Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 yfirheyrslu. Það var tveggja sólar- hringa sigling, allt til þess að athuga hvort eitthvað væri af njósnurum með okkur. Jæja, það var ekkert við því að gera, við læddumst niður, ljós- laus, því það var um að gera að láta sem minnst á sér bera. Við sváfum með björgunarbelti allar nætur, enda búið að lýsa því yfir af Hitler að þetta væri bannsvæði, nema fyrir skip Þjóðverja. En þetta tókst allt saman. Svo tók við yfirheyrsla í Norður- Skotlandi. Við fengum hálfgerðan þurrakost og vorum höndluð eins og óvinir. Eftir þriggja daga yfirheyrslu fengu allir að fara á skip um morg- uninn, nema þrír urðu eftir í haldi. Þeir voru taldir svo miklir sósíalistar. En þeir komu þó heim eftir hálfan annan mánuð. Þarna stóð ég svo á bryggjunni í Reykjavík, próflaus og ekkert fyrir mig að gera. Ég stofnaði því teiknistofu í Reykjavík með félaga mínum Sig- valda Thordarson. Það var helvíti lít- ið að gera til að byrja með. En eftir að stríðinu lauk fórum við báðir utan og kláruðum prófið árið 1947. Þá virtist allt á uppleið, en það kom babb í bátinn, því ekki var til gjaldeyrir í landinu fyrir byggingarefni. Við urð- um því að hætta með teiknistofuna, Sigvaldi fékk vinnu hjá Sambandinu og ég fór að teikna á eldhúsborðinu heima. Ekkert var byggt í tvö til þrjú ár. 30 togarar voru keyptir á einu bretti fyrir allan gjaldeyrinn, sem var heilmikill, því soldátarnir höfðu notað mikið af peningum. Togararnir voru allir eins, borgaðir út í hönd, en gallinn var sá að þeir voru byggðir með gamla laginu. Englendingar fóru hinsvegar strax að smíða fyrir sig miklu betri togara. Og við þurft- um því að bæta við nýsköpunartog- urum, tíu togurum sem keyptir voru eftir eitt ár – auðvitað hefðu þeir allir átt að vera þannig!“ Í kappi við ellina Í kringum 1950 var farið að rætast úr ástandinu og þá setti Gísli teikni- stofuna aftur í gang. „Ég þurfti fljót- lega að stækka hana og byggði garð- stofu heima árið 1957, því ekki var hægt að fá húsnæði leigt. Síðan fór hún ört stækkandi og fór svo að ég byggði heilt hús að Ármúla 6. Þar vorum við allt til ársins 2000, en þá hætti ég að teikna. Þá störfuðu þar 16 manns. Og þegar lætin voru mest fyrir 3-4 árum fór starfsmannafjöld- inn í 30. Það gengur ágætlega hjá þeim núna.“ Og Gísli vann alla tíð fyrir íþrótta- hreyfinguna. „Ég byrjaði tólf ára að æfa knattspyrnu, en í þá daga gat maður ekki byrjað fyrr, og æfði allt þar til ég fór utan í nám árið 1934. Ég tapaði aldrei leik fyrr en ég kom í meistaraflokk og sumarið áður en ég fór út urðum við Íslandsmeistarar. Svo þegar ég kom heim árið 1940 vildi þjálfarinn Guðmundur Ólafsson endilega hafa mig með í hópnum, ég keppti einn leik og varð Reykjavíkur- meistari með gömlu félögunum. Þá var ég um þrítugt og það þótti hár aldur fyrir fótboltamann. Svo ég minnist á heilsu mína, þá hefur hún alltaf verið góð. Ég hef aldrei legið rúmfastur nema þegar botnlanginn var tekinn. Það tók viku. Síðan hef ég aldrei legið neitt að ráði á spítala. Enda hef ég alla tíð iðkað íþróttir. Ég synti í sjónum við Skerjafjörð daglega um nokkurra ára skeið. Í Sandvík féll út á daginn og svo þegar féll að, þá var sandurinn heitur og sjórinn volgnaði. Þar lærði ég að synda. Ég bjó í Austurkoti suð- ur við Skerjafjörð og það hefði verið dagsferð inn í Laugar.“ Þegar Gísli hóf rekstur teiknistof- unnar hætti hann annarri íþrótta- iðkun en golfinu og hann synti á hverjum degi 50 ár með Margréti konu sinni. „Við byrjuðum daginn á því að fara í laugina klukkan átta og klukkan níu var ég alltaf mættur í vinnu. Ég þakka sundinu hversu heilsuhraustur ég hef alltaf verið. Nema ellin náttúrlega – hún pínir alla! En þrátt fyrir það hef ég staðið í kappi við ellina og það var ekki fyrr en í fyrra sem ég hætti í golfi, 94 ára. Það er auðvitað slæmt að hafa orðið að gera það, því þá hrakar manni enn fyrr. Ég var góður til gangs, en nú get ég andskotann ekkert gengið. Þannig líður tíminn. En ég verð 95 ára eftir tvo mánuði, svo ég má víst þakka fyrir.“ Snorralaug til borgarinnar Svo fór að Gísli var fenginn til að hanna útisvæðið við Vesturbæjar- laugina. „Bárður Ísleifsson teiknaði Vesturbæjarlaugina og vorið 1961 var búið að steypa upp laugina og unnið að húsinu, en það átti eftir að ganga frá öllu utan til. Þá gerðist það, að borgarstjóri lagði mikla áherslu á að hún kláraðist fyrir kosn- ingarnar um haustið. Ég átti sæti í borgarstjórn og tók að mér að tala við Bárð. Hann sagði þetta of mikla vinnu fyrir sig og spurði hvort ég vildi ekki taka að mér að teikna um- hverfið. Ég var sjálfur í kjöri, svo ég varð náttúrlega að gera það. En ég var skíthræddur við það, því þá var hægt að bauna á mig að ég væri kom- inn á laun hjá borginni, sem var aldr- ei vel séð. En þetta gekk ágætlega.“ Gísli segist hafa viljað gera eitt- hvað fyrir fólkið og að það hafi rifjast upp fyrir sér að hann hefði teiknað Snorralaug í náminu. „Þá var nem- endum falið að gera teikningu af mið- aldabyggingu og ég var að grúska hvernig ég gæti gert það sem léttast fyrir mig. Sumir völdu stórhýsi og kirkju, mældu þær upp og teiknuðu, en ég mátti ekki vera að því. Svo mér datt í hug Snorralaug! Þá var ég að fara heim og ætlaði að nota tækifær- ið og gera það um sumarið. Þegar ég sagði kennaranum söguna af Reyk- holti og Snorra Sturlusyni, þá sagði hann: „Það væri skemmtilegt að sjá þetta á pappír.“ Það voru tvær sturtur í gömlu lauginni, þar sem ég hafði farið dag- lega, og þær stóðu í ferköntuðum pottum. Annar var með metraháu vatni og hinn þurr. Ég hafði tekið eft- ir því að fólk sóttist alltaf eftir því að fara þar sem það gat staðið í vatninu. Svo mér datt í hug Snorralaug, hvort ekki gæti verið sniðugt að prófa heita potta. Ég ákvað að gera tvo potta, annan 40 sm djúpan, þannig að fólk gæti setið, en í hinum náði vatnið rétt upp fyrir ökkla. Það kom á daginn að allir sóttu í djúpa pottinn, svo hinum var breytt til samræmis. Og þegar sundlaugar voru byggð- ar inn við gömlu laugarnar í Laugar- dal, þótti tilvalið að hafa fjóra potta. Síðan eru pottar við allar laugar. Þetta kemur frá Snorralaug – beint í æð! Það var tilviljun að ég ákvað að spara mér vinnu, ráðast ekki á gamla kirkju í Danmörku, heldur teiknaði þennan gamla pott.“ Íslandsbíó 1 Fyrsta samkeppnin sem Gísli og Sigvaldi tóku þátt í var kvikmyndahús fyrir Háskóla Íslands, sem hugðist reisa það á lóðinni við Austurstræti 6, þar sem Búnaðarbankinn og Kaupþing voru síðar til húsa. Lögð var áhersla á að koma sem flestum í sæti, sér-greinargerð fylgdi um hljómburðinn og höfundar gerðu ráð fyrir veitingastað í kjallaranum til að hjálpa til við rekstur hússins. Tillagan hafnaði í öðru sæti, en byggingin var aldrei reist. Laugarnes 2 Gísli, Sigvaldi og Kjartan Sigurðsson gerðu tillögu að dvalarheimili aldraðra í Laugarnesi fyrir DAS, en aðeins eitt slíkt heimili var í Reykjavík, Grund, sem ávallt var fullsetið. Höfundar lögðu áherslu á að íbúar gætu haft gott útsýni yfir innsiglinguna og lögðu því til að byggja níu hæða aðalbyggingu sem hýsir íbúðir. Öðrum einingum er komið fyrir í einnar hæðar byggingum umhverfis aðalhúsið. Tillagan þótti mjög djörf, enda slík háhýsi óþekkt í Reykjavík, en hún varð þó í öðru sæti. Þegar úthluta átti lóðinni kom í ljós að lóðin var bundin leiguböndum og reis heimilið því í Laugarási. KR-svæðið 3 Gísli hannaði fyrstu tillöguna að framtíðar- skipulagi á svæðinu í Vesturbænum. Fyrsti áfangi var knattspyrnu- vellir, aðstaða fyrir frjálsar íþróttir og búningsaðstaða. Annar áfangi var stórt íþróttahús með aðstöðu fyrir 1100 áhorfendur í sætum og stæðum. Þriðji áfangi voru tennisvellir og búningsherbergi tengd þeim, en þá hafði tennis- íþróttin verið iðkuð 15 ár hjá félaginu. Fjórði áfangi var útisundlaug, en þá var mikill áhugi á að koma upp sundlaug í Vesturbænum. En þegar lóðinni var loks úthlutað til KR árið 1945 var lóðin minnkuð vegna breyttrar legu Frostaskjóls og því varð að minnka íþróttahúsið og sundlaug og tennisvellir þurftu að víkja. Melabúðin 4 Í fyrstu átti Melabúðin að vera hluti af fjölbýlishúsinu. Þar átti að vera barnaheimili og samkomusalur fyrir íbúa hússins. En ekki reyndist vera áhugi hjá íbúunum að taka á sig nauðsynlegan kostnað við það, sem varð til þess að húsinu var breytt í verslun og hefur hún verið starfrækt síðan. Melabúðin var fyrsta sjálfsafgreiðslu- búðin í Reykjavík. Miklabraut 5 Raðhúsin við Miklu- braut voru nýmæli í Reykja- vík. Gísli og Sigvaldi gerðu tillögu að byggð slíkra húsa á mun stærra svæði í Hlíðunum, en ekki varð af því. Borgin ákvað að þétta byggðina meira og þess vegna voru frekar reist fjórbýlishús. Frá því segir í bókinni að athyglisvert sé að skoða stærð fataskápa í anddyri: „Á þessum tíma var algengt að hver íbúi ætti aðeins eina yfirhöfn og að gengið væri inn á útiskónum.“ Sjómannaskólinn 6 Tillaga Gísla og Sigvalda gerði ráð fyrir að byggingin sneri í átti til innsiglingar og hafnar. Innsiglingarvitinn á Rauðarárholtinu skyldi því flytjast ofan á þak skólans. Á lóðinni norðanverðri var stundað grjótnám og þar hafði myndast skeifulaga klettur um 15-20 m hár. Byggingin var formuð eftir honum og þar voru vélasalur, leikfimisalur, aðalbygging með kennslu- stofum, samkomusalur og sjóminjasafn. Birkimelur 10 7 Í fyrstu stóð til að byggja íþrótta- og fimleika- hús fyrir KR á lóðinni að Birkimel 10, en svo varð úr að byggja heldur alla aðstöðu fyrir KR á einum stað í Frostaskjólinu. Gísli teiknaði því fjölbýlishús á Birkimel 10. Eitt sinn er hann átti leið hjá húsinu sá hann að handriðin höfðu verið tekin af og þau lágu eins og hráviði í garðinum. Hann setti sig í samband við verktakana sem sáu um viðhaldið og benti þeim á að ekkert mál væri að gera tekkið upp, sem handriðin voru úr. Þau voru því sett á aftur og Gísli fenginn til að vera ráðgjafi við fram- kvæmdina. „Þetta er týpískt afi, að láta hlutina sig varða,“ segir sonardóttirin Margrét Leifsdóttir. Laugardalshöllin 8 Gísli hannaði Laugar- dalshöll með Skarphéðni Jóhannssyni, en Bragi Þorsteinsson og Eyvindur Valdimarsson voru fengnir til að sjá um útreikninga á burðarþoli. Það var nauðsynlegt vegna hins mikla þaks, sem þurfti að standa án súlna. Ekki var dýrt að reisa þakið, öfugt við það sem margir halda, vegna þess að meginhluti þess er aðeins 10 sm þykkur. Það er svona í laginu vegna þess að það er hagstætt út frá burðarþoli, og því þurfti litla steypu. Þakið var á sínum tíma stærsta steinsteypta kúluþak á Norðurlöndum. Tollstöðin 9 Í Tollstöðinni í Reykja- vík var í fyrsta skipti opið rými í skrifstofuhúsnæði. Gólfflötur hússins er um 8000 m², en samkvæmt skipulagi var heimilt að byggja 5 hæða hús. Hins vegar mátti ekki byggja svo marga fermetra, en vöntun var á bílastæðum. Það varð því úr að setja bílastæðin uppá þriðju hæð. Þar sem hafnarskemman náði í gegnum húsið út að Tryggvagötu, myndaðist þar stór gluggalaus flötur. Gísli lagði áherslu á að þar yrði gert ráð fyrir listaverki tengdu hafnarstarfsemi og fékk tollstjóra í lið með sér. Veggurinn var skilinn eftir ópússaður, svo hann liti ekki út fyrir að vera frágenginn. Þar með voru menn knúnir til að ráðast strax í gerð listaverks. Það varð úr að Gerður Helgadóttir gerði hið mikla mósaíkverk á Tollhúsið. 3 4 7 9 1 5 6 8 2 Tómasarhagi 31. Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Meðal annarra verka: ‘‘ÉG SYNTI DAGLEGA ÍSJÓNUM VIÐ SKERJA-FJÖRÐ. Í SANDVÍK FÉLLÚT Á DAGINN OG SVO ÞEGAR FÉLL AÐ, ÞÁ VAR SANDURINN HEITUR OG SJÓRINN VOLGNAÐI. ÞAR LÆRÐI ÉG AÐ SYNDA. Sundlaugin í Hveragerði. Konunglegi siglingaklúbburinn í Kaupmannahöfn. útisvæðisins með Bárði Ísleifssyni sem er aðalhöfundur Vestur- bæjarlaugar. Gísli hafði mælt upp Snorralaug í námi sínu í Kaup- mannahöfn og fannst því upplagt að setja heita potta við nýju laugina. Eftir það hafa heitir pottar þótt sjálfsagðir í tengslum við sundlaug- ar. Hann teiknaði líka stóra fiska- búrið sem var í anddyrinu. Ég veit til þess að Mímir, vináttufélag Vesturbæjar sem hittist mán- aðarlega, hefur sett sér það mark- mið að fiskabúrið verði endurreist sem næst upprunalegum teikn- ingum, sem er auðvitað frábært.“ Morgunblaðið/Heiddi Tómasarhagi Margrét við húsið sitt sem Gísli teiknaði og bjó í áður, en Fegr- unarfélag Reykjavíkur valdi það fegursta húsið byggt árið 1953.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.