Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 29
R
íkisstjórnin er núna í lyk-
ilaðstöðu á öllum vett-
vöngum [svo] í þjóðfélag-
inu, hefur töglin og
hagldirnar svo að segja,
til þess að leiða til breyt-
inga. Það eru ekki bara
stofnanir og stjórnir
heldur öll fyrirtæki og
fjölskyldur landsins, sem
ríkisstjórninni er núna kleift að hafa áhrif á.“
Þetta sagði viðmælandi Stöðvar 2 í kvöld-
fréttum í gær, föstudag. Viðmælandinn var
talsmaður Femínistafélags Íslands og sá í
þessari stöðu mikið tækifæri fyrir stjórn-
málamenn til að hafa áhrif í jafnréttismálum.
Ríkisvæðing Íslands
Ekki er víst að allir séu sammála því hversu
jákvætt það sé að völdin hafi aftur safnazt á
hendur ríkisstjórnarinnar. Margir vilja lík-
lega ákveða breytingar hjá sér sjálfir, bæði
fyrirtæki og fjölskyldur, fremur en að það sé
á valdi ríkisstjórnarinnar. En lýsing tals-
manns Femínistafélagsins er rétt; hrollvekj-
andi rétt. Ríkisvæðing Íslands er í fullum
gangi. Og langt er síðan stjórnmálamenn
höfðu jafnvíðtæk völd og tækifæri til áhrifa á
stórt og smátt í lífi einstaklinganna, sem búa í
þessu landi.
Afleiðing bankahrunsins er að heil atvinnu-
grein, sem var orðin sú umsvifamesta í land-
inu, fjármálaþjónustan, er komin aftur í hend-
ur ríkisins að langmestu leyti. Af því leiðir
strax að áhrif ríkisins á bæði fyrirtæki og
heimili eru drjúgum meiri en fyrir nokkrum
mánuðum. Fjárskuldbindingar heimila og fyr-
irtækja eru að mestu leyti við ríkisvaldið. Og
ef illa fer, lenda bæði fyrirtæki og heimili í
fangi ríkisbankanna. Ríkið hefur þannig tekið
yfir rekstur margra og stórra fyrirtækja.
Þeim mun fjölga, sem missa eigið húsnæði og
munu búa í húsnæði sem verður í eigu rík-
isbankanna. Og þeir, sem missa vinnuna, eru
auðvitað beint á framfæri ríkisins í formi at-
vinnuleysisbóta og annarrar aðstoðar.
Hrun gjaldmiðilsins hefur haft í för með
sér að viðskipti, sem áður fóru fram á frjáls-
um markaði, eru nú háð umfangsmiklum rík-
isafskiptum. Ríkið hefur lagt á íþyngjandi
gjaldeyrishöft, sem minna óþægilega á tíma
hafta og ríkisforsjár, sem flestir héldu senni-
lega – og vonuðu – að kæmi aldrei aftur.
Grundvallarspurningar
En sumir taka vaxandi hlutverki ríkisins og
stjórnmálamanna fagnandi, eins og ummælin,
sem vitnað var til hér í upphafi, sýna vel. Líta
jafnvel á stöðuna sem stórkostlegt tækifæri
til að beita ríkisvaldinu í þágu þjóðfélags-
breytinga eftir sínu höfði. Sérstaklega úr röð-
um annars stjórnarflokksins, Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs, heyrast raddir
sem benda til að þar á bæ þyki mönnum það
ekki mjög miður að völdin séu aftur komin í
hendur stjórnmálamannanna.
Um það hvernig ríkisvaldið fer með völdin,
sem það hefur á ný fengið í hendur, þarf því
að ræða. Ætlar það að halda þeim til lengri
tíma eða reyna að losa sig við þau aftur sem
fyrst? Það þarf að spyrja ákveðinna pólitískra
grundvallarspurninga, sem löngum hafa skipt
mönnum í flokka, um það hvort stóla eigi á
forsjá ríkisvaldsins eða hvort treysta eigi ein-
staklingunum til að sjá fótum sínum forráð.
Í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, frá
1991 og fram yfir seinustu aldamót, afsöluðu
stjórnmálamennirnir sér valdi í stórum stíl.
Það gerðist að hluta til með samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið, sem stórjók frjáls-
ræði í viðskiptalífinu, ekki sízt á sviði al-
þjóðlegra fjármálaviðskipta. Ekki síðri var
hlutur einkavæðingar, sem færði stóran hluta
viðskiptalífsins úr höndum ríkisins og til ein-
staklinga. Þessu fylgdu aðrar lagabreytingar,
sem juku á frjálsræði og drógu úr afskiptum
stjórnmálamannanna.
Árangur þessarar stefnu varð að hluta til
ekki sá, sem að var stefnt. Valdinu, sem áður
hafði verið samþjappað hjá stjórnmálamönn-
unum, var til dæmis ekki dreift eins og þeir,
sem afsöluðu sér því, höfðu vonazt til að gerð-
ist. Völdin í viðskiptalífinu söfnuðust um of á
hendur fárra einstaklinga, í stað þess að hér
kæmist á auðstjórn almennings, eins og Eyj-
ólfur Konráð Jónsson heitinn orðaði það, með
dreifðu eignarhaldi á almenningshluta-
félögum, þar sem hinn almenni borgari væri
eigandi í fyrirtækjunum. Samþjöppun eigna
og valds og það sem mörgum virðist nú mis-
notkun viðskiptajöfranna á þeim völdum, sem
þeir höfðu sankað að sér, er ein ástæða þess
að ýmsum þykir nú sem það sé ekki svo
slæmt að völdin hafi aftur safnazt á hendur
stjórnmálamannanna.
Ríkisvæðingin fest í sessi?
Núverandi ríkisstjórn hallast augljóslega að
því að þenja út hlutverk og völd ríkisins. Það
kemur fram í hverju málinu á eftir öðru.
Um eitt dæmi er fjallað í þessu tölublaði
Morgunblaðsins, á síðunni hér á móti, sem er
frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra um eignaumsýslufélag, sem í
upphafi var ætlað að halda utan um „þjóð-
hagslega mikilvæg fyrirtæki“. Þingmenn
stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega
mikil völd þessa fyrirtækis og stjórnenda
þess, skort á gegnsæi í rekstri þess og hvern-
ig yrði farið með fyrirtæki sem færu undir
hatt þess og hættuna á pólitískri spillingu
með því að afhenda stjórnmálamönnunum svo
mikil völd yfir stórum fyrirtækjum. Jafnframt
var bent á afleita reynslu af slíkum ríkiseign-
arhaldsfélögum víða þar sem þeim hefur ver-
ið falið að safna að sér fyrirtækjum. Þing-
menn bæði Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks töldu að færi frumvarpið í
gegn óbreytt, væri hætta á að ríkisvæðing at-
vinnulífsins yrði fest í sessi.
Eins og fram kemur í fréttaskýringu Ön-
undar Ragnarssonar, hefur frumvarpið nú
tekið miklum breytingum og meiri áherzla er
lögð á að takmarka afskipti ríkisins af at-
vinnulífinu. Stjórnarandstaðan hefur þó rétti-
lega enn fyrirvara á samþykkt frumvarpsins.
Framsóknarmenn hafa bent á að minnka
verði áhrif stjórnmálamanna á stjórn þess og
allmargir sjálfstæðismenn bíða þess að sjá við
þriðju umræðu í þinginu hvort það verði
nægilega tryggt, að ríkið verði ekki um of
með puttana í atvinnulífinu. Það er full
ástæða til að stjórnarandstöðuflokkarnir haldi
stjórninni við þetta efni.
Samkeppni raskast
Þegar stór hluti atvinnulífsins er kominn í
fangið á ríkinu, er veruleg hætta á að sam-
keppni muni raskast. Nú þegar eru komin
upp mörg dæmi um að keppinautar fyr-
irtækja, sem hafa eignazt ríkið að bakhjarli,
telji þau stunda óeðlilega viðskiptahætti, til
dæmis með því að bjóða of lágt verð eða fara
fram á óeðlileg viðskiptakjör í samskiptum
við birgja.
Samkeppniseftirlitið hefur látið í ljós
áhyggjur af þessu og beint þeim tilmælum til
stjórnvalda að hafa samkeppnissjónarmið í
huga við endurreisn efnahagslífsins. Það hef-
ur ekki tekizt að öllu leyti; til dæmis hefur
Samkeppniseftirlitið enn athugasemdir við
frumvarpið um eignaumsýslufélagið, þrátt
fyrir breytingar á því.
Hvað á að eiga fyrirtækin lengi?
Þetta er staða, sem ekki verður leyst úr nema
með því að koma viðkomandi fyrirtækjum úr
eigu ríkisins sem allra fyrst. Ríkisstjórnin
hefur uppi góð áform í því efni. Í stefnuræðu
sinni fyrir rúmum mánuði sagði Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra: „Jafnframt er
mikilvægt að huga að samkeppnishæfni ís-
Morgunblaðið/Kristinn
Völd Stjórnmálamenn hafa í langan tíma ekki verið jafnvaldamiklir eða ríkið hlutfallslega umsvifameira í íslenzku samfélagi.
lensks atvinnulífs í alþjóðlegum samanburði.
Afar mikilvægt er að byggt verði á þeim
grundvallarmarkmiðum að ríkið losi sig svo
fljótt sem kostur er út úr hvers kyns sam-
keppnisrekstri og opni fyrir erlenda eign-
araðild.“ Í nefndaráliti meirihluta efnahags-
og skattanefndar, sem þingmenn stjórn-
arflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Borg-
arahreyfingarinnar mynduðu, sagði m.a. um
félagið, sem á að aðstoða við endurskipulagn-
ingu fyrirtækja í vandræðum, að mikilvægt
væri að „félagið ráðstafi eignarhlutum í fyr-
irtækjum eins skjótt og markaðsaðstæður
leyfa og jafnframt að teknu tilliti til sjón-
armiða um virka samkeppni og dreifða eign-
araðild“.
Þetta er rétti tónninn, en þó er þörf á að
ríkisstjórnin gefi út skýrari og tímasetta
stefnu um sölu bankanna og allra fyrirtækja,
sem þeir hafa neyðst til að taka að sér, innan
ákveðinna tímamarka. Það er meðal annars
nauðsynlegt til að auka á ný traust umheims-
ins, þar með talinna alþjóðlegra fjárfesta, á
íslenzku atvinnulífi. Ef það er eitthvað, sem
alþjóðlegir fjárfestar kunna ekki að meta, er
það þjóðnýting.
Peningar færðir til ríkisins
Þótt ríkisstjórnin segist vilja selja fyrirtækin
á ný, gengur hún ekki eins langt og ástæða er
til í því að draga saman seglin í rekstri rík-
isins. Nú liggja fyrir drög að áformum um
niðurskurð í ríkisrekstrinum til að draga úr
hallarekstri næstu ára. Þau ganga alls ekki
nógu langt. Ríkisstjórnin hefur þess í stað
kosið að fara að verulegu leyti misráðna leið
skattahækkana. Hún hefur þar með ákveðið
að taka peninga af einstaklingum og fyr-
irtækjum og ákveða hvernig þeim verður ráð-
stafað í stað þess að fólk ráði því sjálft. Hún
tekur peninga sem hefðu getað nýtzt við end-
urreisn atvinnulífsins og færir þá inn í rík-
iskerfið. Þar með dregur hún úr líkunum á
skjótri endurreisn í atvinnulífinu, sem er
nauðsynleg til að standa undir fjármögnun
nauðsynlegra verkefna ríkisins til lengri tíma.
Skammsýnin í skattastefnu stjórnarinnar nær
líklega hámarki í hækkun tryggingagjaldsins,
sem á að fjármagna útgjöld ríkisins vegna at-
vinnuleysis. Í Morgunblaðinu í dag, laug-
ardag, er tekið dæmi af fyrirtæki með 500
milljóna króna launakostnað – við getum gert
ráð fyrir að þar starfi um 100 manns. Hækk-
un tryggingagjaldsins þýðir 8-10 milljóna
kostnaðarauka á ári fyrir fyrirtækið. Flest
fyrirtæki eiga ekki annan kost á móti slíkri
hækkun en að fækka starfsfólki. Þá eru farin
tvö störf hjá þessu fyrirtæki. Þannig stuðlar
aðgerðin, sem á að fjármagna afleiðingar at-
vinnuleysis, að því að auka á vandann.
Ótti stjórnarinnar við rækilegan niðurskurð
í ríkisrekstrinum virðist ástæðulaus, ekki sízt
í því ljósi að áratuginn fyrir hrun, 1998-2007,
hækkuðu útgjöld ríkisins um 67%. Að teknu
tilliti til mannfjölgunar hækkuðu útgjöldin
um 32% á mann, samkvæmt tölum Hagstof-
unnar. Þetta sýnir vel að mikið svigrúm er til
að lækka útgjöldin. Hversu illa verðum við
stödd, þótt undið verði ofan af útgjaldahækk-
un síðustu ára að verulegum hluta?
Ríkisforsjárhyggja
Tilhneigingar ríkisstjórnarinnar til að þenja
út hlut ríkisvaldsins snúa ekki aðeins að um-
fangi þess, heldur líka hlutverki þess í sam-
félaginu. Í skattahækkunum ríkissjóðs er að
finna ákvarðanir um hækkun skatta á það,
sem stjórnmálamönnunum finnst vera óholl-
usta eða óþarfi. Ríkisstjórnin hefur tekið hug-
myndum og tillögum um „neyzlustýringu“ á
vegum ríkisins opnum örmum. Við eigum
ekki að ráða því sjálf hvað við látum ofan í
okkur, heldur vill ríkið endilega hjálpa okkur
að ákveða það.
Það er ærið verkefni framundan fyrir
frjálslynt fólk að vinda ofan af þeirri rík-
isvæðingu, sem átt hefur sér stað á Íslandi á
undraskömmum tíma.
Ærið verkefni fyrir frjálslynt fólk
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009
Reykjavíkurbréf
200609