miklu leyti spuni Framan af var raï að miklu leyti spuni; upptökustjóri / taktsmiður valdi hraðann á taktmæli og síðan spann söngvarinn yfir hann laglínu og texta sem varð til á staðnum að miklu leyti. Að því loknu bætir upp- tökustjórinn síðan við hljóðfæra- slætti eins og honum sýnist fara best. Eins og getið er þóttu textarn- ir oft heldur blautlegir og ekki bætti úr skák að sungið var op- inskátt um áfengisneyslu og óhlýðni við foreldra og yfirvöld. Allt ýtti þetta undir gríðarlegar vinsældir tónlistarformsins meðal ungs fólks, en jók líka andúð rétttrúaðra, bæði sósíalista og ísl- amista. Viðsjár milli þeirra síðarnefndu og stjórnvalda jukust á áttunda áratugnum og fram á þann níunda, en þá tóku íslamistar að myrða listamenn sem þeim þótti ósiðlegir. Raï-tónlistarmenn fengu að kenna á þeirri morðherferð, bæði söngv- arar og upptökustjórar og smám saman hrökkluðust þeir úr landi, flestir í Frakklands. Margar metsöluplötur Khaled stofnaði fyrstu hljómsveit sína, Stjörnurnar fimm, fjórtán ára gamall og gaf fyrstu smáskífuna út sama ár. Hann var því orðinn nokk- uð þekktur sem tónlistarmaður þegar hann sneri sér frá hefðbund- inni arabískri dægurtónlist og að raï í upphafi níunda áratugarins. Hann var búinn að senda frá sér fjölmagra snældur áður en fyrsta breiðskífan, Hada Raykoum, kom út 1985 og sló í gegn utan Alsír, en hún var gefin út bæði vestan hafs og austan. Fleiri metsöluplötur fylgdu í kjöl- farið, en engin vakti þó meiri at- hygli en platan Khaled, sem kom út 1992, en á henni var hann búinn að sleppa Cheb-forskeytinu og tónlist- in orðin vestrænni og því auðveld- ari fyrir vestræn eyru. Það skilaði líka þessum fína árangri, því lagið „Didi“ varð fyrsta lagið með arab- ískum texta sem komst á toppinn á franska vinsældalistanum. Næsta plata, N’ssi N’ssi, gekk líka vel, en eftir það fór heldur að halla undan færi hvað vinsældirnar varðar. Safnskífa með bestu lögum hans kom fyrir tveimur árum og svo sneri hann aftur í sviðsljósið með plötunni Liberté sem kom út í síð- ustu viku. Þó platan nýja heiti frönsku nafni heyrist á henni að Khaled er að leita aftur í tímann og þá ekki bara með því að taka aftur upp Cheb framan við nafnið, skífan er skrifuð á Cheb Khaled, „Khaled unga“, heldur leitar hann líka fanga í for- tíðinni. Á plötunni er þannig laga- tvennan Maoula (Raikoum) og Raikoum sem vísa í lagið sem kom komum á kortið, Hada Raikoum – hér í hraðri útgáfu og kraftmikilli með óvenjulegum kvennakór, blás- arasveit og skældum rafgítar. Al- þjóðlegt konunglegt fjör. Alþjóðlegt fjör Alsírski tónlistar- maðurinn Cheb Kha- led snýr aftur í sviðs- ljósið með breiðskífu þar sem hann horfir um öxl. Útlagi Alsírski tónlistarmaðurinn Cheb Khaled, konungur raï-tónlistarinnar TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Eins og kemur fram á síðunni var níundi áratugurinn blómatími Raï- tónlistar og þá komu út flestar þær skífur sem eitthvað er spunnið í. Chaba Fadela – You Are Mine Það varð allt brjálað þegar „N’sel Fik“, þú ert mín, kom út 1988, enda syngja þau Chaba Fadela og Cheb Sahraoui mjög opinskátt um eðl- unarfýsn og útrás hennar. Vinsælasta lag sem komið hefur út í Alsír og hefur elst mjög vel. Prince of Rai – Cheb Mami Ef Khaled var kóngurinn þá var Mami sáttur við að vera prinsinn. Cheb Khaled – Hada Raykoum Fyrsta raï-platan sem fékk almenna dreifingu og frábær í alla staði. Khaled í toppformi. Khaled – Khaled Vestrænasta plata Khaleds sem seldist meðal annars vel hér á landi. Ýmsir – Raï Rebel Merkileg safnplata ungra listamanna á þröskuldi frægðarinnar; Cheb Khaled, Chaba Fadela, Chaba Zahouania, Cheb Hamid og fleiri. Hug- myndasmiður skífunnar og upptökustjóri hennar var myrtur af ísl- amistum 1995. Lykilplötur Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FREMUR lítið hefur heyrst frá sigurvegurum Músíktilrauna þetta árið, skagfirsku sveitinni Bróður Svartúlfs. Í samtali við Helga Sæ- mund Guðmundsson, hljómborðs- leikara, kom þó fram að margt og mikið er í farvatninu og næstu mánuðir verða býsna pakkaðir. Sveitin hefur nýlokið dvöl í upp- tökuverinu Tankinum við Önund- arfjörð á Flateyri, en dagana 11.- 18. júní var keyrð þar hljóðsmiðja af Kraumi, tónlistarsjóði. Verkefnið var partur af sigurlaunum Mús- íktilrauna og þátt tóku þeir sem skipuðu þrjú efstu sæti keppn- innar, Bróðir Svartúlfs, Ljósvaki og The Vintage. Leiðbeinendur í smiðjunni voru Mugison, Páll Ragnar Pálsson (kenndur við Maus) og Önundur Hafsteinn Páls- son, eigandi Tanksins. Að sögn Helga kláruðu Svart- úlfsbræður eitt lag þá vikuna, „Ról- an sveiflast enn“ og hefur því verið póstað á myspace-setur sveit- arinnar (www.myspace.com/ brodirsvartulfs). Í júlí heldur sveit- in svo í Sundlaugina, hljóðver, og tekur þar upp stuttskífu sem ráð- gert er að gefa út í ágúst. Nokkuð verður þá um tónleikahald í sumar, sveitin kemur m.a. fram á tónlist- arhátíðinni Úlfaldi úr Mýflugu á Mývatni og í Bræðslunni á Borg- arfirði eystri. Fleiri hljómleikar, bæði úti á landi og í höfuðborginni eru sömuleiðis framundan en best er að fylgjast með framvindu mála á áðurnefndu myspace-setri. Allt að gerast Bróðir Svartúlfs, sigurvegari Músíktilrauna. Bróðir Svartúlfs hugsar sér til hreyfings Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 21/6 kl. 16:00 U Sun 12/7 kl. 16:00 Sun 26/7 kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið BANDIÐ BAK VIÐ EYRAÐ (HVÍTISALUR) Fim 23/7 tónleikar kl. 21:00 Fim 30/7 tónleikar kl. 21:00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.