Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 39
Umræðan 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 NÚ HEFUR Net- anyahu, forsætisráð- herra Ísraels, flutt ræðu sem verður að skoðast sem svar við ræðu sem Obama Bandaríkjaforseti flutti í Karíó fyrir skömmu (sjá blogg mitt þ. 6. júní). Tengslin við Banda- ríkin eru spurning um líf og dauða síonismans, stefnunnar sem ráðamenn Ísrael aðhyllast. Forsætisráherra Ísraels verður því að haga orðum sínum þannig að þau tengsl slitni ekki. Vandamál Netanyahu felst í því að stefna hans er fullkomlega úr takti við allt sem getur talist til eðli- legrar stjórnmálastarfsemi meðal siðaðra manna í dag. Stefna Ísraelsstjórnar hefði getað gengið á tímum gamaldags ný- lendustefnu og kynþáttakúgunar. Stjórnendur Ísraels hefðu fundið samhljóm með landnemum „villta vestursins“, sem litu á indíána sem réttlausar skepnur, og kunnað vel við sig hjá stjórnendum Apartheid- stefnunnar í Suður-Afríku. En þeir eru eins og nátttröll meðal þeirra þjóða sem fylgja alþjóðasáttmálum um mannréttindi og þjóðarétt. Í ræðu sinni reynir Netanyahu að friða Obama en jafnframt verður hann að halda snarvitlausum fylgj- endum Liebermans utanrík- isráðherra og nokkurra öfgaflokka sæmilega ánægðum. Þessi línudans gengur ekki, Obama segir að það verði að stöðva landtökumennina og viðurkenna rétt Palestínumanna til eigin ríkis. Lieberman og landræn- ingjarnir vilja ekki hætta fyrr en þeir hafa náð að reka alla Palest- ínumenn burt frá Ísrael, Vest- urbakkanum og Gaza. Nethanyahu er sama sinnis og landræningjarnir, en hann verður að finna orðum sínum búning svo ekki hægt sé að mis- skilja þau og rang- túlka. Þess vegna seg- ist hann geta samþykkt tilveru ríkis Palestínumanna ef það ríki hafi engan her og enga lofthelgi. Hann útskýrir veru Palest- ínumanna í landi þar sem þeir hafa búið í þúsundir ára með þeim hætti að á þá beri að líta sem gesti í landi gyðinga: „Sannleik- urinn er sá að á því landi sem er okkar, í hjarta heimalands okkar gyðinga, býr nú fjöldi Palest- ínumanna.“ Er hægt að tala skýrar um kjarn- ann sem býr í stefnu Ísraela. Ísr- aelsstjórn krefst þess að Palest- ínumenn viðurkenni tilverurétt Ísraels. Á sama tíma líta þeir á sig sem réttmæta eigendur alls landsins og þar af leiðir sú stefna að Palest- ínumenn séu í raun réttlausir og komnir upp á náð gyðingaríkisins. Þetta sýnir skýrt að þeir viðurkenna engan rétt Palestínumönnum til handa meðan þeir setja viðurkenn- ingu þeirra á rétti Ísraela sem skil- yrði fyrir frekari viðræðum. Það má nefna stefnu Ísraela ýmsum nöfn- um, meira að segja er hún stundum kölluð „friðarferli“. En slíkar grín nafngiftir geta aldrei falið hinn bitra sannleika: Þetta er stefna landráns og kynþáttakúgunar. Lieberman og landræningjarnir Eftir Hjálmtý V. Heiðdal »Nethanyahu er sama sinnis og landræn- ingjarnir en hann verð- ur að finna orðum sínum búning svo hægt ekki sé að misskilja þau og rangtúlka. Hjálmtýr V. Heiðdal Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. ÞAÐ ER ánægjuleg staðreynd að rúmlega 300 starfsmenn Reykjanesbæjar hafa ekki misst dag úr vinnu á fyrsta fjórð- ungi þessa árs en alls starfa hjá Reykja- nesbæ um 700 starfs- menn. Þetta kemur fram í upplýsingum frá trún- aðarlækni sem tók til starfa hjá Reykjanesbæ um síðustu áramót en markmiðið með ráðningu hans er að stuðla að aukinni andlegri og lík- amlegri vellíðan starfsfólks. Við telj- um að með bættri líðan starfsfólks megi enn betur nýta þann auð sem í því býr, fækka veikindadögum og bæta þjónustu við íbúa bæjarfélags- ins. Þessi niðurstaða er mjög jákvæð og stefnum við að því að auka þetta hlutfall enn frekar hjá Reykjanesbæ. Unnið er markvisst eftir heilsu- stefnu Reykjanesbæjar sem endur- skoðuð er reglulega en markmið hennar er að stuðla að aukinni and- legri og líkamlegri vellíðan starfs- fólks og auka lífsgæði þess. Meðal markmiða er að bæta vinnu- umhverfi, stuðla að auknu fé- lagsstarfi innan stofnana, að leitast við að auka heilbrigði starfsmanna og draga þannig úr veikindum og fjar- vistum sem orsakast af vinnutengdu álagi, að auka fræðslu til starfs- manna um þætti sem stuðla að góðri heilsu og að gera starfs- menn meðvitaðri um réttindi sín. Þessu mætum við með ýmsum hætti en í heilsuhóp starfa fulltrú- ar frá öllum fram- kvæmdasviðum og set- ur hann fram markmið og verkáætlun. Heilsu- hópurinn kynnir reglu- lega starf sitt á starfs- mannafundum og hvetur aðra starfsmenn til heilbrigðs lífernis auk þess að vera í góðu samstarfi við trúnaðarmenn. Einn liður í heilsustefnu Reykja- nesbæjar er forvarnar- og heilsuvika sem haldin er árlega en þar er boðið upp á fræðslu um heilsutengd mál- efni svo sem atvinnutengda sjúk- dóma, vinnustellingar, mataræði og fleira auk þess sem boðið er upp á ýmsa viðburði. Við hvetjum alla starfsmenn til þess að taka þátt í þessu sem og fyr- irtæki, samtök og félög sem vinna að heilsutengdum málefnum. Hægt er að skrá sig á netfangið heilsuvik- a@reykjanesbaer.is. Markviss heilsu- stefna skilar árangri Eftir Guðrúnu Þor- steinsdóttur Guðrún Þorsteinsdóttir » Við teljum að með bættri líðan starfs- fólks megi enn betur nýta þann auð sem í því býr … Höfundur er starfsþróunarstjóri Reykjanesbæjar. HINN 28.5. sl. voru afleiðingar einkavæðingar í ólíkum þjóð- félögum til umfjöllunar í sjónvarp- inu. Þar sást að græðgin, miskunn- arleysið og mannfyrirlitningin sem fylgdi í kjölfarið, var líkast hroll- vekju. Miðaldir jafnvel mann- vænni. Ekki er langt síðan mis- kunnarlaus stjórn hvíts minnihluta Suður-Afríku drottnaði yfir marg- földum meirihluta þjóðarinnar sem er blökkufólk. Þegar Afríska þjóðarráðið náði loks völdum með aðstoð alþjóðasamfélagsins, var þjóðin talin hólpin. Þá skeði það sem engan óraði fyrir. Einkavæð- ing hóf innreið í sinni óhugnanleg- ustu mynd. Menn geta hugleitt hvað ekki var selt, fyrst miskunn- arlausum gráðugum bandarískum auðmönnum var seld einkavæðing vatns. Þar til var vatnið öllum frjálst eins og verið hefur um ald- ir. Rigningarvatn varð líka eign útlendinga og öllum bannað að safna því án greiðslu. Nú bölva fá- tæklingarnir Afríska þjóðarráðinu. Fyrir utan að einkavæða flestar eigur þjóðarinnar, eins og sjáv- arauðlindina og bankana, lagði Framsóknarflokkurinn, með sam- þykki samstarfsflokksins, ofur- kapp á að breyta vatnalögunum en með breytingunni væri útlend- ingum gefið færi á vatninu. Harð- asti talsmaður þess var Valgerður Sverrisdóttir og varð henni ekki þokað í því frekar en fleiri vond- um málum fyrir þjóðina. Ný ríkisstjórn er komin til valda. Brýnasta áhugamál hennar og það sem skyggir á öll önnur, líka skelfilega stöðu tugþúsunda heimila, er umsókn um inngöngu í ESB. Það er ekki á hreinu hvort aðeins er verið að óska eftir við- ræðum sem varða kosti og galla við inngöngu. Undarleg er ferð ut- anríkisráðherra um Evrópuríki til að afla umsókn Íslands um aðild að ESB fylgis. Ráðherra sem læt- ur ógnarvanda þjóðar sinnar víkja fyrir svo hættulegu einkaáhuga- máli, býður mistökum heim. Menn bera ekki virðingu fyrir þing- mönnum sem gæta ekki að sinni eigin. Valdamestu samfylking- aráðherrarnir göslast áfram í blindu ESB-æði og er málflutning- urinn eftir því. Fullyrðing þeirra um að innganga sé síðasta hálmstrá okkar Íslendinga og vit- urlegasta bjargráðið er ógeðfelld í meira lagi. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn er okkur andsnúinn og hættulegur. Ríkisstjórnin telur hann bjargræði en hann hvetur hvarvetna til einkavæðingar og er undir sterkum áhrifum breskra óvina okkar. Núverandi stjórnvöld eru að dæma þjóðina í áratuga þrældóm, með því að samþykkja að borga útlendum skuldir sem engin leið er að greiða án veru- legra affalla. Það er glæpur gagn- vart þjóðinni að semja um meiri vexti af láni til að borga skuldir óreiðumanna, en 1 til 2%. Það er ekki réttlát stjórn sem lætur banka sína stela þriðjungi af slysabótum fatlaðra og annarra sem farið hafa að ráðum ráðgjafa sem enn eru starfandi við sömu iðju í bönkum og sem gefur fjár- glæframönnum tíma til að koma stolnum milljörðum frá þjóðinni í skattaskjól. Stjórnvöld láta sér sæma að borga bankastjórum og öðrum háttsettum embætt- ismönnum 13 til 1800 þúsund kr. á mánuði, en almenningur er hlunn- farinn. Það er ljóst að jafnrétti hentar ekki núverandi stjórn- arflokkum. Ógæfa okkar Íslendinga er ónothæfir stjórnmálamenn. Sá eini sem er sjálfum sér samkvæmur er Ögmundur Jónasson. Fólk er ekki lengur öruggt á heimilum sínum fyrir glæpalýð sem engin lög ná yfir. Eins ógna erlendir glæpahóp- ar og gengur öllum þessum óþverrum allt í haginn því lögin eru þeim hagstæð. Þeir stela, ógna, berja menn og hóta fjöl- skyldum. Þeir nást og þeim er sleppt. Engum er vísað úr landi. Lögreglumönnum er fækkað, kaup þeirra lækkað og þeim gert erfitt að vernda samborgara sína. Inn- flytjendur geta flutt eigin lög og siði inn í landið og ógnað okkar. Stjórnmálamenn sem þora ekki að setja lög til varnar þjóð sinni eru nú í meirihluta á alþingi. Spilltir fjármálamenn hafa valdið þjóðinni ómælanlegum skaða. Eins er mikil ógæfa hve margir óhæfir embætt- ismenn eru á jötunni og ætt- arklíkur. ALBERT JENSEN, trésmíðameistari. Ógæfa okkar Íslendinga Frá Alberti Jensen FYRIR um áratug fluttist rekstur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga. Þá sömdu kennarar og sveitarfélög um 10 daga lengingu á skólaárinu í tengslum við kjarasamninga. Þessa daga átti að nota til óhefðbundins skólastarfs og skemmtilegheita sem tilheyra hinum bjartari árstíðum. Fyrir ári eða svo færði Alþingi þessa 10 daga lengingu í lög, svo nú er hinn opinberi vetur 180 skóladagar í stað þeirra 170 sem ríkið stóð straum af á sínum tíma. Engir viðbótarfjár- munir fylgdu, enda eru engir pen- ingar til og skólarnir verða að spara. Sveitarfélögin hafa hug á að draga í land og stytta skólaárið aftur en Kennarasambandið berst á móti. Þar held ég að veifað sé röngu tré. Það hlýtur að vera markmið allra að verja það góða starf sem unnið er í skólunum. Hvernig verður það best gert við núverandi aðstæður? Við getum farið í flatan niðurskurð og kneprað fjármuni til hvers sem vera skal. Eða stytt skólaárið. Flatur nið- urskurður mundi þýða uppsagnir. Á öllum almennilegum vinnustöðum er reynt að verja störfin til að fólk missi ekki vinnuna. Skólaliðar og stuðn- ingsfulltrúar yrðu sendir heim. Sér- kennsla og önnur stuðningsúrræði drægjust saman. Þeir nemendur sem síst skyldi fengju minni þjón- ustu og staða kennarans gæti orðið óbærileg. Grunnskólarnir eru orðnir að dag- vistarstofnunum fyrir 6-16 ára börn og margir foreldrar treysta á þessa vistun. Samt hafa skólarnir leyfi til að taka sér vetrarfrí, allt upp í 5 daga hvenær sem er að vetrinum, án nokkurs samráðs við foreldra- samfélagið. Þetta hef ég aldrei skilið. Sleppum vetrarfríunum og rekum samfelldan skóla frá ágústlokum til 20. maí. Það hefur heldur aldrei ver- ið hlutverk sveitarfélaga að reka ókeypis dagvistun fyrir grunn- skólabörn. Enda eru skólarnir farnir að seilast dýpra í vasa foreldranna til að standa straum af 10 daga viðbót- inni. Þá styttist í að börnum verði mismunað inni í skólunum sjálfum eftir efnahag. Má það? Kennarasambandið er að verja réttindi kennara. En réttindi eru fleira en kaupið. Ég vil að kenn- arasambandið verji réttindi mín til bærilegrar vinnuaðstöðu. Réttindi mín til að hafa þau úrræði sem þarf inni í skólanum. Réttindi mín til að vera ekki notuð sem barnapía. Rétt- indi mín til að njóta virðingar í sam- félaginu. Réttindi mín til að vera ekki ætlað að gera hið ómögulega. SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, kennari í Grunnskóla Blá- skógabyggðar. Verum skynsöm – styttum skólann Frá Sigríði Jónsdóttur ÞAÐ var ákveðið með löngum fyr- irvara að fara til Patreksfjarðar um hvítasunnu- helgina. Það var mikil tilhlökkun því margt er að skoða á þessari fallegu leið. Við fórum af stað frá Reykjavík og ókum sem leið lá yfir Bröttubrekku, vá, það var meiriháttar! Það var bara gaman að aka yfir hana. Þvílík breyting! Kom- inn nýr vegur og malbikaður. Að aka um Reykhólasveitina er magnað, þar er svo mikil náttúrufeg- urð. Þegar við komum í Bjarkarlund sáum við að þar eru miklar fram- kvæmdir í gangi. Þar er bjartsýnt fólk sem á heiður skilinn fyrir að trúa á framtíðina. Þar er verið að endurbyggja upp ferðaþjónustuna. Enda með eindæmum fallegt þar. Gaman að stoppa og gista. Ferðinni var haldið áfram og stoppað víða, enda náttúrufegurðin á þessu svæði alveg einstök. Allir þessir löngu firðir, skógivaxnir, klettabelti út í sjó, eyjar og fjöllin. Þetta er dásamlegt. Víða er búið að endurgera vegina og malbika en malarvegir á milli. Þegar farið er að nálgast bæinn Fossá á Hjarðarnesi þá heldur fólk að það sé að villast af leið, þetta get- ur ekki verið þjóðvegurinn. Jú þarna er veghefill staðsettur á Hörgsnes- inu. Nú fer þetta að lagast, ef við komumst svo langt. Nei, það fór í verra hefillinn mosavaxinn og nið- urryðgaður. Bara uppá punt og veg- urinn versnaði til muna. Eftir góða stund renndum við inn á malbikið í Vatnsfirði og mikið var það gott. Háttvirtur samgönguráðherra ætti að fá sér bíltúr um Vestfirði, ekki á jeppanum sínum, heldur fá lánaðan bíl hjá börnum eða barna- börnum og nokkur varadekk, já nokkur varadekk. Við urðum vitni að því á þessari ferð okkar að það var unga kyn- slóðin sem erfir landið sem var á ferðalagi um þetta svæði þessa helgi. Þau voru ekkert að fá lánaðan jeppann hjá pabba, hann skuldar svo mikið í honum. Þau fóru bara á sín- um litla bíl. En þeim datt ekki í hug að þau hefðu þurft að hafa með sér kerru fulla af varadekkjum og fleiri tegundir af felgujárnum. Nú stefnir allt í það að Íslend- ingar leggi land undir fót. Hvaða hring fara þau? Stóra hringinn eða þora þau að taka litla hringinn um Vestfirði ? Ég vona það svo sann- arlega. Og þau gefi sér tíma til að stoppa og líta í kring um sig, Barða- ströndin, Breiðafjörðurinn, Rauði- sandur, Látrabjargið, Selárdalur, Dynjandi, Haukadalur, Núpur, og fl. þetta er bara byrjunin. Norð- anverðir Vestfirðir eru eftir og þar er hver náttúruperlan a eftir annarri og aka svo inn Ísafjarðardjúp til baka. Háttvirti samgönguráðherra ég skora á þig að gefa út skipun um að rykið og ryðið verði nú dustað af græjunum og þær mannaðar til að gera STÓRA hringveginn akfæran fyrir alla bíla. Ég óska öllum landsmönnum sem ætla að ferðast um landið í sumar, og fara að sjálfsögðu „stóra hringinn“, góðrar ferðar og komið heil heim. HJÖRDÍS KARLSDÓTTIR, skrifstofumaður. Náttúruperlan Vestfirðir Frá Hjördísi Karlsdóttur BRÉF TIL BLAÐSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.