Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 47
Velvakandi 47 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Grettir VÁ... ÞIÐ ÞEFIÐ AF HVERJU SEM ER, ER ÞAÐ EKKI? Gæsamamma og Grímur ATLI, SLÖKKTU Á ÞESSUM ASNALEGA ÞÆTTI ÞÚ VEIST EKKI EINU SINNI Á HVAÐ ÉG ER AÐ HORFA SKIPTIR EKKI MÁLI! ALLT SEM ÞÚ HORFIR Á ER ASNALEGT! Ferdinand Kalvin & Hobbes SJÁÐU, HOBBES! ÞÚ MÁTT EKKI SNERTA BOLTANN MEÐ HÖNDUNUM EN ÞÚ MÁTT SNERTA HANN MEÐ ÖLLUM ÖÐRUM LÍKAMSHLUTUM ER EKKI SÁRT AÐ NOTA ANDLITIÐ? ÁI! ÞETTA VAR EKKI ÞAÐ SEM ÉG ÆTLAÐI AÐ GERA! Kalvin & Hobbes SEGJUM SEM SVO AÐ STRÁKUR Í SKÓLANUM MÍNUM MYNDI UPPNEFNA MIG ÆTTI ÉG AÐ SPARKA Í SKÖFLUNGINN Á HONUM? NEI, OFBELDI LEYSIR ENGAN VANDA Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ LÁTA MÉR VAXA SKEGG SÍTT OG MIKIÐ SKEGG EINS OG GAURARNIR Í ZZ TOP JÁ, KALVIN MINN... GERÐU ÞAÐ ÉG HÉLT AÐ HÚN MYNDI VERÐA PIRRUÐ JAFNVEL HÖFÐINU EN EF VIÐ GEFUM OKKUR ÞAÐ AÐ ÉG HAFI SPARKAÐ Í HANN? Hrólfur hræðilegi HVERT FER ÉG TIL ÞESS AÐ KVARTA YFIR ÞVÍ HVERNIG FARIÐ ER MEÐ SKATTPENINGANA MÍNA?! HÉRNA INNAR Á GANGINUM... ÞÚ GETUR EKKI MISST AF ÞVÍ ÞAÐ ER INNFLUTTA EIKARHURÐIN SEM ER SKREYTT MEÐ GYLLINGUM, RÚBÍNUM OG DEMÖNTUM SUMUM finnst ekkert betra en að skokka til að hvíla hugann frá amstri dagsins og láta hugmyndaflugið reika og fá innblástur frá ylhýrri náttúru, grænum túnum og stórbrotnum fjöllum. Morgunblaðið/Eggert Skokkað á Kjalarnesi Tími hernaðar- bandalaga er liðinn VEGNA ágætrar greinar Gunnars Gunnarssonar í Mbl. 4. júní sl. varð það mér umhugsunarefni hvernig málefnum Evrópu í samskiptum við síbreytilegan heim muni best vegna í framtíðinni. Gunnar er reyndur í alþjóða- samskiptum og ber því að taka orð hans alvarlega. Hugleið- ingar Gunnars um Rússland núdagsins eru athygli- verðar og mér hugleiknar vegna áhuga míns á Rússlandi og sam- skiptum þess við aðra hluta Evr- ópu á liðnum öldum. Eftir daga Sovétríkjanna er staðan allt önnur í hinum vest- ræna heimi. Dagar Varsjár- bandalags og NATO eru liðnir. Rússar ógna hvorki Evrópu né Norður-Ameríku. NATO er ekki lengur nein ógn við Rússland. Evrópusambandið er vaxandi að styrk og gæti í nálægri framtíð orðið eitt af stórveldum heimsins. Spurningin er því e.t.v. hvort dag- ar hernaðarbandalaga eins og NATO og Varsjárbandalagsins séu ekki liðnir. Ég sé t.d. ekki hvaða hagsmunir eru fólgnir í aðild Ís- lands að NATO í dag. Engin ógn steðjar að NATO-löndum í Evrópu eða Ameríku. Helstu verkefni NATO í dag eru verkefni á vegum SÞ í Austur- löndum og þar eigum við t.d. engra hagsmuna að gæta. Hluti vandamálsins er auðvitað van- máttur SÞ á hernaðarsviðinu þar sem SÞ verður að treysta á áhuga og stuðning stórveldanna sem hafa misjafnra hagsmuna að gæta. Mín skoðun er sú að Rússland og Vest- urlönd eigi að stefna að því að mynda samstöðu um að tryggja stöðugleika á yfirráðasvæðum sín- um og eiga gott samstarf um það. Í því liggja hagsmunir beggja. Þá má einnig gera ráð fyrir því að ef einhver/einhverjir komi til með að ógna hagsmunum þeirra ríkja sem nú tilheyra NATO eða áður tilheyrðu Varsjárbandalag- inu, þá eru það ríki sem eru utan þeirra heimshluta sem þessi gömlu hernaðarbandalög tilheyra. Margt bendir til þess að Evrópusambandið stefni á sameig- inlegan her og þegar af því verður þá er NATO orðið óþarft. Ég tel því að það séu sameiginlegir hags- munir beggja hóp- anna, þjóðanna sem tilheyra NATO og þeirra sem áður til- heyrðu Varsjárbanda- laginu, að gera með sér gagnkvæman samstarfs- og varn- arsáttmála og standa saman gegn utan- aðkomandi ógn, hvað- an sem hún kemur. Það eru einnig augljósir hagsmunir þessara þjóða að hafa sem nánast samstarf í við- skiptum og efnahagsmálum með hagsmuni allra í huga. Á kaldastríðsárunum var ég ein- dreginn stuðningsmaður NATO og harður andstæðingur Sovétríkj- anna. Það sama gildir ekki um Rússland. Ég tel að Ísland geti og eigi að stuðla að því í NATO og í EFTA að samstarf þessara þjóða geti orðið að veruleika í náinni framtíð. Það mun ef vel tekst til stuðla að auknu öryggi og sam- starfi þjóða um efnahags- og vel- ferðarmál allra viðkomandi þjóða í framtíðinni. Tími hernaðarbanda- laga eins og NATO og Varsjár- bandalagsins er liðinn. Hermann Þórðarson, fyrrverandi flugumferðarstjóri. Lækjargata ÞAU voru þörf orð Víkverja í Morgunblaðinu 19. júní um um- ferðina í Lækjargötu. Þessi furðu- lega akrein strætisvagna (sem nú heita bus, eftir merkingum á göt- um að dæma) og leigubíla (sem nú heita alls staðar taxi) er stór- hættuleg. Ég reyni að fara eftir reglunum en ávallt eru bílar komnir við hlið manns innan heilstrikuðu línunnar og þarf sérstaka aðgát til að forð- ast árekstur við þá þegar komið er yfir gatnamótin og maður ætlar að beygja upp Hverfisgötu. Þetta verður að betrumbæta strax. Þ.M.       Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Jónsmessukaffi í Kefla- vík 24. júní undir stjórn Ólafs B. Ólafs- sonar. Kaffihlaðborð, skemmtiatriði og dans. Brottför kl. 13 frá Aflagranda. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur í kvöld kl. 20-23.30 í Stangarhyl 4. Danshljómsveitin Klassík leikur dans- lög við allra hæfi. Sjá feb.is. Dagsferð verður 1. júlí í Landmannalaugar, laus sæti, uppl. í s. 588-2111. Félagsstarf, Gerðubergi | Alla virka daga kl. 9-16.30 eru vinnustofur opnar og spilasalur frá hádegi. Púttvöllur v/ Breiðholtslaug opinn á opnunartíma laugarinnar, kúlur og kylfur án endur- gjalds. Lokað v/sumarleyfa starfsfólks 1. júlí. Uppl. á staðnum og s. 575-7720. Hraunbær 105 | Jónsmessukaffi 24. júní í safnaðarh. Reykjanesbæjar undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar, skráning á skrifstofu eða í s. 411-2730 fyrir 22. júní. Vesturgata 7 | Sameiginlega ferð með Aflagranda og Hraunbæ í Jónsmessu- kaffi á Reykjanes miðvikud. 24. júní. Kaffihlaðborð og Ólafur B. verður með nikkuna og stjórnar hópsöng og dansi o.fl. skemmtikraftar koma fram. Brott- för frá Vesturgötu kl. 13.05. Skráning og uppl. í s. 535-2740. Hjúkrunarfræðingur býður upp á blóðþrýstings- og blóðsyk- ursmælingu og almenna fræðslu um næringu og hreyfingu aldraðra, þriðju- daginn 23. júní fá 10-11. Vitatorg, félagsmiðstöð | Jóns- messuferð í Reykjanesbæ 24. júní kl. 13, skemmtun og kaffihlaðborð. Uppl. og skráning í síma 411-9450.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.