Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 56
SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 17°C | Kaldast 10°C Suðvestlæg átt, 5-10 m/s og stöku skúrir en lítilsháttar rigning um tíma NA- og A-lands. Hlýjast A-lands. »10 KVIKMYNDIR» Bíddu ... er þetta ljóta Betty? »51 Konungur raï- tónlistarinnar, Cheb Khaled, horfir um öxl á nýjustu plötu sinni, sem út kom í síðustu viku. »49 TÓNLIST» Alsírska undrið KVIKMYNDIR» Kvikmyndahátíðin í L.A. er byrjuð. »52 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Sjón er sögu ríkari. Og farið með gát. »53 Margt og mikið er framundan hjá hinni skagfirsku sveit Bróður Svartúlfs, sigurvegara Músík- tilrauna. »49 Svartúlfar í gang TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Drengur viðurkennir morð 2. Fara framhjá gjaldeyrishöftum 3. Reykjanes skelfur 4. Deilur og ótti við vélsög Skoðanir fólksins ’Skattahækkanir ofan í gríðar-legan samdrátt í efnahagslífi getaekki verið farsæl leið til að koma hjól-um efnahagslífsins í gang aftur. » 34 ALMAR GUÐMUNDSSON ’Að vera Íslendingur og horfa ánokkra samborgara raka inn seðl-um á auðlind þjóðarinnar er niður-brjótandi og eyðileggur samfélagiðsmátt og smátt. » 35 SIGURÐUR SIGURÐSSON ’Miðað við fólksfjölda á Íslandimætti búast við fjórum til fimmnýjum mænusköðum að meðaltali áári ef tíðnin væri svipuð og á hinumNorðurlöndunum. Tíðni mænuskaða í slysum hér á landi hefur þó verið mun hærri allt frá árinu 1973. » 32 SIGRÚN KNÚTSDÓTTIR ’Að setja Icesave-málið fyrir dóm-stóla geta Bretland og Evrópu-sambandið ekki hugsað sér af einfaldriástæðu, Íslendingar myndu vinna slíktmál samkvæmt EES og evrópskum lögum. » 33 GUÐNI ÁGÚSTSSON ’Fjallgöngumenn verða að skoðaveðurspár, lesa í veður á leiðinniog kunna að snúa við vegna slæmraveðurskilyrða. Það er engin þörf á aðþvinga fram „tindasigur“ með því að hætta sjálfum sér og öðrum að óþörfu. » 37 ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON ’Sumarsólstöður og vetrar-sólhvörf voru um þúsundir áratímamót í samfélagi manna um víðaveröld, þau voru tími verslunar, þing-halds og guðsdýrkunar. Þau hafa því löngum verið tilefni hátíða. » 40 ÞÓR JAKOBSSON HANNA Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, landaði fyrsta laxi sumarsins í Elliðaánum klukkan hálfátta í gærmorgun. Samkvæmt hefð hóf borgarstjórinn veiðar í Sjávar- fossi, og naut aðstoðar Ásgeirs Heiðars, sem er marg- reyndur leiðsögumaður. Þrátt fyrir að lax hafi sést af og til í fossinum á síðustu vikum, þá sýndu laxar maðk- inum lítinn áhuga þar að þessu sinni. Ásgeir Heiðar lagði þá til að gengið yrði niður að Breiðu, neðst í ánum, en þar hafði hann séð fisk. Borgarstjóri óð þar út í ána og innan skamms tók laxinn. Viðureignin var fumlaus og innan nokkurra mínútna var nýgengin fimm punda hrygna í háfnum. Borgar- stjóri dáðist að fiskinum og beit veiðiuggann af honum, eins og hefð er að gera við fyrsta lax. „Ég hef aldrei veitt lax áður. Hann var kröftugur,“ sagði Hanna Birna að því loknu og horfði á fiskinn. „En ég hef ekki samanburð, þetta er maríulaxinn,“ bætti hún við. „Mér fannst þetta gaman. Ég er líka í fylgd með færu fólki og gerði eins og mér var sagt,“ sagði hún og brosti. Henni fannst ánægjulegt að hafa náð lax- inum fljótt og hafa ekki þurft að standa í fiskleysi fram eftir degi. „Það er einstakt að hafa þessa náttúruperlu hér í miðri borg,“ sagði Hanna Birna. efi@mbl.is MARÍULAX BORGARSTJÓRANS Morgunblaðið/Einar Falur Gusugangur Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri leiddi fyrsta lax sumarsins í Elliðaánum í háfinn hjá Ásgeiri Heiðari leiðsögumanni. Borgarstjórinn setti í laxinn á Breiðunni, rétt fyrir klukkan hálfátta í gærmorgun. Staksteinar: Allir sitji við sama borð Forystugrein: Hagsmunaárekstrar? Pistill: Krónan kúgar þjóðina Reykjavíkurbréf: Ærið verkefni fyrir frjálslynt fólk Ljósvakinn: Efinn um efann SKOÐANIR» Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ALDREI hefur farið fram fjölmenn- ari brautskráning kandídata frá Há- skóla Íslands en í gær, laugardag. Brautskráningin var í Laugardals- höll og fór fram í tvennu lagi vegna fjölda kandídata, en þeir voru 1.539. Mikill vöxtur hefur verið í Háskól- anum, sem stækkaði um fjórðung er hann sameinaðist Kennaraháskóla Íslands í fyrra, og svo um 10% við inntöku nýnema um síðustu áramót. „Fjölgun nemenda styrkir enn undirstöður skólans en undirstrikar jafnframt ábyrgð hans,“ sagði Krist- ín Ingólfsdóttir rektor í ræðu sinni. „Tryggja verður að gæði kennslu og vísindastarfs skerðist ekki. […] Ef menntakerfið fellur í far meðal- mennsku verðum við lengi að ná okkur á strik aftur.“ Fyrri hluti brautskráningarinnar var helgaður framhaldsnemum. Í ræðu sinni sagði rektor útlit vera fyrir að markmið um fimmföldun doktora frá Háskóla Íslands á fimm árum næðist. Þetta væri gífurlega mikilvægt áfangamarkmið sem hefði bæði bein og óbein áhrif á nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Í gær brautskráðust einnig af menntavísindasviði HÍ 22 nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Í náminu er tengt saman fræðilegt nám og starfsnám. Nemendur og aðstand- endur hafa sagt námið lærdómsríkt og ánægjulegt. Aldrei fleiri brautskráðir frá HÍ  Tuttugu og tveir brautskráðir úr diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun  „Verðum lengi að ná okkur á strik ef menntakerfið fellur í far meðalmennsku“ Morgunblaðið/Kristinn Útskrift Rektor sagði horfur á að skólinn myndi ná öllum þeim markmiðum sem sett voru og felld inn í afkastatengdan samning við ríkisvaldið. SNEMMA á föstudagskvöld hélt 24 manna hópur áleiðis til Færeyja frá Höfn í Hornafirði. Það þætti alla- jafna ekki fréttnæmt nema fyrir þær sakir að ferðin var farin á fjórum tuðrum, eða gúmmíbátum, með utanborðsmótorum, en að auki sigldi harðplastbátur með. Reiknað var með að bátarnir næðu landi um kl. 13 í gær, laugardag, eftir u.þ.b. 18 tíma siglingu og höfðu höfðinglegar mót- tökur verið undirbúnar í Færeyjum. Veður var ágætt, sléttur sjór en norðankaldi. Ferðin hófst í raun í Vestmanna- eyjum en þaðan sigldu ferða- langarnir til Hafnar. Áður en lagt var af stað blessaði sr. Guðmundur Örn Jónsson hópinn og fór með sjó- ferðabæn sr. Odds Gíslasonar. 18 tíma tuðruferð til Færeyja Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Biðja Hópurinn fór með sjóferða- bæn áður en haldið var af stað. ATVINNA» Nokkur góð ráð til að landa vinnu Ertu góður vinnuveitandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.