Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.2009, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009 Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Jörðin er um 320 ha. Stór hluti jarðarinnar er í rækt og nýtist sem gott beitiland. Staðsetningin er góð og er í u.þ.b. 140 km frá Reykja- vík. Jörðin er landnámsjörð og þar hafa fundist merkar fornminjar. Á jörðinni er 145 fm steinsteypt íbúðarhús byggt árið 1978. Húsið er á einni hæð og skiptist í forstofu, fjögur herbergi, baðherbergi, gestasnyrtingu, stofu, eldhús, búr/geymslu og þvottahús. Bílskúr sérstæður og steinsteyptur 34 fm að stærð. Upplýsingar veita: Geir Sigurðsson, lögg.fasteignasali og Sverrir Kristinsson, lögg.fasteignasali TIL SÖLU Jörðin Bergþórshvoll I Rangárþingi eystra MIÐGARÐUR 1, HÚSAVÍK Einbýlishús á tveimur hæðum og er 5 herbergja, 230,6 m² Byggt 1943 úr steypu. Mjög góð eign og mikið endurbætt svo sem gólfefni, innrétt- ingar og lagnir. Góður garður með stórri verönd. Staðsetningin er miðsvæðis á Húsavík. Ásett verð: 35.000.000 kr. Skipti koma til greina á höfuðborgarsvæðinu. Hilmar Gunnlaugsson, hrl. og lögg. fasteignasali INNI fasteignasala • Sími 580 7925 • www.inni.is KUNNINGI minn sagði við mig í vikunni að nú væri fjár- málavandamálið og allt tjónið og hneykslið í kringum það ekki lengur aðalvandamál þjóðarinnar. Nýjasta og alvarlegasta vanda- málið sem er að byrja að grafa um sig er svartsýni. Undanfarna áratugi hefur þjóðin þurft að horfa upp á mjög alvar- legan siðferðisbrest í íslensku sam- félagi sem er gjafakvótakerfið þar sem þeir fáu sem fengu gjafakvót- ann gefins fá allan arð af auðlind þjóðarinnar. Þetta rekur Markús Möller í grein sinni Kvóti ljóti í Mbl og telur að stjórnmálamenn okkar hafi horft fram hjá þessari staðreynd í áratugi vegna glópsku. Að vera Íslendingur og horfa á nokkra samborgara raka inn seðl- um á auðlind þjóðarinnar er nið- urbrjótandi og eyðileggur sam- félagið smátt og smátt. Þetta hefur aukið á fátækt þjóðarinnar þó það jafnist hvergi á við bankahrunið. Mikið er búið að skrifa um kvóta- hneykslið og ekkert miðar til að leiðrétta það mál. Það sama gerðist í banka- hruninu. Enn og aftur glópska og siðferðisbrestur stjórnmálamanna sem einkavæddu bankana með þeim hætti að allar eignir þjóð- arinnar langt fram í tímann fara í hendur útlendinga til að greiða til baka með vöxtum allt sem óvitarnir í bönkunum töpuðu. Það er eitthvað að í stjórn sam- félagsins og regluverkinu sem held- ur svona vitleysu gangandi og jafn- vel þó skipt sé um ríkisstjórn þá kemur í ljós að lögin eru svo arfa- vitlaus að nýir stjórnendur geta ekki komið hlutunum í lag nema með lagabreytingum. Svo föst er glópskan og innbyggði siðferð- isbresturinn í stjórn samfélagsins. Mikilvægasta rannsóknarverk- efni fjármálageirans í Evrópu er rannsókn bankahrunsins og fékk ekki nægilegt fjármagn til að tak- ast á við verkefnið. Það þurfti sér- fræðing frá útlöndum til að koma í Kastljósið til að koma boðum um að það þyrfti að dæla inn í þetta miklu meiri peningum og meiri mannafla. Auk þess kom fram hjá þessum sérfræðingi að ekki væri viðunandi að hafa óhæfan rík- issaksóknara eins og fram hefur komið. En reglurnar eru þannig að hann ákveður sjálf- ur hvort hann situr eða víkur. Þetta minnir á þaulsetu Davíðs í Seðlabankanaum. Það þarf ítrekað að breyta lögum til að koma eðlilegum vinnubrögðum að í stjórnkerfinu og þannig að það sé unnt að rannsaka meint alvarleg brotamál með hlutlausum hætti eins og þetta bankahrun. En nú er svartsýnin að hellast yfir mannskapinn. Þegar svona mikið af spillingu og vanhæfi er vaðandi um allt stjórnkerfið og samfélagið og almenningur rúinn inn að skinninu með kvóta- og banksvindli í viðbót við að margir hafa misst vinnuna og lánin eru komin upp úr þakinu, þá er von að fólki lítist ekki lengur á blikuna. Í áratugi hefur það verið reglan frekar en undantekningin að stjórnmálamenn hafa gaukað að sínu fólki verkefnum og vinnu. Nýj- asta dæmið er um Gunnar Birg- isson í Kópavogi, þó hann hafi ekki sjálfur verið þiggjandi peninga frá bænum. Málið er í takt við fjölda mála þar sem stjórnmálamenn hafa getað skarað eld að köku vina sinna. Hvernig verður ástandið núna þegar allur þessi skari fólks er atvinnulaus og mikil kreppa er framundan í samfélaginu? Verður einkavinavæðingin í stjórnkerfinu eitthvað öðruvísi en hefur verið un- dafarna áratugi? Fólk sem er nú á miðjum aldri og búið að lifa það lengi að það man eða veit meira og minna um krepp- urnar, hagsmunapotið, sukkið og svínaríið í íslensku samfélagi, þekk- ir gjafakvótakerfið og þarf núna að skipuleggja sig fram að starfs- lokum, á hvað ætli þetta fólk veðji núna? Ætli þetta fólk vilji taka á sig 10 til 15 ára samdrátt í vinnu, gengi krónunnar hrunið, fasteignir verðlausar, okurvexti á peningum og verðtryggingu ofan á allt sam- an? Eins og stefnir í núna, að þó fólk kaupi fasteign með íbúðaláni þá mun lánið hækka langt umfram verðgildi eignarinnar, þó fólk borgi af eigninni í áratugi. Kaup á fast- eign á næstunni er því væntanlega ekki inni í myndinni. Bílakaup eru nær dauð og ekki fyrirsjáanlegt annað en að bílaeign á Íslandi verði með svipuðum hætti og á Kúbu. Engin endurnýjun í áratugi. Það þarf að setja upp varanlegan óháðan saksóknardómstól sem yrði mannaður að hluta með Íslend- ingum og útlendingum. Þetta emb- ætti á að starfa varanlega og alger- lega óháð stjórnvöldum og taka til vinnslu hverskonar mál þar sem grunur leikur á að stjórnkerfið eða aðrir aðilar séu að vinna gegn hagsmunum almennings í landinu. Að undangenginni rannsókn á að stefna hverjum sem er sem er að vinna gegn hagsmunum okkar og fá alla slíka aðila dæmda. Við sjáum að það grassera í samfélag- inu árum og áratugum saman brot og óréttlætismál sem eiga engan sinn líka og að við getum ekkert að gert. Meira að segja ráðherrar geta ekki vikið óhæfum ríkissaksóknara frá og endalausra lagabreytinga er þörf til að laga kerfið. Það þarf algera uppstokkun á kerfinu og hverskonar siðferð- ismati og því hvernig fylgst er með hagsmunum okkar og hvað stjórn- völd eru að brölta frá tíma til tíma. Hverskonar einkavinavæðing eða mál á borð við gjafakvótann end- urtaki sig ekki og öll núverandi spillingarmál verði tekin til rann- sóknar og málin leiðrétt með alger- lega köldu mati. Grafið undan samfélaginu Eftir Sigurð Sig- urðsson »Hverskonar einka- vinavæðing eða mál á borð við gjafakvótann endurtaki sig ekki og öll núverandi spillingarmál verði tekin til rann- sóknar Sigurður Sigurðsson Höfundur er cand. phil. bygg- ingaverkfræðingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.